Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 8
2001 8 Fréttir I>V Maður í gæsluvarðhaldi sem flutti 2516 e-töflur til landsins í ágúst: Ungur Portúgali ját- ar allar sakargiftir Tvítugur Portúgali, Dilson Dombaxe Mateus Lumbu, mætti fyrir héraösdómara í gær þar sem tekið var til meðferöar mál ríkis- saksóknara gegn honum fyrir inn- flutning á 2516 e-töflum þann 3. ágúst, Maðurinn, sem var að koma frá Lissabon í gegnum London, hafði komiö efnunum fyrir innan klæða, limt þau utan á líkama sinn. Það voru tollverðir sem stöðv- uðu manninn í Leifsstöð. Lögregl- an telur ljóst að maðurinn hafi verið að koma á vegum einhvers sölu- eöa dreifingaraðila hér á landi. Hins vegar gaf Portúgalinn ekki upp um neitt varðandi tengiliði frekar en gert er í flestum öðrum fikniefnamálum. Ekki er reiknað með að réttar- höldin taki langan tíma, aðeins um eina klukkustund. Maðurinn hefur viðurkennt brot sitt og eng- inn ágreiningur uppi í málinu. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Portúgalinn ungi hreinan sakar- feril. Refsiramminn þar sem um er að ræða stærri fíkniefnamál eins og þetta er 12 ára fangelsi, hækkaði um tvö ár eftir að lög gengu í gildi á þessu ári um að hann skyldi hækkaður úr 10 ára fangelsi. Áður en þau gengu í gildi fékk Hollend- ingur, sem kom með rúmlega 14 þúsund e-töflur til landsins, 9 ára fangelsi. -Ótt Dilson Dombaxe Mateus Lumbu í Héraðsdómi í gær Portúgalinn var tekinn meö á þriöja þúsund e-töflur í Leifsstöö. Lögregla telur Ijóst að maöurinn hafi veriö á vegum dreifingaraöila hér á landi. Níu mánaöa uppgjör: 325 miljjóna króna tap Síldar- vinnslunnar hf. Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað var rekin með 325 milljóna króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Tap af reglulegri starf- semi eftir reiknaða tekjuskattsinn- eign nam 240 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 833 millj- ónum króna. Ekki hefur verið birt níu mánaða uppgjör áður og eru því samanburöartölur ekki fyrir hendi. Áhrif verkfalls mikil „Félagið er að mestu leyti íjár- magnað í erlendri mynt og breyt- ingar á gengi krónunnar setja því verulegt mark á rekstrarniður- stöðuna. Við sjáum hins vegar nokkurn bata í rekstri félagsins á árinu. Verkfall sjómanna sem stóð í 50 daga í vor hafði mikil áhrif á reksturinn þar sem reiknað var með kolmunnaveiði á þeim tíma. Kolmunninn er ekki bundinn kvóta og sá afli sem annars hefði veiðst á þessum tíma veröur ekki tekinn seinna, er m.ö.o. alfarið glataður úr rekstrinum," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann segir síð- ari hluta ársins yfirleitt lakari hjá Síldarvinnslunni hf. en þann fyrri en nú megi hins vegar reikna með betri síðari hluta vegna hás mark- aðsverðs fyrir sildarafurðir, frosn- ar og saltaðar, svo og fyrir mjöl- og lýsisafurðir. Það byggist hins veg- ar á því aö síldin veiðist en veiöar hafa gengið treglega til þessa. Þrír þættír ráðandí Að sögn Björgólfs hafa áætlanir félagsins um afkomu ekki gengið eftir á tímabilinu en það megi að- allega rekja til þriggja þátta: í fyrsta lagi aukins fjármagnskostn- aöar vegna mikils gengistaps á tímabilinu og hækkandi vaxta. í öðru lagi hefur olíuverð hækkað á timabilinu en reiknað var með lækkunum í áætlunum. Og í þriðja lagi hafði 50 daga verkfall sjó- manna veruleg áhrif þar sem reiknað hafði verið með veiði á kolmunna á þeim tíma, sem fyrr segir. -gk ítaktviðtímann Fjórir mismunandi kostir til að leggja bílnum. Þitt er valið. Við mælum með bílastæðum miðborgarinnar við öll tilefni. Pi ef þú ert að flýta þér, P2 ef þú þarft ódýrt stæði nokkra stund, P3 ef þú vilt gefa þér góðan tíma og bílahúsin þegar þú vitt njóta tímans. QfH Bílastæðasjóður VJ " | f ...svo í borg sé leggjandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.