Alþýðublaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 5
Alþýðiublaðilð 22. marz 1969 5 PER AASEN RÆÐIR VIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA SUÐUR-KÓREU. 011 dulbúin æðisríki hafa lýðræð' Eg hef fengið viðtal við forsætis- ráðherra Suður-Kóreu Il-Kwon Chung. Ég undirbjó fjölmargar spurningar, því að það -er mikið að gerast í Suður-Kóreu, og ég hafði líka ákveðið að segja nokkur orð til styrktar vinum mínum, jafn- aðarmönnunum í þessu landi, en þeir skynja ekki að' þeir lifi í einni af útvarðarstöðunum „hins frjálsa heims“ í Asíu. Það var tekið vel á móti mér. Eg var varla setztur þegar forsætis- ráðherrann hóf mikla ræðu um það hve þakklátir og hrærðir allir Suður-Kóreubúar væru vegna þeirr- ar aðstoðar, sem Norðurlönd hefðu veitt á styrjaldarárunum og vegna norræna sjúkrahússins, sem nú væri þezt útbúna sjúkrahús landsins. Hann hefði sjálfur verið viðstaddur athöfnina þegar sjúkrahúsið var fprmlega afhent Kóreumönnum til reksturs fyrir fáeinum vikurn. 7 VeSurfarl$ norræpt Hann sagði mér síðan að sem sendiherra lands síns í París hefði hann haft tækifæri til að ferðast mikið um Evrópu, en því miður hefði hann aldrei komið til Noregs. Hann harmaði það af því að hon- um hefði verið sagt að norskt lands- lag minnti í mörgu á Kóreu. Já, og veðurfarið líka, — og því gat ég ekki annað en samsinnt, því að úti var 12 stiga frost. Síðan tjáði hann mér að Noregur og Kórea hefðu sameiginlegar hug- sjómr. 'Bæði löndin væru hliujri hins frjálsa heims og virtu lýðræði og grundvallarmannaréttindi. Hann bað mig að lesa stjórnarskrá Suður- Kóreu vandlega og fullvissaði mig uni að ríkisstjórn hans hvíldi á. lýðræðislegum grunni. Og þannig hélt viðtalið áfram, þar til mér var gefið merki um að áheyrninni væri lokið. V LýS&ræ^*©^: stiórnarskrá Stjórnarskrá Suður-Kóreu hef ég að vísu ekki lesið, en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að hún sé mjög lýðræðisleg. Bæði Thailand og Suður-Vietnam og eiginlcga öll dúlbúín einræðisríki; sem ég kann skil á, hafa allt að því fullkomnar stjómarskrár. En í þessum löndum skortir að lýðræðið sé framkvæmt.’ Og þar er Suður-Kórea engin und- antekning. I Suður-Kóreu ríkja herforingjar, jafnvel þótt þeim hafi dottið það snjallræði í hug að fara úr ein- kennisbúningnum og láta „kjósa“ sig sem leiðtoga landsins. „Kosn- ingar“ í landi þar sem herinn fer með stjórnina eru engri áhættu bundnar. Herlið getur verið harla árangursríkt kosningalið. SmáÞorp í Kóreu aö vetrarlagi. Fjögyrra stjarna fierforingi Forstæisráðherrann snyrtilegi, sem ég var að tala við, var líka fjögurra stjarna herforingi áður en hann fór i jakkafötin. Sá sem fer raunveru- lega með völdin var ekki nema þriggja stjarna hershöfðingi, en það er Park Chug Hee forseti. Il-Kwon Chung nýtur hins vegar Bandaríkj- anna sem bakhjalls, og það er ástæða þess að hann hefur lifað af allar þær rnörgu breytingar á rikis- stjój niiini, sem forsetinn hefur fram- kvæmt síðari ár til þess að treysta sig í sessi. Vandi Parks nú er sá,.' að stjórn- arskráin leyfir ekki að' hann verði endurkjörinn sem forseti þegar kjör- tímabil hans rennur út 1971. Þess vegna sá hann til þess við síðustu þingkosningar að stjórnarflokkur- inn fékk það mikinn meiri hluta að hann ræður yfir þeim tveimur þriðju hlutum atkvæða sem þarf til þess að breyta stjórnarskránni. Þar fer hann að dæmi Singmans Rees, og niargir eru raunar þeirrar skoðunar að hann muni líka að síðustu hljóta sömu örlög og Sing- man Ree, þótt hann sé voldugur nú. I Stðdentar an.d;syýiilr Park forseti hefur eiínu sinni fen'gið stúdenta landsins upp á Pak, forseti S. Kóreu. móti sér, en þeir áttu mestan þátt í uppreisninni gegn þjóðhetjunni Singman Ree, þegar hann var orð- inn gjörra’ðisfullur einvaldsherra. Park sýndi þá að hann hikaði ekki við að beita aðferðum, sem Sing- man Ree veigraði sér við að gripa til. Menn hafa ekki í Kóreu nokk- urn tímann orðið vitni að jafn ruddalegri og grimmdarlegri beit- ingtt hervalds og lögreglu iog £ þetta skiptið. Stúdentarnir. eru enn að sleikja sárin eftir þann atburð, en þeir sem til þekkja, segja, að það sé mikil ólga með Park í hans eigin flokkí. Flokksförmaðurinn lét til að mynda af störfum í mótmælaskyni, og þar - er ekki um neitt smámenni að ræða. Hann er mágur Pai'ks og var áður yfirmaður leyniþjónustu S.- Kóreu. Þegar hann hætti flutti hann biturlega ræðu þar sem hann skýrði frá því, hvernig honum hefði smám saman verið ýtt til hliðar um leið og forsctinn hefðl dregið meira og meira vald til sín. Hann sagðist vera hættut öll- um stjórnmá.laafskiptum fyrir fullt og allt, en því trúir enginn seirí þekkir manninn. Og í flokknum v eru margir óánægðir, sem líta á hann sém leiðtoga sinn. Og ef stjórnarflokkurinn byrjar á annað borð að liðast í sundur, liður ekki á löngu þar til rikis- Framhald al síðu 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.