Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Síða 13
13 MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 PV________________________ Landið Krýsuvíkurkirkja Greinilega mátti sjá að grafið hafði verið í gamian kirkjugarð við vesturgafl Krýsuvíkurkirkju. Ekki hefur tekist að uppiýsa hverjir hafi verið þar að verki eða í hvaða tilgangi þar hefur verið grafið. Dularfullt jarðrask við Krýsuvíkurkirkju: Sökudólgur ófundinn - búið er að tyrfa svæðið að nýju Ekki hefur tekist aö upplýsa hver eða hverjir hafa staðið að uppgreftri við Krýsuvíkurkirkju i byrjun mánaðarins. Lögreglan í Hafnarfirði rannsakaði þetta dul- arfulla jarðrask en engin niður- staða fékkst. Er nú búið að ganga frá verksummerkjum og tyrfa yfir gröfina. Að sögn Haralds Helgasonar, sem hefur umsjón meö húsasafni Þjóðminjasafns íslands, var hringt í hann vegna málsins mánudaginn 8. október. Lögreglumaður, sem leið átti þarna um, hafði orðið var við að grafið hafði verið við sunn- anverða kirkjuna. Hafði hann fyrst samband við Erlend Sveinsson kvikmyndagerðarmann en faðir hans er grafinn þarna rétt hjá. Er- lendur hafði síðan samband við Harald og í framhaldinu rannsak- aði lögreglan í Hafnarfirði málið. Þegar blaðamenn DV bar þar að garði 10. október var búið að setja krossviðarplötu yfir holuna en þarna í garðinum eru nokkrar gamlar grafir. Segir Haraldur að leyfi þurfi til að uppgraftar af þessu tagi. Slík mál heyri nú undir nýtt embætti sem heitir Fornleifavernd ríkisins og stýrt er af Kristínu Huld Sigurð- ardóttur. Sagði Haraldur að þau heföu farið fyrir viku að skoða verksummerki en þá hefði verið búið að ganga frá holunni. Lög- regla var þá búin að skoða málið en fann ekkert sem benti til hverj- ir voru sekir um þetta rask. Staö- festi lögregla það í samtali við DV í gær. Haraldur segir að sem betur fer hafi afskaplega litlu verið raskað og ómögulegt að segja eftir hverju menn hefðu verið að grafa. Þama hafi menn komið niður á kistu- hom og greinilega séð að ekki var eftir miklu að sækjast. „Sem betur fer eru slik atvik mjög sjaldgæf, enda má slíkt alls ekki gerast nema í vísindalegum tilgangi. Þetta er mjög viðkvæmur staður og menningarminjar með gamalli byggð þarna skammt frá,“ sagði Haraldur Helgason. -HKr. Efhún erekki inni skalég hundur heital Slökkviliö Reykjavíkur á ekki búnaö til að eiga við eld í göngunum: Áhyggjur af vanbúnaði slökkviliðsins Slökkvilið Akraness hefur bætt svo búnað sinn að liðið er nú betur í stakk búið til að takast á við hugs- anlegan eldsvoða í Hvalfjarðar- göngunum. Slökkvilið Reykjavíkur hefur hins vegar látið þess getið í erindum sínum að það hafi ekki yfir að ráða búnaði sem nauðsyn- legur væri í slíkum eldi. Þetta kem- ur fram í pistli sem Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnar- formaður Spalar, skrifar á heima- síðu Akraneskaupstaðar sem nefn- ist Innlegg í brunavarnir í Hval- fjarðargöngum. Stjórn Spalar lýsir að sjálfsögðu áhyggjum sínum yfir þessum vanbúnaði Slökkviliðs Reykjavíkur og vonast til þess að úr verði bætt hið fyrsta. Varðandi flutning á bensíni og olíu hefur stjórn Spalar samþykkt ályktun um að þeir flutningar verði takmarkaðir frekar en nú er gert og að flutningur á própangasi verði alfarið bannað- ur. í því sambandi má þó nefna að sú takmörkun sem fyrir hendi er á flutningi hættulegra efna um Hvalfjarðargöng er líklega strang- ari en hjá öðrum þjóðum fyrir sambærileg göng. Oliufélögin hafa sjálfviljug hætt flutningi á própangasi en því er ekki að neita að bensín- og olíuflutningur hefur frá því að göngin voru opn- uð aukist verulega. „Olíufélögin hafa réttilega bent á að þeir bílar sem þau nota til flutnings á eldsneyti séu vel úr garði gerðir en þar á móti kemur að ekki er gott að treysta því að hinn almenni vegfarandi sé án nokkurrar áhættu og þannig get- ur vel búinn bensínbíll oröið verulegur háski vegna aðgæslu- leysis annarra vegfarenda. Olíu- félögin benda einnig á að ekki sé vitað hvað sé í förmum vöruflutn- ingabíla eða hvernig ástandi þeirra bifreiða sé háttað. Það leið- ir hugann einmitt að eftirliti og skoðun flutningabíla en án vafa er ástæða til þess að skoða þann þátt betur í þvi skyni að fækka ferðum bifreiða í slöku ástandi um göngin," segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. -DVÓ Verða betri ökumenn á eftir dv-mynd júlía imsland Þetta var ógeðslega erfitt, sögðu tveir nemendanna en við lærðum mjög mik- ið og teljum okkur verða betri ökumenn eftir þá fræðslu sem við höfum feng- ið á námskeiöinu. Meiri þekking - betri ökumenn: Þrefalt lægri tjóntíöni eftir ökunámskeið Sjóvá-Almennar og Umferðarráð héldu um daginn ökunámskeið í Fram- haldsskólanum í Nesjum fyrir unga ökumenn á aldrinum 17- 21 árs. Þrír kennarar sáu um námskeiðið sem nítján ungmenni frá Homafirði og nágrenni sóttu. Ásamt umferðar- fræðslu er mikil áhersla lögð á hóp- vinnu nemenda á verkefnum, til dæm- is hvernig ungur ökumaður getur breytt aksturshegðun þannig að hann lendi ekki í óhappi og hvemig helst megi bæta umferðarmenninguna. Sam- kvæmt könnunum hafa námskeið sem þessi borið mjög góðan árangur og eru þeir hópar sem sótt hafa námskeiðin með þrefalt lægri tjóntíðni en saman- burðarhópurinn sem ekki hefur mætt, og auk þess eru tjón þeirra smærri og færri alvarleg slys. -JI Oryggisfilmur og gleriö verdur þrefalt sterkara Glöi ehf s: 544 5770 Dalbrekku 22 Kóp. www.gloi.is Aðeins í Smáralind L.____________________J í Útilíf Smáralind Rýmum fyrir 2002 módelunum Alltað • Snjóbretti • Snjóbrettaskór • Snjóbrettabindingar • Snjóbrettafatnaður Skíðadagar á sama tíma Aðeins í Glæsibæ 25. október - 4. nóv. ÚTILÍF svóV-V-W á btetti °g vertu ^ SMÁRALIND Sími 545 1500 • www.utilif.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.