Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Side 18
1 Pamela heilsar upp á HETJURNAR Hin brjóstgóda Pamela Anderson mætti um daginn á næturklúbbinn Veruka í New York þar sem haldin var samkoma til heiðurs lögreglu og slökkviliðs- mönnum borgarinnar. Cellan var í einstak- lega flegnum bol og stuttu pilsi en á milli þessara frægustu brjós- ta heims var stelpan með lögreglumerki úr gulli, svona til þess að sýna virðingu sína. Kærasti Pamelu, Kid Rock, var samt ekkert sér- tega ánægður með uppátækið enda þótti honum hún sýna merkið óþarflega oft en þar að auki gekk hún á milli slökkviliðsmannanna og kyssti þá og knúsaði fyrir vet unnin störf í þágu Bandaríkjanna eins og hún orðaði það sjálf. Enn meiri tafir á TB Enn er verið að tefja gerð myndarinnar Terminator 3: The Rise of the Machines en það er þó staðfest að Arnold Schwarzenegger mun leika íhenni rétt eins og hinum tveimur. Það eru nú 10 ár siðan síðasta mynd kom út en hún varð feiknivin- sæl og margir furða sig á því af hverju framhaldið hefur látið á sér standa. James Cameron hef- ur verið tregur til þess að taka verkefn- ið að sér en Arnold seg- ist helst vilja hafa Cameron í leikstjórasætinu vegna þess hversu vel hann stóð að fyrri myndunum. Einnig er ráðgert að gera fjórðu mynd- ina en þessar tvær eru þó enn á algeru byrjunarstigi en þær munu hins vegar teiða í Ijós altan sannleikann á bak við fyrri myndirnar tvær þannig að óþreyjufullir aðdáendur fá svör við hin- um ýmsu spurningum sem vöknuðu í fyrri myndunum. MATRIX 2 OC 3 NÁLCAST Enn er verið að vinna að tveimur Matrix- myndum til þess að svala þörf þyrstra að- dáenda fyrstu myndarinnar. Framleiðend- urnir hafa þó þurft að ganga í gegn- um ýmsar hremmingar en dauðsföll leikara hafa lík- lega sett hvað stærst strik í reikninginn. Eins og allir ættu að vita lést hin gultfal- lega söngkona Aaliyah f flugslysi ekki alls fyrir löngu en hún átti að fara með hlutverk nýrrar persónu, Zee. Þrátt fyrir tafir og önnur vand- ræði stefna framleiðendurnir á að klára tökur á myndinni í ágúst á næsta ári en sfðustu tökur munu fara fram f Sydney f Ástralíu. Þvottadrengirnir Væntanleg til frumsýningar fljótlega er kvikmynd sem ber heitið The Wash og aðalleikarar hennar munu vera þeir hip hop-fétagar Snoop Doggy Dog og Dr.Dre. Myndin mun fjalla um tvo félaga, sem leiknir eru af röppurunum fyrr- nefndu, sem búa og vinna saman á bflaþvotta- stöð. Auk þess að vinna f vonlausu starfi lenda þeir f ýms- um vandræðum sem þeir þurfa sfðan að leysa en þetta verður eflaust einhver af fyndnari myndum komandi árs. Vanilla Ice kominn í feitt? Gleymdi rapparinn Vanilla lce hefur um þessar mundir nokkrar áhyggjur af þvf að myndband sem sýn- ir hann og poppdrottning- una Madonnu f samför- um muni skjóta upp kollinum og dreift á Netinu. fsmaðurinn var með Madonnu um tfma árið 1990 áður en stjarn- an hrapaði og á þeim tfma gerðu þau margt íhita leiks- ins. „Það má vel vera að slfkt mynd- band sé til, ég bara hreinlega veit það ekki. Við gerðum vissulega margt frekar klikkað á þessum tfma og það má vel vera að myndband af okkur sé til einhvers stað- ar,“ sagði lce. Kallinn hlýtur innst inni að vona að þetta komi upp á yfirborðið þvf að slæm umfjöllun er betri en enginn ... BÍom lar Denzel Washíngton og Ethan Hawke fara með hlutverk tveggja lögreglu- manna í nýrrl kvikmynd, Training Day, sem frumsýnd verður í kvöld í Kringlu- bíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóunum Álfabakka. Myndin gerist á einum degi og segir frá nýliða í fíkniefnalögreglunni sem hefur þennan eina dag til að sanna að hann sé traustsins verður. fl mörkum spillingarinnor íbúa, eiturlyfjasala og lögreglumanna sem hafa svarið þess eið að verja þá sem minna mega sín. Þessu stríði fylgir gjarnan mikil hætta og þónokkuð er um dauðsföll þannig að þeir lögreglumenn sem ætla sér að berjast gegn ffkniefhavandanum þurfa heldur betur að vera vandanum vaxnir ef þeir eiga ekki að falla í valinn. Einn lögreglumaður hefur meiri reynslu en aðrir á þessu sviði en hann heitir Alonzo Harris og ber titilinn Detective Sergeant hjá lögreglunni í Los Angeles. Eftir að hafa verið starfandi við þetta vandasama verk í 13 ár hefur hann að mestu glatað starfsgleðinni enda hefur hann horft upp á marga félaga sína skotna til bana við skyldustörf sín. Alonzo og hans menn þurfa því oft að fara í kringum lögin og brjóta þau til þess að geta gegnt starfi sínu án þess að eiga á hættu að verða hreinlega drepnir. Myndin fjallar um nýliðann Jake Hoyt en honum hefur verið gefið tækifæri til þess að sýna sig og sanna sem leynilögreglumaður í fíkni- efhalögreglunni en Alonzo Harris á svo að dæma um hvort hann sé þess verður að fá starfið eður ei. Jake hefur þennan eina dag, og aðeins þennan eina dag, til þess að gera það en Alonzo kemur honum í opna skjöldu þegar hann sér hversu harkalega hann sinnir sínu starfi. Nýlið- inn Jake er því dreginn dýpra og dýpra niður í heimspeki Alonzos þar sem þeir leggja báðir lff sitt í hættu og ganga á mörkum hins löglega og ólöglega til þess að berjast gegn glæpalýð Los Angeles-borgar. Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Denzel Washington og Eth- an Hawke en þá ætti ekki að þurfa að kynna fyrir nokkrum manni. Denzel hefur unnið til óskarsverðlauna og leikið í kvikmyndum á borð við Remember the Titans, Fallen, Phila- delphia og Malcolm X, en hann er einhver vinsælasti leikari samtímans. Ethan Hawke hefur líka langa ferilsskrá en hann gerði áður garðinn frægan í kvikmyndum líkt og Hamlet, The Newton Boys, Gattaca og Alive, auk þess að vera giftur hinni gullfallegu Umu Thur- man. Einnig koma fram í myndinni leikarar á borð við Scott Glenn og Cliff Curtis, auk rapp- hundanna Snoop Doggy Dog og Dr. Dre, sem fara með hlutverk einhverra neðanjarðar- glæpamanna. Myndin verður frumsýnd f kvöld, kl. 20, í Kringlubíói, Borgarbíói Akur- eyri og Sambíóunum Álfabakka. í kvöld frumsýna Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri kvikmyndina Legally Blonde með ofurskutlunni Reese Witherspoon. Myndin fjallar um Elle Woods sem leggur leið sína í Harvard til þess að öðlast verð- skuldaða virðingu fyrrverandi kærasta síns en inn í það fléttast alls kyns fyndnir atburðir sem ekki er nokkur leið að sjá fyrir endann á. Bleikt fyrir blondmur Afrekaskrá Elle Woods er ekkert smáræði. Hún útskrifast með góðar einkunnir úr skóla, er vinsælasta stelpan í hverfinu, lenti f öðru sæti í Miss Hawaiian Tropic og er stúlka júnímánaðar á svona dæmigerðu bandarísku gelludagatali en umfram allt er hún ljóshærð frá náttúrunn- ar hendi. Hún hefur fram að þessu lifað góðu lífi í bleiku fötunum sín- um og til að gera hinar stelpumar aðeins öfundsjúkari út í sig montar hún sig af því að hafa verið í myndbandi hjá Ricky Martin. Hjarta hennar er gert úr gulli og það er í eigu kærasta hennar sem er sætasti strákurinn í skólanum og heitir Warner. Þegar hann býður henni út að borða á uppáhaldsstaðinn hennar býst hún fastlega við því að hann sé í þann mund að fara að biðja hennar og renna hring á nýlega snyrtan fingur hennar en annað kemur á daginn. I stað bónorðsins fær hún upp- sögn þar sem hann segir hana vera of ljóshærða og ekki nægilega sann- færandi persónuleika til þess að vera honum samboðin. Wamer þessi ætlar sér nefnilega stóra hluti í pólitík og þá þýðir að sjálfsögu ekki að vera með einhverja heimska ljósku upp á arminum. Við þetta verður Elle að sjálfsögðu ansi sár en hún ákveður að gefast ekki upp heldur fara sjálf í Harvard þar sem kærasti hennar fyrrverandi er í námi og sanna að hún sé allt annað en heimsk ljóska. Lífið á austurströnd Bandaríkj- anna kemur henni samt í opna skjöldu því þar duga ekki fallegur vöxt- ur og bleik tískuföt ein saman til vinsælda líkt og heima í Kalifomíu. Hún ákveður því að taka sig á ( náminu og sanna sig þannig fyrir fullt og allt. Fljótlega er hún orðinn ein af þeim hæstu í bekknum, öllum til mikillar undrunar, og loks er hún valin ásamt fáeinum öðrum nemend- um til þess að fara með mál hjá lögfræðistofu eins kennarans. Að lokum stendur hún ein eftir sem verjandi í umfangsmiklu morðmáli þar sem hún sýnir sig og sannar fyrir öllum skólanum og öðlast þannig loks þá virðingu sem henni ber. Með hlutverk Elle Woods fer hin gullfallega Reese Witherspoon sem hefur áður gert garðinn frægan í myndum á borð við Cruel Intentions og Little Nicky auk þess kom hún fram sem sérstakur gestur ( Friends- þáttunum en þar lék hún litlu systur Rachelar. Auk Reese eru Luke Wilson, Selma Blair, Matthew Davis, Raquel Welch öll með hlutverk í myndinni sem er gerð af leikstjóranum Robert Luketic. Myndin verð- ur frumsýnd í kvöld kl. 20 í Smárbíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói á Akureyri. Reouiem or a Dream Maðurinn sem færði okkur Pí, Darren Ar- onofsky, er mættur aftur á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. I þetta skiptið er það kvikmyndin Requiem for a Dream og veldur hún engum von- brigðum. Ellen Burstyn fer á kostum með unga leikara sér við hlið og myndin er í alla staði vel heppnuð. Moulin Rouce Gagnrýnendur hafa verið á einu máli um ágæti Moulin Rouge. Þeim skjátlast heldur ekki þar því myndin er afbragðs skemmtun. Það er bara vonandi að hún fái að lifa fram yfir Kvik- myndahátfð svo sannir áhugamenn missi ekki af henni. Mávahlátur Þessi mynd Ágústs Guðmundssonar var svo heppin að vera eina myndin á árinu sem höfð- aði til fjöldans og það er uppskrift að fjölda Eddu- verðlauna. Mávahlátur er samt ágætis mynd sem vert er að kíkja á. SmallTime Crooks Það er alltaf tilhlökk- unarefni þegar Woody Allen dembir frá sér nýrri mynd. Þessi veldur heldur ekki vonbrigðum, fremur en síðustu myndir hans, og er sérlega skemmtileg. Woody klikkar bara ekki. 16. nóvember 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.