Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 20
Á miðvikudaginn efnir Þjóðleikhúsið til kvöldsýningar á barnaleikritinu Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magna- son. Tilefnið er útkoma nýrrar plötu með tónlistinni úr verkinu en hún er samin af hljómsveitinni múm. múm o bloo hnettinum Leikritið Blái hnöttur- inn er spennandi og inni- haldsríkt ævintýri ætlað jafnt ungum sem öldnum. Það segir frá villibörnun- um sem búa á Bláa hnett- inum og eru algerlega frjáls og saklaus. Þau þekkja ekkert slæmt og lifa sælulífi í sátt og sam- lyndi þangað til að geim- skrímsli lendir á plánet- unni þeirra. Hann kennir börnunum að fljúga og upphefst ótrúlegt ævin- týri þegar að börnin upp- götva hugtök líkt og samkeppni, öfund og afbrýði- semi. Þetta er fyrsta leikverk höfundarins, Andra Snæs Magnasonar, en hann hlaut einmitt Islensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Sagan af bláa hnettinum, fyrstur barnabókahöfunda. Verkið hefur vakið mikla athygli og verðskuldað lof, ekki síst vegna tónlistarinnar sem prýðir verkið. Það eru krakkarnir í múm sem sáu um að semja tón- listina í samvinnu við Andra Snæ en þau hafa verið að gera það gott víðs vegar um Evrópu með spila- mennsku sinni. Von er á nýrri plötu frá múm í byrj- un næsta árs en þau vöktu fyrst athygli þegar útgáfu' fyrirtækið Thule musik gaf út plötu þeirra Yesterday was Dramatic - Today is OK. Síðan þá hafa verið gefnar út tvær remix plötur með sveitinni, önnur af Thule musik en múm tók engan beinan þátt í gerð hennar en hin bar heitið Please Smile My Noise Bleed. Meðlim- ir múm tóku virkan þátt í gerð síðarnefndu plötunn- ar sem kom út á vegum Morr Music en hún inni- hélt endurhljóðblandanir af tveimur nýjum lögum frá sveitinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að Andri Snær og múm vinna saman að gerð plötu en Andri hefur áður gefið út ljóðadisk en þar var múm honum innan handar. Á miðvikudag verður eins og áður segir kvöldsýn- ing á Bláa hnettinum þar sem að múm flytja nokkur lög úr verkinu en plata með þeirri tónlist er væntan- leg eftir áramót. Einnig gefst áhorfendum kostur á að ræða við Andra Snæ um leikverkið og bókina eftir sýningu verksins auk annara leikara sem koma við sögu. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá sýninguna með lifandi undirspili frá múm auk leiðsagnar höf- undar. Longlifasti pöbb Reykjavíkur Þessi mynd er tekin I. mars árið 1989, daginn sem bjór var loksins leyfður á Is- landi, og eins og sést þá var mikil gleði hjá gestum Gauksins. Gaukur á Stöng fagnar þeim tímamót- um á mánudagskvöldið að vera orðinn 18 ára gamall. Á þessum tíma hefur staðurinn gengið í gegnum ýrnsar breyt- ingar en hefur þó alltaf haldið þeirn titli að vera merkisberi iifandi tónlistar f höfuðborg- inni. Stærstu breyting- arnar á staðnum voru gerðar fyrir um ári þeg- ar staðurinn var stækkaður frá því að taka 200 gesti og upp í 700. I gegnum tíðina hafa ýmsir frægir lista- menn sést á Gauknum og ber þar helst að nefna Kim Larsen, Rammstein, Will Old- ham, Björk, Wise guys, Dj. Luke Slater, Dj. Dave Clarke, Mike Bruce gítarleikara, Alice Cooper og Steve Albini, upptökustjóra Nirvana og Pixies. Á mánudagskvöldið verða það hins vegar Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson sem heiðra munu af- mælisgesti með því að taka lög Simon and Garfunkel. Hljóm- sveitin Buff mun svo einnig stíga á svið með partíprógramm sem hægt verður að skola niður með fríum veig- um á barnum. Húsið verður opnað kl. 21 og það er frítt inn. Margir frægir listamenn hafa spilad á Gauki á Stöng í gegnum tíðina. Þessi mynd var tekin árið 1990 þegar Kim Larsen spilaði á staðnum. Á sínum tfma var Gaukurinn glæsi- legt veitingahús eins og sést á þessari mynd frá 1987. f dag eru bara fljótandi veigar seldar á staðnum. Nú er komið að lokum Vetrardagskrár Hljómaiindar sem séð hefur landanum fyrir gæðatónleikum upp á síðkastið. Wolf nokkur Coionel mun mæta og rauia nokkur lög við eigið kassagítarspil á Vldalín. Forsala miða er hafin í Hljómalind. Vetrardogskróin kveður Á mánudagskvöldið eru seinustu tónleikar Vetrar- dagskrár Hljómalindar haldnir. Þeir fara fram á staðnum Vfdalín við Austurvöll. Inngangur mun kosta litlar 700 spírur og húsið verður opnað kl. 22. Að þessu sinni er það tónlistarmaðurinn Wolf Colon- el, réttu nafni Jason Anderson, sem kemur á klak- ann til að skemmta tónþyrstum Frónbúum. Tónleik- amir munu verða á rólegu nótunum þar sem Wolf mætir einungis vopnaður gítar og eigin raddböndum líkt og Will kallinn Oldham gerði fyrir stuttu á Gauki á Stöng við mikinn fögnuð viðstaddra. Það á vel við að ljúka Vetrardagskránni með ljúfum tónum og syngja hana þar með í svefh eftir fjölda góðra tón- leika undanfarna tvo mánuði. Fókus mælir með að fólk kíki á Wolf Colonel og njóti vaxandi skamm- degis með rólegum tónum og kannski köldum öl eða kakói. f ó k u s 16. nóvember 2001 ,augardagur 17/11 •Popp ■ N0RDEN0M í tilefni af Norrænu bókasafnavikunni heldur kvartettinn Nordenom tónleika en hann skipa Kalle Zwilgmeyer frá Noregi, Stanley Samuelsen frá Færeyjum, Hans Eriksson frá Svíþjóö og Per Jensen frá Danmörku Þetta eru allt vanir menn og sá elsti þeirra, Kalle Zwilgmeyer, á að baki meíra en 30 ár sem „alt- muligmann" i norrænni vísnatónlist. Hann kom m.a. hingað til íslands vorið 1996 með félögum sinum í „PoL arkvartetten" og hélt tónleika á nokkrum stöðum við góðar viðtökur. Allir félagarnir leika á gitar og þeir syng ja á dönsku, norsku, sænsku pg færeysku. Þeir flytja bæði eigin lög og texta og sígildar norrænar vísur. Vis- urnar eru af öllu tagi nýjar og gamlar, lyndnar og dapur- legar.innilegar og Ijúfar og allt þar á milli. ■ ÍSLENSKI FALDBÚNINGURINN UM 1800. Elsa E. Guðjónsson textíl- og búningafræðingur, flytur fýrirlestur með litskyggnum í dag kl.14 á vegum Heimilisiðnaðar- skólans i húsnæði Heimilisiðnaðarfélags íslands, Lauf- ásvegi 2. í erindi sínu mun Elsa fjalla, í máli og mynd- um, um faldbúning íslenskra kvenna eins og hann tiðk- aðist á seinni hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar, •Klúbbar ■ SPOTLIGKT Slsley.com kvöld á Spotiight. Dj Sesar, sá langflottasti, veröur í biluðu stuði. 1/2 lítri bjór á 300 til 01. •Krár ■ SVENSEN. HALLFUNKEL OG MATUR Á GULLÖLD- INNI Gömlu, gömlu kempurnar Svensen og Hallfunkel eru staðráðnir [ því að skemmta gestum Gullaldarinnar í kvöld, alveg þangað til klukkan slær 3. Og fyrir fyllibytt unnan Heitur matur veröur framreiddur frá klukkan 2 svo fólk fari nú ekki óétið i bólið. ■ ZÚRI Á 22 Ámi Þór sem ætið kallar sig Zúra gæj- ann er snúinn aftur í Dj-harkiö og verður í búrinu á 22 í kvöld. Gott partý eins og allir þekkja. Fritt inn til 1 en stúdentar fá alltaf fritt inn. ■ GRÆNIR VINIR Á hinum magnaða skemmtistað Catalínu Hamraborg verður hljómsveitin Grænir vinir með dansleik. ■ KOKKAÐ Á NELLYVS Dj. le chef í búrinu á Nelly¥s Cafe. Tilboð á bar og 500 kall inn eftir kl 24. I KÁTT í HÖLLINNI Á VEGAMÓUJM Dj Kári mætir ásamt söngkonunni Miss Nice, Funky Moses á bassa og Peter Hall á gítar á Vegamótum. Þetta er nokkuð sem enginn ætti að missa af. ■ PENTA Á CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Penta verður með skemmtilegheit á Café Amsterdam alla helgina. Landsbyggðarfólk sérstaklega velkomið. > PLAST Á VÍDALÍN Það stígur ný sveit á stokk á Vídalín í kvöld sem ber nafnið Plast. Sveitin er vísu skipuð gömlu biýnum og ætti þvi ekki að vera neinn byijendabragur á kvöldinu. Það eru þeir Tommi Tomm úr Rokkabillýbandinu, Gunni Óla úr Skítamóral, Jonni úr Ensími og Diddi úr Sniglabandinu sem skipa sveitina. Góða skemmtun. B PjTUR Á LÆKJARKOTl Plötusnúðurinn Pétur skek- ur skanka á Lækjarkoti i kvöld. Ungir sem aldnir ættu að hafa gaman af því. B SIXTIES Á PLAYERS Gleðisveitin Sixties sér um tiörið á Players, Kópavogi. B SPILAFÍKLAR Á DUBLINERS Hljómsveitin SpílafikF arnir sér um stemninguna á Dubliners. B SPÚTNIK Á KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Spútnik heldur uppi dúndurstemningu á Kaffi Reykja- vík. Auk þeirra mun Dj. Bestboy þeyta skífur af sinni al- kunnu snilld. B SPÚTNIK Á KAFFIREYKJAVÍK Sú saga gengur um bæinn (Selfoss og nágrenni þ.e.) að hljómsvertin Spútnik sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu. Þar sem sveitin er að spila á Kaffi Reykjavik alla helgina er aldrei að vita nema þetta nýja efni fái að hljóma. Hljóm- sveitina skipa Kristján Gislason söngvari, Ingólfur Sig- urðsson trommari, Kristinn Gallagher bassaleikari, Bjami Halldór Kristjánsson gítarleikari og Kristinn Ein- arsson hljómborðsleikari. B SÓLDOGG Á GAUKNUM Hressu strákarnir i Sól- dögg hrista upp i liðinu á Gauk á Stöng. B TVÖ DÓNALEG HAUST Hljómsveitin Tvö dónaleg haust leikur fyrir dansi á Celtic Cross í kvöld. Magnað band á mögnuðum skemmtistað, það ætti ekki nokkur maður að láta þetta fram hjá sér fara. •Klassík B SÁLMAR JÓLANNA - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR í tilefni af útkomu geisladisksins Sálmar jólanna halda Sigurð- ur Rosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson org- anisti tónleika í Hallgrimskirkju kl. 17. Á tónleikunum leika Gunnar og Sigurður lög sem tengjast aðventu, jóf um og áramótum. Lögin eru frá ýmsum tímum, þau elstufrá miðöldum, en hið yngsta var samið árið 1995 af Atla Heimi Sveinssyni við nýfundiö Ijóð Halldórs Lax- ness. Marga af þekktustu jólasálmum heimsbyggðar- innar er að finna á efnisskránni, svo sem Það aldin út er sprungið og Heims um ból, en einnig verða flutt göm- ul íslensk jólalög, misvel þekkt meðal þjóðarinnar. Gunnar og Sigurður leika lögin i eigin útsetningum, en í þeim er áhersla annars vegar á spuna, en hinsvegar á flölbreytilega nálgun að viðfangsefnunum. •Sveitin B SKUGGABALDUR í VESTMANNAEYJUM Meistari Skuggabaldur stekkur í Heijólf í dag og gerir sig kláran til að skemmta á Lundanum í Vestmannaeyjum í kvöld. Ert þú klár? B BUTTERCUP FYRIR NORÐAN Buttercup verður á Akureyri allan laugardaginn og áritar nýja diskinn sinn í Pennanum Bókvali á Glerártorgi kl. 15.30. Síðan er ball í Sjallanum um kvöldiö en þar hefur sveitin ekki spilað síðan í vor. B BÁSINN Félag Harmonlkku unenda á Selfossi held- ur upp á 10 ára afmæli sitt í kvöld á Básnum Ölfussi. B EURÓVEISLA í EGILSBÚÐ Enn gengur Euróvisjón- skemmtunin í Egislbúð, Neskaupstað. Uppselt er á þessa sýningu en sjálfsagt pláss á ball með Ózon og Einar Ágústi. 18 ára aldurstakmark á ballið og 1800 spírur inn. B FLAUEL Á N-1BAR Hljómsveitin Flauel sér um stuð ið í N-1 bar, Grindavík, fl GILDRUMEZZ Á ODÐVITANUM Hljómsveitin Gildru- mezz verðum með frábæra Greedence Clerwater dag- skrá á skemmtistaðnum Oddvitanum en þessi dagskrá hefur slegið í gegn á Akureyri. B MILUÓNAMÆRINGARNIR í EYJUM Hinir einu sönnu Milljónamæringar sjá um fjöriö ásamt stór- söngvurunum Bjama Ara, Páli Óskari og Stefáni Hilm- arz í Höllinni, \festmannaeyjum. B PEUCAN Á POLUNUM Ein vinsælasta hljómsveit áttunda áratugarins, Pelican, flýgur norður um helgina og skemmtir gestum veitingastaðarins Við Pollinn á Ak- ureyri. Sveitina skipa Pétur Kristjánsson söngvari, Ómar Óskarsson gítar og söngur, Jón Ólafsson, bassi og söngur, Ásgeir Óskarsson trommur og Tryggvi Hubner gftar. B STUÐ í SJÁVARPERLUNNI Eyjólfur Kristjánsson tjúttar ásamt hljómsveitinni Hálft í hvoru á stuðstaðn- um Sjávarperiunnl, Grindavík. B ÚTÓPÍA Á AKUREYRI Jaðarsveitin Útópia heldur i víking til heimaslóðanna á Norðurlandi og heldur tón- leika á Kaffi Akureyri frá kl. 22.0024.00. •Leikhús B BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Blessað bamalán efitr Kjartan Ragnarsson. Heima menn sem og aðrir nærsveitungar eru hvattir til að mæta en sýningin hefur fengið af- bragðs dóma og góðar viðtökur áhorfenda. En eru örfá sæti laus. fl BLÍÐnNNUR Barnaleikritið Bliðfinnur eftir Þorvald Þorsteinsson [ leikgerð Hörpu Amardóttur verður sýnt á fjölum Borgarieikhússins í dag kl.14. Sagan segir frá Blíðfinni og ævintýrum hans, Smælksins, Drullumalla, Vitringsins og að sjálfsögöu Bamsins. Skemmtileg sýn- ing fyrir alla flölskylduna. B BRÚÐKAUP TONY OG TINU Leikfélag Mosfellsbæ} ar sýnir kl.20 i kvöld leikritið Brúðkaup Tony og Tinu en sýnt er I Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ, Sýningin hefur fengið ótúlega góðar viðtökur og uppsek hefur verið á allar sýningar til þessa. B DA. MILU HEIMA OG PLAN B íslenski dansflokk- urinn sýnir í kvöld 3 ný íslensk dansveik eftir islenska höfunda en verkin heita Da, Milli heima og Plan B en saman heitir sýningin Haust. Sýnt verður í kvöld á nýja sviði Borgarieikhússins kl.20. Þetta eru síðustu sýning ar en enn eru örfá sæti laus. fl EVA Kaffileikhúsið er með til sýningar um þessar mundir verkið Eva: bersögull sjáHsvamarielkur en hann verður einmitt sýndur í kvöld kl.21 B FJANDMAÐUR FÓLKSINS í kvöld sýnir Borgarleik- húsið leikritið Fjandmaður fólksins eftir Henrik Ibsen. Leikritið hefur fengið góðar viðtökur áhorfenda en sýnt er á stóra sviðinu og hefst sýningin kl. 20 fl HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF7 í kvöld sýnir Þjóöleikhúsið hið magnaða leikverk Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem að hefur verið til sýrr- ingar í langan tíma en vinsældum þess ætlar víst aldrei að Ijúka. Höfundur verksins er Edward Albee en sýning- in í kvöld hefst kl.20 fl KAFFILEIKHÚSIÐ í kvöld sýnir Kaffileikhúsið leikrit- ið Eva sem er bersögull sjálfsvamarleikur og hefst sýn- ingin kl. 21 B KARÍUS OG BAKTUS í dag sýnir Þjóöleikhúsið hið margþekkta bamaleikrit Karius og Baktus eftir Thor- bjöm Egner, Sýningin hefst kl.15 og sýnt er á Smíða- verkstæðinu. B LAUnN í TOSCANA i kvöld veröur leikverkið Laufin i Toscana sýnt i Þjóðleikhúsinu. nánar til tekið á stóra sviðinu. Sýningin hefst að vanda kl.20 en höfundur leik- ritsins er Lars Norén B MOZART íslenska óperan sýnir í kvöld Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart en þetta er einhver viðamesta sýning sem að þau hafa ráðist í og er hún stórglæsileg í alla staði. Sýnt verður í kvöld í íslensku óperunni kl.19 og eru örfá sæti laus. B PÚÐURTUNNAN í kvöld veður sýning á vegum Stúd- entaleikhússins á verkinu Púðurtunnan, en það verður sýntí Vesturporti í kvöld kl.20. \ferkið er samtímaverk frá fyrrverandi júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu og er eftir ungan rithöfund að nafni Dejan Dukowskji. B VERÓLDIN ER VASAKLÚTUR Síðasta sýning á verk- inu Veröldin er vasaklútur verður í kvöld kl.21 í Kaffi- leikhúsinu. Leikfélagið The lcelandicTakeAwayTheatre sér um sýninguna og öllu sem að henni kemur og merkilegt nokk er talað á íslensku i þessu veiki þótt svo að aðstandendur leikfélagsins gátu ekki valið sér ís- lenskt nafn á félagið. •Kabarett B LADDI í KJALLARANUM Þórhallur Sigurðsson með frábæra skemmtun við allra hæfi á Leikhúskjallararr- um. Borðhald hefst kl, 20 og sýningin kl, 22. Eftir sýn- inguna munu gleðipiltarnir i Hunang leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Húsið opnar fyrir gesti kl. 23,30. Að- gangseyrir er 1000,- kr. •Fyrir börnin B KOTTUR í NORRÆNA HÚSINU Trlvalið að kíkja í Norræna húsið með krakkan í dag á sýninguna Köttur út í mýri. 100 kall inn. Þar er hægt að leggjast inn í fiðr- ildahellinn sem sagt er frá í Bláa hnettinum, setjast i hásceb' Óðins og hlusta á frásagnir hrafnanna Hugins og Munins, heimsækja hinn ógurlega tröllaskóg og þan- nig mætti lengi telja. í æskulandi Sjöunda himinsins geta böm og fullorðnir notið þess að gefa sig sögnum, söngvum og goðsögnum á vald. Upplifunin er sett í samhengi við sögur, söngva, myndir, goðafræði, ævin- týri, vísur crg þulur og þar er líka rými fyrir sagnalist, tón- list, leikhús og framtak bamanna sjálfra. Sýningin stendur til 9.desember. B MYNDIR ÚR BARNABÓKUM Sýning á myndum úr bamabókum stendur sem hæst. í Norræna húsinu eru sýndar 15 frumteikningar úr þekktustu bamabókum Svía, (bækur sem einnig eru til í íslenskri útgáfu). í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi er hins vegar að frnna teikningar úr íslenskum bamabókum. •Opnanir B TÉKKNESK GLERUST í dag veröur opnuð spenn- andi sýning á Kjarvalsstööum þar sem sýnd verða verk eftir fremstu gleriistamenn Evrópu. Sýningin ber nafn- ið Leiðin að miðju jaröar.Efnistök gleriistamannanna sem verk eiga á sýningunni eru ólik og endurspegla sér- stöðu hvers og eins þeirra. Þannig gefur að líta flöl- breyttan þverskurð af þeim óþijótandi fomigerðum og litadýrð sem glerið hefur upp á að bjóða, ýmist eitt og sér eða með öðrum efnum. Útkoman er meistaraleg og lætur engan ósnortinn. Við opnunina leikur pianóleikar- inn Davið Þór Jónsson. Leiðsögn verður um sýninguna alla sunnudaga, kl. 15. •Fundir B SAMFYLKINGARMATUR Hátiðarkvóldverður lands- fundar Samfylklngarlnnara verður á Hótel Sögu i kvöld.Glæsileg þriggja rétta máitíð á 4000 krónur og úr- vals skemmtiatriði með Stuðmönnum, Geirfuglunum ofl. B ÍSLENSKI FALDBÚNINGURINN UM 1800. Bsa E. Guðjénsson textík og búningafræðingur, flytur fyririestur meö l'rtskyggnum i dag kl.14 á vegum Heimilisiðnaðar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.