Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 4
s Sumir alþingismenn geta verið alveg óborganlegir. Þó Alþingi sé í eðli sínu leiðin- leg stofnun og þeir sem vinna þar oftast súr- ir og fúlir leynast ætíð nokkrir gullmolar inni á milli. Guðni Agústsson er dæmi um slíkan mann. Landbúnaðarráðherrann er frægur fyr- ir að kyssa kýr og róma sauðkindina og þannig maður á kredit skilið. Aðrir „snilling- ar“ eru til að mynda Guðjón A. Kristjánsson sem enginn skilur af hverju er á þingi, Gunnar Birgisson sem segja má að tali með báðum hringvöðvunum, Kolbrún Halldórs- dóttir sem mótmælir klámi en hefur sjálf set- ið fyrir nakin, Kristinn H. Gunnarsson sem skilur ekki af hverju enginn þolir hann, Lúð- vík Bergvinsson, sem er glaumgosi þingsins, og auðvitað Sverrir Hermannsson sem gæti hafa tjillað með Guðbrandi Þorlákssyni. Það er ferðarinnar virði að henda sér á þingpalla. Afram Alþingi! Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn síðastliðið sunnudagskvöld. Islenskir sjónvarpsáhorfendur biðu spenntir heima í stofú eftir niðurstöðunum og má fúllyrða að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fyrir það fyrsta má setja stór spurningarmerki við margar af tilnefningunum. Þetta ár var að vísu ömurlegt bíóár en fyrr má nú vera. Hér verðurekki farið í að rekja allar tilnefningarn- ar, það nægir einfaldlega að taka undir gagn- rýni Páls Baldvins Baldvinssonar, en þátt- urinn 20. öldin var ekki tilnefndur til neinna verðlauna sem slíkur. Framkvæmd verð- launaafhendingarinnar var slök, sviðið var ljótt og það var einhver amatör-bragur á þessu öllu saman. Ekki var boðið upp á nein skemmtiatriði sem er hallærislegt, allavega í ljósi þess að hátíðin er með öllu skipulögð að erlendri fyrirmynd. Það segir líklega alla sög- una að eftirminnilegasta atvikið var þegar Ómar Ragnarsson braut verðlaunastyttuna. Þessi hátíð verður ekki lengi í manna minn- um. Dj. Danni þeytir plötur með framsækinni house-tónlist helgi eftir helgi á Akureyri. Þrátt fyrir misjafnar undirtektir lifir hann enn í voninni um að Akureyringar fari loks að fatta dj-menninguna og hætti að biðja um óskalög með Abba og Björgvini Hall. „fikureyringar eru fastir í fortíðinni'' „Það er engin virð- ing borin fyrir því sem maður er að gera, ekki snefill. Akureyringar eru hreinlega fastir í for- tíðinni, þeir eru ekki búnir að fatta dj- menninguna og vilja helst bara fara á böll með hljóm- sveitum." Þetta segir hinn 22 ára gamli Dj. Danni, eða Dan- íel Gunnarsson eins og hann heitir fullu nafhi, og ekki er laust við að nokkur beiskja sé í rödd- inni. Danni hefur verið að plötusnúðast sfðan í grunnskóla en síðustu sex árin af fullri alvöru. Hann hefúr m.a verið að spila á Madhouse, Sjallanum, Ráðhús- kaffi og nú spilar hann reglulega á Fosters, nýjasta skemmtistað Akureyrar. Stríðir við virðingarleysi „Fólk vill bara fá sitt óskalag núna með Abba eða Björgvini Halldórssyni. Að sjálfsögðu spila ég gjarnan óskalög fyrir fólk en því miður er ég hvorki með Abba né Bo Halldórs í töskunni minni,“ segir Danni og hristir uppgefinn hausinn. Að hans sögn er eins og fólk skilji ekki að hann sem plötusnúður sé ekki að spila lög af handahófi heldur er hann virkilega búinn að spá mikið í það hvað hann ætli að spila og hvernig hann ætli að mixa lögin sam- an. Hörð housetónlist er iíf og yndi Danna og eins og hann segir þá biður maður ekkert Sálina að spila lag með A móti sól. „Eg myndi segja að við værum þrír alvöru-plötusnúðar hér á Ak- ureyri sem erum að gera eitthvað skapandi. Eg held að mér sé óhætt að segja að hinir tveir eiga alveg við sama virðingarleysi að stríða. Ég skil bara ekki af hverju fólk vill ekki láta koma sér á óvart. Ég vildi óska að fólk kæmi inn á skemmtistaði með opnu hugarfari, tilbúið að upplifa eitthvað nýtt og gefa nýrri tónlist séns. Það er eins og fólk geti ekki hlustað á neitt hér fyrir norð- an nema það hafi verið vinsælt fyrir tveimur árum sfð- an,“ segir Danni sem er sannfærður um að það sé auð- veldara að vera skífuþeytir í höfuð- borginni þó svo hann hafi aldrei prófað það. Danni fer þó reglulega til Reykjavfkur því hann kallar tónlist ekki tónlist nema á vínyl sé og segir að eina leiðin til að nálgast plötur sé fyr- ir sunnan og fer hann því reglulega f Þrumuna til að kaupa inn. Dyraverðirnir fá ÖLL SÍMANÚMERIN Að sögn Danna er það líka fleira sem er ólíkt í lífi plötusnúða fyrir norðan og sunnlenskra félaga hans og það er kvenhyllin. Á meðan stelpur í höfúðborginni hanga á dj- búrunum og keppast um hylli plötusnúðanna þá eru það dyraverð- imir á Akureyri sem fá alla athyglina. „Já, þetta er satt, stelpurn- ar gefa þeim símanúmerin á meðan við plötusnúðarnir fáum ekki neitt,“ segir Danni og glottir einhleypu brosi. Dagsdaglega er Danni að vinna sem smiður og kemur sú kunnátta sér vel í plötu- snúðabransanum. „Ég er t.d. að fara að smíða nýtt plötusnúðabúr hér á Fosters," segir Danni rogginn. Fosters var opnaður síðastliðna verslunarmannahelgi og er til húsa þar sem Club 13 var áður og þar hefur housetónlistin fundið sitt athvarf á Akureyri. Aðalein- kenni staðarins er ódýr bjór, ekki síst síðustu helgi hvers mánaðar þegar enginn á pening en þá hefur bjórverðið hrapað niður í 100 krónur. „Þrátt fyrir að Sjallinn sé ekki lengur eini skemmtistaður- inn á Akureyri þá lifir samt sveitaballafílingurinn enn þá hér í bænum. Ég er samt bjartsýnn á að þetta fari að breytast, það bara hlýtur að fara að gerast,“ segir dj. Danni vongóður fyrir hönd metn- aðarfullra plötusnúða. „Ég vildi óska aö fóik kæmi inn á skemmtistaði með opnu hugarfari, tilbúiö að upplifa eitt- hvað nýtt og gefa nýrri tónlist séns. Þaö er eins og fólk geti ekki hlustaö á neitt hér fyrir noröan nema þaö hafi verið vinsælt fyrir tveimur árum síöan.“ UKtlMNu rÁAfJiÍGUíi J jUESTU 1M TUL'/ULEJ/J;V/E;í5LUjI bob Lífið er ekki bara vesen. Það er líka bögg. “0 f ó k u s 4 I6. nóvember 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.