Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Page 19
leiðarvisir um skemmtana- og menningarlífið Rapprokkararnir í Ouarashi hafa haft sig lítið I frammi í hefðbundnu tónleika- haldi undanfarið enda uppteknir við fágaðri hluti. Sinfónían og Borgarleik- husið hafa verið vinnuveitendur þeirra en nú er mál að linni og blása drengirnir til hefðbundinna tónleika á Gauki á Stöng á miðvikudagskvöld. Quarashi spilar a Gauknum „Þessir tónleikar eru ekki af neinu sérstöku tilefni. Okkur bárust fregnir af þvf að fjölmargir velgjörðamenn Quarashi hefðu ekki náð í miða á Sinfóníutónleikana með okkur og Botn- leðju. Við sáum okkur knúna til þess að bæta úr því. Auk þess höfum við einungis spilað á þrennum tónleika í ár og okkur var farið að leiðast aðgerðaleysið í tónleikahaldi Quarashi," segir Höskuldur Ólafsson, einn liðsmanna sveitarinnar. Nú verður Smfónían ekki með á Gauknum. Hvemig leggst það í •ykkur? „Nei, það er rétt. En ég held að það breyti ekki miklu. Marg- ir komu að máli við okkur eftir tónleikana og sögðu að við hefð- um verið miklu betri en Sinfó. Eg er ekki maður til að rengja þetta ágæta fólk í fjölmiðlum. Einn lét meira að segja hafa það eftir sér að Sinfó hefði verið eins og „glassúr á áður súkkulaði- húðuðum kanelsnúð". Sá hinn sami og sagði þetta er mikilsvert skáld hér í borg eins og giögglega sést.“ Hvað ætlið þið að sþila? „Við eigum enn þá safn af lögum sem margir hafa aldrei heyrt og engir tveir tónleikar eru úr sama hatti dregnir. Einn blaða- maður Morgunblaðsins taldi sig hafa heyrt nýtt lag á síðustu tónleikum okkar. Það reyndist vera tveggja ára gamalt svo að kannski segir það meira en mörg orð. Við ætlum bara að taka þau lög sem okkur finnst skemmtilegast að spila.“ Hvað er svo fram undan? „Við erum að spá í að halda til Bandaríkjanna og spila þar. Ómari (Swarez) var fyrr í mánuðinum boðið að halda fyrirlestur við hinn fræga Juiliard-tónlistarskóla í NY. Erindi hans nefnist: Rapptónlist; afkvæmi velferðarkerfisins? Hann er sjálfur úr Breiðholtinu. í framhaldi af því höfðum við samband við vini okkar í USA sem buðu okkur að spila á nokkrum stöðum. Það sem stendur hvað hæst upp úr þessum giggum eru „ELO tribu- te“ tónleikar þar sem við munum spila með Mormónakórnum f Utah. Ef af þessu verður, geri ég ráð fyrir að þetta verði ein mesta misindisferð síðan Boris Jeltsín fór í sína fyrstu opinberu heim- sókn til Evrópu," segir Höskuldur að lokum. Tónleikar Quaras- hi verða á Gauknum miðvikudaginn 21. nóvember og verður húsið að vanda opnað klukkan 21. Forsala miða fer ffarn á Gauknum. „Við ætlum bara að taka þau lög sem okkur finnst skemmtilegast að spila,“ segja liðsmenn Quarashi um tónleika sína á Gauknum næstkomandi miðviku- dag. fostudagur ld_i 16/11 •Popp ■ KUfll. DIKTA OG UÓTUR HUNDUR Á FÓSTUDAGSBRÆÐINGI i kvöld munu þrjár hljómsveitir stíga á stokk og leika Ijúfa tóna á föstudagsbræbingi Hins hússins sem haldinn er á Geysi Kakóbar. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Kuai, sem nýlega gaf út fyrstu breið- skífu sína og hitaði upp fyrir Blonde Redhead í sumar; Dikta, sem er á hraðri uppleið eftir mikla spilamennsku undanfarið; og Ljótur hund- ur sem nýverið komu fram á jómfrúartónleikum sínum í Norðukjallaranum. Drengirnir í Ljótum hundi ætla að baka vöfflur á meðan þeir spila sem verða gefnar viðstöddum að tónleikunum loknum. Allir hvattir til að mæta klukkan 20 og verða vitni að einstaklega skemmtilegum at- burði. Tónleikarnir standa til 22:30, aðgangur er ókeypis fýrir 16 ára og eldri sem sýna skilriki við hurð. •Klúbbar ■ SPOTLIGHT Sisley.com á Spotlight. Dj Ses-. ar sér um að hita góifið með blandaðri tónlist. 1/2 lítri bjór á 300 til 01. •Krár ■ SVENSEN, HALLFUNKEL OG MflTUR Á GULLÓLDINNI Gömlu, gömlu kempurnar Sven- sen og Hallfunkel eru staðráðnir i því að skemmta gestum Gullaidarinnar í kvöld, alveg þangað til klukkan slær 3. Og fyrir fyllibyttunnar: Heitur matur verður framreiddur frá klukkan 2 svo fólk fari nú ekki óétið í bólið. ■ ÁRNI SVEINS fl LÆKJARKOTI Það er meist ari Árni Sveins sem sér um tónlistina á Lækjar- koti í kvöld. Allar gömlu plöturnar hafa verið grafnar upp og þú ert velkomin(n). Djammið stendur frá 23-3. ■ DODDI LITLI Á 22 Það verður ekkert lítið að gerast í búrinu á 22 í kvöld þegar Doddi iitli mætir þangað í öllu sínu veldi. Blanda af nostal- gíu og nýrri tónlist að hætti hússins. Fritt inn til 1 en fólk sem á stúdentaskírteini eða getur fengið slík lánuð fær alltaf fritt. ■ CATALÍNA Á hinum magnaða skemmtistað Catalínu Hamraborg verður hljómsveitin Grænir vinir með dansleik. ■ CELTIC CROSS Hljómsveitin Tvö dónaleg haust leikur fyrir dansi á Celtic Cross í kvöld. Magnað band á mögnuðum skemmtistað, það ætti ekki nokkur maður að láta þetta fram hjá sér fara. ■ DÚNDRANDI VEGMÓT Dj Pétur veröur meö dúndrandi stemningu eins og vanalega á Vega- mótum. ■ PENTA Á CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Penta verður með skemmtilegheit á Café Amsterdam alla helgina. Landsbyggðarfólk sér- staklega velkomið. ■ PLflST Á VÍDALÍN Það stígur ný sveit á stokk á Vídalín í kvöld sem ber nafnið Plast. Sveitin er vísu skipuð gömlu brýnum og ætti því ekki að vera neinn byrjendabragur á kvöldinu. Það eru þeir Tommi Tomm úr Rokkabillýbandinu, Gunni Óla úr Skítamóral, Jonni úr Ensími og Diddi úr Sniglabandinu sem skipa sveitina. Góða skemmtun. ■ SIXTIES Á PLAYERS Stuðgrúppan Sixties spilar á gleðistaðnum Players í Kópavogi.AC ■ SPILAFÍKLAR Á DUBLINERS Hljómsveitin Spilafiklarnir sér um stemninguna á Dubliners. ■ SPÚTNIK Á KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Spútnik heldur uppi dúndurstemningu á Kaffi Reykjavík. Auk þeirra mun Dj. Bestboy þeyta skífur af sinni alkunnu snilld. ■ SPÚTNIK Á KflFFI REYKJAVÍK Sú saga gengur um bæinn (Selfoss og nágrenni þ.e.) að hljómsveitin Spútnik sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu. Þar sem sveitin er að spila á Kaffi Reykjavík alla helgina er aldrei að vita nema þetta nýja efni fái að hljóma. Hljómsveitina skipa Kristján Gíslason söngvari, Ingólfur Sig- urðsson trommari, Kristinn Gallagher bassa- leikari, Bjarni Halldór Kristjánsson gitarleikari og Kristinn Einarsson hljómborðsleikari. ■ SSSÓL Á GAUKNUM Stuðgrúppan SSSól tjúttar feitt á Gauk á Stöng. ■ TJÚTT Á NELLYS Dj. le chef stendur vaktina í búrinu á Nellys Café. Tilboð á bar og fritt inn. •Sveitin ■ SKUGGABALDUR í VESTMANNAEYJUM Meistari Skuggabaldur stekkur i Herjólf í dag og gerir sig kláran til að skemmta á Lundanum í Vestmannaeyjum í kvöld. Ert þú klár? ■ EUROVEISLA í EGILSBÚÐ Almenn sýning á Eurovision-rokkveislunni í Egilsbúð. Neskaup- stað, kl. 20.30. Miðaverð 1500 kr. 1000 kr. fýr- ir 12 ára og yngri og eldri borgara. Heiðursgest- ur er maður þeirra Noröfirðinga, Einar Ágúst. ■ PELICAN Á POLLINUM Ein vinsælasta hljóm- sveit áttunda áratugarins, Pelican, flýgur norður um helgina og skemmtir gestum veitingastaðar- ins Við Pollinn á Akureyri. Sveitina skipa Pétur Kristjánsson söngvari, Ómar Óskarsson gftar og söngur, Jón Ólafsson, bassi og söngur, Ásgeir Óskarsson trommur og Tryggvi Hubner gítar. ■ STEMMING Á AKUREYRI Hljómsveitin Gildrumezz verðum með frábæra Greedence Clerwater dagskrá á skemmtistaönum Oddvit- anum en þessi dagskrá hefur slegið í gegn á Ak- ureyri. ■ SÁLIN Á BREIÐINNI Poppkóngarnir í Sálinni hans Jons míns rokka á Breiðinni, Akranesi. ■ UPPSKERUHÁTH) HESTAMANNA í kvöld verður haldin árleg Uppskeruhátíb hestamanna á Broadway. Kynnir er Flosi Ólafsson og hljóm- sveitin BSG leikur svo fyrir dansi. ■ ÚTÓPÍA Á DALVÍK Jaðarsveitin Útópía heldur í víking til heimaslóðanna á Norðurlandi og held- ur tónleika í Dalvíkurbíó frá kl. 20.30-22.30. •Leikhús ■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Blessað barna- lán efitr Kjartan Ragnarsson. Heima menn sem og aðrir nærsveitungar eru hvattir til að mæta en sýningin hefur fengið afbragðs dóma og góð- ar viðtökur áhorfenda. En eru örfá sæti laus. ■ BRÚOKAUP TONY OG TINU Leikfélag Mos fellsbæjar sýnir kl.20 i kvöld leikritið Brúðkaup Tony og Tinu en sýnt er í Bæjarleikhúsinu, Mos- fellsbæ. Sýningin hefur fengið ótúlega góðar við- tökur og uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. ■ DAUÐADANSINN í kvöld sýnir Borgarleikhús- ið verkið Dauðadansinn eftir August Strindberg og hefst sýningin kl.20 en sýnt veröur á litla svið- inu. Þetta er samstarfsverkefni Strindberg hóps- ins og leikfélags Reykjavíkur en¥útkoman er sér- lega áhugaverð. ■ ENGLABÓRN Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir í kvöld leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. Síðustu sýningar fara nú í hönd en sýningin í kvöld hefst kl.20 og skal það tekið fram að hún er stranglega bönnuð börnum. ■ HAUST (slenski dansflokkurinn sýnir í kvöld 3 ný íslensk dansverk eftir íslenska höfunda en verkin heita Da, Milli heima og Plan B en saman heitir sýningin Haust. Sýnt verður í kvöld á nýja sviði Borgarleikhússins kl.20. Þetta eru síðustu sýningar en enn eru örfá sæti laus. ■ MEÐ VÍFH)! LÚKUNUM Borgarleikhúsið sýnir í kvöld leikritiö Með vífið í lúkunum eftir Ray Coo- ne. Leikritiö hefur verið til sýningar lengi vel og við miklar vinsældir. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 og eru örfá sæti laus. ■ PÍKUSÓGUR Leikritið Píkusögur eftir Evu Esler verður sýnt i kvöld á 3.hæð Borgarleikhússins. Verkið er í raun frásögn nokkura kvenna en það hefur notið mikilla vinsælda hérlendis sem og annars staðar. Sýningin hefst í kvöld kl.20 ■ PÚÐURTUNNAN ( kvöld veður sýning á vegum Stúdentaleikhússlns á verkinu Púöurtunnan, en þaö verður sýntí Vesturporti í kvöld kl.20. Verkið er samtímaverk frá fyrrverandi júgóslavneska lýð- veldinu Makedóníu og er eftir ungan rithöfund að nafni Dejan Dukowskji. ■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leikritið Syngjandi í rigningunni verður sýnt í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins en meöal leik- enda I sýningunni eru Selma Björnsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Sýningin hefst kl. 20 studvíslega. ■ TÓFRAFLAUTAN íslenska óperan sýnir í kvöld Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart en þetta er einhver viðamesta sýning sem að þau hafa ráðist í og er hún stór- glæsileg í alla staði. Sýnt verður I kvöld í ís- lensku óperunni kl.20 ogeru örfá sæti laus. ■ VIUI EMMU í kvöld verður leikritið Vilji Emmu sýnt á fjölum Þjóðleikhússins en verkið er eftir David Hare. Sýningin hefst stu- dvíslega kl.20 og verður sýnt á Smíðaverk- stæðinu. Sýningum fer að Ijúka ■ VÓLUSPÁ Barnaleikverkið Völuspá verður sýnt í dag á vegum Möguleikhússins en Þór- arinn Eldjárn er höfundur þess. •Kabarett ■ STUÐ í KJALLARANUM Hinir landsfrægu skemmtikraftar Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson halda skemmtikvöld í Leikhúskjall- aranum. Borðhald hefst kl. 20 og sýningin kl. 22. Stuðboltarnir í Lúdó og Stefán leika fyrir dansi fram á nótt. Húsið opnar fyrir gesti kl. 23.30. Aðgangseyrir 1000.- kr. ■ ÁSGARDUR Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavikur leika fyrir dansi í kvöld kl.22 og Ragnheiður Hauksdóttir syngur í Ásgarði Glæslbæ. •Opnanir ■ HEKLUÐ TEPPI í GERÐUBERGI Bryndís Björnsdóttir opnar myndlistarsýninguí Fé- lagsstarfi Gerðubergs kl. 16. Félagar úr Tónhorninu og Gerðubergskórinn syngja og leika við opnunina.Bryndís starfaði sem sjúkraliði þangaö til hún fór á eftirlaunaaldur en hefur alltaf haft mikinn áhuga á listsköp- un. Myndefnið sækir Bryndís aðallega í ís- lenska náttúru með öllum sínum litbrigðum. Sérstaða hennar eru þó hekluð teppi og þar má sjá hve abstrakt og einföld myndform eru áberandi í síðari verkum hennar. Sýning- in stendur til 3.febrúar 2002. Opnunartímar sýningarinnar eru frá mánd. til föstd. kl. 10- 17.Ý ■ SKARTGRIPIR j SPAKSMANNSSPJÖR- UM Gullsmiðurinn Fríða verður með sýningu á skartgripum sínum f versluninni Spaks- mannsspjörum, Bankastræti ll.Fríða verður á staðnum í dag og á morgun, laugardag. Skartgripir Fríöu verða áfram til sýnis og sölu í Spaksmannsspjörum. •Fundir ■ LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR Landsfundur Samfylkingarinnar verður hald- inn á Hótel Sögu þessa helgina. Öflugar mál- stofur I gangi milli kl. 15-16. •Bíó ■ Kvikmyndasafn íslands stendur fyrir ein- stæðri sýningu á þöglu myndinni Endalok Sankti-Pétursborgar eftir Vsevolod Pudovkín (1893-1953) í Bæjarbíó klukkan 20.00 við undirleik lifandi tónlistar. Endalok Sankti-Pétursborgar (1927) var gerð í tilefni tíu ára afmælisOktóberbyltingarinnar 1917 en myndin segir frá fátækri bændafjölskyldu sem dregst inn í hringiðu atburðanna er lei- ddu til áhlaupsins á Vetrarhöllina. Myndin vakti heimsathygli fyrir magnaða klippitækni og var Púdovkín umsvifalaust skipað á bekk með fremstu kvikmyndagerðarmönnum sam- tímans. Tónlistin við myndina er eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann. Jóhann notar ýmis rafmagnshljóðfæri, auk Hammondorg- els og rússneska rafmagnshljóðfærisins Þeramíns við flutninginn, og nýtur þar að- stoöar gítarleikarans Péturs Hallgríms- sonar. 16. nóvember 2001 f ó k u s 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.