Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 26
30
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
Tilvera I>V
Litrík fjöll og
fljúgandi skip
„Litir frá öðrum heimr nefnir
Ketill Larsen málverkasýningu sem
hann opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur
á morgun. Myndirnar eru hátt á
annað hundrað, unnar með akrýl-
og olíulitum. Flestar eru þær byggð-
ar á frjálsu hugarflugi, sýnum og
ímyndunum listamannsins um aðra
heima. Þar er litríkt, fjöllótt lands-
M lag með blómum, fljúgandi skipum
og gullnum kirkjum. Auk þess er
frumsamin tónlist eftir listamann-
inn flutt af bandi. Hún er í svipuð-
um dúr. Ketill er þekktur leikari,
sögumaður og skemmtikraftur og
þetta er 32. einkasýning hans.
Góöur gjörningur
Sara Björnsdóttir myndlistar-
maður opnar einkasýningu í Gallerí
Skugga á morgun, 3. nóvember. Hún
ber heitið „Fljúgandi diskar og önn-
ur undursamleg fyrirbæri". Þar
sýnir Sara skúlptúra, lágmyndir,
myndbands- og hljóðverk og eru þau
síðastnefndu unnin út frá rými gall-
erísins. Við opnunina, kl. 16, stund-
víslega, flytur Sara góðan gjöming
sem áður var fluttur við opnun
listamessu í Caracas í Venesúela.
Rjóðrin minna á
dómkirkjur
Franska myndlistarkonan Dom-
inique Ambroise opnar sýningu í
__Gallerí Stölakoti við Bókhlöðustíg 6
á morgun kl. 15. „Staðir samspila"
heitir hún. Þar verða olíumálverk
og vatnslitamyndir af lífi og nátt-
úru. Efnið sækir listakonan einkum
í sveitaumhverfið í Frakklandi sem
einkennist af gróskumiklum görð-
um þar sem rjóðrin minna á dóm-
kirkjur. Þar ólst hún upp en er nú
búsett hér á landi. Við sköpun sinna
■4§- verka kveðst hún helst nota olíuliti
„vegna litanna og ljómans".
DV-MYND BRINK
Kjöftugur og skemmtilegur karakter
Jónas Halldórsson antiksali segist vera hræðilega manískur og hella sér affullum krafti út í það sem hann tekur sér fyrir hendur. „I antikinu tekst mér að
sameina áhugamál og vinnu. “
Fornmunir:
Antik er eins og hjónaband
Jónas Halldórsson, eða Gonni eins
og hann var kallaður í skóla, eigandi
verslunarinnar Antikbúðin, stendur
við skenk innst í búðinni og býður
góðan daginn. Gonni er kjöftugur, sér-
kennilegur og skemmtilegur karakter,
hann er þéttur á velli og auðþekkjan-
legur á hringuðu yfirvaraskegginu og
minnir einna helst á sýslumann af
gamla skólanum. Hann er alveg eins
og ég ímyndaði mér að antiksali ætti
að vera.
Keypti fyrsta dánarbúið
„Ég er búinn að vera antiksali í tíu
ár þó ég hafi aldrei ætlað mér það.
Konan mín og faðir voru í þessu og
þau fengu mig einu sinni til að vera í
búðinni í tvo tíma. Ég féll gersamlega
fyrir starfinu og keypti fyrsta dánar-
búið um kvöldið eftir smáauglýsingu í
DV eins og ég hefði aldrei gert neitt
annað.“
Gonni var fyrst með verslun á
Hverfisgötu, síðan í Austurstræti,
þaðan flutti hann sig yfir í Aðalstræt-
ið og nú síðast upp á Laugaveg. „Það
er svo merkilegt að flest húsin sem ég
hef verið í hafa verið fjarlægð. í þetta
sinn flutti ég mig því í tiltölulega nýtt
hús sem á að geta verið á sama stað í
að minnsta kosti níutíu ár.“
Hrikalega manískur
Jónas segist reyndar alltaf hafa ver-
ið veikur fyrir gömlum hlutum og
þess vegna verið hræddur við að hella
sér út í bissness tengdan antik. „Ég sé
að vísu ekki eftir þvt í dag þar sem
mér tekst að sameina vinnuna og
áhugamál og skemmti mér konung-
lega.“
Að sögn manna sem þekkja til
Jónasar hefur hann víðtæka þekkingu
á antikmunum og er því oft fenginn til
að meta dánarbú fyrir fólk sem vill
losna við óþarfa ágreining.
Gonni er líka öruggur með sjálfan
sig þegar hann er spurður um þekk-
ingu sína á þessu sviði. „Það er mjög
algengt að aðrir antiksalar hringi í
mig og spyrji um verðgildi íslenskra
hluta. Ég er hrikalega manískur og
helli mér út í hlutina af fullum krafti
þegar ég fæ áhuga á einhverju."
Fyrsta skrúfan
„Einu sinni var ég að aldursgreina
skáp úr silkiviö með handmáluðum
englum. Það tók mig langan tíma að
eignast skápinn, ég sá hann snemma á
ferlinum og það liðu fimm ár þangað
til hringt var í mig og sagt að ég gæti
fengið hann.
Jæja, ég var að dunda mér við að
skoða skápinn og bera hann saman
við bækling hjá bresku uppboðsfyrir-
tæki. Að mínu mati var skápurinn frá
því rétt fyrir aldamótin 1800 en klukk-
an hálftvö um nóttina fann ég skrúfu
í einum fætinum sem setti strik í
reikninginn. Að mínu viti kom skrúf-
an fram á sjónarsviðið í kringum
aldamótin 1900 en þessi var greinilega
búin að vera í skápnum frá upphafi og
hann var eldri en það. Það tók mig því
hálfa nóttina að komast að því að
skrúfur voru fyrst notaðar um 1730 og
að byrjað var að fjöldaframleiða þær
um 1760. Aldursgreining reyndist því
rétt og núna veit ég allt um uppruna
skrúfúnnar."
Þá er gaman
Þegar Jónas er spurður hvemig
fólk velji sér antik svarar hann þvi til
að hver hlutur eigi sinn viðskiptavin.
„Mér leiðast afskaplega sölur þar sem
fólk er að reyna að fylla upp í óham-
ingju með því að kaupa eitthvað. Fólk
á að kaupa hluti sem passa akkúrat á
rétta staðinn. Ég geng reyndar stund-
um svo langt að skipta mér af því
hvernig fólk raðar inn í íbúðirnar hjá
sér og þá finnst mér garnan."
Jónas segir að antik sé eins og
hjónaband, fólk umgengst það alla
ævi. „Þetta eru ekki hlutir sem þú
hendir eftir nokkur ár frekar en mak-
inn.“
Fólk er hætt að henda
„Markaðurinn hefur breyst mikið
síðan ég byrjaði í þessu, sem betur
fer. Fólk er hætt að henda öllu gömlu
og nýtnin orðin meiri. Það er líka til
mikið af alls konar söfnurum sem eru
að leita að einhverju spes. Þeir hegða
sér yfirleitt öðmvísi en aðrir menn og
ég þekki þá strax. Safnararnir eru
upp til hópa hæverskir og rólegir
menn sem lítið fer fyrir. Þeir spyrja
yfirleitt um verðið á nokkrum hlutum
og einn af þeim er hluturinn sem þeir
eru að leita að.“
Gonni segir að þetta sé nauðsynlegt
til þess að antiksalinn freistist ekki til
að setja allt oft hátt verð á hlutinn
sem safnarinn er að falast eftir og að
þetta sé oft skemmtilegur leikur.
„Stundum þegar ég kaupi inn hluti
veit ég að ákveðinn aðila langar í
hann og þá set ég hlutinn út i glugga.
Oftast nær hringja þeir í mig um
kvöldið og biðja mig um að taka hann
frá. Ég skil ekki hvemig þeir fara að
þessu en þeir eru ótrúlega naskir, ég
er ekki einu sinni með skráð síma-
númer heima hjá mér.“
Fólk safnar ótrúlegum hlutum
Jónas segir að Islendingar séu
miklir safnarar og segist standa á því
fastar en fótunum að íbúar kaldra
eylanda séu safnarar í eðli sínu. „Það
er til fólk sem safnar ótrúlegustu hlut-
um. Ég á til dæmis félaga sem safnar
leikfóngum. Hann vinnur erfiðis-
vinnu en notar hvert tækifæri til að
koma með mér og skoða dót og ljómar
af ánægju ef hann finnur eitthvað sem
hann vantar í tíunda hvert skipti, en
hann á lika einstakt leikfangasafn."
Hvernig á að velja
„Ný hús eru ekki hönnuð utan um
gömul húsgögn þannig að fólk verður
að kaupa einn og einn hlut í einu eft-
ir því hvar hann passar. Heima hjá
mér ægir öllu saman en hver hlutur á
sér sögu eða eitthvað annað sem mér
finnst sjarmerandi. Að mínu mati á
fólk ekki að kaupa allt í sömu viðar-
tegundinni, það er eins og að ganga
alltaf í svörtu og sama sniðinu alla
daga ársins. Það er út í hött að kaupa
sér skáp sem passar svo ekki inn í
húsið.
Þegar fólk kaupir antik á það að
passa sig á því að ekki sé búið að
breyta hlutnum. Það verður að gæta
sín á leyndum göllum og að ef hlutur-
inn hefur verið lagaður að það sé vel
gert.“
Jónas segir ekkert óeðlilegt við að
hlutir bili eftir ákveðinn tíma en að
það sé hægt að gera við allt. Það er
bara ekki sama hvernig það er gert.
„Menn verða líka að ganga úr
skugga um að þeir fái réttar upplýs-
ingar um aldur og uppruna hlutanna
þannig að þeir viti hvað þeir eru með
í höndunum."
Að lokum er Gonni spurður að því
hvað sé antik og það stendur ekki á
svari. „Það er allt sem er eldra en
fimmtíu ára gamalt og jafnvel glænýj-
ir hlutir sem seljast upp og verða að
söfnunargrip á fyrsta degi.“ -Kip
Akureyri:
Dýrðir í Síðuseli
- á 20 ára afmælinu
Það var mikið um dýrðir í leik-
skólanum Síðuseli á Akureyri á
dögunum þegar haldið var upp á 20
ára afmæli hans. Foreldrar fjöl-
menntu í leikskólann af þessu til-
efni þar sem bömin léku leikrit,
sungu og sýndu hæfileika á ýmsa
aðra lund. Fullorðnum var boðið
upp á kaffi og meðlæti en krakkarn-
ir fengu pitsuveislu.
Um þessar mundir er vingjarn-
leiki það þemaverkefni sem sérstak-
lega er unnið með í Síðuseli. „Okk-
ur þótti tími til kominn að leggja
sérstaka áherslu á slíkt,“ segir Snjó-
laug Pálsdóttir leikskólastjóri, en
verkefnið er unnið í samvinnu við
leikskólana Sunnuból og Krógaból.
Alls eru í Síðuseli 89 börn sem flest
eru úr Síðu-, Gilja- og Hlíðahverfum
sem eru í Glerárþorpi á Akureyri.
-sbs
Góðar gjafir
Foreldrafélag Síðusels færði skólanum aö gjöf stafræna myndavél sem Sig-
urður Steingrímsson, formaður félagsins, sést hér afhenda Snjólaugu Páls-
dóttur leikskólastjóra.