Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 15
15 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001___________________________________________________________________________________________ DV Útlönd REUTER-MYND Donald Rumsfeld Bandaríski iandvarnaráöherrann vill fleiri sérsveitarmenn til Afganistans. Fleiri sérsveitar- menn í baráttuna Bandarísk stjórnvöld ætla aö senda fleiri hópa sérsveitarmanna inn í Afganistan á næstunni, herða loftárásirnar og annan stuðning við heimamenn sem berjast gegn tali- banastjóminni, að því er Donald Rumsfeld landvarnaráðherra skýrði frá í Washington í gær. Sérsveitarmenn hafa þó orðið frá að hverfa síðustu daga þegar þeir reyndu að komast inn í Afganistan með þyrlum. Bæði gerði slæmt veð- ur þeim erfitt fyrir og þá ekki síður mótspyma talibana sem punduðu á þyrlumar úr byssum sínum. Tæplega eitt hundrað sérsveitar- menn bandarískir eru nú i norðan- verðu Afganistan. „Ég vil að tala þeirra þrefaldist eða fjórfaldist sem fyrst,“ sagði Rumsfeld. Þrándur í götu Kyoto-samnings Babb er komið í bátinn á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakesh í Marokkó þar sem reyna átti að ganga endanlega frá Kyoto-samningnum um losun gróð- urhúsalofttegunda. Nokkur ríki, Japan, Rússland, Kanada og Ástral- ía, reyna nú hvað þau geta til að tefja fyrir því að reglur um refsingu þeirra sem menga meira en þeir mega verði lagfærðar. Ríki þessi vilja að reglur þar að lútandi verði ekki ákveðnar fyrr en á árinu 2003, enda eru þau ekki jafnáhugasöm og ESB um Kyoto. Kanadískir embætt- ismenn sögðu að núna væri of skammur timi til stefnu. Trúarbræður bin Ladens Osama bin laden hefur sent trúarbræðrum sínum í Pakistan opiö bréf þar sem hann hvetur þá til varnargegn krossferö kristinna. Bin Laden hvetur múslíma til varnar gegn kristnum Osama bin Laden hefur sent pakist- önskum baráttubræðrum sin opið bréf sem birt var á al-Jazeera sjón- varpsstöðinni í Qatar í gær þar sem þeir eru hvattir til að verja Islam gegn því sem hann kallar „krossferð krist- inna“. Sjónvarpsstöðin sýndi mynd af bréfinu, sem er handritað á arabisku og undirritað af bin Laden sjálfum. „Verið er að drepa trúarbræður ykk- ar í Afganistan og ríkisstjóm Pakist- ans styður það. Krossferðin gegn múslímum er í fuilum gangi og heim- urinn er klofinn í tvennt þar sem ann- ar helmingurinn er undir áhrifum heiðingjans Bush en hinn undir áhrif- um íslams," segir i textanum. Aukinn viðbúnaður á vesturströnd Bandaríkjanna: Hótanir um að sprengja helstu brýr í Kaliforníu REUTER-MYND Öldungur fær sér blund Gamall maöur fær sér blund í fæðu- dreifmgarmiöstöö Rauöa krossins í Kabúl, höfuöborg Afganistans. Annan vill fá hlé á loftárásunum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær til þess að hlé yrði gert á loftárásun- um á Afganistan til þess að hægt væri að koma aðstoð tn flóttamanna og annarra sem eiga um sárt að binda. Annan sagði að samtökin hefðu aðeins getað dreift um helm- ingi aðstoðarinnar sem hún hafði gert sér vonir um að færa Afgönum. „Við höfum ekki staðið við mark- mið okkar. Við þurfum um 50 til 60 þúsund tonn af matvælum á mánuði en við komum aðeins helmingi þess út,“ sagði Annan á fundi með frétta- mönnum í Genf. Á sama tíma tilkynntu Bretar og Rússar að þeir ætluðu að vinna saman að því að flytja níu þúsund tonn af matvælum inn i norðaustur- hluta Afganistans á næstu tveimur mánuðum. Þjóðveldisflokk- urinn spáir í danska þingið Þjóðveldisflokkurinn í Færeyjum tekur ákvörðun um það um helgina hvort hann býður fram í kosningun- um til danska þingsins sem haldnar verða 20. nóvember, að sögn Hogna Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála og leiðtoga flokksins. Færeyingar eiga tvo menn á danska þinginu, fulltrúa jafnaðar- manna og Fólkaflokks Anflnns Kallsbergs lögmanns. Að sögn færeyska blaðsins Dimmalætting er hins vegar hætta á að fulltrúi Fólkaflokksins nái ekki kosningu ef Þjóðveldisflokkurinn ákveður að bjóða fram. Flokkurinn hefur áður átt mann á danska þjóðþinginu. Gray Davis, ríkisstjóri i Kaliforn- íu, hefur fyrirskipað herta öryggis- gæslu við helstu brýr ríkisins, þar á meðal hina víðfrægu Golden Gate brú í San Francisco, vegna hótana um að þær verði sprengdar í tætlur. Yfirmenn löggæslumála reyndu hins vegar að draga úr ótta manna með því að segja að hótanirnar hefðu verið mjög almenns eðlis og að engin ástæða væri fyrir almenn- ing að hafa áhyggjur. Viðvörun ríkisstjórans er hin fyrsta frá árásunum á New York og Washington í september þar sem embættismaður tilgreinir ákveðin mannvirki sem hugsanleg skotmörk hryðjuverkamanna. „Við viljum að almenningur viti ef öryggi hans er ógnað og við vilj- um að hann viti hvað gert er til að tryggja öryggi hans,“ sagði Davis við fréttamenn. „Ég er þess fullviss að brýrnar eru öruggar. Þeirra hefur aldrei ver- REUTER-MYND Hauskúpur úr sælgæti á degi hinna dauöu í Mexíkó Mexíkóar héldu upp á dag hinna dauöu í gær, 1. nóvember. Hauskúpur eru mikilvægur liöur í hátíöahöldunum þar sem fólk fer um götur borga og bæja með slíkar grímur fyrir andlitunum. Hér sjáum viö hins vegar Titu Beltran, sem býr í Mexíkóborg, meö hauskúpur úr sælgæti. Hauskúpurnar hefur hún heima hjá sér. REUTER-MYND Hótað aö sprengja brýr Golden Gate brúin I San Francisco er helsta kennileiti borgarinnar og þekkt um allan heim. Nú er talið að hryðjuverkamenn hafi hótaö aö sprengja hana, eöa aörar brýr i Kaliforníu, á allra næstu dögum. Viðbúnaöur er mikill. ið jafnvel gætt,“ sagði ríkisstjórinn enn fremur. Kalt vatn rann milli skinns og hörunds á mönnum á vesturströnd- inni þegar Gray Davis tilkynnti á fréttamannafundi að sér hefðu borist það sem hann kallaði trú- verðugar upplýsingar um að reynt yrði að sprengja eina af helstu brúm Kaliforníu á háannatíma einhvem tíma milli 2. og 7. nóvember, það er í dag og fram á næsta miðvikudag. Aðspurður sagði Davis að brýrn- ar sem hér um ræddi væru Golden Gate- og Bay-brýrnar í San Francisco, Vincent Thomas-brúin við höfnina í Los Angeles og Coronado-brúin í San Diego. Borgaryfirvöld í San Francisco, þar sem hundruð þúsunda fara um brýrnar tvær á degi hverjum, lögðu áherslu á að engin ástæða væri til að óttast þar sem hótunin hefði ver- ið misskilin. Þeir sögðu að menn yrðu við öllu búnir. Breskir fjölmiðlar segja ferð Blair til Miðausturlanda misheppnaða: Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, segist bjartsýnn á að friður komist á fyrir botni Miðjarðarhafs eft- ir ferð sina um Miðausturlönd tvo síð- ustu daga. Þar ræddi hann við forystu- menn í Sýrlandi, Sádí-Arabíu, Jórdan- íu, ísrael og Palestinu og segist hafa fundið fyrir friðarvilja í einkaviðræð- um sínum við forystumenn landanna. Hann sagðiast þó hafa orðið var við „gjá misskilnings" milli vestrænna ríkja og múslímskra þegar baráttan gegn hryðjuverkum var rædd. Breskir fjölmiðlar eru ekki á sama máli um árangur ferðarinnar og hafa bæði The Guardian og The Daily Telegraph fjallað um hana á forsíðum sinum og sagt hana misheppnaða. Sérstaklega hefði fundurinn með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands komið illa út fyrir forsætisráðherr- ann, þar sem Sýrlandsforseti hefði Blair og Sharon Frá blaöamannafundi sem haldinn var eftir fund Tony Blairs meö Ariel Sharon í Jerúsalem í gær. lýst yfir tvöföldu siðgæði Vesturlanda með þvi að styðja árásir Bandaríkja- manna á Afganistan á meðan ekkert væri sagt um yfirgang ísraela gegn Palestínumönnum sem væri ekkert annað en hryðjuverk. Fundur þeirra Blairs og Ariels Sharons, forseta Israels, í gær var líka gagnrýndur í ísraelskum dag- blöðum, en Sharon notaði tækifærið til að tilkynna að hann væri að setja saman samningnefnd sem hitta myndi fulltrúa Palestínumanna strax og vopnahlésskilmálarnir héldu en alls ekki fyrr en lát yrði á þrettán mánaða ófriði á svæðinu. Palestínu- menn eru þó enn passlega sannfærðir um friðarvilja Sharons og hafa sagt að þetta útspil hans sé aðeins sýndar- mennska vegna fyrirhugaðs fundar hans með Bush Bandaríkjaforseta í næstu viku. Tony Blair bjartsýnn á aö friður komist á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.