Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Side 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Borgaryfirvöld leita nýrra leiða: Vilja banna súlustaði - í gegnum endurskoðað aðalskipulag Borgaryfirvöld eru nú með til at- hugunar að setja almenna reglu í aðalskipulag borgarinn- ar þess efnis að starf- ræksla svonefndra súlustaða sé óheimil í Reykjavík, nema að hún sé sérstaklega leyfð í deiliskipu- lagi. Endurskoðun aðalskipulags stendur nú fyrir dyrum og hafa lögfræðingar þessa breyt- ingu til skoðun- ar. Hún yrði gerð í samráði við Skipu- lagsstofnun ríkis- ins. Þá er fyrirhug- að að kanna rétt- arstöðu þeirra staða sem þegar eru starfræktir í borginni „Sú aðferð sem við höf- um notað er sú að í hvert skipti sem gert er deiliskipulag fyr- ir tiltekinn reit í borginni þá er tekið fram að þessi starfsemi sé ekki heimiluð," sagði Árni Þór Sig- urðsson, formaður skipulagsnefnd- ar borgarinnar, við DV í morgun. „Þetta er gríðarlega þungt i vöfum, vegna þess að það eru hundruð deiliskipulagsreita í borginni og allur sá ferill er mjög seinunninn. Nú erum við að láta athuga að láta setja inn í aðalskipulag við endur- skoðunina reglu um að þessi starf- semi sé óheimil í Reykjavík í gegn- um aðalskipulagið, nema að hún sé sérstaklega leyfð í deiliskipulagi." Árni Þór sagði að yrði þessi leið farin og borgaryfirvöld hygðust heimila súlustað í tilteknu hverfi yrði sú tillaga auglýst og íbúar við- komandi hverfis gætu sent inn at- hugasemdir. „Þessi breyting myndi koma í veg fyrir nýja staði,“ sagði Árni Þór. „Ég vil þessa staði burt úr borginni, ég dreg enga dul á það.“ -JSS Borgarleikhús styrkir baráttuna dv-mynd brink Borgarleikhúsiö bauö sjúkraliöum í verkfallsaögeröum nýveriö á leiksýningu á sérstökum kjörum. „Viö geröum þeim tilboö til aö styrkja þeirra baráttu, “ sagöi Guðjón Pedersen leikhússtjóri í samtali viö DV í morgun. Vissulega orkaöi slíkt tvímælis þegar stofnun sem styrkt er af almannafé tæki afstöðu meö ákveðnum hópum. Hann sagöi þetta þó ekki neina fastmótaða stefnu þannig aö aörir hópar i verkfalli gætu ekki gengiö aö slíkum tilboöum sem vísum. Obreytt verðlag Landsbankinn - Landsbréf spáir , jk, óbreyttri vísitölu neysluverðs milli október og nóvember. Gangi spáin eft- ir verður vísitala neysluverðs miðað við verðlag 1 nóvemberbyrjun óbreytt eða 217,7 stig og mun vísitalan þá hafa hækkað um 7,7% síðustu 12 mánuði. Helstu þættirnir sem hafa áhrif á spá um vísitöluna eru lækkun bensíns um 4 krónur og rúm 3% hækkun tóbaks. Landsbankinn - Landsbréf heldur sig við fyrri spá sína um 8,2% verð- bólgu innan ársins og 6,5% miEi ára. „Bíða verður niðurstöðu úr desem- ber- og janúarmælingu þar til að fullu liggur fyrir hver verðbólgan verður á þessu ári. í fyrra voru niðurstöður þessara mælinga lágar og var þar helst að þakka rúmri 6% lækkun á bensíni," segir í greinargerð með verðbólguspánni. -BG Gilding rifar segl Fjárfestingarfélagið Gilding mun minnka umsvif sín og hafa stjórnend- ur félagsins m.a. ákveðið að draga úr rekstrarkostnaði með fækkun starfs- manna úr 11 í 6. Þórður Magnússon, stjórnarfor- maður Gildingar, segir að verið sé að bregðast við gjörbreyttu rekstrarum- hverfi og miklu gengistapi. Heimir Haraldsson framkvæmdastjóri lætur af störfum og tekur Þórður við hans stöðu. Hins vegar liggur ekki fyrir hvað Heimir tekur sér fyrir hendur. Yfir 80% eigna Gildingar í óskráð- í-Áum félögum eru í ölgerð Egils Skalla- grímssonar og Securitas. Stærstu skráðu eignirnar eru í Pharmaco, Baugi, össuri og Marel. -HKr. HVA0 VERÐUR UM ÖNDVEGISSÚLURNAR? Ráöherra hugar að einkavæðingu í flugumferðarmálum: Breytt rekstrarform en ekki einkavæðingu - segir formaður flugumferðarstjóra. Órar, segir Össur „Okkur er ljóst að það er löngu tímabært að gera breytingar á þessu rekstrarformi. Það verður að aðskilja flugumferðarstjórn- ina frá eftirlitsaðil- anum,“ segir Loftur Jóhannsson, for- maður Félags flug- umferðarstjóra, vegna þeirrar yfirlýsingar Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra í DV-yfirheyrslu í dag að verið sé að skoða mögulega einkavæðingu i flug- umferðarmálum. Loftur varar við að gripið sé til grjótharðrar einkavæð- ingar enda sé það ekki hægt þar sem ekki sé um neina samkeppni að ræða. „í þessari grein verður aldrei nein samkeppni eins og hjá Símanum þar sem margir geta veitt sömu þjónustu á sama svæði. Við viljum hlíta og fylgja leiðbeiningum Alþjóðaflugmála- stjórnarinnar í þessum efnum. Þeir vilja ekki að einkavætt sé í þeim skilningi sem einkavæðing venjulega þýðir. Þeir vilja að flugumferðar- stjórnin verði áfram á ábyrgð ríkisins svo sem Chicago-sáttmálinn kveður á um. Þeir vilja að búin sé til sérstök stofnun sem heitið gæti t.d Flugum- ferðarþjónusta íslands. Þar væri um að ræða sjálfstæða stofnun sem aflaði sér eigin tekna og ráðstafaði þeim að vild. Stofnunin yrði áfram á ábyrgð og i eigu ríkisins," segir Loftur. Hann segir Alþjóðaflugmálastofn- unina hafa haft áhyggjur af þeirri þró- un sem átt hefur sér stað víða í einka- væðingarmálum. Sérstakar áhyggjur hafi stofnunin af Bretlandi þar sem flugumferðarstjórnin hafi verið einka- vædd í sumar. Þaðan hafi heyrst af ýmsum vanköntum. Loftur setur spurningarmerki við einkavæðingu flugvalla. „Ég veit ekki hvort nokkur maður hefur áhuga á að kaupa flugvelli. Hver á að kaupa flugvöllinn í Stykkis- hólmi eða á Hólmavík?" segir Loftur og bendir á að ráðherrann hafi reynd- ar verið að dreifa flugvöllunum á stofnanir sína. Þannig eigi Vegagerð- in núna flugvöllinn á Húsavík. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir að það séu „hreinir órar að ætla að einkavæða loftið yfir landinu". „Hér er einnig um að ræða mikil- væga flugöryggisþætti sem ráðherr- ann virðist tala um í hálfkæringi. Hvernig í ósköpunum ætla menn að einkavæða þá þætti. Þá er það einfald- lega grundvallaratriði sem jafnvel Sjálfstæðisflokknum er ljóst að einka- væðing þar sem samkeppni ríkir ekki leiðir tU einokunar og verðspreng- inga. Ég spyr líka hver ætti að kaupa og halda úti smáflugvöEum úti um land. Þetta er svo sérkennEegt tal hjá ráðherranum að halda mætti að Sturla væri ekki lentur eftir síðasta flugtúr með Flugmálastjómarvél- inni,“ segir Össur. Sjá nánar DV-yfirheyrslu á bls. 6 -rt Sveitarstjórinn í Hrísey: Fullur stuðningur meirihluta Meirihluti hreppsnefndar Hríseyj- arhrepps lýsti á fundi sínum í gær- kvöldi yfir fyUsta stuðningi við Pétur BoUa Jóhannesson sveitarstjóra. í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að standi Þorgeir Jónsson slökkvEiðsstjóri við kæru á hendur Pétri vegna framgöngu hans á bruna- stað um sl. helgi sé samstarfsgrund- völlur miEi þeirra brostinn, en Þor- geir situr i minnihluta hreppsnefndar og er verkstjóri áhaldahúss hrepps- ins. Fundur hreppsnefndarinnar í gær- kvöldi tók tíu mínútur. Pétur BoEi sveitarstjóri lagði fram bókun þar DV-MYND SBS Frá hreppsnefndarfundi Meirihlutinn styöur sveitarstjórann - og slökkviliösstjórinn skammaöur. sem hann segir ásakanir slökkviliðs- stjórans á hendur sér vera tEhæfu- lausar og til þess fallnar að koma óorði á sig og sína persónu. 1 bókun sveitarstjórans - og einnig meirihlut- ans - er Þorgeir gagnrýndur fyrir að hafa rætt málið við fjölmiðla, þar sem það hafi verið „blásið út“. Friðsælt samfélag hafi veriö sett „í uppnám í persónulegum og pólitískum til- gangi“, eins og sveitarstjóri segir í bókun sinni. Á fundinum sagði Kristinn Áma- son, oddviti minnihlutans í Hrísey, að Þorgeir væri tilbúinn að faEa frá kæru sinni ef sveitarstjórinn bæðist afsökunar. Jafnframt sagðist Kristinn hafa nefnt þann möguleika að Þorgeir viki úr sveitarstjórn ef það mætti verða til að lægja öldurna. -sbs Tónlistarkennarar: Óánægja með fréttabann „Staðan er mjög óljós. Maður heyr- ir aEs konar sögur,“ sagði Helgi Þ. Sigurðsson, skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akureyri, i samtali við DV. Nýr fundur hefur verið boðaður miEi Félags tónlistarkennara, FÍH og launanefndar sveitarfélaga í dag en í gær stóð fundur yfir í háEa áttundu klukkustund. Ríkissáttasemjari sendi í gærkvöld frá sér frétt þar sem segir að kröfur tónlistarkennara megi meta til rúmlega 70% hækkunar á launum en á móti komi frádráttur frá auka- greiðslum sem þó hafi enn ekki verið metnar. Tilefni tilkynningarinnar var fréttaflutningur af umræðum borgar- stjórnar Reykjavíkur um málið í gær. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, sagðist í morgun ekkert geta tjáð sig um stöðuna en verkfaEið hefur nú staðið yfir í 11 daga. Fréttabann ríkir af samninga- umleitunum en tónlistarkennarar munu samkvæmt heimEdum DV ekki aEs kostar sáttir við þá stöðu og er hugsanlegt að þeir muni óska eftir af- námi fréttabannsins ef fundurinn í dag skilar ekki árangri. -BÞ Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.