Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 16
H Fréttirnar sem fæstir heyra Stripp í þácu vísindanna Stripp er nú stundað í stórum stíl í þágu læknavísindanna í Las Vegas. Það er háskólaprófessorinn og hjartaskurðlæknirinn Simon Stretzer sem stendur fyrir þeim herlegheitum en hann hefur fest kaup á nektardansstaðnum Palomino Club þar í bæ til að fjármagna kostnaðarsamar vísindarannsóknir. Bæjaryfirvöld hafa tekið framtak- inu fagnandi sem og líklega einhverjir eiginmenn, því hvaða betri af- sökun er til en að fara að horfa á stripp sem stuðlar að framförum í hjartaaðgerðum? Hjartalæknirinn gæti einnig náð sér í nokkra sjúk- linga á staðnum þar sem hætta á hjartaáfalli er töluverð á svona stöð- Kýr fyrir kynlíf Konungurinn í Swazilandi, Mswati III, hefur brotið lög sem banna kynlíf með persónum undir 18 ára aldri, og eru gild í ákveðinn tíma á ári hverju, með því að taka 17 ára stúlku sem sína níundu eigin- konu. Meðal kvenþjóðarinnar í landinu varð uppi fótur og fit við þessar fréttir og tóku 300 konur þátt í mótmælum þar sem þær tóku eina af kúm kóngsins og drápu hana og steiktu. Ef nýja eiginkon- an verður ófrísk á meðan lögin eru enn í gildi verður kóngurinn að punga út enn einni kú. Afsökunin sem konungurinn hefur gefið þegnum sínum er ótti við HlV-veiruna en meir en 25% af fullorðn- um íbúum landsins eru smituð af henni. VlLL EINHVER ELSKA 71 ÁRS GAMLAN MANN? Belgískur milljónamæringur leitar nú logandi ljósi að fertugri eiginkonu sem er tilbúin til að ala honum bam. Einu kröfumar sem konan þarf að uppfylla er að hún þarf að vera vel talandi á frönsku, ensku, hollensku eða þýsku. Sjálfur er maðurinn 71 árs og býr í Suður-Kóreu. Það er belgíska hjóna- bandsmiðlunin Bien-Aller sem tekur við umsóknum en alls hafa 2250 konur nú þegar haft samband. Einhverjar þeirra hafa hitt milljónamæringinn en enginn af þeim var hans Oskubuska. íslensk- ar Öskubuskur eiga því enn góða möguleika. Nærbuxnalaus eicinmaður Það eru margar ástæðurnar fyrir því að fólk ákveður að skilja en ástæðan sem hin 24 ára Emese Nagy í Rúmeníu hefur gefið upp fyr- ir skilnaði við eiginmann sinn Tamas verður að teljast harla óvenju- leg. Þetta ár sem Nagy-hjónin hafa verið gift hefur eiginmaðurin Tamas verið nærbuxnalaus, sem er nokkuð sem kona hans getur alls ekki sætt sig við. Hún segir að hún hafi gert allt til þess að fá mann sinn til að nota nærföt en með litlum árangri. Tamas hefur sagt við dómstóla að hann elski konu sína meir en nokkuð annað en sér finn- ist einfaldlega óþægilegt að vera í nærbuxum. Dómstólinn í Covasna í Rúmeníu hefur enn ekki kveðið upp úrskurð sinn varðandi það hvort Emese fái að skilja við mann sinn vegna þeirrar einu ástæðu að hann vilji ekki ganga í nærbuxnum. 4000 MIÐAR FYRIR EINKAKONSERT 26 ára poppsöngkona, Coca Trzan að nafni, hélt að hún væri að fara að halda tón- leika fyrir fullu húsi í Belgrad því 4000 mið- ar voru seldir á tónleikana. Hún var hins vegar við það að bresta í grát þegar hún gekk inn á sviðið og sá að það var einungis einn gestur í salnum. Sá hinn sami, forríkur við- skiptajöfur, hafði keypt upp alla miðana á tónleikana svo hann gæti fengið sóló- konsert með söngkonunni. Eftir tónleikana bað hann hennar og bauð henni farmiða til heimilis síns í Genf. Ekki fylgir sögunni hverju söngkonan svaraði. ola Klámnám í Kanada Við háskólann í Toronto í Kanada er nú boði allsérstætt nám undir stjórn prófessors- ins Brian Pronger. Námsefnið er 5000 bækur, 800 tímarit og 3000 myndbönd, öll með grófu klámefni og þetta verða þeir námsmenn sem skráð hafa sig á námskeiðið að fara í gegnum. Allt þetta klámefni var gefið háskólanum af útvarpsmanninum Max Allen á CBC-út- varpsstöðinni en hann hefur safnað klámi í 40 ár. Ætlunin er að pró- fessorinn og nemendur hans fari í gegnum þetta efni, flokki og skoði út frá sjónarhorni félagsfræðinnar og setji síðan niðurstöður sínar á veraldarvefinn. Plötu Aómur OUARASHI - KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI ★ ★★★ Mermingar- bylting undir jökli „Tónlistin er kraftmikil og nútímaleg en virkar samt aldrei óviðeigandi. Það besta við þessa plötu er að Ouarashi tekst að framreiða sannfærandi leikhústónlist en ná um leið að koma sín- um tónlistareinkennum að.“ Það er óhætt að segja að hljómsveitin Qu- arashi taki að sér óvenjuleg verkefni þessa dag- ana. Hljómleikar með Sinfóníuhljómsveit Is- lands eru nýafstaðnir og lukkuðust nokkuð vel, merkilegt nokk, þó að útkoman hafi kannski ekki markað tfmamót í tónlistarsögunni. Og svo voru þeir jú fengnir til þess að semja tón- list við uppfærslu Borgarleikhússins á Kristni- haldinu, en sú tónlist er nú fáanleg á geisladisk í takmörkuðu upplagi. Þessi nýtilkomni áhugi menningarelítunnar á hljómsveitinni er svo- lítið sniðugur. Við vonum að listamannalaun fylgi í kjölfarið. En hvemig hljómar svo leik- hústónskáldið Quarashi? í fyrsta lagi skal tekið fram að við erum ekki að tala um hip-hop óperu af Kristnihaldinu, nei, Beitarhúsamenn eru ekki endurfæddir sem rappgengi og Jón Prímus hefur ekki verið uppfærður í MC Jón Rímus. Tónlistin hér er ekki heldur rapp. Lögin þrettán á plötunni eru leikhústónlist, mótuð af persónum verksins, aðstæðum og dramatfskri framvindu. Flest stykkin em stemningar og lög ætluð í bak- grunn, hljóðskreytingar (t.d. Smíðavél og Hulduhrútur, hvorttveggja mjög flott stykki!), en að auki eru þrjú sönglög, Úrsúlulokkur og Úrsúlugjá sem Edda Heiðrún Backman syngur og sem eru eins og hvor sín hliðin á sama pen- ingnum og svo sungna útgáfan af laginu Prím- us sem Árni Tryggvason raular. En þó að hér sé ekki rappað þá er margt á þessari plötu sem minnir okkur á tónlist Qu- arashi. Lögin eru flest byggð upp með mjög þéttum og flottum bítum (við erum að tala um hip-hop uppbyggingu á tónlist) og svo skreytt með píanóstefum, ýmsum hljóðeffektum og aukahljóðfærum. Sums staðar eru þetta strengir, annars staðar gítarar, hljóm- borð eða blástur. Lagið Godman Sýngmann er keyrt áfram af bassa og gítarleik í stíl við Stick ‘Em Up eða Baseline þó að yfirspilið séu streng- ir, en ekki rapp og lagið Umbi einkennist af þessum kraftmikla rífandi Quarashi-bassa. Beitarhúsamenn er léttleikandi popplag með nettu big bíti (gæti næstum verið komið úr smiðju Propellerheads) og Umbi II er breikbít keyrsla. Tónlistin er kraftmikil og nútímaleg, en virkar samt aldrei óviðeigandi. Það besta við þessa plötu er að Quarashi tekst að framreiða sannfærandi leikhústónlist, en ná um leið að koma sínum tónlistareinkennum að. Þó að þessi tónlist sé aðallega ætluð til neyslu á leiksýningum þá virkar stór hluti hennar samt furðuvel heima í stofu. Lög eins og Prím- us, Godman Sýngmann, Ursúlulokkur, Beitar- húsamenn, Umbi og Umbi II standa alveg fyr- ir sínu utan veggja leikhússins. Það er óhætt að segja að menningarstórveld- ið Quarashi hafi klárað þetta verkefni með miklum sóma. Það er greinilega nóg eftir af sköpunargleði og snerpu. Þetta er fín plata í safnið fyrir aðdáendur sveitaririnar og ætti að endast þeim eitthvað fram yfir áramótin þegar næsta hreinræktaða Quarashi-plata kemur út á vegum Sony-risans, samtímis á íslandi og í Bandaríkj unum. Trausti Júlíusson Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Chloe í Playboy A næstu dögum kemur til landsins blað sem eflaust á eftir að gera ein- hverja lukku. Þetta er desemberhefti Playboy í Bandaríkjunum og prýðir Strandvörðurinn Gena Lee Nolin forsíðuna. Stúlkan sú á þó ekki eftir að verða aðalaðdráttaraflið því hinni íslensk-rússnesku Chloe Opheliu Gorbulew bregður nefnilega fyrir í blaðinu. A heimasíðu stúlkunnar, http://iceophelia.tripod.com/, segir Chloe að í blaðinu sé að finna fimm myndir af sér en því miður sé þar ekki um nektarmyndir að ræða, hafi einhver verið að gera sér vonir um slíkt. Ekkert Rautt hverfi Svo virðist sem verslunin Rauða hverfið á Grettisgötu hafi orðið fal- landi góðæri að bráð. Verslunin var opnuð í haust og bauð upp á hjálpar- tæki ástarlífsins og erótískar kvik- myndir. Hvort sambúðin við Þráin skóara (sem er í næsta húsi) eða samkeppni á hjálpartækjamarkaðin- um hafi verið banameinið skal ekki fullyrt en velta má þeirri spurningu upp hvort Islendingar eigi nú þegar bara nóg af hjálpartækjum eða séu orðnir leiðir á þeim. Smokkar oc teppi á Nasa Skemmtistaðurinn Nasa, sem opnaður var um síðustu helgi, hefur vakið verðskuldaða athygli. Sárlega hefur vantað stað í miðbæinn með stóru og rúmgóðu dansgólfi en það er einmitt það sem er aðalsmerki Nasa. Nafnið á staðnum hefur reyndar vaf- ist fyrir mörgum og heyrst hafa radd- ir sem ekki skilja hvers vegna staður- inn fékk ekki bara áfram að heita Sigtún. Fyrir utan að skarta þrusu- góðum húsplötusnúðum sem spila góða blöndu af alls konar tónlist þá eru einnig seldir smokkar í fata- henginu sem verður að teljast frábært framtak. Búast má hins vegar við því að ræstingarkostnaður á staðnum verði töluverður því staðurinn er allur teppalagður með ljósu teppi og vask- amir á kvennaklósettunum eru ljós- grænir — sem er ekki allra besti litur- inn upp á hreinlæti að gera. Þorsteinn Guðmundsson leikari. Ámi M. Mathiesen er nú vart þekktur fyrir skemmtilegheit enda ekki öf- undsverður af starfi sínu þessa dagana. Slagurinn um kvótakerfið og rifrildin við sjómenn geta vart talist nein skemmtiefrii og mótast framkoma Áma nokkuð af því. Þorsteinn Guðmundsson er akkúrat á hinum endanum, hann vinnur við að vera skemmtilegur og stendur sig bara helvíti vel í því. Það kem- ur því nokkuð á óvart hversu líkir þeir eru í útliti en þegar aðeins er kafað kem- ur sannleikurinn í ljós. Fólk skal ekki draga þá ályktun að Árni sé einhver laumusprelligosi. Nei, það er Þorsteinn sem er á rangri hillu. Það er í raun nokkur stofnanabragur á Steina sem sést best á nýjasta uppátækinu hans, fyr- irlestur sem kennir fólki að verða betri starfsmaður á 30 mínútum. Er þetta ekki málið? f ó k u s 16. nóvember 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.