Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001
VW Transporter, vsk.,
bensín.árg. 2000,
ek. 41.000 km.
V. 1470.000
Nissan pickup, árg. 1994, ek.
126.000 km.Sléttur pallur,
fellanleg skjólborö.
V. 570.000 Allt að 100% lán
VW Transporter vsk.,
bensín.árg. 1998, ek. 75.000.
V. 1090.000
MMC L-300, bensín, 2,4,
4WD,árg. 1993,
e. 132.000 km.
V. 570.000
VW Transporter, langur, vsk.,
bensín.árg. 1996, ek. 78.000.
V. 570.000
Daihatsu Move, vsk.,árg.
1998, ek. 43.000 km, ssk.
Verð aðeins 360.000
VW Caravelle 2,4 dísil, 4x4,
10 manna.árg. 1994, ek.
317.000 km.
V. 590.000
Hino 4,0 dísil, árg. 1989, ek.
56.000 km, sléttur pallur,
einn eig.
Verð aðeins 590.000
Ford Escort van vsk.,
árg. 1998, ek. 51.000
km.sumar/vetrardekk.
V. 650.000
VW Caravelle 2,4 dísil,
árg. 1994, ek. 359.000.
V. 470.000
Opið fimmtudag
og föstudag 10-18.
= MATTHÍASAR
V/MIKLAT0RG
S. 562 1717 • Fax 511 4460
Útlönd
DV
Spenna við landamæri
Pakistan og Indlands
- deiluaðilar hvattir til viðræðna
Stjórnvöld í Pakistan hvöttu í
gær kollega sína á Indlandi til aö
draga hersveitir sínar aftur að
línu sem miðað er við á friðartím-
um. Talsmaður utanríkisráðuneyt-
is Pakistan, Aziz Ahemd Khan,
sagði í viðtali við bandarísku sjón-
varpstöðina CNN að Pakistanar
hefðu aðeins flutt lágmarks her-
afla að landamærum ríkjanna.
Hann sagði ennfremur að stjórn-
völd í Islamabad vildu ekki gera
ástandið verra og Khan segir það
vilja þeirra að leysa méilið í gegn-
um viðræður í stað átaka.
Indverjar tilkynntu í gær að
þeir hefðu komið fyrir eldflaugum
á landamærunum og herþotur
væru reiðubúnar á flugvöllum ná-
lægt landamærunum. Þetta segja
þeir gert þar sem pakistanski her-
inn hafi einnig komið fyrir meðal-
drægum eldflaugum og hersveit-
um á landamærum rikjanna.
Spennan milli fjandríkjanna kem-
ur í kjölfar sjálfsmorðsárásar á
Engin áhætta tekin
Þessi pakistanska fjölskylda flýr
hugsanleg átök viö landamæri
Pakistans og Indlands.
indverska þingið þar sem 12 féllu
og nokkrir særðust. Indverjar
segja skæruliðahópa sem berjast
fyrir sjálfstæði Kasmírhéraðs frá
Indlandi hafa staðið fyrir árásinni
og hafa hvatt pakistönsk stjórn-
völd til að stöðva starfsemi þeirra
í Pakistan.
Rashid Qureshi, hershöfðingi og
aðaltalsmaður pakistanska hers-
ins, segir ásakanir Indverja um
herflutninga Pakistana aðeins
vera lygar og fyrirslátt fyrir eigin
herflutningum. Qureshi endurtók
yfirlýsingar Aziz Ahmed um að að-
eins væru lágmarksfjöldi her-
sveita við landamærin.
Kofi Annan, aðalritari Sam-
einðu þjóöanna, hvatti stjórnvöld
landanna tveggja til að hætta að
ögra hvort öðru og setjast að
samningaborðinu. Það sama gerðu
bandarisk og kínversk stjórnvöld.
Bæði ríkin hafa yfir að ráða kjarn-
orkuvopnum. Þau hafa háð þrjú
stríð seinustu fimmtíu árin.
Lélegri þjónustu mótmælt á frumlegan hátt
Kínverjinn Wang Sheng lætur hér vatnabuffala draga Mercedez Benz lúxuskerruna sína í mlöborg Wuhan-borgar, höf-
uöborgar Hubei-héraös, á jóladag. Sheng var með þessu aö mótmæla tíöum bilunum og lélegrl viögeröarþjónustu viö
Benz-bíla. Wang Sheng hótaöi einnig aö mölva bíl sinn á almannafæri til aö koma skoöunum sínum á framfæri.
Nýtt myndband frá
Osama bin Laden
Arabíska sjónvarpstöðin al-Jazz-
era sýndi í gærkvöldi nýtt mynd-
band með Osama bin Laden. Sam-
kvæmt sjónvarpstöðinni er talið að
myndbandið hafi verið tekið upp
innan seinustu tveggja vikna.
í myndbandinu ásakar bin Laden
Vesturlönd um að fyrirlíta íslam og
fylgjendur hans, þá sérstaklega
Bandaríkin. Því til sönnunar benti
hann á að Bandaríkjamenn hefðu
ekki viljað gera hlé á árásum sínum
á meðan á hinum heilaga mánuði
Ramadan stóð. Þeir hafi jafnvel ekki
virt bænatíma í Ramadan og
sprengt mosku á meðan á bænum
stóð. Á myndbandinu segir hann
einnig að hryðjuverk samtaka hans
gegn Bandarikjunum séu andsvar
við stuðningi Bandaríkjanna við
ísrael. Bin Laden ásakar einnig
Bandaríkin um tvískinnung þegar
Enn ófundinn
Bin Laden segir hryöjuverk gegn
Bandaríkjunum koma til vegna
stuönings þeirra viö ísrael.
þeir telja sprengjutilræði samtaka
sinn hryðjuverk en sprengjuárásir
sínar réttlætanlegar.
Samkvæmt al-Jazzera tekur bin
Laden það fram að myndbandið sé
gert i tilefni þess að þrír mánuðir
eru liðnir frá sjálfsmorðsárásunum
á New York og Washington. Þetta
gefur til kynna að myndbandið hafi
verið tekið upp um miðjan desem-
ber. Bin Laden er sagður líta
þreytulega út en rólegur þar sem
hann situr í felulituðum hermanna-
jakka með Kalashnikov vélbyssu
sér við hlið.
Talsmaður herráðsins í Pentagon
sagðist ekki vita hvernig ætti að
taka þessu myndbandi. Hvort það
væri falsað eða ekta. Enn hefur ekk-
ert frést af bin Laden þrátt fyrir
mikla leit. Sumir telja hann á lífi á
meðan aðrir segja hann hafa fallið.
Hindrar eigin handtöku
Dómsmálaráð-
herra Perú, Fern-
ando Olivera, ásak-
ar Alberto Fu-
jimori, fyrrverandi
forseta landsins,
um að reyna hafa
áhrif á alþjóðjalög-
regluna Interpol
með það að markmiði að koma í veg
fyrir framsal á sér frá Japan.
Fujimori hefur verið kærður fyrir
spillingu í forsetatíð sinni. Hann er
nú í Japan.
Sprengjumaður ekki einn
Abdul Haqq Baker, forstöðumað-
ur moskunnar í Brixton, telur Ric-
hard Reid, sem reyndi að sprengja
sig upp í flugvél fyrir jól, ekki hafa
starfað einan. Baker telur að Reid
sé aðeins einn af um hundrað ein-
staklingum í Bretlandi sem tengjast
hryðjuverkasamtökum. Baker seg-
ist hafa varað breska lögreglu við
fyrir um fimm árum.
Mannskæð flóð
Að minnsta kosti 46 manns létust
og tuga er saknað eftir að miklar
aurskriður féllu á hverfi í hlíðunum
í kringum Rio de Janeiro í Brasilíu
á aðfangadagskvöld. Vatnselgur er
mikill víða á láglendi í landinu.
Flóttamannabúðum lokað
Eurotunnel, rekstraraðili Ermar-
sundsganganna, vill láta loka flótta-
mannabúðum sem eru stutt frá
göngunum. Mikið er um að fólk
reyni að komast til Englands gegn-
um göngin.
Ólga á íranska þinginu
íranskir þing-
menn mótmæltu i
gær handtöku eins
1 félaga síns eftir að
~ hann gagnrýndi
| dómstóla landsins.
y Í'^M Þin§inu rnða enci'
|A Jjl jjpj urbótasinnar en
^dómstólum ráða
harðlínuklerkar. Þingmennirnir
styðja umbótastefnu Mohammads
Khatamis, forseta landsins.
Engin flugvél niður
Varnarmálaráðuneyti Bandarikj-
anna neitaði í gær staðhæfingum
íraka um að þeir hefðu skotið niður
flugvél bandamanna yfir landinu í
gær.
Býr sig undir stríðsár
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
hyggst eyða ára-
mótunum á búgaröi
sínum í Texas
ásamt eiginkonu
sinni og vinum.
Hjónin eru nú þeg-
ar farin þangað og
segist Bush ætla að búa sig undir
annað stríðsár þar sem enn þarf að
elta uppi al Qaeda-félaga.
Dregið úr olíuframieiðslu
Samtök olíuframleiðenda, OPEC,
munu að öllum líkindum tilkynna
samdrátt í olíuframleiðslu upp á 1,5
milljónir tunna á dag. Samkomulag
náðist við olíuframleiðendur utan
OPEC þessa efnis.
Forseta- og þingkosningar verða
haldnar í Afríkuríkinu Sambíu.
Stjórnarflokkur landsins á undir
högg að sækja vegna ásakana um
spillingu eftir áratugs-valdasetu.