Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Síða 20
32 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 Tilvera I>V Ekki er gott að liggja afvelta eftir át á gamlárskvöld: Áramótakalkúnn á léttum nótum Tekin saman vid þann gamla Samkvæmt breska slúðurblaðinu The Sun er Mariah Carey tekin saman aftur við latínósöngvarann Luis Migu- el. Miguei yfirgaf söngkonuna í sumar sem leið eftir tveggja ára ástarsam- band. Mariah tók því mjög ilia og segir sagan að þetta hafi veriö ein af ástæð- unum fyrir því andlega skipbroti sem söngkonan leið í sumar. Aö sögn vina segist söngkonan hafa himin höndum tekið þegar Miguel sneri aftur. Tii turtildúfnanna sást í verslunarleið- angri í New York á dögunum. Að sögn sjónarvotta geisluðu þær af hamingju. Vill Rachel og Ross saman Nú dregur að endalokum þáttarað- arinnar Vina. Jennifer Aniston, sem fer með hlutverk Rachel, segir að hennar draumaendir verði að Ross og Rachel nái saman á ný og lifi ham- ingjusöm lifi og eignist böm og buru. Þetta er haft eftir henni á vefritinu Ananova. Aniston segir að aðdáendur þáttanna eigi það skilið að flókið sam- band þessara tveggja leysist á farsæl- an hátt. Hún segist þó engu geta lofað þar sem leikarárnir fái ekki að vita endann. Aniston hefur þó lúmskan grun um að ekki séu öll sund lokuð enn fyrir ástarfuglana tvo. Áramótagleöi Kalkúnn er tilvalinn sem áramóta- kvöldverður. Það er ekki erfítt að elda góðan kalkún en þó eru nokkur atriði sem gæta verður að. Algengustu mistökin sem fólk ger- ir er að steikja kalkúninn of mikið. Kjötið verður þurrt og lítið varið í það. Til að bjarga því er kalkúninum drekkt í sósu og gumsi. Betra er að steikja kalkúninn hæfilega og borða með honum létt meðlæti svo enginn liggi afvelta eftir of þunga máltíð. Flestir sem elda kalkún hafa með honum brúnaðar kartöflur, eplasalat og mikið af þykkri sósu en hér er fólki ráðlagt að vera á léttari nótum. í uppskriftina hér á eftir er notað- ur 6 kg kalkúnn. Fylling Fyllingin er er sett inn í kalkún- inn áður en hann er kryddaður og steiktur. í hana þarf: beikon rauðlauk furuhnetur (fást í betri matvöru- verslunum) fíkjur smávegis síróp kalkúnakryddblöndu frá Potta- göldrum brauð (t.d. ítalskt snittubrauð með sólþurrkuðum tómötum) Beikonið er steikt í potti og rauð- lauknum og furuhnetunum bætt í. Brauðið er skorið í litla teninga og bætt út í ásamt öllu hinu. Síðan er bleytt í blöndunni með ávaxtasafa einhvers konar. Nota má afganginn af lime-safanum en ekki má setja mikið af honum þar sem hann er svo súr. Einnig má nota safa úr appelsín- um eða safa af ávöxtum úr dós, svo sem perum eða ananas. Fyllingin er sett inn í kalkúninn og rétt er að geta þess að fjarlægja þarf innmatinn fyrst. Heyrst hafa sögur af fólki sem gleymir plastpok- anum með innmatnum inni í kalkúnanum og fmnur hann svo þeg- ar fuginn er skorinn. Kalkúnn Til að krydda og smyrja kalkún inn þarf eftirfarandi: 1 lime-ávöxt blandaðar kryddjurtir, helst ferskar; annars kalkúnakrydd blöndu frá Pottagöldrum gróft salt nýmalaðan pipar ólifuolíu Kalkúnninn er nuddaður með sundurskornum lime-ávextinum og þar á eftir með ólífuolíunni. Gott er að skera þrjár rendur, um eins sentí- metra djúpar, í hvort læri. Það jafn- ar steikinguna á bringu og lærum. Örn segir að þegar lærin eru orðin hæfilega steikt þá sé bringan of þurr. Skurðirnir flýta fyrir steikingu lær- anna þannig að þau steikjast jafnt bringunni. Eftir að oliunni hefur verið makað vel á kalkúninn er hann kryddaður vel með krydd- blöndunni, salti og pipar. Því næst er kalkúnninn settur í ofngrindina ásamt skvettu af ólífuol- íu, smásmjöri og vatni. Örn segir mikilvægt að nostra við hann allan tímann á meðan hann er í ofninum. Eftir að fuglinn hefur verið klukku- stund í ofninum ætti að byrja að hella yfir hann vökvanum úr ofn- skúffunni, sem er blanda af olíunni, vatni, smjöri og vökvanum úr fuglin- um, og eftir það þarf að ausa vel yfir hann á 30 minútna fresti. Fuglinn er steiktur í þrjá og hálfan tíma, fyrst við 140" C hita sem er hækkaður í 170" C síðustu 45-50 mínúturnar. Örn segir að meiri steikingu þurfi ekki á þessa stærö af kalkúnum. Eftir steikinguna þarf kalkúnninn að jafna sig örlítið áður en hann er borinn á borð. Meðlæti Afhýddar bökunarkartöflur sem soðnar hafa verið í saltvatni í u.þ.b. 10 mín. Kartöflumar eru að því loknu kryddaðar með salti og pipar og settar í ofnskúffuna með kalkún- inum síðustu 45 mínúturnar af steikingartíma hans. Þá brúnast þær og fá á sig fallegan lit og gott bragð af soðinu. Gott getur verið að skvetta yfir þær smávegis af ólífuol- iu áður en þær eru kryddaðar. Léttsteikt blandað grænmeti, t.d. perlulaukur, gulrætur, zuccini, grænn spergill og smá eggaldin. Grænmetið er skorið í teninga en athugið að gulrætur þurfa smásuðu áður en þær eru steiktar með hinu grænmetinu. Grænmetið er síðan allt steikt á pönnu með salti og pip- ar, örlitlum lime-safa og einni mat- skeið af sfrópi sem gefur því falleg- an gljáa. Sósan er búin til þannig að inn- maturinn er brúnaður í potti með smálauk og perlulauk og einni sneið af beikoni. Þetta er allt brúnað vel og síðan er bætt við tveimur mat- skeiðum af sykri og hann brúnaður örlítið með hinu. Hluti af soöi kalkúnsins og vatni er bætt í pott- inn og látið sjóða í 30 mínútur við vægan hita. Að því loknu er soðið sigtað og bakað upp. Það er kryddað með kalkúnakryddblöndunni, nauta- og hænsnakrafti, salti og pip- ar. Bæta má rjóma í sósuna og jafn- vel skvettu af koníaki. Uppskriftin er frá Erni Arnarsyni kokki. VINSÆLASTI VINNUFELAGINN Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 23.481 kr. á mánuði án vsk. Fjármögnunarleiga Útborgun 305.220 kr. án vsk. 18.212 kr. á mán uði án vsk. Rekstrarlcigan or miðuð við 36 mónuði og 20.000 km akstur á ári. Rekstrarloigan er þó tekin í orlendri myntkörfu. Fjármögnunarleigan er miðuð við 25% útborgun og að lánið sé tekið í erlendri myntkörfu til 60 mánaða. ATVINNUBÍLAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220 www.bl.is RENAULT Kalkúnaráð Góðan tíma Eigi hátíðarkalkúnninn að heppnast sem skyldi þarf fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma. Þar sem langan tíma tekur að þíða fros- inn fugl þarf að kaupa hann nokkrum dögum áður en elda á hann. Einnig skyldi taka tillit til þess þegar honum er stungið í ofn- inn að eftir eldunartímann þarf kalkúnninn 20-30 mínútur til að jafna sig áður en hann er borinn á borð. Lengi að þiðna Frosinn kalkúnn er t.d lengi að þiðna. Áætla þarf um 1 sólarhring fyrir hver 2 1/2 kg af frosnum fugli í ísskáp eða um 3 sólarhringa fyrir 7 kg fugl. Einnig er hægt að affrysta kalkún í köldu vatni en þá þarf um klukkustund fyrir hvert kíló. Kjöthitamælir Ekki er gott að vita hvenær kalkúnninn er nægilega steiktur en best er að nota kjöthitamæli. Kalkúnninn er tilbúinn þegar kjöt- hitamælir í læri sýnir 82" C og í bringu 76" C . Einnig ætti að mæla hitastig fyllingarinnar en fuglinn er ekki tilbúinn fyrr en hún er 73° C. Stendur um stund Þegar kalkúnninn kemur ilm- andi út úr ofninum ætti að láta hann standa í 20-35 mínútur eftir stærð. Það gefur safanum tíma til að leka inn í vöðvann sem aftur verður til þess að hann verður mun safaríkari. Þegar hafist er handa við að skera fuglinn er gott að hafa heitan disk við höndina sem allar gómsætu sneiðar kalkúnsins eru bomar fram á. Leggið fuglinn á skurðarbretti með bringuna upp. Grípið um legginn og ýtið honum út til að finna mjaðmarliðinn. Not- ið beittan hníf til að skera í gegn- um liðinn og fjarlægja lærið og legginn af fuglinum. Notið sömu aðferð við að skera legginn frá lær- inu. Leggurinn er sneiddur þannig að fyrst er skorin sneið af einni hlið hans, alveg niður að beini. Leggið því næst skornu hliðina nið- ur og skerið næstu hlið eins. Gerið þetta allan hringinn og þá ættu að vera komnar fjórar góðar sneiðar af hvorum legg sem færðar eru upp á fatið. Lærið er lagt á brettið með flötu hliðina niður. Notið kjötgaffal til að halda bitanum á sínum stað og skerið góðar sneiðar í línu við beinið. Gætið þess að leggja sneið- amar jafnóðum á heitan diskinn. Vængirnir Áður en bringan er skorin þarf að fjarlægja vængina. Ýtið vængj- unum út til að finna liðina og sker- ið í gegnum þá. Vængirnir eru sett- ir heilir á diskinn. Þegar bringan er skorin er kjötgafflinum haldið við bringubeinið. Byrjað er að skera samsíða bringubeininu og skorið skáhallt í gegnum kjötið. Þessu er haldið áfram þar til allt kjötið er skorið í snyrtilegar sneið- ar og þá er eins gert við hinn hluta bringunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.