Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 24
4 36 Tilvera FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 LÍX í' 0i Þorláksmessustemn- DV ■ FJANPMAÐUR FOLKSINS I kvöid sýnir Borgarleikhúsið leikritiö Fjand- maöur fólksins eftir Henrik Ibsen. Leikritiö hefur fengið góöar viðtökur áhorfenda en sýnt er á stóra sviðinu og hefst sýningin kl. 20. Náungakærleikur í verki dv-myndir einar j. Þessir krakkar gleymdu ekki þeim sem eiga um sárt að binda á jólunum og létu nokkrar krónur í söfnunarbauk Hjálpræöishersins. Bíó ■ HARRY POTTER I RAFEIND Kvik myndahús Rafelndar, Egiisstöðum, sýnir stórmyndina Harry Potter kl. 17 og 20. ■ MON ONCLE Þessi fyrsta litmynd Tati hlaut óskarinn sem besta er- lenda myndin 1959 og dómnefndar- verðlaun í Cannes árið 1959. í henni koma saman öll helstu höf- undareinkenni Tati. Tati lagði lítið upp úr hefðbundnum söguþræði eða samtölum heldur vann hann fyrst og fremst meö hið sjónræna. Myndin Mon oncle verður sýnd í Háskóla- bíói kl. 22.30 í kvöld. Sýningar ■ HÚSGÓGN í NÝJUM BÚNINGI A Kaffitári, kaffihúsi í versluninni Sautján, stendur yfir sýning Kator á fantasfuhúsgögnum og munum eftir Katý Hafsteins. Verkin eru stólar, klæddir skinnum og bólstraöir speglar. Katý gefur gömlum húsgögnum nytt Iff með því aö láta hugmyndaflugiö ráöa ferðinni. ■ FÓLK OG FURÐUR Á CAFÉ PRESTO Sara Vilbergsdóttir sýnir um þessar mundir á Café Presto. Þar eru um tuttugu málverk af fólki og furðum, dýrum og dóti. Allt er þetta statt f óræðu andrúmslofti. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári, ýmist með akrýl eða olfulitum. Café Presto er til húsa að Hlíðarsmára 15 í Kópavogi. ■ NÝJAR MYNPIR OG GAFNAUOS Pétur Gautur er meö jólasýningu á nýjum mynd.um á vinnustofu sinni, Gallerý Örnólfur, sem er á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þar er jafnframt kynning á hinum rómaða danska IQ lampa eftir arkitektana Steffan og Kristínu Brynju. Sá hefur hlotiö nafniö Gáfnaljósiö. ■ ÍSLENSK MYNPUST Á 20. ÖLD Sýningin Islensk myndllst á 20 öld stendur yfir í Ustasafni íslands. Þar eru verk í eigu safnsins eftir 38 íslenska listamenn. Sýningin veitir gestum gott tækifæri til að fá yfirlit yfir þaö helsta í íslenskri myndlist um hundrað ára skeið. Mikill mannfjöldi lagði leið sína í miðbæinn að kvöldi Þorláksmessu í ár eins og endranær. Nokkrir regn- dropar féllu úr lofti en að öðru leyti var veður ágætt miðað við árstíma. Sumir hlupu stressaðir á milli verslana í leit að síðustu jólagjöfun- um á meðan aðrir röltu í hægðum sínum um göturnar og höfðu ekki áhyggjur af einu né neinu. Mikil mannþröng varð ofarlega í Banka- strætinu um tima þegar tenórarnir þrir héldu þar tónleika fyrir gesti og gangandi. Þá voru árlegir Þorláks- messutónleikar Bubba Morthens á skemmtistaðnum NASA ekki síður vel sóttir en þeir eru fastur liður í jólaundirbúningi margra. Fjöldi annarra tónlistarmanna skemmti vegfarendum með söng og hljóð- færaslætti á götum úti og nokkrir rauðklæddir jólasveinar, ættaðir úr Esjunni, sýndu sig og sáu aðra. Ljósmyndari DV brá sér í bæinn með regnhlíf í annarri hendi og myndavél í hinni og festi stemning- una á filmu. ■ JOLABALL TIL STYRKTAR MÆÐRASTYRKSNEFND Jólaball Thule Musik, í samvinnu viö Mysu- félag MR verður haldiö á Gauki á Stóng í kvöld. Miðaverð er 1000 krónur og rennur allur ágóði til Mæórastyrksnefndar. Einnig verða jólaplötur Thule Musik seldar á staönum og 1000 krónur af hverri seldri plötu munu renna til Mæör- anna. Fram koma:Funerals, Exos, Trabant, Sofandi og Worm is Green. Leikhús Svona var fjörðurinn Ásgeir Long er með sýningu á ljósmyndum í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Myndirnar eru hátt á þriðja hundrað talsins, allar svarthvítar og þær elstu frá 1943-5 Þær eru góð heimild um horfinn tíma, sýna fólk í amstri dagsins við að afla sér viðurværis og reyndar lika skemmta sér. Krár Bubbi í jólaskapi Góöur rómur var geröur aö árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens á skemmtistaönum NASA. Friðarljós Margir tóku þátt í friöargöngu niöur Laugaveginn sem nokkrar friöarhreyfingar stóðu að. Bíógagnrýni jiiggf§§f§gfi Laugarásbíó/Smárabíó/Stjörnubíó - Hringadróttinssaga-Föruneyti hringsins: ★ ★ ★ ★ Ævintýrin verða ekki betri Hringadróttinssaga er eitt mesta ævintýraskáldverk sem skrifað hef- ur verið og Hringadróttinssaga - Föruneyti hringsins (Lord of the Rings - The Fellowship of the Ring) er ein besta ævintýrakvikmynd sem gerð hefur verið og ef þeir tveir hlut- ar sem eftir er að sýna eru í sama gæðaflokki og fyrsti hlutinn þá er hér um að ræða eitt mesta og besta kvikmyndaverk sögunnar. Leikstjóri Hringadróttinssögu, Peter Jackson, sagði í viðtali að þegar hann var sextán ára hefði hann lesið Hringa- dróttinssögu og hugsað með sér að einhver hlyti að gera kvikmynd eftir sögunni. Sú kvikmynd var ekki gerð svo að hann ákvað sjálfur að reyna við þetta mikla skáldverk sem marg- ir kollegar hans hafa örugglega hugs- að til en ekki lagt út í að gera. Kannski var rétti tíminn ekki kom- inn fyrr en nú. í Hringadróttinssögu er sköpuð sérstök veröld, Miðgarður, veröld sem ekki er hægt að búa til módel af nema með þeirri töluvu- tækni sem kvikmyndirnar búa yfir í dag. Þessi tækni kemur að góðum notum fyrir Peter Jackson og lið hans og útkoman er kvikmynd sem fer örugglega nálægt þeim hugsun- um sem J.R. Tolkien skráði meðan okkar eigin veröld var nánast reiðu- búin að tortíma sér í síðari heims- styrjöldinni. Hringadróttinssaga á sér mikinn og stóran aðdáendahóp sem gjör- þekkir söguna og persónumar og Peter Jackson hefur ekki svikið þennan hóp. Segja má að myndin fari eins nærri sögunni og mögulegt er. Þetta er ein lengsta skáldsaga sem samin var á síðustu öld og það Gandálfur og Fróói Lykilþersónur Hringadróttinssögu sem lan McKellan og Elijah Wood leika. sem hefur verið sleppt skiptir í raun ekki máli fyrir framvinduna í mynd- inni. AUt smellur saman, persónur eru trúverðugar, dvergar og jötnar sannfærandi og tilkomumikið lands- lag Nýja-Sjálands ásamt tölvugerðu viðbótarlandslagi smellpassar inn í ímyndina. Myndin er mjög skilmerkileg í framsetningu sinni á atburða- rásinni. Við erum með byrjun og endi, ef endi skyldi kalla, og ekkert verið að fara fram og aftur i tíma nema þegar rifjaðir eru upp atburðir sem gerðust f fymdinni. Lykilper- sónur eru ekki margar. Þar eru helstar Gandálfur (Ian McKellan), hinn vitri öldungur sem gerir sér grein fyrir mikilvægi hringsins og hringberinn Fróði (Eliajh Wood), af flokki Hobbita, oft kallaður stuttling- ur. Þeir hefja ferðina með hringinn sem verður að farga eigi að ríkja friður í Miðgarði. Gallinn er að það er aðeins einn staður í Miðgarði þar sem hægt er að farga honum og þangað leggur foruneyti hringsins leið sína með öllum þeim hættum sem fylgir. Þetta er ekki auðvelt ferð. Máttug öfl vilja ekki að hringnum sé fargað og það er mörgum öðrum freisting að halda í hringinn, meðal annars hinum aldna frænda Fróða, Bilbó (Ian Holm), sem hefur verið gæslumaður hringsins í sextiu ár. í fyrri hluta myndarinnar erum við á stuttri ferð með Fróða og þrem- ur vinum hans með hringinn sem Fróði vill losna við sem fyrst. í seinni hlutanum er það orðið ljóst að Hilmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. það er aðeins Fróði sem getur fargað hringnum og þá verður til fóruneyti hringsins sem er níu manns. Það er sami fjöldi og hinir ódauðlegu svörtu riddarar en á verkefnaskrá þeirra er aðeins eitt verkefni, ná hringnum af Fróða. Föruneytið veður eld og brennistein, berst við tröll og forynj- ur á leið sinni með hringinn. Ferðin er þó aðeins rétt hafin þegar fyrsti hlutinn endar. Það er sama hvar komið er niður í þessa miklu ævintýramynd, allt er eins og það á að vera. Sagan er gef- andi ævintýri um baráttu ills gegn hinu góða. Persónur eru hver annarri áhugaverðari og það er meira starf fyrir leikarana að ná tök- um á sinum persónum heldur en að sýna einhvern afburðaleik. Má þar sem dæmi nefna Liv Tyler og Cate Blanchett sem leika einu kvenper- sónurnar sem skipta máii. Þær eiga að vera dulúðugar og töfrandi og þannig eru þær án þess að sýna af- burðaleik. Hobbitamir eru í sögunni smávaxnir og ekkert sérlega fríðir og þannig eru þeir í myndinni. Og álfar, dvergar og tröll eru eins og við hugsum okkur slikar verur. Hringa- dróttinssaga er fyrst og fremst ævin- týri þar sem einum manni tókst að búa tO veröld við hliðina á okkar veröld. Peter Jackson fetar dyggilega í fótspor Tolkiens og endurskapar veröld hans af mikilli snilld. Lelkstjóri: Peter Jackson. Handrtt: Frances Walsh, Rlippa Boyens og Peter Jackson. Kvikmyndataka: Andrew Lesnie. Tónlist: Howard Shore. Aóalleik- arar Elijah Wood, lan McKellan, LivTyler, Viggo Mortensem, lan Holm og Cate Blanchett. ing í Reykjavík - mikill mannfjöldi lagði leið sína í miðborgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.