Alþýðublaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 7
r Alþýðublaðilð 22. marz 1969 7 Bætt meðferð sjávarafla skapar milljóna verðmæti Einar Sigurðsson, sem hlotið hef- ir heiðursnafnið „Einar ríki“ og Stórmeistarinn Þorbergur Þórðar- son mun með ritum sínum um ævi Einars gera langlífan í landinu, rit- ar oft eftirtektarverðar greinar x Morgunblaðið sem hann nefnir úr verinu. Er margt athyglisvert í grein; um þessum, þar sem Einar er frjór í hugsun um allt það, sem að sjávar- útvegi lítur og stórhuga og sér margt, sem til stórbóta má verða og íslenzku atvinnulífi til eflingar, sem aðrir sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og nú síðast segir hann í ein- um pistli sínum að útlit sé fyrir að verksmiðjurnar, sem byggðar voru á S.V.-landi, muni væntanlega skila hálfum milljarði ísl. króna í gjald- evri fyrir loðnuna í vetur. Margir hafa látið samt þau orð falla, að alltof mikið hafi verið byggt hér af þessurn framleiðslutækjum. En hvað segia hinir sömu menn nú? Og ekki er mér grunlaust um, að ef hið stórskaðlega verkfall í jan. og febr. s.l. hefði ekki verið, hefðu stóru síldarbátarnir sótt loðnuna í haf út fyrir austani, þegar Arni Friðriks- son f-ann loðnuna í jan. útaf Aust- ’ íjörðum og gefið Austfirðingum ' mikla vinnu við vinnslu hennar í sínum verksmiðjuin þar eystra og skapað þannig enn þá xneira gjald- eyri fyrir loðnuafurðir en ella. þ PLASTKASSAR I Oðru atriði í nefndri grein Ein- ars Sigurðssonar vil ég vekja athygli ;í og er það fregnin um að brezkir togarar komi nú við í Noregi ,og taki um borð plastkassa til að ísa fisk í og einnig upplýsir hann að brezkir togarar séu farnir að x'sa afla sinn i kössum og gefi það góða raun. Fyrir allmörgum árum fékk ég \ kunnan togaraskipstjóra hér í Hafjx- arfirði til að taka um borð í skip sitt — mig minnir ca 30 trékassa — og láta ísa í þá fisk og gera þar með tilraun hvort ekki fengist hærra verð fyrir kassafisk, en annan fisk, sem Iagður væri í ís eftir gamla laginu, en togari þessi átti að selja fisk sinn erlendis. Síðar meir þegar sölureikningarnir komu fékk ég að yfirfara.' þá og kom þá í ljós að verðið fyrir fiskinn, sem kassaður var, var 30—35% hærra en fyrir annan velmeðfarinn fisk úr sömu veiðiferð. Skrifaði ég þá grein hér í þetta blað og benti á að nauð- synlegt væri að hjálpa ísl. útvegi lil að eignast nægar birgðir af köss- um, svo hægt væri að kassa hluta af aflanum hvort sem selja ætti á erlenduin markaði eða vinna hann ■hér heima. Stakk ég uppá í greini þessari að Fiskveiðasjóður eða Fiski- málasjóður lánuðu fé til þessa. En árangur þessarar uppástungu minn- ar varð enginn. I ÞARFNAST NÝRRA TIL RAUNA Kunnur aflamaður, sem veiddi síld í Norðursjó s.I. sumar og seldi afla sinn í Þýzkalandi, kassaði nokk urt magn af afla skipsins og sagði hann mér að kassaða síldin hefði jafnan selzt fyrir. 25—32% hærra verð, en önnur ísuð síld í skipinu. Fyrir 10—12 árum var ég staddur úti í Hamborg og dvaldi þar í nokkra daga. Kom þá rnorgun einn forstjóri þýzks firma, sém ég hafði nokkur viðskipti við, uppá hótel til mín. Sagðist hann vera að koma neðan af fiskmarkaði og hefði ísl. togari verið að landa síld, sem veidd var við ísland og hefði salan verið góð hjá hinu íslenzka skipi, en bætti við að ef nú ísl. togarinn hefði verið með síldina ísaða í kössutn, myndi söluverðið hafa orðið miklu / hærra. Ég hefi ávallt verið sann- færður um að það væri mikill á- vinningur fyrir ísl. sjávarútveg og gjaldeyrisöflunina, að leggja fisk- inn í kassa, hvort sem vinna ætti hér heima eða selja á erlendum markaði og er þetta í rauninni eng- inn leyndardómur, heldur blákald- ur veruleiki, sem ekki þarfnast neinna tilrauna, eins og stungið var uppá á einhverjum fundi s.l. haust, þar sem fram kom tillaga um að fara nú að gera tilraunir með að kassa aflann. ) STOFNLÁN TIL KASSA KAUPA Hér eru til verksmiðjur, sem framleiða plastvörur. Væri nú ekki rétt að hefja framleiðslu á plastfiski- kössum handa útvegsinöninum svo að- fiskiskipin gætu komið með „príma" fisk að landi. Væri betur komið að framleiða slíka vöru, en luxusplastbáta, sem eitthvað mun hafa verið gert að. Plast kassar eru dýrir, og útilok- að að útvegsmenn gætu keypt mikl- ar birgðir af slíku, en þá kem ég að hinu, að stofnlánasjóðir ættu að lána þeim fé til kaupa á þessum ágætu umbúðum, þar sem þetta fé myndi fljótlega -skila sér heirn aftur í þjóðarbúið. I raun og veru ætti fiskimatið að koma þeirri reglu á að sem allra mest af aflanum væri kassalagður, hvort svo sem skipin væru lengur eða skemur úti. T.d. bátar, sem koma að landi daglega myndu koma með mikið betri vöru, ef aflinn væri strax lagður í kassa, þá þyrfti enga stingi við löndun, ekkert hnjask á fiskinum, kassarnir hífðir uppá bíl og þeim ekið á vinnslustað og teknir af bílunum og koinið fvrir í fiskgeymsluirni, þar sem fiskurinn væri unninn daginn eftir. Þá myndi hann verða laus við alla blóðbletti í fiskinum lítill úrskurð- ur, þar sem fiskurinn losnaði við allt óþarfakast, sein ávalt skemmir jafnvel lxina bestu vöru. Nú er fisk- inum kastað uppi' löndunarkassa, sturtað úr þeim á bílinn, bíllinn sturt Framhald á bls. 6. 1 1 I I 1 I I i R LAUS STAÐA Staða ritara á skrifstofu iverksmiðjunnar á Akranesi er laus til umsóknar. Hraðriltun á ensku og góð vélritun'arkunn- átta nauðsynleg. Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf send- ist fyrir 10. apríl n. k. Sementsverksmiðja ríkisins, Akranesi B 1 I Fjórðungsglíma Suðurlands 1969 verður háð í Félagsheimilinu Hvoli sunnu- daginn 13. apríl n. k. kl. 3 e. h ÞátttÖkutilkynnilngar berist fyrir 5. apríl til Sigurðar Ingknundarsonar, Smáratúni 19, Selfossi, sími 1374. Glímunefnd H. S. K. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.