Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Page 13
13 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 DV Utlönd Borgaraflokkarnir í Danmörku sækja í sig veðrið: Kraftaverk þarf til að bjarga stjórn Nyrups Aðeins kraftaverk virðist geta komið í veg fyrir að ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmussens missi völdin eftir kosningarnar sem verða haldnar í Danmörku á morgun. Skoðanakannanir sem danskir Qölmiðlar birtu í gær benda til aö borgaraflokkarnir fái hreinan meirihluta atkvæða. Samkvæmt könnun Vilstrup Research, sem net- útgáfa Politiken birti i gær, fá borg- araflokkarnir Venstre, Konserva- tive og Danski þjóðarflokkurinn 52,6 prósent atkvæða. Ef 2,4 pró- senta fylgi Kristilega þjóðarflokks- ins er bætt þar við fá hægriflokk- arnir 55 prósent atkvæða og 99 menn af 179 sem sitja á danska þing- inu. Venstre, undir forystu Anders Foghs Rasmussens yrði stærsti flokkurinn á danska þinginu. Jafnaðarmenn, Radíkalar, Sósíal- íski þjóðarflokkurinn og Einingar- listinn fá samkvæmt könnun Vil- strup aðeins 42,4 prósent atkvæða, eða 76 menn kjörna. Poul Nyrup boðaði til kosning- „Eg geri mér grein fyrir að það er á brattann að sækja,“ sagði forsæt- isráðherrann í viðtali við Jyllands- Posten um helgina. Málefni innflytjenda hafa verið aðalhitamálið í baráttunni fyrir kosningamar. Hægriflokkarnir hafa laðað til sín kjósendur með því að lofa að taka hart á málum inn- flytjenda og þeirra sem leita hælis í Danmörku. Þar hafa haft hæst liðs- menn Danska þjóðarflokksins sem vilja helst losna við útlendinga úr landinu. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að flokkurinn yrði sá þriðji stærsti á þingi eftir kosning- arnar. „Við erum ekki bara lítill hægriöfgaflokkur. Margir jafnaðar- menn eru sammála okkur um að of margir útlendingar komi til Dan- merkur,“ segir Pia Kjærsgaard, leið- togi Danska þjóðarflokksins. Olíufundur við Færeyjar væntan- lega staðfestur Hvort olíudraumur frænda okk- ar, Færeyinga, verða að veruleika kemur væntanlega í ljós í dag. Búist er við að stjórnvöld stað- festi þá fréttir færeyskra fjölmiðla um helgina þess efnis að borpallur olíufélagsins Amerada Hess hafi fundið bæði olíu og gas á 4.200 metra dýpi á færeyska landgrunn- inu, ekki langt frá miðlínunni að efnahagslögsögu Bretlands, þar sem auðugar oliulindir hafa fundist. Eydun Eltter, sem fer með olíu- mál í færeysku landstjórninni, vildi ekkert segja um hugsanlegan ol- iufund í viðtali við færeyska ríkis- útvarpið. Þá neitaði talsmaður olíu- félagsins í Aberdeen í Skotlandi að segja nokkuð um árangur borana þegar danska blaðið Jyllands-Posten leitaði eftir fréttum á laugardag. REUTER-MYND Poul Nyrup Rasmussen Ekki blæs byrlega fyrir danska for- sætisráðherranum ef marka má fylgiskannanir flokkanna. anna á morgun, samhliða sveitar- stjórnarkosningum, vegna mikils stuðnings sem hann fékk fyrir ein- arða afstöðu sína i kjölfar hryðju- verkaárásanna á Bandaríkin í sept- ember. Yfirstandandi kjörtímabil átti annars ekki að renna út fyrr en í mars á næsta ári. Mér finnst ég hvorki geta andað að mér né frá mér, eins og ég hafi verið slegin í brjóstið. Mér finnst ég vera að kafna og fyllist ofsahræðslu. Ég er asmasjúklingur og svona líður mér stundum ef ég tek ekki innúðalyf. Án þeirra gæti ég ekki andað eðlilega. Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 REUTER-MYND Mandela ánægður með lofið Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, og Graca eiginkona hans eru greinilega ánægð með ræðurnar sem voru fluttar þegar nafni grunnskóla í Toronto í Kanada var breytt og hann nefndur í höfuð Mandela. Lyfjafyrirtækin Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • GlaxoSmithKline ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf Lyfjaverslun íslands hf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. - nýjungar í launavinnslu á Grand Hótel 22. nóvember. Skráöu þig á www.tm.is H-Laun ... ekkisætta þig við minna! TÖLVUIiliÐLUn Tölvumiðlun hf. • Engjateigur 3 • 105 Reykjavik Sími 545 5000 • Fax 545 5001 * www.tm.is • tm@tm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.