Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir Ráöherra leggst gegn beinum samningum við heimilislækna: Vill opna heilsu- gæslustöð - kærir seinagang afgreiöslu málsins til umboðsmanns Alþingis DV-MYND HILMAR ÞÖR Vill opna heilsugæslustöö en mætir andstööu heilbrigöisráöherra. Guömundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir ásamt sonum sínum, Davíö Arnljóti og Gunnari Hákoni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, formaður félags heimilislækna á Norðurlöndum, telur að um 30 þús- und manns séu án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu og því fjarri lagi að það séu „aðeins" 5 þúsund manns eins og Lúðvík Ólafsson, héraðslækn- ir Reykjavíkur og forstöðumaður Heilsugæslu Reykjavíkur, heldur fram. Einnig undrar Guðmundur sig á þeim orðum Lúðvíks að ekki vanti heimilislækna. Guðmundur Karl hef- ur sótt um að opna heilsugæslustöð þar sem starfi 4 tii 7 heimilislæknar og sérfræðingar og sinni bráðamót- töku fyrir þá sem eru án heimilis- læknis. Það sé úrelt fyrirkomulag að skipta heimilislæknum eftir hverfum og það kerfi fæli unga lækna frá því að leggja fyrir sig heimilislækningar, enda vilji þeir fá aukið svigrúm til jafns við aðra lækna til að opna eigin stofur. Á þriðja tug heimilislækna hefur gefist upp á því að vera á ríkisjöt- unni, þeir vilji fá að stjórna þessu sjálfir, og fleiri munu hætta og flytja sig yfir í aðrar greinar læknisfræð- innar. Kostnaður verði sá sami fyrir þann einstakling sem leiti til einka- rekinna heilsugæslustöðva. Brotið á iæknum Tryggingaráð hefur verið með um- sókn Guðmundar Karls til skoðunar síðan í marsmánuði sl. og segir hann að Tryggingaráð vilji semja við sig en fái ekki leyfi heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, til þess. Ráðherra bíði hins vegar eftir svari nefndar sem skipuð var 10. október sl. og hefur það verksvið að efla aðgengi að heilsugæslu. Guðmundur Karl telur alveg fráleitt að biða þurfi eftir því að sú nefnd skili áliti, enda taki það ef- laust marga mánuði þar sem verksvið hennar sé svo víðfeðmt. Það sé einnig mjög gagnrýnivert, og móðgun við lækna, að í nefndinni sitji enginn heimilislæknir af höfuðborgarsvæðinu en þar búi um 65% þjóðarinnar. Guð- mundur Karl segir að málið verði nú sent til umboðsmanns Alþingis, enda sé verið að brjóta á þeim læknum sem fá ekki að opna heilsugæslu eins og hann hafi í hyggju. „Við munum opna í byrjun næsta árs og ef ekki með stuðningi Trygg- ingastofnunar þá með fjárhagsstuðn- ingi annars staðar frá. Ég get hins veg- ar ekki upplýst nú hvaðan það íjár- magn kemur," segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir. Máliö í nefnd Jón Kristjáns- son heilbrigðisráð- herra segir að hann hafi ekki léð máls á því að Tryggingastofnun semji beint við heilsugæslulækna og ekki hafi verið opnað á nýjar samningaleiðir við Tryggingastofhun, en að vísu hafi verið samið við Lækna- vaktina utan venjulegs vinnutima. Starfandi sé nefnd sem eigi að skoða mál heilsugæslunnar á breiðum grundvelli. Hún sé þegar komin nokk- uð áleiðis og henni beri að vinna hratt. Ráðherra á von á niðurstöðum nefhd- arinnar innan tíðar. „Það eru til margar útgáfur af samn- ingum við heilsugæslulækna en við höfum viljað að þeir samningar fari gegnum Heilsugæsluna í Reykjavík og hún hefur samið við sjálfstætt starf- andi lækna. Það er opið fyrir Guð- mund Karl að gera það. Það er einka- rekin stöð í Lágmúla sem starfar eftir samningi við Heilsugæsluna í Reykja- vík,“ segir heilbrigðisráðherra. Ráðherra segist ekki geta metið hvort 30 þúsund manns séu án heimil- islæknis en margir hirði ekki um að skrá sig og enn aðrir leiti beint tii sér- fræðinga, en það sé markmið sitt að beina öllum inn í heilsugæsluna. -GG Braust inn í Amtsbókasafnið og háttaði sig: Sofandi innan um heimsbókmenntir - hafði farið úr skónum og stillt þeim snyrtilega upp Brotist var inn í Amtsbókasafhið á Akureyri eldsnemma á laugardagsmorg- un. Engu var stolið en skemmd- ir urðu vegna rúöubrots. Þegar starfsmenn komu til vinnu skömmu síðar sáu þeir strax ummerki innbrots og nokkru síðar kom í ljós að útiskóm hafði verið stillt upp með snyrti- Brottkastsskipst j órinn: Fékk hjartaáfall Sigurður Grétar Marinósson, skip- stjóri á Báru, sem sagði frá brottkasti á skipi sínu i DV- yfirheyrslu fyrir rúmri viku, fékk hjartaáfall á fóstu- dag. Sigurður fer í hjartaþræðingu í dag. Hann kveðst tvisvar hafa fengið kransæðastíflu á einu ári. „Það átti eftir að þræða eina æð, og ég vissi það, en hafði trassað að fara í þá að- gerð. En nú er ekki eftir neinu að bíða. Það er þó ansi langsótt að kvótakerfið eða brottkast afla sem verið hefur í sviðsljósinu að undan- fómu eigi þátt í þessu nú,“ segir Sig- urður Grétar Marinósson. -GG Amtsbókasafnið Maöurinn sem braust inn fékk mola- sopa áöur en hann fór. Siguröur Grétar Marinósson. legum hætti inn- ar í húsinu. Þess má geta að gestir safnsins fara alla jafnan úr skón- um þegar þeir koma þangað inn. Skömmu síð- ar fundust buxur og enn innar í húsinu, i her- bergi þar sem geymdar eru vin- sælar bækur sem eru í útlánaumferö, fannst sofandi maður. Hann hafði háttað sig og lagst fyrir, eða öllu heldur sest fyr- ir, innan um heimsbókmenntir sem þarna stóðu í stöflum. Lög- reglu var gert viövart og kom hún á staöinn. Maðurinn, sem hafði verið ölv- aður um nóttina og fram undir morgun og hafði ekki sofið lengi þegar að var komið, gaf þá skýr- ingu að honum hefði verið vísað á bókasafnið sem næturstað af ein- hverjum heimamönnum. Maður- inn var aðkomumaður og hafði verið með stéttarfélagsíbúð á öðr- um stað í bænum á leigu og taldi sig jafnvel hafa verið kominn þangað. Þegar maðurinn hafði klætt sig og gefiö lögreglunni skýrslu um málið fékk hann molasopa hjá starfsfólki bókasafnsins áður enn hann fór. Mun Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður hafa bent mannin- um á almennan afgreiðslutíma safnsins og hvatt hann til að koma næst á þeim tíma. ^BG 14 Bandaríkjamanna leitaö Árni Guömundsson svæöisstjórnarmaöur talar viö aöra björgunarsveitarmenn sem tóku þátt í leitinni. Landgönguliðar týndust á fjöllum 14 landgönguliða úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli var leitað í fyrrinótt og gærmorgun á svæði sunnan Tindfjalla. Björgunarsveit- armenn fundu mennina, sem allir eru ungir og vel á sig komnir, und- ir hádegi í gær. Landgönguliðarnir höfðu verið á ferð á svæðinu með tveimur íslenskum leiðsögumönn- um sem voru meðal annars að kenna þeim á áttavita. Á laugardag var komin súld um það leyti er tók að dimma. Vissu þá menn ekki hvar þeir voru staddir og var farið að sakna landgönguliðanna. Var leit hafm en þegar mennirnir komu í leitimar á sunnudag voru þeir staddir um einn kílómetra frá skála þar sem þeir höfðu gist nóttina áður. Voru þeir vel búnir, í goretex- göllum. Gallarnir eru hins vegar í „felulitum“. -ótt MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 x>v SBl' Ekki á hjánum Samfylkingarfund- urinn virðist öðrum þræði hafa snúist um að sannfæra fundar- menn um aö flokkur- inn sé ekki á hnján- um heldur standi þrátt fyrir allt upp- réttur. Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra segir þetta í pistli á heimasíðu sinni. Alvarlegt vinnuslys Skipverji á erlendu flumingaskipi í Grundartangahöfn var fluttur slasaður á Landspítalann í Fossvogi í gær. Mað- urinn slasaðist þegar verið var að taka upp stimpil í vél. Stimpillinn féll niður og lenti á fótum mannsins. Hífa þurfti stimpilinn ofan af hinum slasaða. Hann fór í aðgerð í gær. Miðasalan að hefjast Sala á tónleika Bjarkar og Sinfóníu- hljómsveitar íslands hefst i dag, mánudag, klukkan 10. Miðamir verða seldir í núm- emð sæti og fer miðasalan fram i Há- skólabíói. Tónleik- amir verða í Laugardalshöll þann 19. desember. Minnkar um milljarð Ný skýrsla Byggðastofhunar leiðir í ljós að aflaverðmæti krókabáta á Vest- fjörðum gæti minnkað um rúmlega einn milljarð í kjölfar kvótasetningar á ýsu, ufsa og steinbít. Mbl.is greindi frá. Skjálfti á Akureyri Snarpur jarðskjálfti fannst á Akur- eyri um fjögurleytið í fyrrinótt. Skjáift- inn mældist um 2,5 stig á Richter og átti sér stað klukkan 4.09. Doktorsnemastaða Landgræðsla ríkisins og Garðyrkju- skóli ríkisins hafa ákveðið að taka upp samstarf á sviði rannsókna í plöntulíf- fræði. Það verður gert með því að kosta eina sameiginlega stöðu doktor- snema á þessu sviði. Baitasar tilnefndur Kvikmyndaleik- stjórinn Baltasar Kormákur hefúr ver- ið tilnefndur sem einn þriggja leik- stjóra til að hljóta verðlaun fyrir kvik- myndahandrit á und- irbúningsstigi á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Baltasar vinnur nú að gerð myndar sinnar, Hafið, og fara tökur fram í Nes- kaupstað. Lottó gekk ekki út Enginn datt í lukkupottinn lottósins á laugardagskvöld en potturinn var þrefaldur að þessu sinni. TO skiptanna voru rúmar tíu mflljónir króna og flytjast þær yfir á næsta laugardag og verður fyrsti vinningur þá fjórfaldur. Sambærileg lausn Bæjarstjóm Árborgar hefur sam- þykkt ályktun þar sem hvatt er tfl þess að verkfafl tónlistarkennara verði leyst á sambærOegum forsendum og gert hefur verið í kjaradeOum annarra kennara í landinu. Vaxandi síldveiði Góð sOdveiði hefur verið siðustu sólarhringa í Berufjarðarál og út af Vopnafirði. Veður hefur þó stundum hamlað veiðum. Þaö em þó aðaUega nótaskipin sem halda sig í Berufjarð- arál en stærri skipin, s$n eru með flottroO, eru út af Vopnafirði, 50 tO 90 mflur frá landi. Sildin sem fæst út af Vopnafirði er mun vænni en hún er aðaMega flökuð og fryst á Skandinavíu- markað. SOdaraflinn það sem af er ár- inu er nærri helmingi minni en á sama tíma í fyrra. -aþ/GG/sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.