Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Krabbameinsrannsóknir íslenskrar erfðagreiningar ekki hafnar: Persónuvernd sögð standa í veginum - engin mál óafgreidd hjá okkur, segir framkvæmdastjóri Persónuverndar Mikill kurr er sagður innan ís- lenskrar erfða- greiningar vegna samskipta fyrir- tækisins við Per- sónuvemd, en samkvæmt heim- ildum DV hefur Persónuvemd sett íslenskri erfða- greiningu mun strangari skilyröi fyrir krabba- meinsrannsóknum en öðrum aðil- um, s.s. Krabbameinsfélaginu og Urði Verðandi Skuld. Þettta hefur orðið til þess að íslensk erfðagein- ing hefur enn ekki hafið rannsókn- ir sínar. Talsvert hefur gengið á í sam- skiptum ÍE og Persónuvemdar upp á síðkastið og ÍE hefur ekki getað hafið neinar rannsóknir á grund- velli þeirra samninga sem fyrirtæk- iö gerði við Krabbameinsfélagið snemma ársins og hefur DV fyrir því traustar heimildir að ÍE hafi verið gert að sæta „allt öðrum og strangari reglum en öllum öðrum sem koma að svona rannsóknum" eins og það var orðað við DV. Þá eru heimildir fyrir því að þetta hafi reynst ÍE fjárhagslega dýrt. Því kemur á óvart að Páll Magn- ússon, fjölmiðlafulltrúi ÍE, vill ekki tjá sig efnislega um málið en þegar DV hafði samband við hann í gær sagði hann einungis: „Við viljum ekki tjá okkur um þetta mál á þessu stigi.“ Þegar þetta var borið undir Sig- rúnu Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar, sagði hún að alls ekki væri um neina mismun- un að ræða. „Ég get í rauninni ekki sagt neitt um svona fullyrð- ingu meðan hún er algjörlega órökstudd. Persónuvernd starfar eftir settum lögum og reglum og fylgir þeim varðandi öll erindi sem berast, alveg óháð hvaða aö- ili á i hlut. Þessum aöfinnslum sem þú berð undir mig get ég því ekki svarað meðan þær eru óút- skýrðar og órökstuddar," sagði Sigrún. Þeirri spurningu hvort ÍE hafi átt í efiðleikum með að uppfylla einhver þeirra skilyrða sem þeim eru sett svarði Sigrún þannig að nokkuð væri um liðið síðan síðast hafi verið gerð úttekt varðandi ÍE og þá hafi ekkert óeðlilegt komið I ljós. En hver er þá skýr- ingin á því að fyrirtækið hefur ekki hafið þær rannsóknir sem hafnar? „Þú verður að spyrja þá um það, en það er ekki vegna þess að fyrirtækið hafi ekki fengið öll umbeðin svör. Mér er alveg ókunnugt um hvað getur valdið því, hér er ekkert óafgreitt," sagði Sigrún. -gk Lækkun á bensínverði um 4 krónur: Leiðir til 0,2 prósenta lækkunar verðbólgu Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra: Sjúkraliðadeilan nánast á byrjunarreit Fjögurra króna lækkun oliufélaganna á lítraverð á elds- neyti leiðir til tæplega 0,2 pró- senta lækkunar á vísitölu neysluverðs, eða 0,19 prósent, samkvæmt upp- lýsingum Jökuls Péturssonar á Hagstofu ís- lands. Þetta samsvarar tæp- lega 0,2 prósenta lækkun á verð- bólgu. Olíufélögin lækkuðu í gær bens- ínverð um fjórar krónur á lítrann. 95 oktana bensinið kostar nú með fullri þjónustu hjá öllum þremur félögunum 95,70 kr. Og 98 oktana bensinið kostar 100,40 kr. Ef bileig- endur dæla sjálfir er veittur tveggja til þriggja króna afsláttur. Á sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB, sem eru í eigu Olíss, og hjá Esso Express, kostar lítrinn nú 91,30. Ódýrast er svo bensínið á sjálfsafgreiðslu- stöðvum Orkunnar. Þar er verðið á 95 oktana bensín- inu 91,10. 99 oktana bensín- ið kostar þar 99,90. Samkvæmt útreikningum Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda voru öll efni til þess að lækka bensínlítrann um 5 kr. Talsmaður FÍB sagöi í gær í samtali við DV að svo virtist sem oliufélögin væru að auka álagningu sína á bensínið. Það mál væri í sér- stakri athugun hjá félaginu og væri niðurstöðu að vænta fljótlega. Ef lítraverðið hefði lækkað um 5 krónur hefði það leitt til 0,24 pró- senta lækkunar á vísitölu neyslu- verðs. -JSS „Ég hef mjög miklar áhyggj- ur af sjúkra- liðadeilunni og ég hef fylgst með því alvar- lega ástandi sem skapast við þessi stuttu verkföll, sér- staklega á stærsta spítal- anum. Starf- semin lamast meira og minna og þetta virkar í sjálfu sér eins og stöðugt verkfall," sagöi Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í gær. „Ég legg þunga áherslu á að þetta mál fari að hreyfast og þá þurfa sjúkraliðar líka að hreyfa sig, málið er nánast á upphafsreit sem er það alvarlegasta i málinu." Jón Kristjánsson hafnaði því að ríkið væri erfiður viðsemjandi, búið væri að semja við allar stétt- ir í heilbrigðismálum nema sjúkraliða og bráðabirgða- samkomulag væri við lækna sem rennur út í febrúar. Samningsum- boðið er hjá Geir Haarde fjármálaráð- herra og hans fólki. Jón sagðist enn fremur hafa áhyggjur af flótta sjúkra- liða úr stéttinni. „Ég hef alltaf sagt að við verðum að skoða starfsumhverfi þessarar stéttar og gera það aðlaðandi að vera í henni. Launin eru þar stór þáttur en ef þaö er eitthvað annað sem hægt er að skoða í því sambandi þá er ég til í aö skoða það. Það er auðvitað nauðsynlegt að náist saman hið fyrsta um launin við þessa mikilvægu stétt,“ sagði heil- brigðisráðherra. -JBP Athuga aukna álagningu Félag íslenskra bifreiöaeigenda athugar nú sérstaklega hvort oiíufélögin séu að auka álagningu sína á eldsneyti. Deilan dregst á langinn Ráöherra leggur þunga áherslu á ab hreyfing komist á samningaviöræöur sjúkraliöa og viösemjenda. Suðureyri: Fiskikar fauk á mann Björgunarsveitarmaður, sem var að störfum á Suðureyri í gær, varð fyrir því að fiskikar fauk á hann. Talið er að maðurinn hafi rifbrotn- að og hann meiddist einnig á fæti. Hann var fluttur á sjúkrahús til að- hlynningar. Viöa vestanlands var mjög hvasst í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Vindurinn fór t.d. í 64 m á sekúndu á Þverfjalli á Breiðadals- heiði., Víða var eitthvað um að smáhlutir væru að fjúka og þurfti aö huga að ýmsu en ekki er kunn- ugt um aö veðriö hafi valdið alvar- legu tjóni. -gk Sprengju- hótun rakin Rýma varð Flugstöö Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli i grkvöldi eftir að tilkynning barst í síma á tíunda tímanum um að sprengja væri í stöðinni. Engir farþegar voru í flugstöð- inni á þessum tíma en greiðlega gekk að koma starfsfólki úr bygg- ingunni. Síðan fór fram „hefðbund- in“ leit þar sem m.a. tóku þátt sprengjusérfræðingar frá Land- helgisgæslunni en engin sprengja fannst. Símtalið var rakið og er vitað hver þarna var að verki. Sá mun væntanlega fá á sig dóm fyrir vik- ið, enda svona hlutir litnir mjög al- varlegum augum. -gk Tveir á slysadeild Mjög harður árekstur tveggja bifreiða varð á mótum Suðurhlíð- ar og Bústaðavegar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Bifreiöarnar skullu saman af miklum krafti og varð að flytja ökumann annarrar þeirra á slysa- deild, sem og farþega úr hinni bif- reiðinni. Fólkið var ekki talið al- varlega slasað en bifreiðarnar voru mikið skemmdar. -gk Tveir slasaðir í Kringlumýri Lögreglan í Reykjavík varð að loka Kringlumýrarbraut fyrir umferð á níunda tímanum í morgun vegna áreksturs. Þar skullu saman tvær bifreið- ar og þurfti að flytja tvo úr þeim á slysadeild. Ekki var yitað um meiðsli þeirra þegar DV hafði samband við lögreglu í morgun. -gk Veðrið í kvöld Snjókoma norðanlands Suðvestanátt, 15-20 m/s SV-lands en hægari annars staöar. Skúrir eða él sunnan og vestan til en víöa léttskýjað noröaustanlands. Snýst í N 8-13 meö dálítilli snjókomu eða éljum noröanlands í kvöld en fremur björtu veöri suðvestanlands. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast austan til. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.08 16.44 Sólarupprás á morgun 09.17 09.10 Síódegisflóð 19.03 23.36 Árdegisflóð á morgun 07.19 11.52 Skýringar á veðurtáknum ^VINDÁTT lOV-Hm -10° '^►VINDSTYRKUR VroncT í úiiítriiih á soktimlu i HEIÐSKÍRT 3D D3 o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ V w Q RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA W ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Færð, Hálka á heiðum og fjöllum Á hringveginum er víöa hálka á heiðum og fjallvegum. Þannig er um Hellisheiði, Holtavörðuheiöi, á Vatnsskaröi og Öxnadalsheiöi. Þá er hálka á heiðum bæöi fyrir vestan og austan og skafrenningur var á Rafnseyrarheiöi í morgunsáriö. Veturinn kominn N 8-13 meö dálítilli snjókomu eða éljum norðanlands en fremur björtu veöri suðvestanlands. Frost víöa um land. Sunnud Vindur: 3-8 m/s Hiti 0° tii -6° Manud m Vindur: 5—10 m/s Hlti 4° til -0° Þriöjudagur Vindur: 4-9 m/» Hiti 0° til -5° Breytlleg átt, 3-8 m/s og stöku él. Frost 0 tll 6 stlg. Austlæg átt, 5-10 m/s og dálítll slydda sunnan til en stöku él annars staðar. Hlýnar litlllega í veðri. Fremur hæg breytileg átt og stöku él, elnkum sunnan og austan tll. Kólnandl. Veðrið kl. 6 AKUREYRI skýjaö 7 BERGSSTAÐIR skýjað 5 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR léttskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 5 KEFLAVÍK hagl 3 RAUFARHÖFN léttskýjaö 5 REYKJAVÍK skúr 5 STÓRHÖFÐI slydduél 4 BERGEN súld 11 HELSINKI skýjaö 1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4 ÓSLÓ skýjaö 5 STOKKHÓLMUR -1 ÞÓRSHÖFN skýjaö 10 ÞRÁNOHEIMUR rigning 5 ALGARVE heiöskírt 16 AMSTERDAM skýjaö 8 BARCELONA skýjaö 13 BERLÍN skýjað 5 CHICAGO alskýjað 17 DUBLIN alskýjaö 11 HALIFAX skýjaö 12 FRANKFURT léttskýjaö 2 HAMBORG rigning 10 JAN MAYEN rigning 5 LONDON mistur 5 LÚXEMBORG léttskýjaö 5 MALLORCA léttskýjaö 10 MONTREAL alskýjaö 13 NARSSARSSUAQ heiöskírt -5 NEWYORK þokumóöa 14 ORLANDO hálfskýjað 21 PARÍS léttskýjaö • 5 VÍN hálfskýjaö 7 WASHINGTON hálfskýjaö 14 WINNIPEG alskýjaö 5 ETffiSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.