Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Trúnaðarlækni Flugmálastjórnar vikið tímabundið frá störfum: Segir flugmenn biðja um afslátt á öryggi - brottvikning í samræmi við okkar ósk, segir formaður FÍA Flugmálastjóri hefur vikið Þengli Oddssyni, trúnaðar- lækni Flugmálastjórnar, tímabundið frá störfum á meðan óháðir aðilar rann- saka störf hans. Ámi G. Sig- urðsson, einn reyndasti ílug- stjóri Flugleiða, hefur ekki fengið flugskirteini sitt end- umýjaö þar sem trúnaðar- læknirinn hefur ekki viljað veita honum heilbrigðisvott- orð en fyrir þremur árum sprakk öræð í höfði hans og leiddi af sér áhrif 'á taug sem liggur niður í vinstri fót. „Þetta jafnaði sig á tveimur dögum,“ segir Árni. Hópur sérfræðilækna hefur hins vegar veriö á þeirri skoðun að Árni Arni G. Sigurösson. Trúnaður að bresta Fyrsta frétt DV af málinu. sé við góða heilsu og megi fljúga og sam- gönguráðuneytið hef- ur tvívegis úrskurðað Árna i vil í þriggja ára stríði sínu við Flugmálastjórn og trúnaðarlækninn. í DV á laugardag sagði samgönguráðherra að mál flugstjórans væri leyst - og hann ætti að fá flugmannsréttindi sín að nýju alveg á næstunni. „Það er afskaplega alvarlegt þegar hagsmunaaðilar og stéttarfélög eins og FÍA geta komið einstaka embætt- ismönnum frá störfum í þágu sinna félagsmanna. Slíkt er i raun ósk um afslátt á flugöryggi," sagði Þengill Oddsson i samtali við DV. Honum barst bréf frá flugmálastjóra þess efnis að honum væri vikið frá störf- um sl. fostudag. „Ég tel mig hafa staðið rétt að málum og farið eftir þeim fjölþjóðlegu reglum sem mér ber að starfa eftir. En vitaskuld fagna ég úttekt á mínum störfum, þó ég telji ekki vera tilefni til þess að víkja mér frá á meðan. Hið rétta í þessu máli kemur í ljós á endanum." Þengill segir að í sínu starfi leggi hann alla áherslu á að heilbrigðis- vottorð íslenskra flugmanna séu í sam- ræmi við þá staðla sem vel flest Evrópu- ríki, þar á meðal Is- land, hafi komið sér saman um viðvíkj- andi flugöryggi og heilsufari flugmanna. Franz Þengill telur að um- Ploder. ræddur flugstjóri uppfylli þá ekki. Hann vill hins vegar ekki útskýra það nánar, enda sé slíkt sér óheimilt skv. trúnaðarskyldum lækna. Sem fyrr segir telja sérfræðilækn- ar sem skoðað hafa Árna að heilsu- far hans sé í lagi og hann geti því haldið áfram störfum sem flugstjóri - en trúnaðarlæknirinn er á annarri skoðun. Aðspurður um þetta segir Þengill að það geti verið uppi mein- ingarmunur milli lækna í einstaka málum. Sannleikurinn sé aldrei ai- gildur. Erlendir sérfræðilæknar hafi og oftsinnis verið fengnir til að meta heilsufar íslenskra flugmanna þegar ágreiningsefni þar séu uppi. Gengisfellum reglur „Hins vegar vil ég undirstrika að fluglæknisfræðin er sérstakt fag og þar gilda sérstakar Evrópureglur Þengill Oddsson. sem ég legg áherslu á að við förum eftir. Sé það ekki gert höfum við gengisfellt. ís- lenskt flugöryggi. Mér er enginn persónulegur hagur í þvi að flugstjóranum sé vik- ið frá störfum, það sem mér finnst meginmáli skipta er að reglur sem ísland er aðili að séu virtar," sagði Þengill. í samtali við DV í gær- kvöldi sagði Franz Ploder, formaður Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, að brottvikning trúnað- arlæknisins frá störfum - enda þótt tímabundið sé - væri í samræmi við það sem félagið hefði óskað. „Við teljum trúnaðarlækninn hafa farið út fyrir verksvið sitt og ekki farið eftir íslenskum lögum og reglum sem gilda heldur skákað í skjóli Evr- ópureglna," sagði Franz. Aðspurður um þau ummæli Þengils að alvarlegt væri að einstök hagsmunafélag gætu ýtt einstaka embættismönnum frá störfum svar- aði Franz að FÍA heföi ekki umboð til slíks. Hins vegar hefði félagið bent stjómvöldum á að sitthvað hefði verið athugavert við störf trúnaðarlæknisins sem nú hefði leitt til tímabundinnar brottvikn- ingar hans. -sbs Don C. Wiley: Fannst látinn Don C. Wiley. Lík prófessors Dons C. Wileys, eiginmanns Katrínar Val- geirsdóttur, sem hvarf um miðjan nóvember i Memphis í Bandaríkjunum, fannst á fimmtu- dag í ánni Miss- issippi. Siðast var vitað um ferðir Wileys á bílaleigubíl sem fannst á DeSoto-brúnni í Memphis, skammt frá mörkum Tennessee og Arkansas. Hann hafði verið í kvöldverði með vinum og öðrum vísindamönnum eftir ráðstefnu á Peabody-hótelinu þann 18. nóv- ember síðastliðinn en hótelið er skammt frá brúnni. Það voru verkamenn viö raforkuver í Lou- isiana sem fundu líkiö í tæplega 500 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Wiley sást síðast. Ekki er enn vitað hvað olli dauða hans en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Wiley hafði um árabil starfað sem prófessor og sérfræðingur í veirurannsóknum við Harvardhá- skóla og höfðu fjölmiðlar vestra fjallað töluvert um hvarf hans. -MA Rjúpnaskytta lést á Mýrum DV-MYND TEITUR Loksins jólasnjór Hann var heldur síðbúinn, jólasnjórinn víða um land að þessu sinni ,öfugt við það sem fólk hefur mátt búa við sunnar í álfunni. Þaö var ekki fyrr en að morgni jóladags að jörð hvitnaði hér eftir nokkuð langan hlýindakafla. Lítur út fyrir sviþað veðurlag fram yfir áramót. Tveggja ára dreng vikið úr leikskóla Rjúpnaskyttan, sem fannst lát- in á Mýrum á laugardag, hét Theódór Jónasson, til heimilis í Reykjavík. Theódór var fæddur 14. desember 1971 og lætur eftir sig unnustu og eitt barn. Theódór hafði farið frá Mýrum til rjúpna meö þremur félögum sínum en þegar hann skilaði sér ekki til byggða var kallað eftir aðstoð björgunarsveitar. Um 100 björg- unarsveitarmenn tóku þátt i leit- inni og sex leitarhundar. Leitar- skilyrði voru erfið vegna þoku en Theódór fannst látinn í Gríms- staðamúla og virðist hafa fallið í klettum. Tveggja ára gömlum dreng var í októbermán- uði síðastliðnum vikið úr einkareknum leikskóla í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV fékk móðir drengsins uppsagnarbréf frá leikskólanum þann 5. október en þá var drengur- inn búinn að vera þar i fimm vikur. í bréfinu stendur að starfsmenn leikskólans séu til- neyddir að segja upp dvalarsamn- ingi drengsins þar sem hann hafi ekki aðlagast starfinu þar. Hann gráti stöðugt, þarfnist stöðugrar athygli og hafi þvi ekki að- lagast starfi leikskólans. Enn fremur kemur fram að hegðun hans hafi neikvæð áhrif á starfið og þvi ekki sanngjarnt gagnvart öðr- um börnum á leikskólan- um að hegðun hans haldi áfram aö hamla starfinu og hafa þannig slæm áhrif á veru barnanna í leikskól- anum. Samkvæmt upplýsingum DV er drengurinn nú kominn á leik- skóla í Hafnarfirði og gengur að sögn vel að aðlaga hann skóla- starfinu þar. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, segist ekki vita um dæmi þess að slikum uppsögnum hafi verið beitt í leik- skólum á vegum stofnunarinnar. „Við segjum ekki börnum upp plássi því starf okkar er að leysa þau vandamál sem upp koma,“ segir Bergur. Einu tilfellin sem uppsögn er talin réttlætanleg er þegar um ógreidda skuld er að ræða og þá er það eingöngu eftir margítrekaðar rukkanir sem ekki hafa skilað nein- um árangri. Bergur segir að hann viti þó ekki til þess að það hafl nokkurn tíma orðið að beita þessu úrræði varðandi skuldamál. -MA Bergur Felixson. Tefja ekki framkvæmdir Friðrik Sophus- son, forstjóri Lands- virkjunar, telur ekki að hugsanleg málaferli í kjölfar úrskurðar umhverf- isráðherra vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun muni tefja framkvæmdir. Farið verður yfir úrskurðinn á næstu dög- um og vikum með tilliti til þess hvaða breytingar hægt sé að gera á grundvelli hans. Vísir greindi frá. Drekka meira Mun meira áfengi hefur selst í ár en í fyrra, samkvæmt tölum frá Áfengis- og tóbaksverslun rikisins. Mest aukning er í sölu á léttum vín- um en hins vegar hefur tókbakssala dregist saman. 1.800 í augnaögerðir Um 1.800 íslendingar hafa greitt hátt í hálfan milljarð króna á einu og hálfu ári fyrir augnaðgerðir sem gera mönnum kleift að losna við gleraugu. Aðgerðir eru framkvæmd- ar með leysitækni og eru þær að yerða algengustu aðgerðir sem sjúk- lingar gangast undir. Sjónvarpið greindi frá. Góö kirkjusókn Kirkjur landsins voru vel sóttar, bæði á aðfangadag og á jóladag. í Reykjavík varð fólk jafnvel frá að hverfa á aðfangadagskvöld og fjöldi kirkjugesta fékk ekki sæti og varð því að hlýða á messu standandi. 40% frá verslun og þjónustu Fyrirtæki í verslun og þjónustu greiða um 40% allra opinberra gjalda lögaðila ársins. Þetta kemur fram í útreikningum ríkisskatt- stjóra fyrir Samtök iðnaðarins. Fyr- irtæki í iðnaði greiða um 24% opin- berfa gjalda, útgerðarfyrirtæki 4,5%, fiskvinnslan 4% og aðilar í landbúnaði tæpt eitt prósent. Vísir greindi frá. Hafna framlagi Club Vegas Félag einstæðra foreldra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kem- ur að á stjómar- fundi félagsins 21. desember síðastlið- inn hafi verið tekin ákvörðun um að hafna framlagi Club Vegas. Það er gert á sömu forsendum og hjá Mæðrastyrksnefnd. Útgerðir heiöraðar Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur ákveðið að heiðra tvær útgerðir á Húsavík fyrir langa og færsæla út- gerð og fyrir framlag þeirra til at- vinnuuppbyggingar á Húsvík. Þá vill félagið með viðurkenningunum jafnframt þakka útgerðunum fyrir góð samskipti sem byggst hafa á gagnkvæmu trausti og virðingu í áratugi. Útgerðirnar, sem um ræðir, eru Geiri Péturs ehf. og Útgerðarfé- lagið Langanes hf. Frumsýnt á Flateyri Ný íslensk kvik- mynd, sem hlotið hefur nafnið í faðmi hafsins, var frumsýnd á Flat- eyri í gærkvöld. Myndin er gerð eft- ir verðlaunahand- riti Kvikmynda- sjóðs og fjallar um nýgift hjón í sjáv- arplássi. Leikstjórar myndarinnar eru Jóakim Hlynur Reynisson og Lýður Árnason og meðal aðalleik- ara eru Hinrik Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Sigrún Gerða Gísladóttir. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.