Alþýðublaðið - 19.03.1969, Qupperneq 12
12 Alþýðublaðið 19. marz 1969
SÚM
Framhald af 9. síðu.
Sp.: Teljið þið grundvöll fyrir
rekstri Galleríe SÚM?
Kristján: Já, á þann hátt sem við
rekum það. Þ.e.s. við höldum því
sjálfir gangandi, með eígiij vinnu
og skotsilfri. — Það verður rekið
með tapi.
Sig.: Víð stofnuðum þetta gaiierie
vegna þess að hér eru menn með
alls konar hluti, sem er erfitt að fá
inni með annarstaðar.
Kristján: Það er eyðilegging á
veggjum, sem menn setja fyrir sig,
það er vond lykt, það er rafmagn,
það er hljpð, og hitt og þetta. Og
slíkt er iolk mjög hrætt við.
Sp.: Hvað eruð þið að fást við í
SÚM?
Kristján: Það eru' sumir ungir
menn sem eru með þann frasa að
allt eigi að vera svo „gott“, og að
abstrakt-sjón sé bara einhverskonar
„dekor“, sem ekki hafi haft meinn
tilgang. Einnig segja menn, nú sé
popið „komið“ og að þá sé geóme-
trían „búin“, nú sé popið aftur að
deyja. Þetta er ægilegur misskilning-
ur, vegna þess þetta hefur allt
tilgang.
Sig.: Fólkið héfur tilhneigingu
til áð skilja málefnalega myndlist
allt öðrum skilningi, en fígúrutíva,
og abstraktsjón.
Það vill sjá ákveðnar myndasög-
ur; og fólk'spyr sig: af hverju setur
hann þetta þarna, og þetta orð
þannig, — slíkt er hindrun á veg
skilningsins. ■»
Sig.: Það fer að brjótar'heilann
svo mikið um eitthvað nonsens, í
stað þess að horfa á þetta einsog
fallega stúlku. Það er miklu heil-
brigðara.
Kristján: Það er alveg eins hægt
að skoða setningu sem tilfinningu,
á sama hátt og rauður litur er til-
finning, form. Myndlistarverk er
ákveðið atmósfer, og það er ákveð-
ið mentalitet. Ef þú hrífst af þessu
mentaliteti þá hleðstu upp af þess-
ari kennd. Og þegar þú ert upp-
fullur af þessari kennd, þá krefst
það af þér annarrar breytni. Þetta
er að mínu áliti, aðal giidi listar
að breyta afstöðunni til hlutanna,
og þarmeð breyta heiminum í
kringum þig. Afstaða þín til hlut-
anna, það eru hlutirnir.
Sig.: Spyrjið mann sem er ást-
fanginn af stúlku; hann byrjar ekki
á að telja fram nef, höku, munn.
Sp.: Hver er afstaða ykkar í SÚM
til málara af eldri kynslóðinni?
Sig.: Ég held að afstaða SÚM
manna sé ákaflega pósitív til cldri
málara.
i
Erns og falleg
vefcjaraklukka
meS slitna fiöður
Kristján: Verk þeirra virka á
mann eins og falleg vekjaraklukka
með slitna fjöður. Þau höfðu gildi
á sínum tíma fyrir mig, en hafa
það ekki Iengur.
Sp.: Hvernig er hægt að veita
listinni hjálparhönd, án þess það
breytist í einhverskonar umbun við
gamla afreksmenn?
Sig.: Hollendingar hafa kerfi sem
þek kalla „kontrapresstansi“. Það
virkar þannig að frá ríkinu, og
Síðan frá listasöfnunum koma menn
og meta allar aðstæður, hvernig
listamaðurinn vinnur o.s.f.v., taka
A—5 myndir á ári, og þú færð
pcninga til að lifa af á meðan. Flest-
ir málarar njóta góðs af þessu. Sjón-
•armiðið hjá þeim er: Við tökum
alla, borgum þeim Iftið kaup, þann-
ig að þetta verði ekki eftirsóknar-
vert og útilokum um leið að menn
fari útí þetta sem business. Ollum
er greitt jafn rnikið, því þeir telja
sig þess ekki umkomna að velja og
dæma einstaka úr hópnum. Þess
vegna styrkja þeir alla. Raunin hef-
ur orðið .sú, að síðan heltast hinir
lélegri úr lestinni, sauðirnir skiljast
sjálfkrafa frá höfrunum.
Sp.: Hvaða gildi hefur menntun
málara?
Sig.: Prófin gera engan fleygan,
þú getur menntað þig í fjölda ára,
en möguleikar þínir í þjóðfélaginu
breytast ekki við það. Það er raun-
ar ágætt, því skólar geta ekki
garenterað góða myndlist. Menn
verða að sprengja skólana utanaf
sér.
Kristján: Persónulega held ég að
þeir séu ágætir, en ég hef aftur á
móti aldrei gengið á skóla.
Aðalatriðið er að vera f félagsskap
góðra málara, að vera innanum
fólk, sem er 5 einhverjum átökum.
Ef listamaður er mjög frjór, þá
þarf hann ekki á skóla að halda.
Sigurður: Skólar ættu að leggja
mun meiri áherzlu á að þroska
nemandann með hugmyndáfræði-
kennslu t.d., heldur en eilífu tækni-
bragðastagli. Teknikin er núll í
nútíma myndlistarverki. Sama gild-
ir þetta eilífa nudd um kompósisjón.
Sp.: Hver er afstaða ykkar til
gamalla listatradisjóna?
Kristján: Eg finn ckkert fallegt í
þeim. Eg veit að Móna Lísa er
meistaraverk, en hún virkar ekki á
mig sem fegurð, ekki lengur. Sama
gildir Van Gogh, hann hefur engin
áhrif á mig. Fyrir mörgum árum
síðan fannst mér hann óskaplega
góður málari, sem hann eflaust hef-
ur verið, en ef ég mundi byrja að
mála eins og Van Gogh í dag, þá
mundi ég kasta upp á hvert einasta
verk sem ég gerði. Það er nú svona
með þessa ágætu myndlist, að mað-
ur er búinn að skilja hana í eitt
skipti fyrir öll, og er orðinn mettur
af henni. Oll list og öll fegurð er
svo óskaplega háð tímanum.
Sp.: Teljið þið að myndlistin
túlki það þjóðfélag sem hún er
sköpuð í?
Kristján: Myndlist okkar túlkar
ekki það þjóðfélag sem við lifum í.
Sem myndlistarmaður gæti ég alveg
eins verið þjóðverji eða eitthvað
allt annað. Annars eru litlar líkur
á því að popmálverk veki hrifningu
hjá einhverjum eskimóum uppá
grænlandsjökli. Islenzk myndlist
túlkar engin séríslenzk vandamál,
við erum ekki íslendingar sem
málarar, heldur þá kannski frekar
evrópumenn.
Sig.: Sumir halda að myndlistar-
menn hafi éinhverskonar samtök
um það að mála svona myndir núna
og hinsegin myndir næst, en mynd-
listin vex bara upp svona af sjálfu
sér þannig að blóm sömu ættar
vaxa upp á tveimur mismunandi
stöðum samtímis. Þó hafa Skandínav
ar ofast verið byggjendur, en Þjóð-
verjar, Frakkar og Spánverjar eru
meiri fanatíkerar og þarafleiðandi
frjórri, þeir hafa tilhneigingu til
að ganga lengra.
Kristján: Hinir beztu skandina-
vísku myndlistarmenn eru þeir sem
slitnað hafa frá þessum skandina-
víska móral.
Engin ástæða að
vlta neitt um
Leenardo
Sp.: Skiptir gærdagurinn máli
fyrir Jistmálara?
Sig.: Nei, þetta virkar á mig
eins og samhangandi nýsköpun.
Gærdagurinn er fyrir hendi, en
maður hefur ekkert við gærdaginn
að gera, engin ástæða tilað brjóta
heilann um hann. Aðalatriðið fyrir
myndlistarmann er að vera spontant,
þá sérstaklega í hugsun.
Kristj.: Það er engin ástæða fyr-
ir málara að vera vel að sér í sögu
málverksins langt aftur í aldir. Það
er ef ti! viil skemmtilegt, en ekkert
fram yfir það.
Málari í dag þarf ekki að vita
neitt um Leónardó Da Vinci, ekki
einusinni að hann hafi verið til,
vegna þess það eru ótalmargir af-
burðargóðir myndlistarmenn, sem
við höfum aldrei heyrt getið um,
og hví •skyldum við ekki alveg eins
þurfa að vita um þá, eins og
Leónardó Da Vinci.
Sp.: Hvað finnst ykkur um
tengsl milli ungra hreyfinga í mis-
munandi listgreinum?
Sig.: Já, sem kúnst er þetta allt
undir sama hatt, þetta er aðeins
spuratng um matrfal, form. Þú
getur alveg eins notað lykt eða hljóð,
eða jafnvel snertingu. Til dæmis ef
hljómlistarmaður heldur happening,
þá getur verið erfitt að greina í
milli hvort urn er að ræða tónlist
eða myndlist. Ljóðlistin hefur seilzt
inn á svið myndlistarinnar með
graphískri ljóðagerð, þar sem upp-
setning ljóðsins er hluti af list
ljóðsins.
Kristján: Myndlist í dag er oft
hreint og beint Jesin.
Þú getur notað hvað sem er t
myndlist, vafið inn í hana orðum,
og fengið þar ready made ástand
gegnum eitt orð. Alveg því sama
og maður getur náð með að mála
ákveðna athöfn inn í verkið. Þú
getur sett hljóð í myndlistarverk,
það er oft gert til að ná ákveðnum
áhrifum, ákveðnum tilgangi. Þar
er öllu til fórnað. Það eru engín
takmörk til. Það hafa aldrei verið
til nein takmörk, menn héldu það
bara. Fyrir myndlistarmann er hinn
tekníski „skalli“ orðinn allt sjáan-
legt, fyrir tónlistarmann allt sem
eyrað nemur.
Sp.: Getur listamaðurinn lifað
einsog venjulegur góðborgari?
Kristján: Það eru ýmsir hlutir,
sem ágætt er fyrir listamann að
komast yfir, einsog til dæmis sjáifs-
virðing.
Sigurður: En það er bara karakter
veila hjá Iistamönnum að vilja sníða
sig að þjóðfélaginu. Þeir geta það
ekki nema sníða af list sinni á móti.
I’að er ekki heppilegt fyrir málara
að keppa að því að koma sér upp
húsi og bíl, það er ekki hægt að
þjóna tveimur herrum.
Kristján: Það er alltílagi með
bíl, hús, og gott líf, sé það afleið-
ingin af list þinni, en að beygja
listina undir þetta, þá ertu kominn
á villigötur.
Sp.: Hvað finnst ykkur um fjár-
festingu almennings í listaverkum?
Kristján: Hún er ótrúlega hlægi-
leg. Ég þekki öngvan peningamann
á íslandi í dag sem hefur vit á
myndlist. Meðan söfn erlendis
leggja áherzlu á að kaupa upp
yngstu málarana, vegna þess hinir
viðurkenndari eru einfaldlega orðn-
ir of dýrir fyrir venjul. söfn. Hvernig
ætti Listasafnið svo sem að geta
sýnt hvað er að gerast í myndlist í
clag með slíku háttalagi sem .hér
tíðkast, eða gagnstæðu.
Sigurður: En auðvitað á Listasafn-
ið_að hafa annan tilgang en bara
að eiga myndlist. Það má líka sýna
myndlist. Það er jú þess vegna sem
safnið er til, að sýna myndlist.
Hvenær sér maður til dæmis erlend-
ar sýningar á safninu hérna.
Kristján: Það er einkennilegt, að
safnið skuli ekki eiga nema eina
mynd eftir Ferró, það er mikil
smán.
Sigurður: Það er voðalegt.
Aukið aktsvitet
Kristján: Það er stórfurðulegt.
Sp.: Er hægt að stytta leið fólks-
ins til listarinnar á einhvern hátt.
Kristján: Það gerist, held ég, bara
með auknu aktiviteti.
Sp.: Hvert teljið þið vera hlutverk
lisSræðinga?
Kcistján: Listfræðingar eiga ekki
að-grafa sig einsog moldvörpur aft-
ur; í miðaldir, því ef þeir skilja
ekki listina í dag, þá eru þeir ónot-
ha'fif til síns brúks. Það eru anzi
margir meðal listfræðinga sem eru
í litium tengslum við nútímann.
Þeir eru svo hrifnir af þessu námi
sínu, þessari listsagnfræði. (Þeir
endá" éinsog 5—6 fallegar bækur í
bókahillu).
Sigurður: Það er ennþá verið að
ræða það vandamál hérna á Islandi,
hvort fólkið skilur listina. Fólkið
hefur aldrei kært sig um listina.
I-istin á ekki að fara til fólksins,
heldur á fólkið að koma til listar-
innar.
Kristján: Að vera það sem kallað
er alþýðlegur listamaður er eins
og að hlaupa á eftir fólki með rjóma
bollur. Sá sem gerir list sem enginn
vill kaupa er kallaður asni, þanrúg
hefur þetta alltaf verið, og það er
hreint engin tragedia.
Sp.: Hvað viljið þið segja um
mvndlistargagnrýnina ?
Kristján: Flestir gagnrýnendanna
eru eldri málarar og gagnrýnin
mótast altént af því.
Sigurður: Gagnrýnandinn skilur
oft á tíðum ekki hvert listamaður-
inn er að fara, vegna þess hann er
óf bundinn eigin hugmyndum, sem
hann vill ómögulega leggja frá sér,
eða getur ekki Iagt frá sér. Þá skrif-
lar hann eftirvill sttningar ’sem
þessa: „Og var þar ekki margur
feitur bitinn". Sífellt er verið að
væna menn utn að keppast aðeips
við að vera sem frumlegastir, sem
er hrein della.
Sigurður: Og svo er þetta eilífa
raus um einhver eilíf prínsip, þrosk-
aða kompósísjón, litagleði eða ein-
hverja álíka þvælu.
Kristján: Málari getur stefnt
markvisst að því að gera mvnd
fumkennda, væmna eða hallærislega
og náð þannig tilgangi sínum.
Við kveðjum Gallerie SUM pð
sinni, og þrömmum útí rigninguna.
Ölafur Kvaran
Ólafur Haukur Símonarsson.