Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 9
Fréttir
Ónákvæmt bókhald vegna ráðherraflugs:
Siv er spör á TF-FMS
- segir ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis
„Eina flugið sem farið hefur verið á
vegum umhverfisráðuneytisins með
TF-FMS á þessu ári var þegar ofan-
flóðanefnd flaug til Neskaupstaðar. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var
ekki með í þeirri ferð enda er hún spör
á TF-FMS," segir Magnús Jóhannes-
son, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu-
neytinu, vegna þeirra upplýsinga sem
Flugmálastjóm gaf um notkun ráðu-
neyta á vél Flugmálastjómar. í gögn-
um sem DV fékk frá Flugmálastjóm
kom fram að umhverfisráðuneytið
hefði leigt vélina í samtals 5 klukku-
stimdir í ár. Magnús leitaði skýringa
vegna þess að í hans bókum var aðeins
að finna eitt flug. í ljós kom að starfs-
menn Flugmálastjómar höfðu fundið
reikning á ráðuneytið frá 1999. Þá var
Magnús Siv
Jóhannesson. Friðleifsdóttir.
ofanflóðanefnd á ferð á Isafirði án ráð-
herrans. Þetta flug sem tók 1,7 klukku-
stundir var fært sem flug í apríl á
þessu ári. Þar með skipar Siv sér í hóp
þeirra ráðherra sem minnst nota vél-
ina en þar er að finna Pál Pétursson fé-
lagsmálaráðherra, sem aldrei hefur
flogið með TF-FMS, og Guðna Ágústs-
son landbúnaðarráðherra sem flogið
hefur í 90 mínútur síðan 1998.
Fleiri skekkjur virðast vera í bók-
haldi vegna flugs TF-FMS því sam-
kvæmt því sem Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra segir hefur ráðu-
neyti hans aðeins greitt 1,9 milljónir
króna fyrir leiguflug með Flugstjórnar-
vélinni síðan hann tók við ráðherra-
dómi. Samkvæmt bókum Flugmála-
stjórnar hefur ráðuneytið í tíð Sturlu
leigt vélina samstals í rúmlega 40 flug-
tlma. Þar sem verðskrá fyrir vélina var
77 þúsund krónur á flugtímann en
hækkaði í 85 þúsund um síðustu áramót
hlýtur flugið að vera mjög niðurgreitt.
40 flugtímar kosta samkvæmt verð-
skránni rúmar 3 milljónir króna. -rt
Myndarleg fura felld
Á dögunum var fellt furutré sem stóö á horni Hlíðarbrautar og Hringbrautar í
Hafnarfiröi. Tréö haföi veriö skemmt þannig aö berki haföi veriö flett af nær
öllum efri hluta þess. Meö skemmdarverkinu var tréö i raun og veru drepiö
og ekki annaö aö gera en aö fella þaö. Á myndinni má sjá Guöjón, verkstjóra
í áhatdahúsi bæjarins, fella tréö.
Eftíminn
Notaðu
tímann
Gefðu þér
tíma
, Njóttu
timans
er naumur
Þarftu að skjótast í bæinn? Þá mælum
við hiklaust með stöðumælum, en
aðeins í stutta stund.
Pi er þar sem umferðin er mest og
mikilvægt er að sem flestir hafi aðgang
að bílastæðum yfir daginn.
Pi-bílastæði eru hentug skammtíma-
stæði við Laugaveginn, Bankastræti
og í Kvosinni þegar þú ert að flýta
þér.
Vinnufundur eða stefnumót? Stemning
miðborgarinnar er einstök og kaffið
óvíða betra. Sum stæði veita þér meira
svigrúm en önnur. Á miðastæðum er
enginn lágmarkstími.
P2-bílastæði eru ódýr skammtímastæði
á plönum og hliðargötum í þægilegri
göngufjarlægð frá miðborgarkjarnanum.
Þegar þú þarft að gera allt sem þú átt
eftir að gera. Eða þegar þig langar að
gera ekkert sérstakt. Stundum er gott
að vera bara á rölti í bænum.
Við mælum með P3 miðastæðunum
þegar þú vilt gefa þér góðan tíma.
P3 -bílastæðin við hafnarbakkann,
Skúlagötu og Landakot eru hagkvæm-
ustu langtímastæði miðborgarinnar.
Freistandi. Þú borgar aðeins fyrir þann
tíma sem þú þarft. Notaðu húsin og
njóttu þess að hafa ekki áhyggjur af
tímanum.
Við mælum með bílahúsunum ef þú
vitt njóta lífsins í rólegheitum. Svo eru
þau alltaf opin klukkustund lengur en
verslanir.
Bílahús miðborgarinnar og þú nýtur
þess að hafa allt á hreinu.