Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 12
12
Viðskipti
Umsjón: Viöskiptablaðið
Flugleiðir gera ráð fyrir miklum samdrætti:
Vilja verja markaðsstarfið
og auka sölu íslandsferða
- vænta mikils af samstarfi við ríkið
Flugleiðir leggja höfuðáherslu á
að verja þann árangur sem náðst
hefur í markaðsstarfi um fjölgun
ferðamanna til Islands. Er því gert
ráð fyrir sókn í sölu íslandsferða.
Samgönguráðherra gaf vilyrði fyrir
þátttöku ríkisins í því starfi á ferða-
ráðstefnu fyrir skömmu. Engin
ákvörðun hefur hins vegar verið
tekin um með hvaða hætti slíkt
verði gert, en Ferðamálaráð fundaði
um málið í gær.
Flugleiðir kynntu markaðsstarf-
semi sína á blaðamannafundi á Hót-
el Loftleiðum i gær. Þar kom fram
að Hagfræðistofnun Háskóla íslands
hefur metið mikilvægi Flugleiða í
þjóðarbúskapnum. Benda niður-
stöður þeirrar athugunar til að sam-
dráttur hjá Flugleiðum, sem orsaki
10% fækkun ferðamanna til tslands,
muni leiða til 10,7 milljarða króna
neikvæðra atvinnu- og efnahagsá-
hrifa í hagkerfinu. Það myndi
einnig leiða til fækkunar ársverka á
íslandi um 1100. Á sömu forsendum
myndi 30% samdráttur leiða til 32
milljarða neikvæðra áhrifa og fækk-
unar sem nemur 3400 ársverkum.
Steinn Logi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs Flugleiða, sagði að gert væri
ráð fyrir umtalsverðum sölusam-
drætti á öllum mörkuðum félagsins
á árinu 2002. Sóknarfærin liggi helst
i sölu íslandsferða. Þar væri aukn-
ing í bókunum fyrir þennan mánuð
frá fyrra ári á sama tíma og mikill
samdráttur er í ferðaþjónustu
flestra landa heimsins. Byggist það
einna helst á ímynd íslands sem ör-
uggs lands.
í kjölfar hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11. september hef-
ur orðið 35% samdráttur í flugi
evrópskra flugfélaga yfir Norður-
Atlantshaf. Hjá Flugleiðum nemur
samdrátturinnn 21%. Gert er ráð
fyrir að minnkandi eftirspurn leiði
til 1000 milljóna króna lakari af-
komu árið 2001 og verulega versn-
andi afkomu árið 2002. Þegar hefur
verið ákveðinn 35% samdráttur í
Ameríkuflugi félagsins í vetur og
DV-MYND E.ÖL
Flugleiöir kynna markaösstarf
Steinn Logi Björnsson, Gunnar Eklund, Hannes Hilmarsson og Stefán Eyjólfsson kynntu umfangsmikla markaðsstarf-
semi Flugleiöa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þar hefur mikill árangur náöst meö þrotlausu starfi sem kostaö hefur
mikla peninga. Þeim árangri má ekki glutra niöur, að mati sölu- og markaössviðs Flugleiöa.
18% samdráttur í Evrópuflugi.
Flugi til New York verður hætt í
tvo mánuði og ákveðið hefur verið
að draga saman flug til og frá ís-
landi um 11% næsta sumar. Full-
trúar Flugleiða leggja þó ríka
áherslu á að mikið uppbyggingar-
starf sé í húfi og markaðir í Evrópu
megi ekki tapast. Því er mikils
vænst af samstarfi við íslensk
stjórnvöld þar sem félagið standi nú
veikt fjárhagslega. -HKr.
Sigmundur ráð-
inn framkvæmda-
stjóri Norðlenska
Sigmundur Einar Ófeigsson,
framkvæmdastjóri Matbæjar ehf.,
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Norðlenska ehf. Hjá félaginu
verða starfandi tveir framkvæmda-
stjórar, en fyrir er starfandi Jón
Helgi Björnsson. Sigmundur er iðn-
rekstrarfræðingur frá Háskólanum
á Akureyri. Hann er kvæntur Önnu
Lilju Stefánsdóttur og eiga þau einn
son, Stefán Einar.
Á næstu vikum er fyrirhugað að
skipta félaginu í tvö meginsvið, þ.e.
svið er lýtur að vinnslu og annað er
lýtur að slátrun. Mun nýtt skipurit
verða kynnt í framhaldi af þessari
skiptingu. Ákveðið hefur verið að
Sigmundur muni sinna fram-
kvæmdastjórn á sviði vinnslu en
Jón Helgi á sviði slátrunar.
Norðlenska ehf. varð til við sam-
runa Kjötiðju K.Þ. og Kjötiðnaðar-
stöðvar KEA á miðju ári 2000. í árs-
byrjun sameinaðist Nýja bautabúr-
ið hf. félaginu auk þess sem Norð-
lenska keypti kjötvinnslur Kjötum-
boösins hf. (áður Goði hf.) í júlíbyrj-
un. Umfang félagsins hefur vaxið
mikið frá stofnun þess og er áætluð
ársvelta félagsins tæpir 3 milljarðar
króna. Félagið starfrækir fjórar
kjötvinnslur á Húsavík, Akureyri,
Borgarnesi og í Reykjavík auk þess
að reka sláturhús á Húsavík, á Ak-
ureyri og í Borgamesi. Á þriöja
hundrað stöðugildi eru hjá Norð-
lenska.
Kaupþing spáir 0,2%
verðbólgu í nóvember
SfB.gr
ISfif JLlÁðfU X'2'vZ ZtZ-2
- *uu u u 22
.'3" p iii n
16 13 * « jL. 1 J'/l
♦ 4 - 3/ •-«-» V 1
■ N j-CK jp. •<.
) o u 1.1 v>
1 4 + 1 - 40
f&x. 8p& ©8!«
*KK l/I
alfia 85=» Hftfi
bíhk ~ wv 'Tzm* m
jxty- m m
S'.'xo j •**> 9
4(1 - 7 r v - 77
Tp K
4,'^f
9(1 * # - 14 t- . fiífl
Minni spenna
Viðsnúningur viröist eiga sér staö á vinnumarkaöinum og er gert ráö fyrir ai
verulega hafi dregið úr hækkunum vegna launaskriös.
Greiningardeild Kaupþings spáir
0,2% hækkun á vísitölu neysluverðs
á milli mánaða sem samsvarar um
2,4% verðbólgu á ársgrundvelli.
Gangi spáin eftir hefur vísitalan
hækkað um 7,9% síðustu 12 mán-
uði.
Helstu forsendur spárinnar eru
að bensínverð lækkar umtalsvert
eftir miklar lækkanir á heimsmark-
aði að undanfórnu en flugfargjöld
og tóbak hækkar hins vegar. Bensín
lækkar um 4% sem svarar til 0,19%
lækkunar á vísitölu neysluverðs en
bensín vegur þar býsna þungt.
Flugfargjöld hækkuöu um 5% í
kjölfar erfiðleika í flugsamgöngum
eftir hryöjuverkin í BNA. Hækkun-
in hefur 0,06% áhrif á neysluverðs-
vísitöluna til hækkunar. Tóbak
hækkar um 3,36% sem hefur 0,06%
áhrif á vísitöluna til hækkunar.
Þótt almennt hafi dregið úr
spennu í hagkerfinu er gert ráð fyrir
minni háttar hækkun á þjónustu.
Ástæða þess er sú að Greiningar-
defld telur að enn sé undirliggjandi
eftirspumarþrýstingur í hagkerfinu.
Hann hefur þó farið hraðminnkandi
undanfarna mánuði.
Viðsnúningur virðist eiga sér
stað á vinnumarkaðnum og er gert
ráð fyrir að verulega hafi dregið úr
hækkunum vegna launaskriðs. Gert
er ráð fyrir að opnun Smáralindar
hafi almennt haft jákvæð áhrif á
vöruverð þar sem samkeppni
harðnar, þótt erfitt sé að meta áhrif-
in á einstaka þætti vísitölunnar.
Gengi íslensku krónunnar hefur
verið að veikjast að undanfömu en
veiking krónunnar skilar sér að
öllu jöfnu fyrst í hækkuðu matvöru-
verði. Því gerir GreiningardeUd ráð
fyrir að matvöruverð hækki enn af
þeim sökum en það hefur hækkað
um 10% frá áramótum sem er mun
meiri hækkun en hefur sést tfl að
mynda í sérvöru.
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
DV
Deutsche
Bank segir
upp 4.500
manns
- ekki séð fyrir
endann á slíkum
aðhaldsaðgerðum
Stærsti banki Þýskalands,
Deutsche Bank, hefur tOkynnt um
uppsagnir 4.500 manns í kjölfar
slælegrar niðurstöðu rekstrar á
þriðja ársfjórðungi. Hagnaður
bankans féll um 49% á þriðja árs-
fjórðungi samanborið við sama
tíma í fyrra en það skýrist meðal
annars á aukningu í afskrifta-
reikning útlána. Alls afskrifaði
Deutsche Bank 408 milljónir evra
vegna hryðjuverkaárásanna 11.
september.
Með fyrirhuguðum uppsögnum
verður fjöldi þeirra sem hafa misst
vinnuna innan bankans kominn í
7.100 manns. Alls hafa þýskir
bankar sagt upp meira en 23.000
manns það sem af er árinu og gert
er ráð fyrir frekari uppsögnum.
HVB Group, næststærsti banki
Þýskalands, ráðgerir að segja upp
2.200 manns og fjórði stærsti bank-
inn, Commerzbank, mun fækka
störfum um 3.400. Þýskir bankar
eru þessa dagana undir miklum
þrýstingi að skera niöur kostnað í
ljósi efnahagsniðursveiflunnar
sem hefur mikfl áhrif á kostnaðar-
uppbyggingu þeirra.
Stjórnunarkostnaður óx um
meira en 5 milljarða evra á þriðja
ársfjórðungi samanborið við sama
tímabil í fyrra en var engu að síð-
ur 8% lægri en sambærilegur
kostnaður 2. ársfjórðungs ársins
2001.
HEILDARVIÐSKIPTI 849 m.kr.
- Hlutabréf 438 m.kr.
- Húsbréf 220 m.kr.
MESTU VIÐSKIPTI
fi, Össur 131 m.kr.
Pharmaco 84 m.kr.
O Eimskip 70 m.kr.
MESTA HÆKKUN
O Hraöfrystihús Eskifj. 7,8%
O Marel 3,7%
O Eimskip 3,0%
MESTA LÆKKUN
O Húsasmiöjan 2,8%
O Grandi 2,0%
OÚA 1,7%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.088 stig
- Breyting O -0,03%
KAUP SALA
j Hsl Dollar 104,130 104,660
títrj Pund 152,560 153,340
: 1*1 Kan. dollar 65,200 65,610
ÍríÍDönsk kr. 12,6480 12,7170
Bsl Norsk kr 11,8240 11,8900
S Sænsk kr. 9,8820 9,9370
;H—Ifí. mark 15,8383 15,9334
1B 1 Fra. franki 14,3561 14,4424
1 li Belg. franki 2,3344 2,3484
i EJ Sviss. franki 63,9800 64,3300
| C3 Holl. gyllini 42,7325 42,9893
Pýskt mark 48,1484 48.4377
J! ít. líra 0,04863 0,04893
\ E3Q Aust. sch. 6,8436 6,8847
Itil Port. escudo 0,4697 0,4725
1« .1 Sná. peseti 0,5660 0,5694
; 1 * 1 Jap. yen 0,85610 0,86120
£ lírsktpund 119,571 120,289
SDR 133,1600 133,9600
0ECU 94,1700 94,7359