Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Page 15
15
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001
DV___________________________________________________________________________________________ Merming
Myrkriö í ljósinu
DV-MYND E.ÓL.
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Persónumar sem hún vekur hér til lífsins eru fullar af ást og æöruleysi,
hamingju og lífsgleöi.
Ef maður elskar skil-
yrðislaust og er óspar á
kærleikann uppskera
manns nánustu gott og
gjöfult lif og verða ávallt
sólarmegin í lífinu. Þessi
göfugi boðskapur birtist
lesendum í nýjustu skáld-
sögu Vigdísar Grímsdótt-
ur, Frá ljósi til ljóss, eða
svo virðist a.m.k. vera
við fyrstu sýn. Frásögnin sýnist gjörsneydd
ijótum, leiðum og truflandi eiginleikum
manneskjunnar, grimmd, eigingirni, afbrýði-
semi, geðveiki eða drykkjusýki, svo eitthvað
sé upp talið af því sem einkennt hefur persón-
ur Vigdísar fram til þessa. Persónurnar sem
hér vakna til lífsins eru fullar af ást og æðru-
leysi, hamingju og lifsgleði og hafa aflar sem
ein hæfileika til að laða fram það besta bæði í
sjálfum sér og öðrum. Veröldin er sælureitur
þar sem hamingjudraumarnir rætast, svo
framarlega sem menn eru góðir hver við ann-
an, lausir við heimtufrekju og græðgi og
kunna að bíða. Eða hvað?
Aðalpersónan er Rósa, barn kærleikans (8).
Hún er getin í botnlausri ást og þótt móðir
hennar deyi skömmu eftir fæðinguna fylgja
upphafnar minningar henni tengdar
stúlkunni eftir í vöku sem draumi. Lenni, fað-
ir Rósu, helgar barninu líf sitt og ást í 10 ár en
svo verður hann að fara til að láta drauminn
sem hann hefur dreymt siðan hann var lítill
drengur rætast. Rósa verður eftir hjá vina-
fólki Lenna, Helenu og Róbert, sem ganga
henni í móður- og föðurstað. Og af því stúlkan
er alin upp í æðruleysi „sættir" hún sig við
brottfór föðurins og býr sig undir langa bið
sem mun ljúka þegar Lenni flnnur hamingj-
una og kallar hana til sín. Biðin virðist létt-
bær í faðmi yndislegra fósturforeldra og vin-
konunnar Lúnu sem er eins og Rósa sjálf, með
kollinn fullan af ást, list, fegurð og hamingju-
draumum. Listin ratar út í flngurna á Lúnu
sem verður myndlistarmaður en Rósa tileink-
ar sér listina að lifa og iáta öskirnar rætast.
Og að sjálfsögðu rætast þær, enda engin
ástæða til annars. Eða hvað?
Bókmenntir
Allt virðist ofureinfalt og framvinda mála
er eins og i ævintýri eða rómantískri 19. ald-
ar sögu. Vandamálin sem upp koma, svo sem
dauðsfóll eða ástarsorg, eru afgreidd með því
að tíminn lækni öll sár og að allt fari vel - á
endanum. En í þessum hamingjusama texta
býr annar og raunsærri boðskapur. Hér er á
óvenjulegan hátt Qallað um háskann sem felst
i lyginni, sem í
þessu tilviki er
vandlega innpökkuð
í „sannleikann". Hér
er fjaflað um barn
sem verður eigin-
girni hinna fufl-
orðnu að bráð og
leitar á vit drauma
og ímyndunar til að
lifa af og um
grimmdina sem felst
í að fóma hamingju
annarra fyrir sína
eigin. Þessar stað-
reyndir rata til les-
anda sem skynjar að
frásögnin er aðeins
að hluta til sönn. Á
yfirborðinu er fjall-
að um óskaveröld
sem flestir þrá; ver-
öld skilnings, hlýju,
skilyrðislausrar ást-
ar og fölskvaleysis
en undir krauma óheilindi, óhamingja, svikin
loforð, vanmáttur og efi. Höfundur pakkar al-
varlegum atvikum svo vandlega inn í orð-
ræðu ástarinnar að það er ekki fyrr en undir
lok sögu að lesandinn áttar sig á óheilindum
textans sem er svo lúmskur i fegurð sinni að
lesandinn meðtekur nær gagnrýnislaust van-
rækslu, lygi og svik. Það er ekki síst i þessum
tvöfalda texta sem galdur og - áfall sögunnar
býr.
í Frá ljósi til ljóss bætir Vigdís Grímsdóttir
glænýjum og velútfærðum hliðum í glæsilegt
völundarhús höfundarverksins, arkitektúr
sem mun vekja undrun, ánægju og óhug.
Sigríður Albertsdóttir
Vigdís Grímsdóttir: Frá Ijósi til Ijóss. löunn 2001.
Frida Kahlo
Frídurnar tvær eftir Fridu Kahlo.
Olía á striga 1939.
Varöveitt í Nútímalistasafninu í Mexíkóborg.
Það voru miklir umbrotatímar í Mexikó á
fyrrihluta síðustu aldar, jafnt í pólitísku og
menningarlegu tilliti. í kjölfar byltingar sem
hófst 1910 og stóð í heilan áratug komust
vinstrimenn til valda og í þeirra tíð voru gerð-
ar miklar umbætur i efnahags- og menntamál-
um auk þess sem listir og menning blómstr-
uðu sem aldrei fyrr. Meðal listamannanna var
Frida Kahlo sem vakti verðskuldaða athygli
með sinni fyrstu einkasýningu í New York
árið 1938, þó ekki öðlaðist hún heimsfrægð
fyrr en hún var öll. Myndir hennar þóttu sér-
stæðar og jafnvel óhugnanlegar enda var meg-
inviðfangsefni Fridu hún sjálf og sársaukinn
sem hún bjó við lungann úr ævinni eftir al-
varlegt umferðarslys.
Einkalíf Fridu var álíka skrautlegt og
sjúkrasaga hennar en hún var gift málaranum
Diego Riviera sem hafði mikil áhrif á málara-
list í heimalandi sínu og Bandaríkjunum. !
kvöld kl. 20.30 verður dagskrá helguð Fridu
Kahlo í Listaklúbbi Leikhúskjallarans og flall-
að um ævi hennar og listsköpun i máli og
myndum. Lesnir verða kaflar úr ævisögu Fri-
du og dagbókinni sem hún hélt síðustu árin
auk þess sem gestum gefst færi á að virða fyr-
ir sér flölmargar af myndum hennar. Umsjón-
armenn eru Jón Proppé listfræðingur og Hall-
dóra Friðjónsdóttir leikhúsfræðingur, lesari
með þeim er Brynhildur Guðjónsdóttir leik-
kona og Páll Eyjólfsson leikur á gitar.
Bókmenntir
BÍÍIÍS
Afturgenginn íkorni
Það er svolitið sérkenni-
legt að byrja að lesa nýj-
ustu skáldsögu Gyrðis Elí-
assonar, Næturluktina.
Bókin er framhald af skáld-
sögu Gyrðis, Gangandi
íkoma, sem kom út árið
1987 og það í svo bókstaf-
legum skilningi að það er
eins og ekkert hafl breyst á
þessum árum, sagan held-
ur einfaldlega áfram þar sem frá var horflð. Og
það er að sínu leyti svolítið einkennilegt líka, þvi
Gangandi íkoma lýkur á heimsslitum. Drengur-
inn Sigmar hverfúr inn í ævintýraheiminn, sem
síðan ferst þegar myndinni sem hann hvarf í
gegnum er tortimt í eldi.
Nú stígur Sigmar fram að nýju eins og ekkert
hafi ískorist, hann hefur verið týndur í sólar-
hring, en finnst aftur sofandi á legubekk í stof-
unni. Lif hans hjá hjónunum Ágústi og Björgu
gengur sinn vanagang, nema hvað hann dvelur
nú hjá þeim yfír vetur eftir að skilaboð koma um
það frá móður hans. Einnig fær hann fréttir af
því að faðir hans sé látinn. Líkt og i nýrri smá-
sögum Gyrðis er Sigmar þannig örlítið hefð-
bundnari skáidsagnapersóna en í fyrri bókinni.
Hann á sér fortíð og foreldra, sem gefúr þeim les-
endum sem vilja færi á sálfræöilegri skilningi á
honum en áður. Sigmar liggur í bókum og
þvælist um bæinn. Hann virðist ekki hafa neinar
skyldur og búskapm- á bænum er lítill sem eng-
inn. Lif hans markast af iðjuleysi, draumum og
prakkaraskap, sem virðist einhvem veginn koma
af sjálfu sér og
óvart.
Allt þar til
sagan endur-
tekm- sig. Sig-
mar handleik-
m íkorna sem
þeir Ágúst
hafa smíðað í
sameiningu,
og skyndilega
er hann „aftm
orðinn að
íkoma“, horf-
inn inn i
dystópískan
heim þar sem
dýrin hafa tek-
ið völdin en
mennimir
flestir verið af-
hausaðir, eins
og lesendm
fyrri bókarinnar vita. í heimi íkomans hafa orð-
ið meiri breytingar en í hinum heiminum. Hann
er aftm lagstur í flakk, hvorki borgin né kofinn
hans em honum lengur heimili og eftir langt
ferðalag endar hann sem næturvörðm á gisti-
heimili í litlum heilsubæ.
Það er eflaust hægt að túlka heimana tvo á
ýmsa vegu, og ákveðinni tengingu miili þeima er
líka gefið undir fótinn. T.d. er talað um Ágúst
sem broddgölt, sem leiðir hugann að broddgelti
sem íkominn rekst á í fyrri sögunni. Þá minnist
Gyrðir Elíasson rithöfundur
Eina leiöin er aö taka heim
sögunnar gildan og fylgja Sig-
mari á flakki hans milli heima
þar sem flest efekki öll mörk
hafa veriö þurrkuö út.
Sigmar þess að honum sé illa við eld, eftir að hús
hans og móðminnar brann, en líkt og í fyrri bók-
inni tortímist heimur íkornans í eldi.
Þannig veifar textinn framan í lesandann
nokkrum túlkunarleiðum sem gætu virst ganga
upp, en reynast líklega allar vera blindgötm. Líkt
og í öðrum lengri prósaverkum Gyrðis, Svefnhjól-
inu og sögunum í Bréfbátarigningunni, er eina
leiðin sú að taka heim sögunnar gildan, og fylgja
Sigmari á flakki hans rnifli heima þar sem flest ef
ekki öll mörk hafa verið þurrkuð út. Tengslin við
fyrri bókina ítreka þetta svo enn frekar. Gang-
andi íkorni verðm ekki söm eftir þetta framhald.
Heimm sem tortímdist þar reynist geta risið upp
aftm fyrirvaralaust flórtán árum seinna.
Hér verðm ekki flölyrt einu sinni enn um stil-
snifld Gyrðis, hún ætti að vera orðin óumdeild.
En Nætmluktin vekm með lesandanum ýmsar
spumingar, ekki síst þeim lesanda sem hefur
tryggm fylgt höfundarverki Gyrðis í vel á annan
áratug. Næturluktin er endurtekning ekki síðm
en framhald og fyrst hægt er að endurtaka sög-
una einu sinni er þá nokkm vissa fyrir því að
heimsendir íkomans í þessari bók sé varanlegm.
Er ekki hægt að halda áfram alla ævi Sigmars að
flækjast með honum milli heima? Það er svo
sannarlega hægt að mæla með því að fólk fari
annan hring með hinum gangandi íkoma. En
maðm hlýtm líka að spyrja sig hversu lengi hægt
er að halda áfram slíkri endurtekningu.
Jón Yngvi Jóhannsson
Gyröir Eliasson: Næturluktin. Mál og menning 2001.
Leikari eða skáld?
Það var ákaflega
gaman á ritþingi
Steinunnar Sigmð-
ardóttur um næst-
síðustu helgi. Stóri
salurinn i Gerðu-
bergi var svo þétt-
setinn að við lá að
síðustu gestir
þyrftu að troða sér
í sófann hjá skáld-
inu og viðmælend-
um hennar. Stein-
unn byrjaði á því,
hvött af fyrirspurn
Vigdísar Finnboga-
dóttur, annars spyrils, að viðurkenna að um
tíma hefði vafi leikið á hvort hún yrði leikari
eða rithöfundur. Satt að segja ætlaði hún sér
að verða leikkona en ias hins vegar allt sem
hún komst í og yfir, ekki síst ljóð^, þannig að
meðvitundin vildi eitt en undirvitundin ann-
að. Málið var auðvitað að Steinunn vissi að
leikkonur voru til, en allir rithöfundar voru
karlmenn...
Sameiginlegt sagði hún að þessar tvær
starfsgreinar ættu endurtekninguna: Leikarar
lékju sömu hlutverkin kvöld eftir kvöld, rit-
höfundar þyrftu að lesa textann sinn ótal
sinnum yfir. Kostinn við starfsgreinina sem
hún valdi sagði Steinunn þann að leikkonan
væri líklega orðin atvinnulaus núna! En allir
vita að skáldkonan stendur á hátindinum með
nýja glæsilega skáldsögu í fanginu.
Veruleikinn
yfirtrompar
Ung ljóðskáld græða á því að vita að Stein-
unn var í öflugum leshring á menntaskólaár-
unum þar sem lesnar voru fagurbókmenntir,
einkum atómskáldin, og á kvennaskóla í Sviss
lá hún i Rainer Maria Rilke og ljóðum Hall-
dórs Laxness sem hún hafði með sér hand-
skrifuð að heiman. Það var fyrir tíma ljósrit-
unarvélarinnar! Svo fór hún til Dyflinnar sem
er „góð borg fyrir despair", eins og hún orðaði
það. Þar stúderaði hún og skemmti sér: „Djöf-
ulli dansaði maður!“ Heim komin fór hún að
vinna á Máli og menningu hjá atómskáldinu
Sigfúsi Daðasyni sem var henni „ótrúlegur
skóli“.
Hún sagðist flakka milli forma til að forðast
stöðnun, en í öllum formum er hún fyndin -
enda ein af listaskáldunum vondu. Ekki
ímynda ykkur rithöfund án púka (og púka-
blístru), segir hún, en þó að maður hafi
gróteskt ímyndunarafl yfirtrompar veruleik-
inn mann alltaf.
Ástin er regnbogi
Auðvitað var talað um ástina á þessu rit-
þingi um konuna sem er sérfræðingur i óham-
ingjusömum ástum. „Ástin er eins og regn-
boginn," sagði Steinunn, „hún er ekki þar
sem við erum. Það er mannlegi harmleikur-
inn.“ Hin fræga bók Tímaþjófurinn var
einmitt það i lifi Steinunnar, sjö eða átta ára
sársaukafullt ferli sem enginn hélt að nokkur
myndi lesa, hvað þá kaupa. En hún seldist í
bilfórmum!
Og hvað vill Steinunn með bókum sínum?
Afhjúpa hvað við erum skrýtin.
Vekja til umhugsunar?
Nei, fremur vekja djúpa gleði.
Yfirbót
í viðtali við
Torfa K. Stefáns-
son Hjaltalín
um rit hans Eld-
ur á Möðruvöll-
um á menning-
arsíðu á föstu-
dag eyddi mjmd
út hluta textans
þannig að samhengi
rofnaði. Óbjagaður er kafl-
inn svona: „Árið 1783 verða Möðruvellir amt-
mannssetur og brennur bústaður amtmanns
tvisvar. Fyrst brann íbúðarhús amtmanns
1826, timburhús frá 1788, og eftir það var reist
hið þekkta hús Friðriksgáfa sem Friðrik kon-
ungur 6. gaf íslendingum. Jónas Hallgrímsson
orti um það hús og Tómas Sæmundsson kom
þangað þegar verið var að byggja það og sagði
þar „dægilega fallegt". En Friðriksgáfa brann
1874 og eftir það fluttist amtmannssetrið til
Akureyrar. Möðruveilir höfðu þá verið amt-
mannssetur í tæp hundrað ár og þar sátu
merkismenn eins og Bjarni Thorarensen
skáld. Þar orti hann til dæmis erflljóðið um
Odd Hjaltalín, ástarkvæðið „Kysstu mig aft-
ur“ og fleira gott.“