Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Side 31
35 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera faM k.d. Lang fertug Kanadíska söngkon- an k.d. Lang á stóraf- mæli í dag. Lang, sem er mikil mannréttinda- kona og talsmaður samkynhneigðra, hefur einnig leikið í kvik- myndum, meðal ann- ars Eye of the Beholder. Lang hafði verið vel þekkt söngkona í Kanada og Bandaríkjunum þegar hún gaf út fjórðu plötu sína, Ingenue, en sú plata seldist í mörgum milljónum eintaka og gerði hana heimsfræga. Þess má geta að k.d. Lang er frá Winnipeg og vilja sumir halda því fram að hún sé af íslenskum ættum. Tvíburarnir (2 Jr1' : um á framfc r1 Gildlr fyrir laugardaginn 3. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: I Þú þarft að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun. Gefðu þér tima fyrir þáð sem þú hefur áhuga á. Happatölur þínar eru 1,12 og 15. FiskarniK19. febr.-20, mars): Þú ert óvanalega Isnöggur upp á lagið. Það er ekki liklegt til þess að afla þér vinsælda í vinahópi eða í samstarfi. Hrúturlnn (21. mars-19. aoríl): I Þú verður beðinn um i að láta skoðun þina í ljós. Þetta snýst um ^ eitthvað innan heimil- isins. Hætta er á stormasömu timabih í ástarsamböndum. Nautið (?0. anril-20. maíl: Miklar framfarir og breytingar verða á hfi þínu. Þú ferð í ferða- lag sem heppnast ein- stakíega vel. Happatölur þínar eru 9,17 og 19. Tvíburarnir m.. maí-21. iúní): Hugur þinn er mjög ’frjór um þessar mund- ir. Þér gengur vel að koma skoðunum þin- um á framfæri og á þig er virki- lega hlustað. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: Það verða einhver I vandræði fyrri hluta dags vegna loforðs sem kT X þér var gefið. Síðari hlutinn veröur mim betri að öllu leyti. Llónlð (23. iúli- 22. áeústl: . Mikið verður um að vera hjá einhverjum þér nákomnum. Þú hjálpar mest til með því að sýna þolinmæði og æsa þig ekki upp í öllum látunum. IVIevÍan (23. ágúst-22. sept.l: Það er ekki hægt að tala um að stórslys .verði í dag en röð óhappa einkennir dag- inn í dag. Reyndu að forðast öll yandræði. Vogin (23. _sept.-23. okt.l: Þér hentar mun betur að vinna einn en með öðrum í dag. Hætt er við að ef þú reynir að gefa einhverjum ráð í dag taki hann það óstinnt upp. Sporðdrekl (24. okt.-21. nnv.l Þú ert einum of auð- trúa og hefur tilhneig- jingu til að treysta ' * þeim sem eru ekki traustsins verðir. Happatölur þínar eru 4,13 og 29. Bogmaðurinn (22. nóv.-2.i. des.): s* ’-----.Þú ert óþarflega við- rkvæmur fyrir gagn- rýni sem þú verður fyrir. Þú ættir að reyna að slaka pinuhtið á. Peningamálin standa vel. Steingeitin (22. des.-19.' ian,): . Þú ert ekki sérlega þohnmóður við þá sem rr Jr\ þér leiðast og óhkur sjálfum þér að ýmsu leyti. Þú færð sérstaka ánægju út úr vinnunni. Vogin (23. se ý gefa einhvi Ný reiðskemma í Siglufirði: Billy sér eftir Bósa ljósári Grínleikarinn Billy Crystal sér ekki eftir mörgu sem hann hefur gert eða ekki gert um dagana. Eitt er það sem veldur honum nokkru hugarangri, nefnilega að hafa hafn- að að tala fyrir teiknimyndahetjuna Bósa ljósár í víðfrægum myndum um geimlögguna og Vidda kúreka, vin hans. „Mér er illa við að talað sé um þetta. Þetta er það eina sem ég sé eftir að hafa látið mér úr greipum ganga,“ segir leikarinn ástsæli og skemmtilegi, að sumum finnst. Tamning innan- húss möguleg Félagar í hestamannafélaginu Glæsi í Siglufirði fögnuðu merkum áfanga í sögu félagsins fyrsta vetrar- dag þegar tekin var formlega i notk- un ný reiðskemma. Húsið er byggt úr stálgrind, um 300 fm að stærð og áfast félagsheimili hestamanna. Bygging þess hófs um miðjan ágúst, jafnframt var útbúið gerði utan við húsið, 16x30 m að stærð. Hreinn Júlíusson, formaður hestamannafélagsins, sagði þegar hann gerði grein fyrir byggingunni aö tilkoma hennar gerbreytti að- stöðu hestamanna yfir veturinn því nú væri mögulegt að vera við tamn- ingar innanhúss, en fannfergi og veðurlag hefur oft gert hestamönn- um örðugt um vik á vetrum. Þá mun reiðskemman einnig gerbreyta aðstöðu varðandi unglingastarf hjá félaginu. Að sögn Hreins var bygg- ingin að langmestu leyti reist í sjálf- boðavirinu, auk hestamanna komu vinir og kunningjar og lögðu hönd á plóginn þannig að sáralítið þurfti að greiða í vinnulaun, aðallega fyrir teikningar. Þá lánaði Þormóður rammi hf. tæki á meðan á bygging- unni stóð, einnig aðstoðaði bæjarfé- lagið hestamenn meðan á fram- kvæmdinni stóð. Enn fremur var DV-MYND ÖRN Byggingarnefnd reiðskemmunnar Taliö frá vinstri: Haraldur Marteinsson formaður, Gunnar Guömundsson og Símon Helgi Símonarson. Jón Dýrfjörð járnsmíðameistari afar hjálplegur félaginu, auk þess að selja stálgrindina í húsið á afar sanngjörnu verði. Um eitt hundrað manns fögnuðu þessum áfanga með hestamönnum og þáðu höfðinglegar veitingar sem konur hestamanna sáu um. -ÖÞ Enginn vill kaupa stefnumót við Liz REUTER-MYND Leikarar dásama heimiliserjur Leikararnir Vince Vaughn, Teri Polo og John Travolta stilla sér upp fyrir Ijósmyndarana á frumsýningu kvikmyndarinnar Heimiliserja í Hollywood. Myndin segir frá föður nokkrum sem reynir aö vernda son sinn fyrir grimmum stjúpfööur. Almennar sýningar hefjast síöar í vikunni. Nú er af sem áður var. Breska fyrirsætan og leikkonan Liz Hurley, sem einu sinni var með eftirsótt- ustu stúlkum þessa heims, verður víst að sætta sig við að vinsældirn- ar hafa dalað. Reyndar svo mikið að skoska viskífyrirtækið Chivas Regal hefur hana ekki lengur með í uppboði sem það efnir til á stefnu- mótum við fræga fólkið. Fólk er tilbúið að greiða háar fjár- hæðir fyrir að snæða með kyn- bombunni Charlize Theron eða fara á frumsýningu með John Travolta. Enginn sýnir Liz hins vegar áhuga. „Við fengum því miður ekkert boð í þetta núrner," staðfestir tals- maður viskífyrirtækisins. Annars spá menn mikið i það hvort Liz sé nokkuð ólétt. Maginn á henni þykir víst óvenju framsettur en sjálf harðneitar fyrirsætan að segja nokkuð til um hvort hún geng- Ozzy gamli beint í 1. sætið Ozzy Osbourne er ekki dauður úr öllum æðum þótt oröinn sé 53 ára og búinn að syngja og rokka og djöflast í meira en þrjátíu ár. Það sýndi sig best á dögunum þegar nýja sólóplat- an hans fór rakleiðis i fyrsta sætið á sænska vinsældalistanum. „Ótrúlegt. Ég get ekki þakkað sænskum aðdáendum mínum nóg- samlega," segir gamli rokkarinn í viðtali við sænska blaðið Afton- bladet. Þar segir hann að velgengni plöt- unnar megi meðal annars skýra með þvi að það hafi verið svo gam- an að vinna hana. REUTER-MYND Liz Hurley Gamla kærastan hans Hughs Grants á ekki sjö dagana saela um þessar mundir, pað er ef hún lætur sig vinsældir sínar einhverju skipta. ur með barn undir belti. Hermt er að hún sé gengin þrjá mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.