Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 13
Það er ekkert launungarmál að Friðrik Weisshappel er vel liðinn af íslensku kvenþjóðinni. Hann er ekki bara myndarlegur í útliti og með góðan smekk á húsbúnaði og fötum, heldur er hann einnig handlaginn, barnlaus og á lausu. Fókus kíkti heim til Frikka til að forvitnast um það hvernig hann býr, nýja Kaupfélagið sem hann er að opna og piparsveinalífið Gerir í höndunum það sem í huganum býr „Ég kaupi mikið af alls konar böngsum og tuskudýrum f Kolaportinu þvf mér finnst svo sárt að þessi grey eigi hvergi heima,“segir Frikki sem sankar ekki aðeins að sér leikföngum heldur alls konar furðulegum hlutum. texti: Snæfríður Ingadóttir myndir: Einar Olason 16. nóvember 2001 Á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Klapparstíg hefur Friðrik komið sér vel og smekklega fyrir. Reyndar býst maður ekki við öðru af manni sem fræðir þjóðina alla þriðjudaga um smekklegheit og innbú í sjónvarpsþættinum Innlit-útlit á Skjá einum. „Þú verður að afsaka draslið, ég hef ekki haft neinn tíma til að laga til,“ segir Frikki um leið og hann opnar dyrnar. Draslið er þó sfður en svo yfirþyrmandi, bara blöð og bækur á stangli auk innpakkaðs fatnaðar sem er nýkominn úr fata- hreinsun sem undirstrikar sterklega þá staðreynd að hér býr piparsveinn sem lætur þvottahús þvo af sér. Á sjö árum hefur Friðrik gert upp hvorki meira né minna en sex íbúðir og fimm hús og það allt í frítíma sín- um. íbúðin sem hann býr f núna er þar engin undantekn- ing, hún hefur verið tekin í gegn frá a-ö og það á tveimur mánuðum. „Eg hef alltaf, nema einu sinni, ætlað að búa á þessum stöðum. Þegar ég hef hins vegar lokið við að gera íbúðirnar eins og ég vil hafa þær hef ég yfirleitt fengið einhverja nýja hugmynd sem ég bara verð að framkvæma,11 segir Frikki. Það er einmitt ástæðan fyrir því að íbúðin á Klapparstígnum er komin á sölu- skrá. Frikki er kominn með enn eina hugmyndina. bar eigi ekki bara að vera einhver búlla í kringum bjór. Það vantar hugsjónina í veitingamennskuna. Menn hugsa bara um það hvernig þeir geti grætt sem mesta peninga á sem stystum tfma. Ég mun hins vegar leggja aðaláherslu á það að fólki líði vel hér inni, fái góða þjón- ustu sem veitt er með bros á vör.“ Inni í þeirri þjónustu verður aðgangur að fartölvum, þrjátíu tegundir af tíma- ritum, tónlist mixuð saman af Dj. Margeiri og góður mat- ur á viðráðanlegu verði. „Miðvikudagskvöldin verða afslöppunarkvöld hér f Kaupfélaginu. Þá verður nuddari á staðnum sem gengur á milli gesta og býður þeim axlanudd og það að sjálfsögðu þeim að kostnaðarlausu,11 segir Friðrik og bendir á að á staðnum verði einnig gríðarlega öflugt loftræstikerfi til að fyrirbyggja sígarettukóf. Friðrik er ekki óvanur hönnun á veitingastöðum því hann hannaði bæði Gráa köttinn og Kaffibarinn. En er virkilega þörf fyrir enn einn staðinn í Reykjavík?. „Með fullri virðingu fyrir hinum stöðunum þá verð ég að segja já þar sem ég tel mig vera að gera eitthvað nýtt,“ segir Friðrik fullur bjartsýni. „Mörgum karlmönnum finnst ég kjánaleg píka sem ætti bara að keyra um á Nissan micra og selja tískuföt í Sautján. Það virðist fara í taugarnar á mörg- um þeirra að ég sé píka sem kann að smíða og keyri um á Land Rover. Mönnum finnst þetta varla geta farið saman“. Kúkað í penincaskápnum „Eg verð alltaf að hafa einhver verkefni í gangi, ætli ég sé ekki nett ofvirkur," við- urkennir Friðrik um leið og hann handleikur bókastoðir sem eru hans nýjasta hönn- un. Þessa dagana getur Friðrik alla vega ekki kvartað yfir verkefnaleysi því fyrir utan að sjá um dagskrárgerð hjá Innlit-útlit og hanna kolla sem seldir eru í Epal, þá er hann á fullu við að undirbúa opnun nýs veitingastaðar á Laugavegi 3 þar sem Búnaðarbankinn var áður til húsa. Staðurinn hefur hlotið nafnið Kaupfélagið og þar fá ekki bara hugmyndir Frikka að njóta sín heldur einnig smíða- kunnáttan en strákurinn er handlaginn með eindæmum. Framkvæmdir eru langt komnar enda er áætlað að staðurinn opni í byrjun næsta mánaðar. Staður- inn, sem er á tveimur hæðum, er málaður í brúngrænum lit sem er einhvers staðar mitt á milli mjólkurkaffis og fjallagrasa- mjólkur og er_ víða veggfóðraður með parketi. Á neðri hæðinni er salernisaðstaða auk sérstakrar snyrtiaðstöðu þar sem hægt er að setjast niður við snyrtiborð þurfi maður að snurfusa sig. Oll salern- in í húsinu eru í peningageymsl- um bankans, sem eru vígalegar hvelfingar með svo þykkum veggjum að þeir eiga að þola kjarnorkuárás. Uppi er það bar- inn sem inniheldur eldunarað- stöðu sem tekur mesta plássið en út úr aðalsalnum eru tvö minni herbergi með sófakrókum. 1 einu hominu trónir svo stór eikar- skápur með glerhurðum sem mun innihalda ýmsa spennandi muni sem verða til sölu þannig að það verður sannkölluð Kaupfélags- stemning á staðnum. „Skápurinn verður eingöngu opinn til sex á daginn því ég ætla ekki að hafa það á samviskunni að fólk sé að kaupa einhverja hluti í glasi sem það svo dauðsér eftir daginn eft- ir,“ segir Frikki. Axlarnudd á miðvikudög- UM Kaupfélagið verður meira en bara venjulegur bar því eins og Frikki orðar það: „Mér finnst að Langar íbarn Fyrir utan veitingastaðinn er Friðrik með ýmis önnur verkefni í gangi eins og t.d. byggingu sumarbústaðar. Hann er einnig mikill útivistarmaður, geng- ur reglulega á fjöll og keyrir um á Landrover, þeim þriðja í hans eigu. Þrátt fyrir, eins og alkunna er, að vera aftur á lausu eftir átta árá samband við Andreu Róbertsdóttur þá segist Frikki hins vegar lítið vera að vinna í kven- fólkinu. „Ég er ekkert að vinna í því að komast aftur í samband. Ástin kviknar bara þegar hún kviknar," segir Friðrik sem viðurkennir þó að hann sé far- ið að langa í erfingja. Tæki- færin eru alla vega til staðar því það er ekki ofsögum sagt að kvenþjóðin fílar Frikka. Ekki bara íslenskar konur heldur einnig erlendar því eins og greint var frá í Séð og heyrt um daginn barst Friðriki bréf frá ofurfyrirsætunni Claudiu Schiffer fyrir stuttu - og það ljósbleikt og handskrif- að. Þegar hann er spurður um leyndarmálið bak við það af hverju hann sé alltaf svona sætur og hann beðinn um ein- hver bjútíráð þá hefur hann fá að gefa og hristir bara haus- inn. Hann borðar ekki morg- unmat og stundar enga lík- amsrækt. „Og einu snyrtivör- urnar sem ég nota er gamla góða Nivea-kremið,“ segir Frikki og bendir á tvo brúsa af þessari ágætu vöru inni á baði. Nú er ekkert launungarmál að kvenþjóðin kann vel við þig en aðra sögu er að segja um karlana sem mörgum hverjum finnst þú gervilegur og gegnsær „Já, mörgum karlmönnum finnst ég kjánaleg pfka sem ætti bara að keyra um á Niss- an micra og selja tískuföt í Sautján. Það virðist fara í taugarnar á mörgum þeirra að ég sé píka sem kann að smíða og keyri um á Land Rover. Mönnum finnst þetta varla geta farið saman,“ segir Friðrik sem er greinilega með passleg- an húmor fyrir sjálfum sér. „Það er frábært að geta gert f höndunum það sem í huganum býrsegir Frikki sem smíðaði þessa stofuhillu sjálfur úr 380 eikarbitum. Auk þess að hýsa hina ýmsu hluti þjónar hillan einnig þeim til- gangi að vera stigi upp f risið. „Eftirlætismaturinn minn er blóðug steik á Argentínu eða sushi á Sticks and Sushi,“ segir Friðrik sem eyðir ekki miklum tíma í eldamennsku f eigin eldhúsi en hvorki sushi né blóðugar steikur verða á boðstólum á veitingastað hans, Kaupfélaginu. „Ég hef mikinn áhuga á hönnun - annað er ekki hægt því allt í okkar umhverfi er hannað, hvort sem um er að ræða bflinn sem maður ekur eða gallabuxurnar sem maður klæðist," segir Friðrik sem borðar hvorki morgunmat né stundar líkamsrækt. 16. nóvember 2001 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.