Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Side 7
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 I>V 7 Fréttir Ungir framsóknarmenn þinga um helgina: Brýnt aö Fram- sókn taki við stjórninni - segir formaðurinn - vill uppstokkun í Evrópumálum „Við teljum brýnt að Framsókn- arflokkurinn taki hið fyrsta við stjórn landsins," segir Einar Skúlason, formaður Sam- bands ungra framsóknar- manna. Efnt er til auka- þings SUF um helgina og verða mörg mál i deigl- unni. í drögum að ályktunum þingsins er lagt til að Framsóknarflokkurinn taki við nokkrum þeirra ráðuneyta sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sinna nú. Eru forsætis- og fjármálaráðu- neyti þar sérstaklega nefnd. Ekki er þó nefnt hvaða ráðuneyti Fram- sókn ætti að láta af hendi sem skiptimynt. EES-samningurinn er óviðun- andi fyrir íslendinga, segja ungir framsóknarmenn. „Við íslendingar getum ekki búið við það að taka við ýmsum lögum og reglum frá Brussel án þess að hafa nein áhrif á gerð þeirra. Því höfum við ekki nema tvo kosti í stöðunni; annars vegar að taka samninginn upp eins og ut- anríkisráðherra hefur lagt til eða fara í aðildarviðræður við ESB,“ segir Einar Skúlason. Fyrir þinginu liggur einnig til- laga um að Framsóknarflokkurinn setji á laggirnar nefnd sem vinni drög að siðareglum fyrir félaga í flokknum. Einnig vilja liðsmenn SUF að settar verði reglur um fjárreiður stjórnmála- flokka. Útfærslan gæti falið i sér, segir Einar, að flokk- arnir yrðu að gefa upp hverjir styrkja starfsemi þeirra ef framlögin fara yfir tiltekna fjárhæð. Að- spurður um hvort ungliðar Fram- sóknar séu þá tilbúnir sjálfir að stíga fyrsta skrefið og opna bók- hald sitt svo að lýðum væri ljóst hverjir styrktu þá, sagði Einar að málið hefði ekki verið rætt innan vébanda þeirra, en sjálfur kvaðst hann vera opinn fyrir hugmynd- inni sem sé fordæmisgefandi. Einar Skúlason gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður en að öðru leyti er nokkur endurnýjun fyrirsjáanleg í stjóm. Búist er við að um fimmtíu manns muni sitja þingið, sem er opið öllum ungum framsóknarmönnum, sem eru á átjánda hundrað. -sbs Einar Skúlason. FRÁBÆRIR FÖSTUDAGAR Alþingiskona á stefnumóti, Fréttir og Málið kemur á óvart. Dembdu þér í Djúpu laugina. Hvað ber kvöldið í skauti sér? 20.00 Charmed 21.00 Kokkurinn og piparsveinninn 21.50 Fréttir og Málið 22.00 Djúpa laugin 22.50 Malcolm in the Middle (e)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.