Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 16
28
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001
Skoðun I>v
Spurning dagsins
Hvert er uppáhalds-
jólalagið þitt?
Ásrún Karlsdóttir nemi:
Jólahjól.
Andrea Guðnadóttir nemi:
Ég man ekki hvaö lagiö heitir en
þaö er meö hljómsveitinni
í svörtum fötum.
Rósalind Kristjánsdóttir nemi:
Jólalagiö meö hljómsveitinni
i svörtum fötum.
Kristín Ósk Helgadóttir
verslunarmaöur:
> Jólalagiö meö Skítamóral, þaö er
voöalega sætt lag.
Elísa Rán Ingvarsdóttir nemi:
Heims um ból, mér finnst þaö
hátíölegast.
Ingibjörg Signý Kristinsdóttir
húsmóðlr:
Ef ég nenni, sem Helgi Björnsson
flytur, þaö er lagiö okkar
mannsins míns.
Kostuleg ræða
formanns LÍÚ
Sigurður G.
Marinósson,
útgm. og form.
Landssambands
útgeröa kvótalítilla
skipa:
Það er fróðlegt
að grúska I ræðu
formanns LÍÚ,
Kristjáns Ragn-
arssonar, frá síð-
asta ársþingi LÍÚ.
í ár var hann upp-
tekinn af auð-
lindagjaldi og
sagði: „Við höfum
alltaf lýst and-
stöðu við greiðslu
auðlindagjalds,
enda þekkist það
hvergi í heimin-
um að það sé innheimt af útgerð í
eigin landi og skekkir því sam-
keppnisstöðu okkar. Þar keppum
viö við ríkisstyrktan sjávarútveg".
Alltaf góður hann Kristján Ragn-
arsson. Við, hinir kvótalitlu, erum
sammála höfuðskáldi kvótakerfis-
ins að flestu leyti í þessum ummæl-
um, því leigukvóti er dýr í okkar
eigin foðurlandi. Og enginn vafi er á
því að kvótalitlar útgerðir keppa við
ríkisstyrkta stórútgerð hér. En okk-
ur finnst þeir þrír eða fjórir millj-
arðar sem kvótalitlir borga árlega í
auðlindagjald til sægreifanna skili
sér mjög illa til þjóðarinnar. Fólks-
ins sem lögum samkvæmt á auð-
lindina i sínu eigin landi.
En Kristján sagði líka: „Mér virð-
ist nú, eftir að umræður hófust um
tillögur endurskoðunamefndarinn-
ar, að öllum sé ljóst að skattur sem
þessi leggist nær eingöngu á lands-
byggðina sem alls ekki má við því
að taka á sig svo sérgreindan skatt
á þá atvinnustarfsemi sem hún
byggir á.“ - Eitthvað er nú ekki í
lagi hjá formanni LÍÚ. Heyr á
endemi: „Skatt á landsbyggðina"!
Kristján Ragnarsson, form. UU
„Alltaf góöur, hann Kristján."
„Vid hinir kvótdlitlu erum
sammdla höfuðskáldi
kvótakerfisins að flestu
leyti í þessum ummœlum
því leigukvóti er dýr í okk-
ar eigin föðurlandi. Og eng-
inn vafi er á því að kvóta-
litlar útgerðir keppa við
ríkisstyrkta stórútgerð hér. “
Það greiðir enginn landsbyggðinni
neitt þegar stóru sjávarútvegs-
risarnir hirða upp veiðiheimildir
allt umhverfis landið. Ekki fær fólk-
ið í útvegsplássum sem um aldir
hafa byggt tilveru sína á því sem
hafið gefur neinar greiðslur í sinn
hlut þegar greifarnir ákveða að
selja frá því lifibrauðið. Það situr
eftir með rústaðan afkomugrund-
völl, verðlausar eignir og vonlausa
framtíð.
En sínum augum lítur nú hver á
silfrið og sáttina við þjóðina. Og
skrýtnir eru umhverfissinnar.
Alltaf finnst mér miklu áhugaverð-
ara það sem LÍÚ hefur aldrei sagt
en það sem þeir hafa sagt. Blekking-
arvefurinn kringum þetta svokall-
aða „fiskveiðistjórnunarkerfi" er
snjall á margan hátt og gabbar auð-
trúa við fyrstu sýn. En sagan á eftir
að dæma þetta harða kerfi sem
snerist aldrei um fiskverndun. Það
veröur almannarómur sem stöðvar
þetta kerfi og þegar þjóðin opnar
munninn þá verður ekki þaggað
niður í henni af LÍÚ.
í boði Búnaðarbankans
Óskar Sigurðsson
skrifar:
Einkennileg eru þau orðin við-
skiptin og eignaumsýsla ríkisreknu
bankanna. Þaö nýjasta í bransanum
er það að stjóm Búnaðarbankans
samþykkti aö bjóða ævintýrafyrir-
tækinu Gildingu að koma upp í til
sín og sameinast sér að lokum með
þeim heimanmundi sem fyrirtækið
á enn eftir.
En það eru aðallega einhver bréf
í fyrirtækjum úti í bæ. Með þessu
boði eignast hluthafar Gildingar allt
að 17% hlut af útgefnu hlutafé Bún-
aðarbankans. - Glæsilegt boð Bún-
aðarbankans!
Flestir sem til þekkja eru sam-
mála um að rekstur Gildingar hafi
verið mikið ævintýri og strax í lok
„Nú geta ríkisbankamir
óhrœddir haldið áfram að
bjóða í bólið til sín þekkt-
um og óþekktum „millj-
arðamönnum“ sem eru að
gefast upp eftir fjármála-
œvintýri góðærisins, sem
varð þeim ofviða“.
síðasta árs hafi óveðursský verið
tekin að hrannast upp. Eina vonin
var kaup fyrirtækisins á hlutabréf-
um í fyrirtækjum eins og Marel,
Pharmaco og Össuri og svo í Ölgerð-
inni, og var enda fyrirtækið orðið
að einskonar fjárfestingarklúbbi,
eins og einhver orðaði það svo nett
í blaðagrein.
Nú eru m.a. fyrrverandi starfs-
menn Búnaðarbankans búnir að fá
inni í bankanum til frambúðar með
„allan arðinn sinn“. Menn í fjár-
málalífmu hér á landi og gerst
þekkja til mála hlæja sig máttlausa
að þessu heimboði Búnaðarbank-
ans, sem borga gestunum í bréfum
sem auðvelt er að selja á markaðn-
um. Það mun það bjarga einhverj-
um Gildingar-þátttakendum. Til
þess var leikurinn líka einmitt gerð-
ur. Nú geta ríkisbankarnir óhrædd-
ir haldið áfram að bjóða i bólið til
sín þekktum og óþekktum „millj-
arðamönnum" sem eru að gefast
upp eftir fjármálaævintýri góðæris-
ins, sem varð þeim ofviða.
Ari og kirkjusóknin
Yasser Arafat, eða Ari eins og Steingrímur
Hermannsson kallaði hann hér um áriö, komst
^ ekki í jólamessu í Betlehem þetta árið eins og
hann er vanur. Heimsbyggðin fylgdist með til-
raunum hans til að komast í messu og ofbauð of-
ríki og óbilgirni ísraelsmanna. Það er hreint
ótrúlegt hvað þessir ísraelar, sem sumir hverjir
standa í þeirri meiningu að þeir séu Guðs útvalda
þjóð, kemst upp með að fótumtroða almennar sið-
legar samskiptareglur í skjóli valdhafanna í Guðs
eigin landi hér fyrir vestan okkur. Farbann
Arafats og messufallið í Betlehem er aðeins það
síðasta í langri röð ofbeldis- og yfirgangsaðgerða
sem Palestínumenn hafa mátt búa við.
Múslíml
0 Nú er ekki svo, að það hafi verið trúarleg nauð-
syn fyrir Arafat að vera við kristna messu á að-
fangadagskvöld. Þvert á móti. Arafat er nefnilega
múslími þó konan hans sé kristin. Hins vegar er
Arafat leiðtogi nokkuð sundurleits hóps manna,
bæði múslíma og kristinna, þannig aö hann hef-
ur talið það skyldu sína að taka þátt í helstu
helgisiðum þegna sinna og sýna þeim þannig til-
hlýðilega virðingu. Slíkt umburðarlyndi, sem um
leið er pólitísk nauðsyn, er vitaskuld nokkuð sem
zíonistum þykir ekki ástæða til að virða - né
heldur þeim sem standa að baki því ofstæki og út-
þenslustefnu sem þeir standa fyrir. Þar erum við
íslendingar í fríðum förumannaflokki undir
dyggri leiðsögn Bandaríkjanna - því sá sem flýt-
ur sofandi með straumnum í þessum efnum er
jafnsekur og sá sem stýrir aðförinni.
Fullar kirkjur
En það voru fleiri en Arafat sem ekki komust í
messu um jólin því samkvæmt fréttum þurftu
margir íslendingar að hverfa frá kirkjum lands-
ins þegar þar var sunginn aftansögngur á að-
fangadagskvöld. Ástæðan var þó ekki sú að óbil-
gjörn sjálfskipuð guðsútvalin þjóð bannaði
kirkjusókn með hervaldi heldur var einfaldlega
ekki pláss í kirkjunum vegna gríðarlegrar að-
sóknar. Það er í sjálfu sér merkilegt, því tæplega
er allt þetta fólk í raun mikið trúræknara eða
kristnara en Ari. Hins vegar hefði verið fróðlegt
að fylgjast með því ef einhverju af þessu lítt trú-
aða fólki, sem skellir sér í kirkju til hátíðar-
brigða, hefði verið meinaður aðgangur á ein-
hverjum öðrum forsendum en þeim að húsið
væri fullt. Garra býður í grun að menn hefðu
ekki tekið þvi af jafnmikilli stillingu og hann Ari
gerði.
CyOsrL
Útlendingar stíga í land.
- Aðeins af erlendum skipum.
Vill hún feröamenn?
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Borgarráð hefur vísað tillögu
minnihlutans um átak til að auka
ferðamannastrauminn til landsíns til
nefndar. Ferðaþjónusta er mannafla-
frek atvinngrein en skaffar þúsundum
Reykvíkinga beint og óbeint atvinnu
og borgarsjóði skatttekjur, segja þeir í
minnihluta borgarstjórnar. Þetta er
rétt og satt. Reykjavík gæti t.d. auð-
veldlega haft miklar tekjur ef íslenskt
farþegaskip væri í siglingum frá
Reykjavík. En þorir minnihlutinn i
borgarstjórn að kveða svo fast að orði
um tilkomu farþegaskips, á meðan
flugið á að vera eina samgönguleiðin
til og frá íslandi og höfuðborginni. Við
fylgjumst með hverjir það eru sem
vilja veg Reykjavíkur sem mestan.
Segir verðin
Katrin hringdi:
Ég hef veriö að hlusta á auglýsinga-
þuluna í útvarpi allra landsmanna og
reyndar viðar á ljósvakamiðlunum á
milli þess sem eitthvað kemur sem
hlustandi er á. Það er áberandi hve
auglýsendur eru barnalegir að telja að
þessar auglýsingar virki á hlustendur
án þess að tilkynna um verðin í leið-
inni. Nokkrir auglýsa verð og þeir
græða á því. Áberandi eru t.d. auglýs-
ingar frá versluninni Dressmann sem
lætur alltaf fylgja verð með sínum
kynningum. Þarna getur maður geng-
ið að því vísu hvað maður vill og fer
frekar þangað eða á aðra staði sem
auglýsa verð. - Flestir láta það ógert.
I miöri aðgerð.
- Kassi sóttur fyrir bókhaldsgögnin.
Sjónarspil
Halldór Jðhannsson skrifar:
Hvílíkt sjónarspil er þetta upphlaup
Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufé-
lögunum. Muna menn nú upphlaupið
út af grænmetisverðinu og sömu að-
gerðum þegar ruöst var inn á skrif-
stofur grænmetissalanna? Hvað kom
út úr því? Nákvæmlega ekkert. Nema
það að nú skal greiða grænmeisbænd-
um 200 millj. króna árlega vegna af-
náms tolla af paprikunum og græna
dótinu. En hvaða forsendur eru hér á
landi fyrir raunverulegri samkeppni á
oliumarkaði, þegar allt er skoðað? Ég
bara spyr. í grænmeti er um allt ann-
að að ræða, þar er um smávöru að
ræða sem allir eiga að geta flutt inn
sjái þeir ástæðu tO.
Daufur þáttur
Magnús Björnsson skrifar:
Ég horfði á Kastljóssþátt með þeim
Birni Bjarnasyni menntamálaráð-
herra og Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Þar átti að ræða um ESB-málin. Þetta
varð deyfðarþáttur og fór tíminn hjá
þeim mest í að nálgast hvor annan
varlega með varkárum setningum.
Minnti mig á byrjun á íslenskri
glímu. Þiö vitið: Stigið, og svo er tipl-
aö á tánum og hvorugur bregður hin-
um. Þetta var sami taktur. Og mikið
um „kollakinkun“ eins og ávallt í
svona þáttum þar sem hvorugur vill
móðga hinn. Mann klígjar að horfa á
svona nokkuð yfir kvöldmatnum. Því
gátu mennirnir ekki báðir fordæmt
ESB aðild íslendinga, úr þvi þeir voru
báðir á móti umsókn okkar, að því
mér heyrðist?
Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 ReyKiavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.