Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 Fréttir DV Lögreglan á Akureyri vill fá sérsveitarlöggur: Fíkniefnaflóðiö veldur auknu ofbeldi Sérsveitarmenn á Akureyri? Lögreglan á Akureyri vill tryggja stööu nokkurra sérbúinna lögreglumanna í bænum til aö bregöast við auknu ofbeldi. Skíðalyftan afhent Lyftuafhending Þaö var Ralph Nach Bauer frá lyftuframleiöandanum Doppelmayer sem afhenti Ásgeiri Magnússyni, formanni framkvæmdaráös Akureyrarbæjar, nýju stólalyftuna. Viðræður standa nú yflr milli rík- islögreglustjóra og lögregluembætt- isins á Akureyri um hvort hægt sé að útvega sérsveitarbúnað og tryggja framtíð sérhæfðs mannafla á Akureyri ef vá ber að höndum. Lögreglan á Akureyri telur sig ekki nægilega vel í stakk búna til að takast á við menn sem teljast alvar- leg og skyndileg ógnun við umhverf- ið. Sérhæfðir menn eru þegar fyrir hendi innan lögregluliðsins á Akur- eyri en þeir verða að láta sér nægja almennan búnað og er ekki búið að tryggja stöður þeirra til langframa. Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, segir að málið snúist um peninga eins og flestar aðrar slíkar ákvarðanir og sérsveit- in heyri undir ríkislögreglustjóra. Hann líti svo á að sérbúnir lögreglu- Mannanafnanefnd: Tamara í lagi en ekki Timila - Brigitta hlýtur náð Mannanafnanefnd kom saman í vikunni og tók ýmsar ákvarðanir sem endranær. M.a. leyfði nefndin að eiginnafnið Brigitta væri í lagi sem kvennafn en Öm á sama kyni gengur ekki að mati nefndarinnar. Um Brigittunafnið var kveðinn upp svohljóðandi úrskurður: „Eig- innafnið Brigitta telst vera ritmynd af eiginnafninu Birgitta og skal fært á mannanafnaskrá." Örn fékk sem fyrr segir ekki náð sem kvennafn og segir í umsögn: „Eiginnafnið Örn telst vera karl- mannsnafn og er það á manna- nafnaskrá sem slíkt.“ Hvað önnur nöfn varðar má nefna að Valíant í karlkyni fær náö og verður fært á mannanafnaskrá. Óvíst skal hins vegar látið hvort Prins verður samþykkt síðar. Þá má nefna að karlmannsnafnið Ismael er tekið til greina og skal fært á mannanafnaskrá. Einnig kvennafnið Alída, Tamara og Sigur- geira en kenninafninu Birgis er hafnað sem og Tryggvason. Milli- nafnið Berry fær ekki heldur náð og sömu sögu er að segja um Timilu. -BÞ Gúndaganga í þriðja sinn Minningartónleikar um Guð- mund ísar Ágústsson, sem lést í bílslysi þann 27. desember árið 1998, verða haldnir í þriðja sinn í dag. Eins og síðastliðið ár verða tónleik- amir haldnir í Neskirkju klukkan 17 og að þeim loknum verður geng- ið að leiöi hins látna en boðið er upp á rútuferðir til baka að Nes- kirkju. í fréttatilkynningu frá aðstendum tónleikanna segir að tónleikamir og gangan sem kölluð hefur verið „Gúndaganga" séu haldnir í þeim tilgangi að minna á þau fjölmörgu fómarlömb umferð- arslysa sem ýmist týna lífi eða slasast alvarlega í bílslysum, slys- um sem mögulegt er að fyrirbyggja meö bættri umferðarmenningu og vakandi meðvitund ökumanna um þá gífurlegu ábyrgð sem fylgir stjómun ökutækja. Efnisskrá tónleikanna er skipuð þjóðþekktum listamönnum og nem- endum úr Hagaskóla þar sem hinn látni stundaði nám áður en hann lést. Meðal þeirra sem koma fram eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Inga Bachmann, leikfélagið Ofleik- ur og Elísabet Jökulsdóttir, svo ein- hverjir séu nefndir. -MA Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli er nú tilbúin til notkunar og afhentu framleiöendur bæjaryfirvöldum á Akureyri lyftuna formlega í í síð- ustu viku. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns í Fjallinu, er stefnt að þvi að opna lyftuna fyrir almenningi þann 12. janúar ef snjór og veður leyflr. Þeg- ar er búið að prufukeyra lyftuna og gera á henni þær prófanir sem nauðsynlegar eru og segir Guð- mundur að hún uppfyfli alla nýj- ustu öryggisstaðla. Aðspurður seg- ir hann aö sérstakur dísilmótor fari í gang ef rafmagnslaust verði þannig að ekki er hætta á að menn sitji fastir i lyftunni þó rafmagn fari af. Stólalyftan í Hlíðarfjalli er sér- staklega glæsilegt mannvirki og sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hver stóll, eða „sófi“, tekur fjórar persónur og getur lyftan flutt 2000 manns á klukkutíma. Það er mikil breyting frá því sem var en gamla lyftan gat flutt 450 manns á Úukkustund. Gamla lyftan var orðið mjög gömul og ljóst að fara þurfti út í kostnaðarsamar viðgerð- ir á henni. Kostnaðaráætlun hljóð- Mikið hefur verið framkvæmt á undanfornum árum á Akranesi og er þess farið að gæta í fjárhag bæj- arsjóðs. Fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar fyrir áriö 2002 var samþykkt á síðasta fundi bæjar- stjórnar með 6 atkvæða meirihluta bæjarstjórnar Framsóknarflokks og Akraneslistans en sjálfstæðis- menn sátu hjá og lögðu fram harð- orða bókun. „Samkvæmt rekstraryfirliti í frumvarpi að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2002 eru niöurstöður í rekstri bæjar- sjóðs halli sem nemur kr. 13.992.000. Þ»útt fyrir viðvaranir sjálfstæðismanna á sínum tíma, um hve dýr þessi hraða einsetning grunnskólanna yröi bæjarsjóði, hefur meirihlutinn ekki gripið til viðunandi ráðstafana til að skila bæjarsjóði tekjuafgangi. Við telj- um þaö mikið ábyrgðarleysi, og óásættanlega niðurstöðu, að þurfa aði upp á 160 milljónir króna og er ljóst að sú áætlun mun að mestu halda en gengisþróun og smávægi- menn á Akureyri muni aldrei koma í stað sérsveitarinnar hjá ríkislög- reglustjóra. „Þeir myndu aldrei fara að kljást við einhverja byssubófa nema í algjörri nauðvörn en hins vegar gætu slíkir menn tryggt ástand á meðan beðið væri aðstoðar sérsveitarinnar," segir Daníel. Fremur er fátítt utan höfuðborg- arsvæðisins að einstaklingar ógni umhverfi sínu með skotvopnum en yfirlögregluþjónninn segir lögreglu- menn í meiri hættu en nokkru sinni samfara neysluaukningu fikniefna. „Menn eru orðnir varari um sig gagnvart fíkniefnaneytendum. Þeir eru margir hverjir vopnaðir og oft á tíðum með ofsóknaræði. Þekking sérsveitarmanna nýtist mjög vel í slíkum rnálurn," segir Daníel. -BÞ legar tafir munu þó færa heildar- kostnaðinn upp í u.þ.b. 164 mifljón- ir, að sögn Guðmundar Karls. -BG Umsjón: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Óróleiki hjá R-lista í heita pottinum ræða menn nú mikið um framtíð R-listasamstarfsins og þá ekki síst þá staðreynd að enn hefur ekki tekist að ganga endanlega frá uppstillingu á listann. Er nú svo komið að bölsýnis- menn í R-listaröð- um eru farnir að tala um möguleik- ann á því að menn nái einfaldlega ekki saman en aðr- ir telja það fráleitt. í pottinum er full- yrt að auk þess að Samfylkingin sé enn ósátt við ýmis- legt í þvi samkomulagi sem gert hef- ur verið þá sé sjálfur borgarstjórinn heldur ekki hress með hvemig málið hefur verið handerað. Fullyrt er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem kemur inn á listann sem utanflokka, eða utan flokkakvótans, telji að flokkarnir eigi ekki að ráða öllu um uppstillinguna og að pláss þurfi að vera fyrir utanflokkafólk, t.d. ein- hvem sem komi inn á listann með henni, „í hennar flokki" eins og það var orðað í pottinum. Þessir utan- ílokkamenn kæmu þá inn í sætin í kringum borgarstjórann, það níunda og jafnvel það 7. líka. Þetta gengur hins vegar illa í marga flokkshesta aðildarflokka R-listans... Deilt um leiðtogaprófkjör En það er viðar en hjá Reykjavík- urlistanum sem plottað er í hverju homi. Fullyrt er að nú sé kominn upp ágreiningur í stjórn fulltrúaráðs- ins í Reykjavík þar sem ekki næst samstaða um leið- togaprófkjörið en r.okkuð ljóst er að meirihluti er fyrir því í stjórninni. Fullyrt er hins veg- ar að einn eöa tveir stjórnarmenn hafi sett sig á móti þessari aðferð og Margeir Péturs- son, formaður fulltrúaráðsins, hafl viljað reyna til þrautar að ná sam- hljóða ákvörðun í stjórninni áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin... Skýringin á drætti Sagt er að í þessum ágreiningi liggi skýringin á því að enn sé ekki búið að ganga frá málinu en ákvörðun um próf- kjör og hvers kon- ar prófkjör átti í raun að liggja fyrir fyrir jólin sam- kvæmt áætlunum. Fullyrt er að það sé fyrst og fremst stuðningsmaður (menn) Ingu Jónu Þórðardóttur sem er ragur við leið- togaprófkjörið, sem kemur raunar nokkuð á óvart því Inga Jóna hefur sjálf oftsinnis lýst sig tilbúna í próf- kjör, hvort heldur sem er leiötoga- prófkjör eða gamaldags prófkjör... Margar umsóknir Athygli hefur vakið á Akureyri hve margir hafa sótt um nokkur störf sem þar hafa losnað að undan- fómu. Margir tugir manna sóttu um starf útsölustjóra Áfengisverslunar- innar á Akureyri og sömuleiðis um nýja stöðu upplýs- ingafulltrúa bæjar- ins og þá hefur ver- ið auglýst staða menningarfulltrúa en Ingólfur Ár- mannsson lætur af störfum um ára- mótin. Meðal þeirra sem heyrast nefndir sem líklegir í heita pottinum í þessi störf eru Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri KA, sem útsölu- stjóri hjá ÁTVR, Bjöm S. Lámsson, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Gest- ur Einar Jónasson og Eiríkur Bj. Björgvinsson, íþróttafulltrúi Akur- eyrar, eru talin líkleg í upplýsinga- fiflltrúann og Þórgnýr Dýrfjörð, for- stöðumaður Búsetu- og öldrunar- deildar bæjarins, hefur verið nefndur sem næsti menningarfulltrúi... Halli á bæjarsjóði - skuldir aldrei meiri - einsetning skóla hefur reynst bæjarsjóöi Akraness dýr aö grípa til lántöku til að halda úti rekstri bæjarsjóðs," segja sjálf- stæðismenn og benda á að við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir yf- irstandandi ár var gert ráö fyrir nærri 192 milljóna króna tekjuaf- gangi. Það sé dapurleg staðreynd að þegar tekjur bæjarsjóðs eru meiri en nokkru sinni hafi álögur á bæjarbúa aldrei verið jafnháar. Auk þess er bent á að skuldastaö- an sé verri en áður. Meirihluti bæjarstjórnar lét bóka undrun sina á bókun bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Fulltrúi sjálfstæðismanna í bæj- arráði hefur frá upphafi tekið þátt í gerö áætlunarinnar og ekki gert neinn fyrirvara um niðurstöður hennar og hefur stutt hana í öllum atriðum. Á síðasta ári samþykktu bæjarfufltrúar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og bera því fullkomna ábyrgð á henni. Þess vegna kemur þaö mjög á óvart að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfiokksins hlaupi nú út undan sér og skýli sér bak við bók- un sem er full af rangfærslum. Meirihlutinn lýsir yfir mikilli van- þóknun á slíkum vinnubrögöum óg telur afstöðu bæjarfufltrúa sjálfstæðismanna lýsa ömurlegri málefnafátækt þeirra," segir í bók- uninni. Samkvæmt heimildum DV stafar 204 milljóna mismunur frá fyrri áætlun upp á 191 milljón króna í tekjuafgang sem varð 13 milljón króna halli ekki síst af því að lagðir voru meiri peningar í einsetningu grunnskólanna sem átti að vera lokið árið 2003 en verð- ur lokið haustið 2002. Enn fremur að farið verður í ýmsar viðhalds- framkvæmdir sem eru dýrar, með- al annars við íþróttahúsið við Vesturgötu, og 30 milljónir eru lagðar í holræsamálin. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.