Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
I>V
Fréttir
Lítill munur á rekstri TF-FMS og ráðherrabíla:
Einkavæðing í
flugumferðarmál-
um til skoðunar
- Þú brást iUa viö ósk Gísla S.
Einarssonar alþingismanns til
fjárlaganefndar um að nefndin
kallaöi eftir loggbók flugvélar
Flugmálastjómar, TF-FMS.
Finnst þér að með því að spurt
sé um ferðir vélarinnar sé reynt
að koma á þig höggi?
„í þessu tilviki voru teknar út
sérstakar dagsetningar þar sem
þingmaðurinn telur að umrædda
daga hafi verið farnar ferðir sem
voru óþarfar eða vafasamar. Hann
beinir spjótum að ákveðnum dæm-
um en spyr ekki almennt. Þess
vegna skýrði ég á Alþingi frá ferð-
um mínum sem ráðherra sem ekk-
ert var óeðlilegt við.
- Varstu ekki á flugi þá daga
sem spurt er um?
Ég flaug með TF-FMS þann 25.
júni á þessu ári til Akureyrar og
síðan til Stykkishólms. Ég hafði
lofað að skrifa undir stóran samn-
ing við Slysavarnafélagið-Lands-
björg á Akureyri en sama dag
þurfti ég sem ferðamálaráðherra að
vera kominn í Stykkishólm og um
kvöldið á frumsýningu í Ólafsvík.
Eina leiðin til að ná þessu var að
fljúga en ég ók heim um nóttina."
- í svari forsætisráðuneytisins
við fyrirspum DV i sumar um
ferðir ráðuneytisfólks með TF-
FMS kemur fram að samgöngu-
ráðherra á metið með 58,4 flug-
tíma síðan 1998. Er þetta ekki
mikið flug ef miðað er við að
næstu ráðuneyti era með rúma
20 tíma á sama tímabili og sum-
ir ráðherranna nota vélina ekk-
ert?
Mér finnst ekki óeðlilegt að ráð-
herra sem fer með vegamál, hafna-
mál, flugmál, siglingamáí, ferðamál
og fjarskiptamálin sé mikið á ferða-
lögum. Mikið er kallað eftir því að
ég komi sem ráðherra ferðamála
svo ferðamálafólk fái beint sam-
band við mig og ég reyni að verða
við því. Tími minn er dýrmætur og
þess vegna nýti ég flugið.
- Þú þarft að vígja skip hér,
opna veg þar og taka
skóflustungu einhvers staðar.
Geturðu sinnt öllum þessum
verkefnum? Er þetta nokkuð
hægt, Sturla?
Nei, þess vegna get ég ekki sinnt
nema hluta þess sem beðið er um.
Úr því Flugmálastjórn
telur nauðsynlegt að eiga
þessa vél finnst mér óeðli-
legt að við látum hana
standa aðgerðalausa
með áhöfn.
- Svo sem fram hefur komið í
DV flaug TF-FMS í þrígang til
Ilulissat við Diskóflóa á vestur-
strönd Grænlands með jafn-
marga ráðherra. Aðeins í einu
tilviki er tilgreint að vélin hafi
sinnt verkefnum fyrir græn-
lensk flugmálayfirvöld. Er ekk-
ert skrýtið við þá útreikninga að
þessi leið sé hagstæðari en að
fljúga með áætlunarflugi?
Ég vil ekkert fullyrða um það en
í þessum tilvikum hafa ráðuneytin
valið þessa leið og talið hana hag-
stæða.
- Er þetta þá hagstætt fyrir
þjóðina?
Ég veit það ekki. Það er ekki
vist.
- Ferð hvers ráðherra til
Grænlands tók allt aö fjórum
dögum. .flydð um þann öryggis-
þátt hérlendis sem vélin á aö
sinna?
Þar er fyrst og fremst um að
ræða mælingar á flugvöllum sem
er verkefni, unnið með skipulögð-
um hætti eftir tímasettu plani. Það
kemur mjög oft fyrir þegar við
spyrjum hvort vélin sé laus að hún
er bundin í föstum verkefnum. Þá
leitum við annarra leiða.
- Hvað um leitarflug. Á hún
ekki að sinna slíku?
Hún gerir það í undantekningar-
tilvikum en Landhelgisgæslan sér
um það að mestu. Flugmálastjórn
leggur ríka áherslu á að vélin sé
ekki sett í verkefni sem skarast við
öryggisþættina.
- Þú ert ráðherra sem stendur
fyrir stórri einkavæðingu á
Landssímanum og mikill tals-
maður þess að horfið sé frá rík-
isrekstri. Truflar það þig ekkert
að ríkið standi að flugrekstri
eins og gerist með Flugmála-
stjórnarvélina?
Á mínu fyrsta kjörtímabili var
mikið um það rætt hvort ætti að
endurnýja flugvél Flugmálastjóm-
ar. Niðurstaðan varð sú að vélin
var endurnýjuö og þess vegna
finnst mér mikilvægt að ráðherrar
noti hana þegar það er hagstætt
fyrir ríkissjóð.
- Er sú gagnrýni ekki eðlileg
að ekki eigi að nota vélina til
annars en mælinga á flugvöllum
eins og gert er ráð fyrir?
Úr því Flugmálastjóm telur
nauðsynlegt að eiga þessa vél
finnst mér óeðlilegt að við látum
hana standa aögerðalausa með
áhöfn. Rekstur þessarar flugvélar
stendur undir sér.
- Kemur til greina að Flug-
málastjórn verði skikkuð til að
skilja flugreksturinn frá eins og
ætlast er til þar sem ríkisrekst-
ur er i samkeppni við hinn
frjálsa markað?
Ég tel sjálfsagt að fara yfir það.
Þetta er hins vegar, að mér sýnist,
í býsna góðu lagi. Mjög skýrar regl-
ur eru um notkun vélarinnar.
- Eru þær skriflegar?
Ég veit ekki hvernig það er en
reglurnar hafa verið kynntar mér.
Ég geri ráð fyrir að Flugmálstjórn
geti sagt ykkur frá þeim.
- Farþegalistum vegna TF-FMS
hefur ýmist verið fleygt eða þeir
eru týndir. Finnst þér eðlilegt að
þau gögn hverfi?
Væntanlega er þessum listum
ekki hent fyrr en flugi er lokið. Ég
lit svo á að þessi gögn skipti ekki
máli fyrir starfsemi Flugmála-
stjórnar. Það er á valdi ráðuneyt-
anna að halda yfirlit um það hvetj-
ir fljúga.
- En þetta er farþegaflug. Á
ekki að geyma gögnin?
Það geymir enginn farþegalista.
Ég held að Flugleiðir hendi þeim
eftir mánuð.
- Rekstrarstjóri flugfélagsins
Jórvíkur talar um botnlausa
niðurgreiðslu og að vél, sam-
bærileg TF-FMS, myndi kosta í
leiguflugi á frjálsum markaði
110 til 130 þúsund krónur á tím-
ann. Flugmálastjórn leigir ykk-
ur hana á 85 þúsund krónur. Um
áratugaskeið hefur verið talað
um flugvélina sem tæki sem
stjórnendur Flugmálastjórnar
noti til að verðlauna ákveðna
stjórnmálamenn. Flugmálastjóra
er undir þínum hatti sem sam-
gönguráðherra. Hefur þú farið
ofan í reksturinn á TF-FMS og
geturðu sagt fullum fetum að
Nafn: Sturla Böðvarsson Staða: Samgönguráðherra
Efni: Notkun ráðamanna á flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, og einkavæðing.
- Þú ert talsmaður einkavæð-
ingar. Truflar þessi ríkisrekstur
þig ekkert?
Nei, þetta truflar mig ekkert.
Þegar þessi þjónusta er verðlögð er
litið til þess að fastur kostnaður af
henni er borinn uppi af sérhæfðri
notkun fyrir Flugmálastjóm. Vélin
er með afskaplega sérhæfðan bún-
að sem leiðir til þess aö ekki þarf
að selja tímann á eins háu verði.
Án þess að ég þori að fullyrða um
það þarf ekkert að vera óeðlilegt
við verðlagningu á þessu flugi.
- Ertu ekki þeirrar skoöunar
að útboð myndi skila meiri arð-
semi en hefðbundinn ríkisrekst-
ur?
Ríkisrekstur getur verið arðbær
en i langflestum tilvikum er far-
sælla að menn beri sjálfir ábyrgð á
þeirri stáfsemi sem þeir reka. Þess
vegna er ég talsmaður einkavæð-
ingar.
- Ertu að hugsa um að breyta
þessum rekstri í átt til hugsjóna
þinna?
Við höfum átt samtöl um þennan
rekstur en þar er ekkert uppi á
borðinu um breytingar. Það er ekki
mikill munur á rekstri þessarar
flugvélar og rekstri ráðherrabíl-
anna. Ekki bjóðum við þá út.
- Kemur til greina að einka-
væða rekstur Flugmálastjómar
að einhverju leyti?
Það er ekki ómögulegt. í heimin-
um hefur verið mikil gerjun varð-
andi rekstur þessara þjónustustofn-
ana. En flugöryggissviðið er þáttur
sem ekki verður auðveldlega einka-
vætt. Dæmi eru um að rekstur
flugvalla hafi verið einkavæddur
og við erum að skoða þessa hluti
alla.
- Er þá hugsanlegt að einka-
væða flugumferðarstjóraina?
Það er ekkert ómögulegt í þeim
efnum.
- Hversu mikla eign á íslenska
rikið í Flugmálastjóra?
Við höfum ekki metið það ná-
kvæmlega en þetta er feiknalega
mikil eign.
2 i í I * t i j.í.i •* i i J iiii i 1 14 < í 1 11 í I
ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað
varðandi ferðir vélarinnar?
Ég get auðvitað ekki svarað því.
Ég er ekki í vinnu hjá Ríkisendur-
skoðun. Hins vegar treysti ég þessu
fólki afskaplega vel til þess að
sinna þessu verkefni. Flugmála-
stjórn býður ekki upp á ferðir held-
ur eru það ráðherrar og stjórnend-
ur í ráðuneytunum sem velja þenn-
an ferðamáta þegar það hentar. Ég
vísa því á bug að Flugmálastjórn
sé að gera eitthvað fyrir stjórn-
málamenn. Pólitískir andstæðingar
eru að tala um þægindaflug fyrir
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
ráðherra. Ættu menn að hafa eitt-
hvert óþægindaflug fyrir ráðherra
til að hefta för þeirra eða gera
þeim starflð erfiðara? Þvert á móti
á að gera ráðherrum og alþingis-
mönnum þeirra erfiða starf auð-
veldara.
- TF-FMS er fyrst og fremst í
bremsuprófunum á flugvöllum
sem fer ört fækkandi. Af hverju
ekki að bjóða reksturinn út og
ná niður kostnaði?
Ég vil alls ekki segja að það eigi
að reka þessa vél til eilífðarnóns
með þeim hætti sem nú gerist. Ég
er talsmaður einkavæðingar og
stöðugrar endurskoðunar ríkis-
reksturs. Við eigum alltaf að velja
hagstæðustu kostina.
- Samkvæmt verðskrá Flug-
málastjómar kostar sú þjónusta
sem þið hafið fengið síðan 1998
fimm milljónir á verðlagi yfir-
standandi árs. Hvers vegna ve-
fengir þú þá tölu?
Þann tíma sem ég hef verið sam-
gönguráöherra hefur ráðuneytið
greitt 1,9 milljón króna í leigu á
vélinni. Þetta kemur fram í bók-
haldi ráöuneytisij^^ií
imrnrffTnTfffíff
Umsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@dv.is
Kjaftstopp
I morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í gær
tók Mörður Ámason fyrir mál sem
risið hefur vegna notkunar ráðherra
og ýmissa embætta á flugvél Flugmála-
stjómar. Hafa flugrekstraraðilar gagn-
rýnt mjög þennan
rekstur sem þeir
segja kominn í beina
samkeppni við al-
mennt farþegaflug í
landinu. Pétur H.
Blöndal alþingismað-
ur, sem löngum hefur
verið talinn einn
helsti andstæðingur opinberrar útgerð-
ar af öllum toga og bruðls á opinberum
vettvangi, var viðmælandi Marðar.
Þegar útvarpsráðsmaðurinn snjalli
spurði Pétur hvernig gengi að reka
þetta ríkisrekna flugfélag varð Pétur
hreint kjaftstopp. Sagt er að fyrir
marga hafi það þótt stærri tíðindi en
sjálft bruðlið með Flugmálastjómarvél-
ina. Aldrei áður hafi þingmaðurinn
orðið uppiskroppa með orð þegar ríkis-
bruðl er annars vegar ...
Hætta á minni aðsókn
Enn berast tíðindi frá ríkisfangels-
inu Litla- Hrauni. Nú er það ekki
vegna stroks fanga heldur vegna gríð-
arlegrar skerðingar á rétti fyrirmynd-
arfanga. Fangelsisyfirvöld settu á sín-
um tima I gang
áætlun sem mið-
aði að því að fá
fanga til að hegða
sér betur. Var
komið upp eins
konar „gulrótarkerfi“, þar sem fyrir-
myndarfangar fengu að dveljast á sér-
stökum fyrirmyndargangi fangelsisins
með meiri fríðindum en gengur og ger-
ist. Virðist sem fangar hafi þar gengið
á lagið og þegar fangaverðir fundu
fjölda skammta af eiturlyfmu LSD hjá
einum fyrirmyndarfanganum var
ákveðið að grípa til aðgerða. Ganginum
var lokað og fangar fá að dúsa bak við
sína gömlu rimla. Er allt eins búist við
að hagsmunafélag fanga á Litla-Hrauni
bregðist ókvæða við og beini því til
meðlima undirheimanna að sniðganga
með öllu þetta gistiheimili...
Gulrótarreglugerö
Þa§ eru víöar notaðar „gulrætur"
til að hvetja fólk en á Litla-Hrauni.
Læknar hafa tíðum fengið sendar slík-
ar gulrætur sem eiga að liðka fyrir
ávísun þeirra á til-
tekin lyf. Frægt er
þegar Pétur Péturs-
son, læknir á Akur-
eyri, fékk eina slíka
gulrót í rauðvínslíki
sem hann reyndar
skilaði í fússi. Ásta ]
Ragnheiður Jóhann-1
esdóttir tók málið upp á þingi í fyrra-
dag og taldi að hérlendis þyrfti skýr-
ari línur í þessum efnum. Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra tók undir
það svo væntanlega má því búast við
sérstakri gulrótarreglugerð vegna
ábendinga Péturs læknis...
Byggt á trúnnl
Hólmgeir Baldursson, sjónvarps-
gúru með meiru, hefur mikla trú á að
hægt sé að reka sjónvarpsstöð sem
byggist eingöngu á auglýsingatekjum
en engum áskriftar-
gjöldum. Svo mikil
er trú Hólmgeir að
hann hyggst hefja út-
sendingar Stöðvar 1 í
þessum mánuði. Er
það þriðja áskriftar-
lausa sjónvarpsstöðin
hérlendis. Fyrir á
markaðnum eru Skjár einn og kristi-
lega sjónvarpsstöðin Omega. Þetta
gerist á sama tíma og fréttir hafa ver-
ið af erfiðleikum Stöðvar tvö, Skjás
eins og Ríkisútvarps - sjónvarps. Þar
er barist við peningaleysi. Omega
byggir reynar á trúnni eins og Hólm-
geir en þó kannski öllu bókstaflegar.
Trúin virðist reyndar flytja stór íjöll í
5ölmiðlaheiminum þessi misserin.
Auk Omega, eru þrjár íslenskar út-
varpsrásir i loftinu sem byggja á trú-
arlegum boðskap. Guö sér greinilega
um sína. Menn velta því fyrir sér
hvort Hólmgeir sé kominn með að-
. gáng aðþeirri uppsprettu... s i i i 1,