Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 28
32
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
Tilvera
DV
%'f
' . ^ i
^ Jj ' I
D’Artagnan í skylmingum
Fyrrum módel, Justin Chambers,
leikur þessa frægu söguhetju.
The Musketeer:
Skytturnar
aldrei verið
fjörugri
Frumsýnd verður í dag ævintýra-
myndin The Musketeer, sem gerð er
eftir hinum frægu sögum Alexandre
Dumas um D’Artagnan og félaga við
frönsku hirðina. Hér á landi hafa
bækurnar notið vinsælda sem ann-
ars staðar. Leikstjóri er Peter
Hyams (The Presidio, Stay Tuned,
End of Days) og nýtur hann aðstoð-
ar slagsmálahönnuðarins Xin Xin
Xiong frá Hong Kong til að sýna
okkur það nýjasta í framsetningu
bardagaatriða. Hyams leggur meg-
ináherslu á söguna um D’Artagnan
og eru þvi hinar skytturnar auka-
persónur í myndinni.
D’Artagnan (Justin Chambers) er
sveitastrákur sem er með hreint
ólíkindum lipur með sverðið. Hann
tekur þá ákvörðun að ferðast til
Parísar og freista þess að komast í
úrvalslið skyttnanna, sérlegrar líf-
varðasveitar franska konungsins.
Þegar D’Artagnan kemur til Parísar
er hinn illi kardínáli Richelieu bú-
inn að leysa upp lífvarðasveitina og
hyggst hrifsa til sín völdin, en hann
hefur sér til aðstoðar Febre, sérlega
hættulegan og færan skylmingar-
mann. D’Artagnan er fljótlega kom-
inn í baráttu gegn kardinálanum og
hyski hans, þar sem hann, með kjör-
orð skyttnanna að leiðarljósi, reyn-
ir að hindra valdaránið og forða
Frakklandi frá stríði við Englend-
inga.
Justin Chambers, sem leikur
D’Artagnan, var upphaflega módel,
uppgötvaður af starfsmanni Calvins
Kleins í neðanjarðarlest New York-
borgar. Aðrir leikarar eru
Catherine Deneuve, sem leikur
Önnu drottningu, Stephen Rea leik-
ur Richelieu kardínála, Mena
Suvari leikur Francescu, sem
D’Artagnan er hrifinn af, og Tim
Roth leikur Fabre, hættulegasta
óvininn.
-HK
Fossvogsdalur
Kort úr bæklingnum Gönguleiöir í Reykjavík. Útg. Reykjavíkurborg. Kortagerö: Garöahönnun. Björn Jóhannsson.
Fossvogsdalurinn:
Heill heimur út af fyrir sig
Þótt tekið sé að snjóa í fjöll
er engin ástæða til að leggja
gönguskóna á hilluna. Enn er
víöa snjólaust á láglendi og
ekki þarf alltaf að fara um
langan veg til að finna ákjós-
anlegar gönguleiðir. Þær eru
allt í kringum okkur. Á höf-
uðborgarsvæðinu er ótöluleg-
ur fjöldi göngustíga, langra og
stuttra. Sumir tengja byggðar-
lög og hverfi, aðrir mynda
hringleiðir um ákveðin svæði
og sums staðar er hægt að
velja úr mörgum misjafnlega
stórum hringjum um sama
svæðið. Margir þessara stíga
hafa verið lagðir eftir að
byggð og gatnakerfi var
skipulagt og þá eins fjarri
ökuleiðum bifreiða og hægt
hefur verið að koma við. Því
er hægt að ganga um þá, til-
tölulega laus við óloft og
eimyrju frá blikkbeljunum.
Byrjar við Nauthól
Einn skjólsælasti staðurinn
í Reykjavík og nágrenni er
Fossvogsdalurinn. Hann er
líka afar vinsæll til göngu-
ferða og meðal þeirra sem þar
eru kunnugir er Sigurlaug
Jóna Sigurðardóttir læknarit-
ari. „Fossvogsdalurinn er
heill heimur út af fyrir sig,“
segir hún og kveðst gjarnan
ganga þar lengri eða styttri
brautir eftir því sem henti
hverju sinni. En hvar byrjar
hún og hvert fer hún? Best að
fylgja henni eftir einn hring.
„Mér finnst fmt að fara út
að Nauthólsvík og byrja þar,
ekki síst vegna þess að þar er
svo gott að setjast inn á Naut-
hól á eftir og fá sér hressingu,
ef tími og fjárhagur leyfa,”
segir Sigurlaug. En hún slór-
ar ekkert í upphafi heldur
tekur stefnuna eftir stíg sem
liggur austanvert í Öskjuhlið-
inni. Þegar gengið er eftir
þessum stíg er fljótlega komið
Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir
„Eitt af því sem gefur dalnum gildi er aö þar er hægt aö velja um misstóra
hringi eftir því sem tíminn leyfír hverju sinni. “
Við hirðina
Richelieu kardínáli (Stephen Rea), Lúövík kóngur (Daniel Meguich) og Anna
drottning (Catherine Deneuve).
að áningarstað með borði og bekkj-
um en þar sem við erum nýlagðar af
stað stikum við stórum fram hjá
honum. Stuttu seinna greinist stíg-
urinn og við Sigurlaug tökum hægri
beygju niður að voginum. Þar í fjör-
unni eru sendlingar og sandlóur á
vappi en við höldum vappinu áfram
og innan skamms höfum við kirkju-
garðinn á vinstri hönd. Um leið og
við hugsum til þeirra sem eru hin-
um megin grafar hækkum við flug-
ið og göngum yfir brúna yfir Hafn-
arfjarðarveginn. Það er dálítið
skemmtilegt.
Vatnaskil við Fossvogsskóla
Skógræktin á vöxtulegan reit í
dalnum og Svartiskógur heitir
hann. Sigurlaug segir það vera
stærsta samfelldan skóg á höfuð-
borgarsvæðinu, með hæstu tré um
12 metra. Þar þjóta smáfuglar milli
greina. Við fylgjum stígnum, fram
hjá skógræktarstöðinni og færum
okkur nær læknum sem rennur eft-
ir miðjum dalnum. Bæði fólk og fer-
fætlingar eru á ferðinni og teyga
ferska loftið enda býður veðrið upp
á útivist. Það er glansandi bjartur
morgun, stafalogn og fyrsta vetrar-
nóttin hefur skilið eftir sig
hrím á stráum og greinum.
Innar í dalnum göngum við
fram hjá Fossvogsskóla. Þar
eru vatnaskil. Lækimir í
dalnum renna hvor í sína
áttina, annar til vesturs í
Fossvoginn, hinn til austurs
í Elliðaárnar. Við fylgjum
þeim sem fer í vestur, göng-
um yfir brú og förum um
Kópavoginn til baka fram
dalinn.
Sjáum við ekki ál!
Göngustígurinn er óreglu-
legri Kópavogsmegin.
Krakkar á hlaupahjólum
láta það samt ekki hindra
sig i að bruna fram hjá. „Það
hlýtur að vera gaman að
vera á svona hjóli,” segir
Sigurlaug og ekki er hægt
annað en taka undir það.
Kannski við fáum okkur
svoleiðis.
Snæland er gamalt kenni-
leiti í Kópavoginum. Þar var
býli. Við það eru Snæ-
landsvídeó og Snælandsskóli
kennd sem við örkum fram
hjá. Stuttu seinna förum við
yfir eina af mörgum brúm
sem liggja yfir Fossvogslæk-
inn og vippum okkur aftur
yfir í höfuðborgina. Gufa
stígur upp af Fossvogslækn-
um og hann sýnist funheitur
þar sem hann rennur milli
hrímgaðra bakka. Þegar
hendi er stungið í lækinn er
hann samt eiginlega kaldur.
Sigurlaug segir þar samt
þrífast afls konar lífverur
sem líki þetta hitastig. Og
viti menn. Sjáum við ekki ál
undir einni brúnni! Hann er
nú samt eitthvað heilsulítill
þegar að er gáð og gefur upp
öndina í okkar viðurvist.
Við reynum að afbera það og
höldum ferð okkar áfram,
komnar á sömu slóðir og við
gengum um hálftima fyrr -
fram hjá skógrækt, yfir brúna og
beina leið á Nauthól. Úti fyrir er
borð með vatnskönnu og glösum en
við erum í þörf fyrir eitthvað heitt
og súkkulaði með rjóma verður fyr-
ir valinu. Við teljum okkur trú um
að línurnar þoli það eftir svona
hressilega göngu í hálfan annan
tíma.
-Gun.
MYND GYÐA SIGGEIRSDÓTTIR
Morgunn í Fossvogsdal
Fyrsta vetrarnóttin hefur skiliö eftir sig hrím á stráum oggreinum.