Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 17
17 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 DV Mannætukonan og maður hennar hlutu Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Ný Hómerskviða DV-MYND HILMAR ÞÓR Bjarni Bjarnason rithöfundur Daörar við sakamálasöguformið og freistar þess að ná svölum tóni Raymonds Chandlers. 1 gœr voru Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness afhent í fimmta sinn og hlaut þau Bjarni Bjarnason fyrir skáldsögu sína Mannœtukonan og maður hennar. Það er bókaforlagió Vaka-Helgafell sem stendur að verðlaununum í samráöi við fjölskyldu skáldsins og nemur verðlaunaféð hálfri milljón króna. Handrit Bjarna var valið úr bunka tœplega tuttugu handrita af dóm- nefnd sem í sátu Pétur Már Ólafsson, bók- menntafrœðingur og útgáfustjóri Vöku- Helgafells, Ármann Jakobsson íslensku- frœðingur og Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntagagnrýnandi. í fyrra hlaut Gyrðir Elíasson verðlaunin fyrir smásagnasafnió Gula húsið og hann hlaut einnig íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá bók. Þegar verðlaunabók Bjarna Bjarnasonar er tekin upp horfir maöur inn í byssu- hlaup og það liggur beint við að spyrja hvort þetta sé spennusaga. Höfundurinn játar því: „Ég daðra við sakamálasögu- formið í þessari bók, mér finnst skemmti- lega svalur tónn í þeim þó að ég sé ekki sáttur við þær að öllu leyti. Þær eru helst til formfastar fyrir mig og formúlukennd- ar og of ákveðin gildi sem fylgja þessum formúlum. Ég varð að brjóta formið til að fá rúm fyrir mína sögu, taka það sem mér finnst gott við spennusagnaformið en sleppa hinu.“ Staðbundnari og raunsærri Sagan segir frá rannsóknarlögreglu- manninum Huga Hugasyni sem fær það verkefni að finna Helenu Náttsól, und- urfagra konu sem hefur viðurnefnið mannætukonan og er horfin af yfirborði jarðar. Hann fer um fimm lönd í leit að henni og finnur hana loks i Beirút í Líbanon þar sem hann vinnur hana í spilum af alræmdum dólgi. Til að bjarga Helenu úr landi giftist Hugi henni og þau fara heim til íslands. En Helena reynist honum hættuleg eins og kon- ur með hennar nafni hafa verið körlum sem hríf- ast af þeim, allt frá tímum Hómers. Hún kýs annan félagsskap og háskalegri en manninn sinn, og hann hefur miklar áhyggjur af henni, ekki síst þegar svo virðist sem höfðingjaskipti séu að verða í undirheimum Reykjavíkur. Þeir sem þekkja eldri bækur Bjarna munu undrast þetta söguefni. Hann hefur oftar verið staddur í óræðum sögutíma og jafnvel í ríki æv- intýranna í bókum sínum en í köldum nútíma- veruleika glæpa og flknar. „Já, hún er mun staðbundnari þessi saga en mínar fyrri,“ játar hann. „Megnið af henni ger- ist í Reykjavík í samtímanum eða nánustu fram- tíð en ég reyni að bregða upp mynd af annars konar Reykjavík en þessari venjulegu. Laga borgina miskunnarlaust að mínum eigin þörf- um!“ - Var þetta meðvituð stílbreyting hjá þér? „Já, eiginlega," segir hann og bætir við: „Kannski kom hún til út af breytingum á lífsstíl. Ég bý í Bergen núna þar sem norsk sambýlis- kona mín er í námi og sit flesta daga úti i sand- kassanum hjá syni okkar. Þetta er talsvert jarð- bundnara lif en ég lifði áður. Líka fannst mér að með Borginni bak við orðin og Næturverði kyrrðarinnar hefði ég tæmt ákveðna möguleika. Þær sögur tóku mikið á og ég varð svolítið þreyttur. Þessi bók er ekki heldur eins úthugsuð og þær, hún er skrifuð meira út frá tilfinningu og þvi sem mig langaði til að gera. Það er gott að losna við of analýtíska hugsun þegar maður er að skrifa. Hún takmarkar mann. Maður á bara að skrifa sem stefnulausast því hugurinn sér um að raða hlutunum upp. Sögubyggingin er í hugs- uninni. Ég treysti mikið á tilfinninguna meðan ég var að skrifa Mannætukonuna og þegar form- ið var komið þá rann hún áfram.“ Praktískar ástæður Bjami er ekki ókunnugur verðlaunum. Hann var tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaun- anna fyrir skáldsöguna Endurkoma Maríu (1996) og fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir Borgina bak við orðin (1998). Þegar hann er spurður hvort það sé gaman að fá verðlaun dregur hann við sig svarið. „Helst vildi ég hafa þetta þannig að maður gæti bara gefið út sínar bækur og lifað á þvi,“ segir hann loks. „Veruleikinn er bara ekki þannig. Ritlaunin hrökkva ekki til fyrir lífsbjörginni og þá freistast maður til að senda handrit I samkeppni. Verðlaunaféð skiptir miklu máli og ef verðlaunabókin selst betur en óverðlaun- uð bók bætast betri ritlaun við. Ég tek sem sagt þátt í samkeppni af praktískum ástæðum, ekki af því mig langi í verð- laun.“ - Þú sagðir að sagan hefði losnað úr fjötrum þegar þú hefðir fundið henni form spennusögunnar. Lestu mikið af slíkum bókmenntum? „Nei, ég get ekki sagt það, en ég hef haft gaman af ýmsum sakamálahöfundum, einkum Raymond Chandler, og það er einna helst tónninn frá honum sem hvatti mig til að fást við þetta form. Ég er alltaf að reyna að minnka skáldsagnalestur, hann hefur verið hálfgerð árátta hjá mér og á kostnað lestrar annars konar bóka. En ég dett alltaf í þær, ekki sist í kringum jól! Ég les líka mikið af ljóðum, einkum sjálfsútgáfur. Svo hef ég gaman af heim- speki, var einmitt að lesa Sören Kierkegaard meðan ég var að skrifa Mannætukonuna. Mér fannst hann mjög innspirerandi." - Lyklamir að nýju sögunni þinni eru þá sem sagt hjá Chandler og Kierkegaard? Það er spennandi blanda. „Já, þeir eiga fleira sameiginlegt en margan grunar," segir Bjarni og hlær, „báðir lónerar, það er að segja söguhetja Chandlers og Sören, báðir einstæðingar og báðir spæjarar, annar í venjulegum skiln- ingi, hinn er að reyna að leysa lífsgátuna - með góðum árangri." Lifði til aldamóta Bjarni stofnaði tímaritið Andblæ árið 1994 en hefur nú sleppt hendinni cif því. „Það stóð aldrei til að Andblær yrði eilífur. Mér finnst að tímarit eigi bara að vera mynd af ákveðnum tíma. Það er einhver þörf sem skapar tímarit og hún verð- ur að vera einlæg, það þýðir ekki að halda tíma- riti lifandi bara til að halda því lifandi. En mér fannst mikilvægt að það lifði fram að aldamótum þannig að það gæfi mynd af bókmenntunum í aldarlok og þá ekki síst þeim höfundum sem ekki eru alltaf í sviðsljósinu. Þetta tókst ágæt- lega, held ég. Heftið sem kom i fyrra verður sennilega það síðasta og Margrét Lóa Jónsdóttir skáldkona á heiðurinn af því, en það var lit- prentað og dýrara í rekstri og um leið var And- blær eiginlega hætt að vera grasrótartímarit." - Ertu byrjaður á nýrri bók? „Nei, ég skrifa bara í allar áttir. Þó hef ég ver- ið að skrifa ýmislegt í dagbókina sem mér sýnist að gæti orðið saga. En það er of snemmt að tjá sig nánar um hana. Þá skrifa ég hana aldrei!" Tónlist____________________________________________■_______________________ Dauði og eldur Finnur Torfi Stefánsson tónskáld varð nýlega þess heiðurs aðnjótandi að þátt- ur úr tónsmíð eftir hann komst í úrslit Masterprize- keppninnar sem breska rík- isútvarpið stendur fyrir. Tónsmíðin heitir einfald- lega Hljómsveitarverk V, en þátturinn sem um ræðir ber hið skáldlega nafn De am- ore, Um ástina. De amore var frumflutt I gærkvöldi á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói og í tónleika- skránni mátti lesa að tón- listin lýsi ást og hamingju á látlausan hátt. Það er alveg rétt; andrúmsloftið í De am- ore er eins og ljúfur sunnu- dagsmorgunn nýgiftra hjóna eftir egg og beikon; það er legiö í leti uppi i rúmi... og svo byrja ástarjátningarnar. Þegar það gerist magnast tónlistin úr afslöppuðum leik blásaranna yfir kliðmjúku strengjaspili upp i voldugan hápimkt þar sem hljóm- sveitin leikur áhrifamikið lag. Slag- verkið er áberandi og í hápunktin- um er hermt eftir ástríðufullum hjartslætti sem kemur sérlega vel út. De amore einkennist af mark- vissri úrvinnslu meginhugmynd- anna, verkið er fallega skrifað fyrir hljómsveit, heildarhljómurinn er í góðu jafnvægi og láta allar laglinur vel í eyrum. Ekki síðra er Gitimalya eftir jap- anska tónskáldið Toru Takemitsu, fyrir marimbu og hljómsveit, sem var næsta atriði efnisskrárinnar. Þetta er.snilldarlega samin, kynngi- mögnuð tónsmíð sem að miklu leyti grundvallast á annarsheimslegum hljóðeffektum er smám saman renna saman við þögnina í lokin á einhvern óræðan hátt. Öll efnistök tónskáldsins eru frumleg og óvenju- leg, hver samhljómur öðrum undarlegri en þrátt fyrir það er framvindan svo eðlileg að maður skynjar auðveldlega andann á bak við allt saman. Steef van Oosterhout lék á marimbuna og gerði það með miklum glæsibrag, flókin hrynjandi var fullkomlega samofin hljómsveitinni og var útkom- an sérlega ánægjuleg og grípandi. Hið sama verður ekki sagt um síðustu tónsmíð- ina á dagskránni, sem var Dauði og eldur - sam- ræða við Paul Klee - eftir kinverska tónskáldið Tan Dun. Verkið hófst á furðulegu blístri sem minnti óþægilega mikið á andnauð asmasjúklings, og var það ekki beint skemmtilegt áheyrnar. Síð- an komu alls konar önnur óhljóð sem var raðað upp eftir öllum kúnstarinnar reglum án þess að einhver stemning næði að myndast. Sumum fannst reyndar andvörp og öskur hljómsveitar- meðlima ægilega fyndin en undirritaður var þar ekki á meðal. Hljómsveitin spilaði þó af sérkenni- legri sannfæringu en það var bara ekki i takt við gæði tónlistarinnar. Hljómsveitarstjórinn, Hermann Báumer, var með sitt hlutverk á hreinu og voruÝbendingar hans nákvæmar og öruggar. Hann stóð sig vel í öllum atriðum efnisskrárinnar, þó vottað hafi fyr- ir ónákvæmni í tónsmið Finns Torfa, þar sem strengjaleikarar virtust ekki alltaf vera samtaka. í stuttu máli voru þetta athyglisverðir tónleikar en vel hefði mátt sleppa síðasta verkinu og hafa eitthvað annað í staðinn, Jónas Sen Finnur Torfi Stefánsson tónskáld De amore einkennist af markvissri úrvinnslu meginhugmyndanna. _________________Menning Umsjón: Silja Aóalsteinsdóttir Megas í brennidepli Á sunnudaginn kl. 15 verður Geir Svansson, annar tveggja sýninga- stjóra „Omdúrm- an - Margmiðlað- ur Megas í Nýló“ með leiðsögn um sýninguna. Ný- listasafnið er ann- ars opið kl. 12-17. Einnig má minna á að út er komin hjá Máli og menningu glæsileg bók um Megas meö viötölum við samferða- menn, greinar eftir ýmsa um hann og einstæð viðtöl við hann úr útvarpsþátt- unum „Heilnæm eftirdæmi". Mikill fjöldi ljósmynda sem hafa aldrei birst áður prýðir bókina sem og teikningar listamannsins og grafikmyndir, nótna- blöö, textar í vinnslu, drög að skáldsög- um og sendibréf. Ómetanlegur íjársjóð- ur fyrir alla aðdáendur Megasar og þá sem enn eiga eftir að kynnast honum. Snætt og rætt í Iðnó ReykjavíkurAkademían stendur í vetur fyrir svokölluðum „brönsfund- um“ sem haldnir eru fyrsta laugardag hvers mánaðar í Iðnó. Þeir hefjast kl. 11.30 og standa til 13 og eru þrískiptir. Fyrsti hálftíminn fer í að snæða léttan málsverð af girnilegu hlaðborði á kr. 1200 fyrir manninn. Þá tekur við fyrir- lestur sem ætlað er að taki 30 mínútur. Eftir hann gefst áheyrendum kostur á að koma með fyrirspumir og taka þátt í samræðum síðasta hálftímann. Á öðrum brönsfundi á morgun held- ur Haukur Ingi Jónasson erindið „Og þá kom steypiregn - Merking árásanna á World Trade Center 11. september 2001“. Haukur Ingi var í New York þeg- ar árásirnar voru gerðar og ræðir merkingu atburðanna í ljósi reynslu sinnar. Draumur um nýja tíð Á morgun verður dagskrá á vegum Snorrastofu í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá vígslu Héraðsskólans í Reyk- holti. Hún verður haldin í Hátíðarsal gamla skólans og hefst kl. 14. Meðal þeirra sem tala eru Bergur Þorgeirs- son, forstöðumaður Snorrastofu, ívar Jónsson, félagshagfræðingur og dósent við Viðskiptaháskólann á Bifröst, Jón Þórisson, fyrrv. kennari við Héraðs- skólann í Reykholti og Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur. Fróðárundur í Ólafsvík Annað kvöld heflast aftur leiksýn- ingar á Fróðárundrum í Félagsheimil- inu Klifi í Ólafsvík. Nokkrar sýningar voru á liðnu vori á þessu skemmtilega leikriti sem hinn góðkunni leikari Jón Hjartarson setti upp og leikstýrði. Efn- ið er sótt í eina mögnuðustu drauga- sögu íslendinga og gerist á bænum Fróðá í Fróðárhreppi hinum forna og á slóðum Eyrbyggju. Leikritinu var feiknavel tekið af áhorfendum í vor. Wagner og Verdi í tilefni af 100 ára dánarafmæli tón- skáldsins Giuseppe Verdi mun Þor- valdur Gylfason halda erindi um Wagner og Verdi kl. 13 á sunnudaginn í Norræna húsinu. Á eftir verður sýnd af myndbandi óperan II Trovatore, sem Verdi samdi upp úr 1850 og frumsýnd var í Róm árið 1853. Á þessum árum var Wagner í pólitískri útlegð í Sviss og óperan hans Lohengrin var frum- sýnd að honum fjarstöddum undir stjórn Franz Liszt i Weimar 1851.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.