Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 24
I 28______ Tilvera FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 DV Reddarinn Dustin Hoffman sviðsetur stríð í Wag the Dog. Wag the Dog ★★★ 45^ t®) Forsetavandræði I upphafi erum við í Washington og mikil vandræði steðja að Hvíta húsinu. Svo virðist sem forsetinn hafi átt í fullinnilegu sambandi við unga stúlku og einungis nokkrir dagar til kosninga. Það verður því að bregðast skjótt við og stjórnar Conrad Brean (Robert De Niro) varnaraðgerðum sem eru fyrst og fremst fólgnar í þvi að dreifa athygli fjölmiðla frá hinni viðkvæmu yfír- sjón forsetans. Brean fær til liðs við sig kvikmyndaframleiðanda frá Hollywood (Dustin Hoffman). Sam- an setja þeir á svið stríð og það við Albana af öllum þjóðum. Frábær skemmtun með góðum leikurum og vel skrifuðu handriti: Sýnd á Stöö 2 á sunnudag kl. 23.3 1 * *fC Tveir góðir Jackie Chan og Chris Tucker prófa v hvor annan. Rush Hour ★★★ Ólíkir félagar Jackie Chan hefur þaö fram yflr aðra leikara sem eru á sömu línu og hann að hafa gott auga fyrir því spaugilega í öllum hasarnum og er greinilegt að hann hefur góðan húmor. Það var því snjallt að etja honum saman við Chrish Tucker sem slær út sjálfan Eddie Murphy þegar kemur að kjaftavaðli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman í Rush Hour sem er fyrst og fremst vel heppnuð gamanmynd, enda eru yfirleitt slagsmálatriðin útfærð á —■ > þann hátt að áhorfandinn getur hlegið um leið og hann fylgist spenntur með. Sýnd á Stöö 2 á laugardag kl. 22.10 Innbrotsþjófur Clint Eastwood er meira og minna á flótta í Absolute Power. Absoiute Power ★★! Clint í vondum málum Clint Eastwood leikur flinkan innbrotsþjóf sem er rangur maður á röngum stað. í upphafi sjáum við hann vera að brjótast inn i villu eina og ræna þvi sem hann telur verðmætast. Hann verður vitni að því þegar maður kemur inn með konu, bæði eru drukkin og gera sig likleg til bólfara. Áður en af því verður æsist leikurinn í þá veru að ,r maöurinn verður konunni að bana. Okkar innbrotsþjófur hefði betur verið annars staðar þegar í ljós kemur hver morðinginn er. Fín af- þreying sem óhætt er að mæla með. Eastwood er kannski ekki alveg jafn fljótur og áður en hefur útgeislun á viö marga yngri leikara. Sýnd I Sjónvarpinu á laugardagskvöld kl. ^ 22.35 Maðurinn bak við Frasier Leikarinn Kelsey Grammer er einn vinsœl- asti sjónvarpsleikari heims. í mörg ár hefur hann leikið sálfrœðing- inn Frasier í samnefnd- um þáttum, fengið frá- bærar viðtökur og hreppt fjölda verðlauna. Einka- líf Grammers var löngum erfitt og markað af áföll- um, en hann segist nú hafa fundið hamingjuna. Foreldrar Kelsey Grammers kynntust í tónlistarskóla í New York. í hjónabandi sinu eignuðust þau son- inn Kelsey og dótturina Karen. Eftir fæðingu dótturinnar, sem var tveim- ur árum yngri en Kelsey, var hjóna- bandinu lokið og móðirin flutti með börnin til foreldra sinna. Kelsey saknaði ekki foður sins sem var skapmikill áflogaseggur. Faðir- inn giftist á ný en var drepinn 38 ára gamall þegar Kelsey var tólf ára. Morðinginn hafði kveikt eld kringum hús hans og þegar faðirinn fór út að rannsaka málið var hann skotinn til bana. Morðinginn var talinn vanheill á geðsmunum. Kelsey segist ekki hafa áttað sig fullkomlega á dauða föður síns fyrr en hann varð sjálfur 38 ára gamall. Þá gerði hann sér fyrst grein fyrir því hversu skamma ævi faðir hans hafði átt. hnífum fjörutíu og tvisvar sinnum, aðallega í bak og axlir. Síðan hentu þeir henni út úr bílnum. Einhvern veginn hafði hún styrk til að skríöa að húsi. Það var mann- laust og þegar húseigandinn kom heim hafði henni blætt út. Fjórum mánuðum siðar voru morðingjar hennar handtekn- ir, þrir menn, sextán, sautján og nítján ára. Karen var sjötta manneskjan sem þeir höfðu drepið. Hún var átján ára þegar hún var myrt. Fimm árum síðar varð enn einn Qölskylduharm- leikurinn þegar tveir hálfbræður Kelseys drukknuðu. Fljótlega eftir að Karen var myrt hætti Kelsey vinnu sinni sem þjónn, enda hafði hann gert sér grein fyrir því að leiklistin væri það eina sem hann gæti starfað við ætti hann að verða ánægður. Hann lék við leikhús í San Diego og frá 1976 til 1978 lék hann í verkum eftir Shakespeare, Bemard Shaw, Ionesco og Harold Pinter. Hann lék á sviði víða um Bandaríkin og á Broadway i Macbeth og Othello. Hann kom fram í nokkrum sjónvarpsþáttum. Stóra tækifærið kom árið 1984 þegar hann fékk hlutverk Frasier Krane í sjón- varpsþáttunum Staupasteini. Frasier var sálfræðingur sem vissi nákvæm- lega hvað var að öðrum en gat ekki leyst úr eigin vandamálum. Upphaf- lega átti Kelsey einungis að leika í sjö þáttum en frammistaða hans þótti svo frábær að hann var gerður að fastagesti. í kjölfarið fékk hann eigin Kelsey Grammer Líf hans hefur sannarlega ekki verið áfailalaust. FJölskylduharmleikir Kelsey var þrettán ára þegar afi hans lést. Mjög náið samband hafði verið milli þeirra og Kelsey leitaði huggunar i verkum Shakespeares. Hann lék í skólaleikritum og kennar- ar hans hvöttu hann til að leggja fyr- ir sig leiklist. Hann var sautján ára þegar hann komst inn í Julliard-lista- háskólann en þótti ekki standa sig nægilega vel og var vísað úr skóla. Þá fór hann að vinna fyrir sér sem þjónn. Systir hans Karen vann á þessum tíma á veitingastað. Eitt kvöld lögðu þrír menn bíl sinum við veitingastaðinn og ætluðu að ræna hann. Karen gekk til þeirra spurði hvað þeir væru að gera. Þeir hentu henni inn i bílinn og keyrðu með hana burt. Hún komst út úr bíln- um en þeir náðu henni aftur, nauðg- uðu henni og stungu hana síðan með Frasier Samleikur þeirra Kels- ey Grammers og David Hyde Pierce hefur ver- ið mjög góður frá upp- hafi. Kvikmyndaleikarinn Kelsey Grammer. Kelsey Grammer hefur ekki leikið í mörgum kvikmyndum. Síðast lék hann vafasaman sjónvarpsfréttamann í 15 Minutes. sjónvarpsþátt um Frasier sem hlotið hefur fjölda Emmy-verðlauna. Þetta árið er þátturinn tilnefndur til ellefu verðlauna. Átakamikið einkalíf Einkalíf Kelsey Grammers hefur verið átakamikið. Fyrsta eiginkona hans var Broadway-dansmær en hjónabandið var stormasamt frá upp- hafi og þau skildu skömmu eftir að dóttir þeirra fæddist. Kelsey eignað- ist aðra dóttur milli hjónabanda. Hann kvæntist í annað sinn konu sem var ofbeldisfull fatafella. Eftir að hann kærði hana fyrir líkamsárás reyndi hún að fyrirfara sér með þvi að blanda saman töflum og víni. Hún skaðaði ekki sjálfa sig en missti fóst- ur. Síðan seldi hún sögu sína slúður- blaði. Á þessum tíma var líf Kelseys í molum og hann var orðinn háður kókaíni. Hann sat inni í mánuð eftir að hafa verið tekinn drukkinn við stýri og fyrir að hafa kókaín í fórum sínum. Árið 1996 velti hann bíl sin- um eftir að hafa verið drukkinn við stýrið. Hann sakaði ekki en var mjög brugðið og fór í meðferð áður en hann sneri aftur til vinnu við Frasi- er-þættina Kelsey kvæntist í þriðja sinn árið 1997 sýningarstúlku og dansara, Camillu. Nýlega eignuðust þau hjón dóttur, sem meðgöngumóðir fæddi. I dag segir Kelsey Grammer: „Mér finnst ég vera einn af heppnustu mönnum í heimi. Þrátt fyrir alla sorgina hef ég kynnst meiri ham- ingju en ég hefði getað ímyndað mér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.