Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 30
34
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
HKÍ22&BI1
85_ára________________________________
Óli Valdimarsson,
Hliöarhúsum 7, Reykjavík.
80 ára________________________________
Einar Runólfsson,
Sundabúö 1, Vopnafiröi.
Kristinn Siguröur H. Jóhannesson,
Víöinesi, Reykjavík.
75 ára________________________________
Guöný Hólmgeirsdóttir,
Garðarsbraut 51b, Húsavík.
Jensína Gísladóttlr,
Reykjavíkurvegi 16b, Hafnarfiröi.
70 ára________________________________
Ásgeir Benediktsson,
Fannafold 77, Reykjavík.
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Brekku, Geiradal, Gilsfiröi.
Kristín Baldursdóttir,
Melasíöu 4e, Akureyri.
Una Sveinsdóttir,
Njálsgötu 108, Reykjavík.
60 ára________________________________
Jóhanna Þórisdóttir,
Lautasmára 14, Kópavogi.
Lovísa Siguröardóttir,
Meðalholti 3, Reykjavík.
Vilhjálmur Agnarsson,
Furulundi 13c, Akureyri.
50 ára________________________________
Halldóra Ásdís Gestsdóttir,
Litlu-Giljá, 541 Blönduós.
Siguröur Ásgeirsson,
Dalhúsum 91, Reykjavík.
Sólveig V. Kristjánsdóttir,
Laugarásvegi 5, Reykjavík.
Þorvaldur Finnbogason,
Heiöargerði 50, Reykjavík.
40 ára________________________________
Aöalbjörn Gröndal,
Brandshúsum 4, Selfossi.
Andrea Guörún Guömundsdóttir,
Holtsgötu 16, Reykjavík.
Andrés Magnússon,
Mööruvallastræti 1, Akureyri.
Brynja Ingadóttir,
Þórsgötu 17, Reykjavík.
Guðbjörg Eyjólfsdóttir,
Staöarvör 13, Grindavík.
Hólmfríður S. Sveinsdóttir,
Kollsvlk, 451 Patreksfjöröur.
Jóhanna Bryndís Jónsdóttir,
Brúnastööum 53, Reykjavtk.
Jón Garðar Hafsteinsson,
Kvlholti 1, Hafnarfirði.
Ólafur Gíslason,
Fálkahrauni 9, Hafnarfirði.
Smári Gestsson,
Sigtúni 10, Patreksfiröi.
Sæunn Lúðvíksdóttir,
Lóurima 12, Selfossi.
Þórdís Sveinsdóttir,
Melum, Egilsstööum.
Allt til alls
►I550 5000
Bryndís Ósk Reynisdóttir og Ólafur Sig-
urösson létust af slysförum 29.10.
Páll Rósinkrans Sæmundsson vélstjóri,
Bergþórugötu 11, Reykjavík, lést
sunnud. 28.10.
Skafti Bjarg Helgason, Háholti 16,
Hafnarfirði, andaöist þriðjud. 23.10. Út-
förin hefur fariö fram.
Jónína Ástríöur Jónsdóttir, Hafnarbraut
18, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunar-
heimlinu Skjólgaröi mánud. 29.10.
Jónína Guömundsdóttir, Rauðalæk 42,
Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Land-
sþltala Hringbraut mánud. 29.10.
Unnur Ágústsdóttir Schram lést á
hjúkrunarheimilinu Skjóli 31.10.
Sigríður Björnsdóttir, Hrafnistu, áður
Einarsnesi 21, Reykjavík, lést laugard.
20.10. Útförin fór fram I kyrrþey aö ósk
■hinnar látnu.
. mHWf?HffufffHtmtt><i itti
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
DV
Fólk í frcttum
Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, var valinn Markaðsmaður
Norðurlanda fyrir árið 2001. í tilefni
þess tók hann á móti verðlauna-
skjali og verðlaunapeningi frá Mari-
anne Jelved, efnahagsmálaráðherra
Danmerkur í Börsen - kauphöllinni
í Kaupmannahöfn á mánudaginn
var. Þetta kom fram í DV-frétt á
þriðjudaginn.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá Ví 1967, vipðskiptafræði-
prófl frá HÍ1971, og MBA i rekstrar-
hagfræði frá University of North
Carolina í Chapel Hill í Bandaríkj-
unum 1973.
Sigurður var rekstrarráðgjafi hjá
Hagvangi hf. 1973-74, forstöðumað-
ur fjárreiðueildar Flugleiða hf.
1974-79, forstöðumaður hagdeildar
1979-80, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Flugleiða 1980-83, fram-
kvæmdastjóri starfsemi Flugeiða hf.
í Bandaríkjunum með aðsetur í
New York 1983-85 og hefur verið
forstjóri Flugleiða hf. frá 1985.
Sigurður sat í stjórn Lífeyrissjóðs
Flugvirkjafélags íslands 1975-83, í
stjórn Ferðaskrifstofunnar Úrvals
1977-83 og formaður 1982-83, í vara-
stjórn Arnarflugs hf. 1978-83, for-
maður fslensk-ameríska verslunar-
ráðsins 1986-89, í framkvæmda-
stjórn VSf 1987, i stjóm Þýsk-ís-
lenska verslunarráðsins frá 1995 og
formaður framkvæmdanefndar rik-
isstjórnarinnar um bætta sam-
keppnisstöðu fslands, tilnefndur af
fjármálaráöherra 1995.
Sigurður var styrkþegi Rotary
Foundation 1971, styrkþegi Amer-
ican-Scandinavian Foundation 1972,
var valinn framúrskarandi einstak-
lingur á íslandi 1985 af Junior
Chambers á íslandi, og voru veitt
Aviation Week’s 1992 Laurels
Award fyrir framúrskarandi stjóm-
un alþjóðaflugfélags. Þá hefur hann
verið sæmdur fjölda heiðursmerkja.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 25.8. 1973
Peggy Oliver Helgason, f. 17.7. 1950,
BA í kennslufræði, MA í kennslu-
og uppeldisfræði, MA í stjórnunar-
fræðum og MA i iðjuþjálfun. Hún er
dóttir William Brinkley Oliver, f.
26.5. 1896, d. 26.9. 1961, lögmanns í
Fuquay-Varina í North-Carolina í
Bandaríkjunum, og k.h., Audrey
Oliver, f. 11.11. 1918, d. 11.9. 1973,
húsmóður.
Systkini Sigurðar eru Sveinn
Gunnar, f. 28.10.1947, viðskiptafræð-
ingur hjá Landsbanka íslands;
Ágústa, f. 17.5. 1949, hjúkrunarfræð-
ingur; Jóhann Helgason f. 8.10.1951,
dr. í jarðfræði; Helgi Sæmundur
Helgason, f. 22.6. 1953, viðskipta-
fræðingur og framkvæmdastjóri Til-
raunastöðvarinnar í meinafræði að
Keldum.
Foreldar Sigurðar: Helgi Jónsson
Sveinsson, f. 7.11. 1918, d. 22.6. 1999,
fulltrúi hjá innheimtudeild LÍÚ, og
k.h., Sigríður Sigurðardóttir, f. 30.5.
1920, húsmóðir.
Ætt
Helgi var sonur Sveins, sjómanns
og verkamanns í Reykjavík, bróður
Jóns, foður Jóns Margeirs útgerðar-
manns. Sveinn var sonur Jóns, b. í
Stapakoti í Njarðvíkum, bróður
Helgu, ömmu Jóns Gíslasonar, for-
manns Ættfræðifélagsins. Jón var
sonur Einars, b. á Syðri-Brúnavöll-
um á Skeiðum Eggertssonar,
hrepppstjóra á Litlu-Fljótum í Bisk-
upstungum Einarssonar. Móðir Ein-
ars var Valgerður Halldórsdóttir,
hreppstjóra í Bræðratungu Þórðar-
sonar, pr. á Torfastöðum Halldórs-
sonar. Móðir Þórðar var Vigdís
Pálsdóttir, pr. á Torfastöðum
Presta-Högnasonar. Móðir Sveins
var Margrét, dóttir Jóns, pr. á Húsa-
felli Grímssonar og Helgu Lýðsdótt-
ur, sýslumanns Guðmundssonar.
Móðir Helga var Anna Sigríður
Guðjónsdóttir, b. í Reykjanesi í
Grímsnesi, bróður Ástríðar,
langömmu Vigdisar Finnbogadótt-
ur. Guðjón var sonur Finns, b. á
Kaldárhöfða Finnssonar og Guðrún-
ar Beinteinsdóttur. Móðir Önnu Sig-
ríðar var Jóhanna Finnsdóttir
yngra, á Hrísbrú í Mosfellssveit
Finnssonar og Guðrúnar Guð-
mundsdóttur.
Faðir Sigríðar var Sigurður, skip-
stjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík
Sigurðsson, í Garðhúsum í Reykja-
vík Bjamasonar. Móðir Sigurður
var Vilborg Sigurðardóttir, í Stein-
húsinu í Reykjavík Þórðarsonar.
Móðir Sigríðar var Ólína Ágústa
Jónsdóttir, b. á Neðra-Hálsi í Kjós
Guðmundssonar, og Sigríðar Jóns-
dóttur, á Neðra-Hálsi Sæmundsson-
ar.
Sextug ■K'T 11 — Sextugur
Sigurbjörg Björgvinsdóttir
forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi
Haukur Hannibalsson
starfsmaður Delta
Sigurbjörg Björgvins-
dóttir, forstöðumaður fé-
lagsheimilanna Gull-
smára og Gjábakka,
Digranesheiði 34, Kópa-
vogi, varð sextug í gær.
Starfsferil!
Sigurbjörg fæddist á
Stóru-Reykjum í Vestur-
Fljótum en ólst upp í Fyr-
ir-Barði. Hún lauk prófi frá Kvenna-
skólanum 1959, stúdentsprófi frá
Öldungadeild MH 1989 og nam við
félagsvísindadeild HÍ.
Sigurbjörg vann hjá Samvinnufé-
lagi Fljótamanna í Haganesvik
1959-62, í KRON við Álfhólsveg og í
landbúnaðarráðuneytinu 1963-65.
Með barnauppeldi og námi vann
hún hlutastörf í Lyfjaverslun ríkis-
ins í sautján ár, í Sjómannaskólan-
um í átta ár og víðar. Hún hefur
verið forstöðumaður félagsstarfs
aldraðra í Kópavogi frá 1993.
Sigurbjörg var formaður Freyju,
félags framsóknarkvenna í Kópa-
vogi, átti sæti í stjóm Kjördæma-
sambands framsóknarmanna á
Reykjanesi, sat í landstjórn og
miðstjórn Framsóknarflokksins, í
stjórn Landssambands framsóknar-
kvenna, í svæðisráði fatlaðra á
Reykjanesi, í nefndum
um öldrunarmál, í stjórn
Kvenréttindafélags ís-
lands, Landsstjórn ITC-
samtakanna og var blaða-
fulltrúi samtakanna.
Fjölskylda
Sigurbjörg giftist 30.1.
1965 Hauki Hannibals-
syni, f. 18.9. 1941, starfs-
manni Delta. Hann er sonur Hanni-
bals Guðmundssonar, bónda á Han-
hóli, og k.h., Þorsteinu Kristjönu
Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Sigurbjargar og Hauks:
Heiða Jóna, maki Amar Bjarni Stef-
ánsson; Hanna Þóra, maki Pétur
Ingi Arnarson; Björgvin Jónas,
maki Cinzie Fiorine; Birgir Már,
maki Harpa Rós Jónsdóttir; Sigrún
Edda, sambýlismaður Guðbjartur
Pétur Ámason.
Systkini Sigurbjargar: Erlendur
Jón bifreiðastjóri; andvana f. dreng-
ur; Sigurjóna kennari; Freysteinn
múrari; Gylfi bankastarfsmaður;
Guðjón bóndi; Þröstur Már mjólkur-
fræðingur; Guðrún Fjóla banka-
starfsmaður
Foreldrar Sigurbjargar voru
Björgvin Márusson, bóndi í Fyrir-
Barði og k.h., Sigurlína Jónsdóttir.
Haukur Hannibalsson,
starfsmaður Delta, Digra-
nesheiði 34, Kópavogi,
varð sextugur þann 18.9.
sl.
Starfsferill
Haukur fæddist í
Þernuvik í Ögurhreppi en
flutti til Bolungavíkur á
fimmta ári og ólst þar
upp. Hann lærði bifvélavirkjun hjá
Sveini Egilssyni og lauk sveinsprófi
1965.
Haukur hóf störf hjá Lyfjaverslun
íslands 1968 og hefur síðan unnið í
Borgartúni 6 við framleiðslu dreypi-
og stungulyfja en nú heitir fyrirtæk-
ið Delta.
Haukur hefur setið í stjórn Vest-
firðingafélagsins, stjórn Menningar-
sjóðs vestfirskrar æsku og í stjórn
Skógræktarfélags Kópavogs.
Fjölskylda
Haukur kvæntist 30.1.1965, Sigur-
björgu Björgvinsdóttur, f. 1.11. 1941,
forstöðumanni félagsstarfs aldraðra
í Kópavogi Hún er dóttir Björgvins
Márussonar, bónda í Fyrir-Barði og
k.h., Sigurlínu Jónsdóttur.
Börn Hauks og Sigurbjargar:
Heiða Jóna, maki Arnar
Bjarni Stefánsson; Hanna
Þóra, maki Pétur Ingi
Arnarson; Björgvin
Jónas, maki Cinzie
Fiorine; Birgir Már, maki
Harpa Rós Jónsdóttir;
Sigrún Edda, sambýlis-
maður Guðbjartur Pétur
Árnason.
Systkini Hauks: Sigur-
vin vélstjóri; Guðríður kennari;
Jón, nú látinn, kennari; Lilja hjúkr-
unarfræðingur; Hulda verslunar-
maður; Ásdis húsmóðir; Bragi
skriftvélavirki; Sigríður Halldóra
húsmóðir, Sigrún verslunarmaður;
Margrét bóndi; Fjóla húsmóðir; Jó-
hann bóndi; Rebekka skrifstofumað-
ur; Þorsteinn forstjóri.
Foreldrar Hauks: Hannibal Guð-
mundsson, bóndi á Hanhóli sem er
látinn fyrir allmörgum árum, og
k.h., Þorsteina Kristjana Jónsdóttir
húsfreyja.
Hannibal var sonur Guðmundar
Steinssonar, sjómanns í Bolungar-
vík, og Guðriðar Hannibalsdóttur.
Þorsteina Kristjana var dóttir
Jóns Jónassonar, b. á Birnustöðum
í Ögurhreppi, og Guðmundínu Her-
mannsdóttur.
EBaflBmw
Pétur J. Thorsteinsson
Pétur J. Thorsteinsson sendiherra fædd-
ist í Viðey 7. nóvember 1917. Hann var
sonur Eggerts Briem, búfræðings og óð-
alsbónda í Viðey, og k.h., Katrínar, syst-
ur Muggs myndlistarmanns. Katrín var
dóttir Péturs Thorsteinssonar, stórút-
gerðarmanns á Bíldudal og í Kaup-
mannahöfn.
Pétur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1937,
prófi í viöskiptafræðum frá HÍ1941 og
embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1944.
Pétur var starfsmaður utanríkisþjón-
ustu íslands frá 1944. Hann var sendi-
herra íslands í fjölda ríkja og oft í mörgum
ríkjum samtímis, lengst af með aðsetur í
Moskvu, París og loks Washington. Auk þess
var hann fastafulltrúi Islands hjá Nato,
OECD og EBE. Þá var hann ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu 1969-76.
Pétur átti farsælan feril í utanríkis-
ráðuneytinu enda traustur embættis-
maður, afar vel látinn og ætíð tilbúinn
að leysa hvers manns vanda. Hann var
í forsetaframboði 1980, ásamt Albert
Guðmundssyni, Guðlaugi Þorvalds-
syni og Vigdísi Finnbogadóttur.
Pétur kvæntist Oddnýju Elísabetu
Stefánsson, BBA i viðskiptafræði og
húsmóður og eignuðust þau þrjá syni,
Pétur Gunnar, Björgólf og Eirík.
Pétur lést 12. apríl 1995.
Sigrún Þormóðs, Grandavegi 47,
Reykjavík, er látin. Jarðarförin fer fram
frá Fossvogskapellu föstud. 2.11. kl.
13.30.
Friðgeir Örn Hrólfsson, Seljalandsvegi
24, ísafirði, verður jarösunginn frá
Isafjarðarkirkju laugard. 3.11. kl. 14.
Helena G. Zoéga, Hæöargaröi 20,
Reykjavík, veröur jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstud. 2.11. kl. 13.30.
Finnbogi Sigurbjörnsson, sem andaðist
laugard. 27.10., verður jarösunginn frá
Fossvogskapellu föstud. 2.11. kl. 15.