Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Side 13
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 13 DV ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Salurinn heldur áfram metnaðarfullri dagskrá í allt vor Kaldalóns og Ashkenazy „Ég hef komist aö því að Sigvaldi Kaldalóns er mitt tónskáld, “ sagöi vit- ur maöur eftir aö hafa hlustaö á Ave Maríu hans á jólatónleikum nýlega - og bœtti við: „Ég hef einfaldan smekk og vil aöeins þaö besta.“ Þetta hefðu hrifnir tónleikagestir á Kaldalóns- kvöldi Salarins 1. desember eflaust tek- ið undir fegins hugar. Þá fluttu lista- mennirnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jó- hann Friögeir Valdimarsson og Jónas Ingimundarson allar dýrustu perlur Sigvalda Kaldalóns eftir aö Eva Ragn- arsdóttir fœröi Salnum gifsmynd af höföi söngvaskáldsins að gjöf. Eva er dóttir œskuvinar Sigvalda, Ragnars Ásgeirssonar, og hefur myndin hlotiö veglegan sess í forrými Salarins. Fullt var út úr dyrum á tón- leikunum og þurftu margir frá að hverfa. Það er því gaman að segja frá því, að þrátt fyrir miklar annir flytjendanna hef- ur tekist að fá þá til að efna til annars Kaldalónskvölds í Salnum. Þeir tónleikar verða kl. 20 að kvöldi föstudagsins 4. janúar og er miðasala þegar hafm. Hanna Dóra og Rússar Kaldalónskvöld markar upp- haf tónlistarársins í Salnum, en margir spennandi atburðir eru fram undan þar. Fyrst skal nefna tónleika Kammer- hóps Salarins (KaSa), en tón- leikaröð þessara frábæru lista- manna hefur vakið verðskuld- aða athygli, fyrst og fremst vegna vandaðs tónlistarflutnings en kannski ekki síður vegna þeirrar nýbreytni að hafa tónleika- spjall á undan og teiti á eftir. Á janúartónleik- um KaSa-hópsins verður flutt glæsileg tónlist eftir Tsjajkovskí og fleiri Rússa, og það er enginn annar en Siggi Hall sem býður upp á veitingar að tónleikunum loknum. Þeir verða 13. janúar og hefjast kl. 16.30. Tónleikaspjallið flytur Atli Heimir Sveinsson. Ásgerður Júníusdóttir fékk frábæra um- sögn hér í blaðinu fyrir plötuna sína, Minn heimur og þinn, fyrir jólin. Hún syngur á kammertónleikum 8. janúar kl. 20 og með henni verða Jónína Hilmarsdóttir víóluleik- ari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari. Næst skal getið tónleika sópransöngkon- unnar úr Töfraflautunni, Hönnu Dóru Sturlu- dóttur, en auk glæsinúmera söngkonunnar þar munu píanóleikaramir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson leika verk fyrir pí- anó, fjórhent sem og fyrir tvö pí- anó. Heimsviðburöur Þá er komið að þeim heimsvið- burði ársins í Salnum, tónleikun- um 22. janúar þegar píanósnflling- urinn Vladimir Ashkenazy og Kammersveit Reykjavíkur stíga á sviðið í Salnum. Á efnisskránni eru tveir píanókonsertar eftir Wolfgang Amadeus Mozart, sá fyrri i A-dúr KV 414 og hinn síðari í d-moll KV 466, en einnig má heyra Diverti- mento í D-dúr KV 251. Ashkenazy er bæði einleikari og stjómandi. Meðal annarra forvitnilegra við- burða i Salnum í vor má nefna tón- leika sex flytjenda úr þjóðlagasveit Kvikmyndaversins i Peking 15. janúar, söngtónleika Vocal group Ars Nova (acappella) og píanó- tónleika Miklósar Dal- may 27. janúar þar sem hann leikur verk eftir Mozart, Kurtág og Moussorgsky. í febrúar heldur Arndís Halla Ásgeirsdóttir næturdrottning ein- söngstónleika og Hall- dór Haraldsson leikur einleik á píanó, í mars verða ljóðatónleikar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur og einnig frum- flytur Contrasti hóp- urinn í þeim mánuði verk eftir Hilmar Þórðarson. í apríl kemur píanó- leikarinn Ann Schein enn á ný en hún hélt tónleika í Salnum á síð- asta starfsári sem vöktu mikla hrifningu. Þegar er hafinn undirbúningur að tónleikahaldi Salarins fyrir starfsárið 2002-2003. Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs mun að venju standa að Tíbrár-tónleika- röðinni og býður enn á ný tónlist- arfólki að sækja um þátttöku. Skulu umsóknir hafa borist til Fræðslu- og menningarsviðs Kópa- vogs fyrir 10. janúar 2002, ásamt upplýsingum um flytjendur, kjör- tíma viðkomandi tónleika og hug- myndum að efnisskrá. Valið er úr umsóknum og öllum svarað að vali loknu. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran. Jóhann Friögeir Valdimarsson tenór. Jónas Ingimundarson píanóieikari. Ásgerður Júníusdóttir messósópran. Hanna Dóra Sturludóttir sópran. Vladimir Ashkenazy tónsnillingur. Bókmenntir Hamskipti ,-it ■n Innan um öll innlendu timamótaverkin í skáldsagnagerð þetta árið, aldrei verða þau of- lofuð, er nokkur tilbreytni að fmna fyrir tæp- lega tvö þúsund ára skáldsögu. Að sjálfsögðu er- lenda en nýja á íslensku. Þetta er Gullinasni eða Myndbreytingar eftir Lúkíus Apúleius, fjölfræð- ing mikinn á sinni tíð, sem var fæddur í Norð- ur-Afríku en skrifaði á latinu, svo sem títt var. Gullinasni segir frá Lúkíusi nokkrum, ungum manni, lífsþyrstum og fróðleiksfúsum sem lend- ir í þeim hremmingum að vera breytt i asna. í fyrstu kennir hann um göldrum sem eru tíð- ræddir í þessari sögu og illvilja gyðjunnar For- túnu, en síðar kemur í ljós að Lúkíus getur að nokkru kennt um eigin asnaskap. Hann lét æv- intýralöngun og trúgirni leiða sig í ógöngur og þegar lostinn sviptir hann síðan allri skynsemi er lítið eftir af mannlegri reisn. I asnaham upplifir Lúkíus margvísleg ævin- týri, þvælist meðal eiganda sem eru hver öðrum verri skepnuníðingur, en auk þess verður hann vitni að fjölmörgu mannlegu asnastriki því menn eru ekkert að fela sínar lakari hliðar frammi fyrir „skynlausri skepnunni“. í asna- hamnum má Lúkíus þrauka uns hann verður aftur að manni fyrir guðlega forsjón og hefur þá að öllum líkum tekið út nokkum þroska. Lúkíus segir sjálfur sögu sína í fyrstu per- sónu, en inn í hana er skotið fjölmörgum öðrum sögum enda segir höfundur í upphafi: „En ég ætla nú að segja þér heila syrpu af ýmiskonar sögum í míletusstíl...“ Slikar sögur voru skemmtisögur háðskar sem engum hlífðu. Satír- an var megineinkenni latneskra bókmennta á annarri öld og asninn gulhii er þar enginn und- antekning. Hér eru mannlegur hégómi og mennskir lestir húðstrýktir af sannri nautn og er auðséð að höfundur ætlar sér í senn að skemmta og láta undan sviða. Hvorutveggja tekst honum prýðilega og ekki verður sagt að neinn forneskjubragur sé á, því eflaust kannast margur maðurinn við ýmis þau kýli sem hér er stungið á. Og í sjálfu sér verður ekki séð að smekkurinn á skemmtiefni hafi breyst ýkjamikið, þvi hér eru gamansögur oft- ast nær af ófórum nágrannans, hryllings- sögur, klámsögur og rómantískar ástarsögur . Hljómar alveg eins og sjónvarpsdagskráin og vantar vart kastljósin. Því á Gullinasni enn fullt erindi í okkar haga. Ekki er ofmælt að Erlingur E. Halldórsson er að vinna stórvirki meö þýðingum sínum á sí- gildum skáldverkum. Vissulega má segja að fmna megi skyldleika með mörgum þessum rit- um. Búrleskan er sameiginleg Gargantúa, Satýrikon, Tídægru og Gullinasna en segir okk- ur fyrst og fremst að fyrrum skemmtu menn sér yfir svipuðum hlutum og þeir gera enn. Þýðingu Gullinasna hef ég ekki haft tök á að bera saman við frumtexta eða aðrar þýðingar, en málfar er þjált og frásögnin rennur ljúflega skeiðið. Mál- ur em- kenni Hómers- þýðinga Sveinbjarn- ar Egilsson- ar en ekki er það til vansa og nær óhjá- kvæmilegt þegar þýddur er texti úr klassískri fornöld. Það er ekki að efa að Gullinasni á eftir að skemmta mörgum og víst er að hann er í engu afdankaður orðinn, enda varð mér tíðhugs- að undir lestrinum til skáldsögu sem sumir telja einkenna síðari hluta tuttugustu aldar, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, þar sem einnig segir frá asnastrikum ungra manna, og er mér til efs hvor er nútímalegri. Geirlaugur Magnússon Lúkíus Apúleius: Gullinasni eöa Myndbreytingar. Erling- ur E. Halldórsson þýddi. Kristján Árnason ritar formála. Mál og menning 2001. Vínartón- leikarnir 30 ára Vínartónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinn- ar eiga 30 ára afmæli 2002 og enn býður hljómsveitin til tón- leika helguðum þess- ari skemmtilegu tón- listarhefð með því að bjóða hingað heims- þekktum Vínartónlist- armönnum. Til að stjórna hinum árlegu og sívin- sælu Vínartónleikum kemur á ný til ís- lands Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss-hátíðarhljómsveitarinnar í Vín- arborg. Hann er viðurkenndur sem af- burðatúlkandi Vínartónlistar og reglu- legur gestastjórnandi helstu sinfóníu- hljómsveita heims. Með Peter Guth í fór eru Gabriele Fontana óperusöngkona og tveir dansarar frá Vínaróperunni sem saman munu færa gestum ógleymanlega upplifun. Tónleikarnir verða föstudaginn 4. jan- úar kl. 19.30 og laugardaginn 5. janúar kl. 17 í Laugardalshöll. Sæti eru núm- eruð. Ef þið hafið ekki tryggt ykkur miða nú þegar er rétt að gera það strax. Styrkir Snorra Sturlu- sonar í tíunda sinn í tilefni af 750. ártið Snorra Sturluson- ar 23. september 1991 ákvað ríkisstjórn Islands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rit- höfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innan- lands. Stofnun Sigurður Nordals auglýs- ir styrkina og tekur á móti umsóknum. Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2002 voru auglýstir í júlí sl. með um- sóknarfresti til 1. nóvember. Fimmtíu og fimm umsóknir bárust frá tuttugu og einu landi. í úthlutunarnefnd eiga sæti Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnun- ar Sigurðar Nordals, Ásdís Egilsdótt- irdósent og Ingibjörg Haraldsdóttir rit- höfundur. Þau sem hljóta styrki árið 2002, til þriggja mánaða hvort, eru dr. Leonie Viljoen, háskólakennari í Pretor- íu í Suður-Afríku, til að fást við fræði- lega útgáfu á Svínfellinga sögu og dr. Fjodor Uspenskij, fræðimaður í Moskvu, til að stunda rannsóknir á Snorra-Eddu. Heimur skáldsögunnar Bókmenntafræði- stofnun Háskóla ís- lands hefur gefið út bókina Heimur skáld- sögunnar með 30 greinum eftir jafn- marga fræðimenn um 30 frumsamdar og þýddar skáldsögur sem hver um sig er kennileiti í landslagi skáldsögunnar á íslandi. Greinarnar voru upphaflega fluttar sem fyrirlestrar á merku og fjöl- sóttu Skáldsagnaþingi sem haldið var í mars sl. og höfundarnir hafa allir kennt á sviði bókmennta við heimspekideild Háskóla íslands. Þeirra á meðal má nefna Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Ár- mann Jakobsson, Árna Bergmann, Bimu Bjamadóttur, Dagnýju Kristjáns- dóttur, Guðna Elísson, Guðrúnu Nordal, Matthías Viðar Sæmundsson, Njörð P. Njarðvík, Rúnar Helga Vignisson og Úlf- hildi Dagsdóttur. Elsta skáldsagan sem fjallað er um í Heimi skáldsögunnar var samin á fyrstu öld eftir Krist, það er Gullinasni Apúleius sem einmitt kom út fyrir jólin, en sú nýjasta birtist á síðasta ári - Þögnin eftir Vigdísi Grímsdóttur sem hlaut Menningarverðlaun DV í febrúar sl. Eins og sjá má á þessu spanna þær skáldsögur sem hér er rýnt í afar vítt svið, í tíma jafnt sem viðfangsefnum, og í heild sýna ritgerðirnar vel hvemig hægt er að nálgast þetta bókmennta- form frá ýmsum og ólíkum sjónarhorn- um. Ritstjóri bókarinnar er Ástráður Ey- steinsson, sem einnig ritar formála. Há- skólaútgáfan annast dreifingu bókar- innar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.