Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 I>V Fréttir íslenskur kvótadómur í skoðun hjá Sameinuðu þjóðunum: Vatneyrarmálið fyrir mannréttindanefnd - óskað hefur verið eftir greinargerðtun málsaðila Vatneyri BA 238 frá Patreksfiröi Svavar Guönason útgerðarmaður og Björn Kristjánsson, skipstjóri á Vatneyr- inni, eftir heimkomuna úr síðasta veiðitúrnum. Mál Björns Kristjánssonar, skip- stjóra á Vatneyri BA 238, sem kærö- ur var 1999 fyrir að hafa stundað ólöglegar fiskveiðar án þess að hafa til þess veiðiheimildir er nú til með- ferðar í mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna. Nefndin hefur þegar óskað eftir greinargerð lögfræðings skipstjórans og ríkisins um málið. Það ræðst síðan væntanlega af nið- urstöðu þar hvort málið verður í framhaldinu lagt fyrir mannrétt- indadómstól Evrópu. Forsaga málsins er sú að 15. febr- úar 1999 fréttist af Vatneyrinni BA 238 frá Patreksfirði á leið til lands með 35 tonn af fiski þótt báturinn hafi fyrir veiðiferðina aðeins haft heimild til að veiða tvö tonn sam- kvæmt kvótastöðu skipsins. „Ef þeir kæra mig ekki þá kæri ég þá fyrir að kæra mig ekki,“ sagði Svav- ar R. Guðnason útgerðarmaður í samtali við DV á landstíminu. Vildi hann með þessu fá dómstóla til að skera úr um réttmæti þess að skerða rétt manna í skjóli kvóta- kerfis til að stunda fiskveiðar. Sagði Svavar að ef héraðsdómur sýknaði útgerðina þá væri kvótakerfíð í raun hruniö. Daginn eftir tók Fiskistofa sig til og svipti Vatneyrina veiðileyfi. Starfsmenn Ríkislögreglustjóra fóru á stúfana og reiknuðu út veið- ar skipsins utan kvóta og var kæra undirbúin af hálfu saksóknara og útgerðarmaður og skipstjóri dregnir fyrir rétt á Vestfjörðum. Þau stórtíðindi gerðust svo 6. jan- úar árið 2000 að Héraðsdómur Vest- fjarða sýknaði áhöfn og útgerð af því að hafa stundað ólöglegt athæfi og byggði m.a. á stjórnarskrár- tryggðum rétti manna til atvinnu og ákvæða um að auðlindir væru þjóð- areign. Ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar voru hins vegar sannfærðir um að Hæstiréttur myndi snúa við úr- skurði héraðsdóms. Var fullyrt að ráðamenn hafi í framhaldinu beitt réttinn miklum þrýstingi í málinu. Niðurstaðan varð reyndar sú að Hæstiréttur sneri úrskurði Héraðs- dóms Vestfjarða við þann 6. apríl 2000 og sakfelldi ákærðu. Svavar Guðnason útgerðarmaður og Björn Kristjánsson skipstjóri hafa hins vegar ekki viljað una dómi Hæstaréttar. í framhaldinu var ákveðið að halda áfram með málið á alþjóðlegum vettvangi. Lúðvík Kaaber lögfræðingur fer með mál Bjöms og sagði hann málið hafa gengið heldur seinna fyrir sig en hann hafi gert ráð fyrir. Ákveðið var að leggja það fyrst fyrir mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og í framhaldi af því fyrir Evrópu- dómstólinn. Hefur nefndin nú óskað eftir greinargerð þeirra um málið og er verið að ganga frá henni. Lúðvík segir að mannréttinda- nefndin muni gefa út sitt álit eftir að hafa yfirfarið málið. „Ef niðurstaðan verður sú að ísland er talið hafa brotið mannréttindasamþykkt SÞ, þá verður íslenska ríkið spurt frekar höstuglega hvernig það hyggst tryggja það að eftir samþykktunum verði farið.“ Nefndin gaf ríkinu frest tU 15. maí til að skila greinargerð vegna máls- ins, en það var ekki gert. Eftir að nefndin ítrekaði ósk sína og þrýsti á íslensk stjórnvöld skilaði greinar- gerðin sér loks á haustdögum. Lúð- vík segist ekki vita hvenær niður- stöðu er að vænta, en gera megi ráð fyrir að það verði ekki fyrr en eftir nokkur misseri eða jafnvel ár. -HKr. Vél Rugmálastjórnar. Flugleiöir: Farþegalistar geymdir í ár Farþegalistar hjá Flugleiðum eru geymdir i eitt ár samkvæmt upplýs- ingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upp- lýsingafulltrúa félagsins. „Það eru engar reglur til sem skylda okkur til að geyma þessar upplýsingar en félag- ið ákvað að gera þetta svona,“ sagði Guðjón. Eins og DV greindi frá lætur Flug- málastjóm fleygja farþegalistum TF- FMS, vélar Flugmálastjórnar, fljótlega eftir að ferðum lýkur. Þannig er ekki hægt að fá upplýsingar um það hvaða farþegar hafi ferðast með vélinni sem gjarnan er leigð ráðherrum eða ríkis- stofnunum til ýmissa ferða innanlands og til útlanda. Af ráðuneytunum hafa aðeins umhverfisráðuneytið og félags- málaráðuneytið upplýst DV um það hverjir hafi ferðast með vélinni. Þá upplýsti embætti forseta íslands blað- ið um tilefni ferða og hverjir hafi far- ið. Upplýsingar varðandi önnur ferða- lög eru ekki tiltækar. -rt Hannes á mögu- leika á sigri Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Helga Ólafsson á minningarskákmót- inu í Ráðhúsinu í gær og er í öðm til fimmta sæti, hálfum vinningi á eftir Ivan Sokolov sem gerði jafntefli í gær. Spennan er þvi í hámarki fyrir síðustu umferðina í dag og auk Sokolovs og Hannesar eiga Jan Timman og Peter Heine Nielsen, sem deila öðm sætinu með Hannesi, og Jaan Ehlvest og Lars Schandorff einnig möguleika á að ná efsta sætinu fari allt á versta veg hjá efstu mönnum. Hannes teflir gegn Schandorff í dag og Sokolov gegn Frið- riki Ólafssyni sem staðið hefur sig með prýði á mótinu. Það má því segja að það sé að stóram hluta undir frammistöðu Friðriks í dag komið hver fer með sigur af hólmi. -HK DV-MYND BRINK Pétur Már Olafsson veitir Bjarna Bjarnasyni Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Bjarni skemmti viöstöddum í þakkarræðu sinni með því að segja þeim stystu skáldsögu í heimi: „Palli var einn í heiminum. Svo var þankað, “ og túlka hana á ótal vegu, sem spennusögu, biblíusögu, sögu um geðveiki, sálfræðilega skáldsögu og lýsingu á hinum fírrta nútímamanni m.m. Sjá viðtal við Bjarna á bls. 17. Hafrannsóknastofnun undir smásjá: Tveir sérfræðingar skoða stofnunina Fram kom í ræðu Áma Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ í gær að hann hefur fengið tvo óháöa sérfræðinga til að fara yfir og meta störf Hafrannsóknastofnunar og þá að- ferðafræði sem hún beitir við stoíh- stærðarmat sitt - sérstaklega á þorski. Sagði ráðherrann að sjónarmið þessara sérfræðinga myndu koma fram á sér- stöku fyrirspumaþingi sem ráðuneytið hefur boðað tfl og á að ræða faglega og fræðilega stöðu Hafrannsóknastofnun- ar og stofnamælinga við landið. Áður hefur komið fram að ráðherrann hefur óskað eftir áliti Andrews Rosenberg, deildarforseta líffræði- og landbúnaðar- deildar Háskólans í New Hampshire, á Á LÍÚ-fundi Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra á aðalfundi LÍÚ í gær. störfum stofnunarinnar en í gær upp- lýsti hann að hann hefði einnig fengið Tuma Tómasson, forstöðumann Sjávar- útvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna, til að taka saman helstu gagnrýni fræði- legs eðlis sem fram hefur komið á störf Hafrannsóknastofnunarinnar og leggja mat á vísindalegan og faglegan grund- völl gagnrýninnar. í ræöu Áma kom fram að Andrew Rosenberg hefur þeg- ar látið þá skoöun í ljósi að hjá Haf- rannsóknastofnun sé margt mjög vel gert og því er ekki að búast viö gagn- rýni á nein grundvallaratriði í störfum hennar frá honum. Frekar að athuga- semdir verða að ræða sem lúta að út- færslu. Tumi mun hins vegar skila verkefni sínu af sér með erindi sem hann mun flytja á væntanlegu fyrir- spumaþingi. Andrew Rosenberg mun jaíhframt flytja þar tölu en hann mun hins vegar ekki skfla af sér fyrr en næsta vor. -BG Fjárfest fyrir 41 milljarð Það kom fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráöherra við fyrirspurn Svan- fríðar Jónasdóttur á Alþingi um er- lendar íjárfestingar hér á landi að þær nema um 41 milljarði króna. Þá hafa erlend fyrirtæki fjárfest í at- vinnurekstri hérlendis á síðasta ári fyrir 12,4 miljarða króna. - RÚV greindi frá. Heildartjón 2,2 milljarðar Heildaruppgjöri á tjónum vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í júní í fyrra er að mestu lokið. Samkvæmt upplýsingum Viðlagatryggingar ís- lands varð bótaskylt tjón á 2.500 eignum, eða matshlutum, og heild- argreiðslur nema 2.215 miljónum króna. Keyrir um þverbak Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands Is- lenskra útvegs- manna, gagnrýndi hart verðmyndun olíu tO fiskiskipa á aðalfundi samtak- anna. Sagði hann að nú keyrði um þverbak i þessu efni. Álagning íslensku olíufélag- anna hefði hækkað um 50% á einu ári og verð á skipaolíu hér væri í dag íjórðungi hærra en í Færeyjum. Þörf væri opinberrar rannsóknar á verömyndun á olíu hér á landi. Lágt verð á þotueldsneyti Verð á þotueldsneyti hefur ekki verið lægra í tvö ár. Verðið er nú rúmir 207 Bandaríkjadalir fyrir tonnið en var 260 dalir að meðaltali i septembermánuði. Fara þarf allt aftur til októbermánaðar 1999 til að fmna dæmi um lægra verð en þá var verðið 206 dalir fyrir tonnið. - Mbl. greindi frá. 111% hækkun í leiðara frétta- bréfs samtaka at- vinnulífsins segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri að laun flugumferðar- stjóra hafi hækkað um 111% frá 1987. Þessi hækkun sé einsdæmi hér á landi og þótt víðar væri leitað. Heildarlaun flugumferð- arstjóra séu að jafnaði 522 þúsund á mánuði. Haldið til haga í frétt DV í gær þar sem haft er eftir Birni Karlssyni brunamála- stjóra hver réttindi slökkviliös- stjóra á vettvangi séu skal áréttað að þar sem stóð að morgunljóst væri að kröfur sveitarstjórans um að hætta slökkvistarfi hefðu verið út í hött voru túlkun og orð blaða- manns en ekki brunamálastjóra. -Hkr.Asbs. i helgarblaö í Helgarblaði DV á morgun er fjallað um feril Þórunnar Aðalsteinsdóttur sem í vikunni var dæmd í Héraðs- dómi fyrir að hafa svikiö mOljónatugi út úr átta öldruðum einbúum víðs vegar um landið. Þór- unn er 66 ára gömul, átta barna móðir og hefur lengst af starfað við skúringar. Einnig er hressOegt viðtal við Al- freð Þorsteinsson stjórnmálamann sem segir hispurslaust skoðun sina á pólitíkinni. Rætt er við Þorvald Þorsteinsson, rithöfund og fjöllista- mann, sem er ótrúlega afkastamik- 01. Geir Ólafsson söngvari kemur við sögu, DV rifjar upp íslenskan harmleik viö Rauðavatn og birtur er kafli úr bókinni Eyðimerkur- blómið eftir Warie Dirie og fjaOað um íslenska tónlist í erlendum fjöl- miðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.