Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 27 V Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiO DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Piútugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hófsemi er ekki dyggð í gegnum tíöina hefur ríkisvaldiö veriö duglegt við aö setja margvíslegar reglur og lög til aö tryggja forréttindi ákveöinna hópa samfélagsins - forréttindi sem eru á kostnað almennings og þjóðfélagsins í heild. Þeir sem for- réttindanna njóta senda reikninginn til samfélagsins i formi hærra vöruverðs, lægri launa og hærri skatta. For- réttindi af ýmsu tagi eru eitt helsta þjóöfélagsmein íslend- inga enda greidd með lakari lífskjörum en annars. Almenningur er sundurlaus hópur og þess vegna hefur forréttindahópum tekist að tryggja hagsmuni sína með stuöningi stjórnmálamanna og embættismanna. DV hefur og verður málsvari þessa sundurlausa hóps - stendur vörð um almannaheill gegn sérhagsmunum fámennra hópa fyrirtækja eða launamanna. Skiptir engu hvort um er að ræða úrelt landbúnaðarkerfi sem kostar íslenska neytendur milljarða á hverju ári, hindranir á atvinnu- frelsi bílstjóra, takmörkun á aðgangi að atvinnustétt, líkt og tannlæknum hefur tekist, eða verndun frá eðlilegri samkeppni sem einstök fyrirtæki hafa náð með góðum ár- angri. Flókið kerfi reglugerða og laga hefur orðið til hér á landi samhliða því sem skilin milli stjómmálaflokka og stjórnmálamanna hafa smátt og smátt horfið. Yfirbragðið er orðið svipað - allt slétt og fellt, eins og bent var á i leið- ara hér í DV í febrúar 1999: „Hugmyndafræðin hefur vik- ið fyrir praktískum lausnum og völdin færð frá löggjafar- þinginu til framkvæmdavaldsins.“ Áhyggjur af sjálfstæði löggjafans eru langt frá því að vera ástæðulausar, ekki aðeins vegna þess hve fram- kvæmdavaldið hefur þanist út og tekið að sér að marka stefnuna í lagasetningu, heldur ekki siður hve þingmenn þurfa að treysta á þekkingu og ráð annarra. Hugmyndir hafa vikið í viðleitni stjórnmálamanna til að ná athygli og hylli við kjörborðið. Nú þykir imyndin skipta mestu og skoðanakannanir eru hið nýja tæki í stað hugsjóna. Margir stjórnmálamenn eru hættir að setja fram róttæk- ar hugmyndir heldur fljóta þeir með straumnum, allt eft- ir því hvað Gallup hefur fram að færa. í stað hugmynda- smíði er talið mikilvægara að koma upp góðum leiktjöld- um. Almenningur - kjósendur - hefur þannig færst fjær því að hafa raunveruleg áhrif á mótun samfélagsins. Gegn þessari þróun verður að bregðast enda andstæð lýðræð- inu og þar geta fjölmiðlar skipt verulegu máli. Fjölmiðlar verða að sjá í gegnum þau leiktjöld sem stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og fyrirtæki eru gjörn að setja upp. Hlutverk þeirra er að afhjúpa falska ímynd sem búin hef- ur verið til og reynt verður að búa til - mölva hana nið- ur. Heiðarleg blaðamennska, þar sem gömul og góð gildi blaðamennskunnar eru i heiðri höfð, er leið fjölmiðla til að ná árangri og um leið besta trygging almennings fyrir því að hagsmunum hans verði ekki stöðugt fórnað á alt- ari sérhagsmuna. „Hófsemi í leit að réttlæti er engin dyggð,“ sagði Barry Goldwater árið 1964 þegar hann var útnefndur forseta- frambjóðandi. Þessi orð eru jafnsönn nú og áður og með þau að leiðarljósi á að vinna. Við sem vinnum á fjölmiðlum eigum ekki að gæta hóf- semdar í varðstöðu fyrir almannaheill en við eigum að sýna sanngirni og heiðarleika á öllum sviðum blaða- mennskunnar. Óli Björn Kárason DV Vítahringur skömmtunarkerfisins Það var eitt af síðustu verkum Alþingis nú fyrir jólin að gera lítils háttar lagfæringar á stöðu krókaflamarksbáta í kjölfar þess að lög frá janúar 1999 um kvótasetningu aukateg- unda komu til framkvæmda 1. september sl. Lögin voru sem sagt varla búin að taka gildi þegar breytingar voru hafnar. Þetta er því miður dæmigert hvað varðar með- ferð stjómvalda á lögunum um stjóm fiskveiða. Og ekki er allt búið enn. Meirihlutinn lofar frumvarpi um lagfæringar á stöðu svokallaðra dagabáta fyrir 1. febrúar. Síðan verður væntanlega allt undir við heildarendurskoðun laganna, sem, ef marka má orð sjáv- arútvegsráðherra, verður komin í þingmál og á borð alþingismanna eft- ir jólahlé. Það verður því ekkert lát á breytingum, nú frekar en endranær. í endalausri samanburðarfræði þarf einlægt að laga til hjá öðrum þegar aögerð hjá einum hópnum er lokið. Alltaf verða einhverjir illa úti; einstaklingar, útgeröir eða byggðar- lög. Og meðan kerfið er skömmtun- arkerfi stjórnmálamanna, rennur þeim sem eru i hlutverki kaupfélagsstjóranna blóðið til skyldunnar að reyna að laga til eftir sig, aftur og aft- ur. Sértækur krókafla- marksbyggðakvóti Meirihlutinn virðist fremur vilja halda kerfinu opnu og handstýra niður- stöðunum reglulega en að leyfa markaðnum og al- mennum leikreglum að ráða, þannig að atgervi manna og nálægð við miðin fái notið sín. Það gera hins vegar tillögur okk- ar jafnaðarmanna í sjávarútvegsmál- um. Þær munu líka halda áfram að vinna á, einkum ef menn þora að horfa framan í þá staðreynd að fiski- stofnarnir eru takmörkuð auðlind, það komast ekki allir að sem vilja, það er ekki nægur kvóti handa öllum skipunum, ekki nægur afli handa öll- um fiskvinnslunum og tæknin hefur auk þess í raun útrýmt fjölda starfa í sjávarútvegi á undanfómum árum. Við þessa lagabreytingu til handa króaflamarksbátunum er lagt upp með 3. tilraun byggðakvóta, og nú er það sértækur krókaflamarksbyggða- Svanfríður iönasdóttir þingmaCiur Samfylkingar „Meirihlutinn virðist fremur vilja halda kerfinu opnu og handstýra niðurstöðunum reglulega en að leyfa markaðnum og almennum leikreglum að ráða, þannig að atgervi manna og nálægð við miðin fái notið sín. “ kvóti fyrir sérstaka krókaflamarks- báta sem koma frá sérstökum byggð- um. Hætt er við að einhverjum muni þykja á sér brotið þegar farið verður að úthluta næsta manni viðbótar- veiðiheimildum á grundvelli þess að hans bátur er skráður i tilteknu byggðarlagi þó aðstæður þeirra séu að öðru leyti hinar sömu. Það er spá mín að sú úthlutun sem bíður sjávarútvegsráðherra á grund- velli þessarar lagagreinar muni hvorki auka orðstír hans né auka traust manna á lögunum. Og líklega er hér verið að veita hugmyndinni um byggðakvóta náðarhöggið því þær tilraunir sem gerðar hafa verið undir þeim formerkjum hafa einungis leitt í ljós nýja tegund mismununar. Alvöru atvinnugrein þarf alvöru leikreglur Á hátíðarstundum er talað um mikilvægi sjávarútvegs fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar. Mér virðist þó að það sé ekki sú áhersla sem vakir þegar meirihlutinn á Alþingi er að breyta starfsumhverfi atvinnugrein- arinnar, aftur og aftur. Nei, þá eru það sérhagsmunir tiltekinna báta- flokka eða byggðarlaga sem ráðið geta úrslitum um niðurstöðu í hrossakaupum stjómarliða. Það er greininni hins vegar mikil- vægara að menn gætu treyst því að starfsumhverfið væri stöðugra og leikreglur almennari þannig að hægt væri að skipuleggja rekstur til ein- hverrar framtíðar. Ef Alþingi gengi þannig fá málum væri atvinnugrein- inni sýndur sá sómi sem hún á skilið. Svanfríður Jónasdóttir Þær raddir hafa heyrst að endur- nýjun bifreiðaflotans nú sé einungis um helmingur þess sem þurfi til að halda meðalaldri einkabifreiða á ís- landi á svipuðu stigi og flota ná- grannaþjóða okkar Talað hefir verið um að eðlileg endurnýjun sé um hálfur annar tugur þúsunda árlega. Skiptar skoðanir eru um árlega end- urnýjunarþörf einkabifreiöaflotans. Meöalaldur hans er um 8,3 ár miðað við skráningarár. Til samanburðar er álitið að meöalaldur einkabifreiöa nágrannaþjóða okkar sé nokkru lægri, eða 7,5 ár. Athugun á meðal- ævi bifreiðaflotans hefir þó leitt í ljós að hún er ríflega tvöfaldur með- alaldur stofnsins, samkvæmt könn- un höfundar á brottfalli af bifreiða- skrá undanfarin ár. Nærri mettunarmarki Samkvæmt reynslu er úrfall bif- reiða af skrá fyrstu fimm ár eftir skráningu lítiö. Þó má alltaf gera ráð fyrir altjóni nýlegra bifreiða þannig að þær verði óviðgerðarhæfar. í raun má búast við að í lok 10. árs frá Kiallarí „Vegna þessa, hversu stórir nýjustu árgangar bifreiðaflotans eru og lítil þörf endurnýjunar þess hluta flotans er líklegt að innflutningur einkabifreiða verði slakur nœstu árin en gœti síðan náð einhverju jafnvœgi í kringum tíu þúsunda markið. ‘ skráningu séu enn um átta af hverjum tíu einkabifreið- um enn á skrá. Þetta hlut- fall fer þó hratt lækkandi í lok fjórtánda árs árs ættu þó enn að vera um fjórar af hverjum tíu bifreiðum eftir. Enda voru nokkuð á tuttug- asta og annað þúsund fólks- bifreiða á ská af risaárgerð- unum 1987 og 1988 í árslok 2000 Um einn sjötti hluti einkabifreiða er í rekstri um tvítugt samkvæmt ________________ reynslu sem kemur ” nokkuð vel heim og saman við það að um tólf hundruð og fjörutíu bifreiðar af ár- gerð 1981 voru í notkun í upphafi þessa árs en sú ár- gerð var um sjö þúsund og fjögur hundruð bifreiðar í ársbyrjun 1982. Ef litið er til reynslu lið- inna ára má gera ráð fyrir að á þessu ári verði afskráð- ur nokkuð á áttunda þús- und bifreiða. Sem er ámóta fjöldi eins og á árinu 2000. Nú er talið að einkabif- reiðaeign landsmanna sé nærri mettunarmarki. eða alls 160 þúsund bifreiðar, um fimm hundruð og sjötíu bifreiðar á hverja þúsund íbúa. Miðað við að flotinn hald- ist í þessari stærð og meðal- aldur færist niður að svip- uðu stigi og meðal grann- þjóða okkar þyrfti að end- urnýja einn fimmtánda hluta bifreiðaflotans árlega. Nauðsynleg endurnýjun Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur yrði þá um tíu þúsund bif- reiöir á ári en ekki fimmt- án þúsund eins og haldið hefir verið fram.. Vegna þessa, hversu stórir nýj- ustu árgangar bifreiðaflot- ans eru og lítil þörf endur- nýjunar þess hluta flotans, er líklegt að innflutningur einkabifreiða verði slakur næstu árin en gæti síðan náð einhverju jafnvægi í kringum tíu þúsunda markið. Reynir á þanþol heimilanna Hinn mikli samdráttur innflutn- ings bifreiða nú er þvi rökrétt afleið- ing af miklum innflutning undanfar- inna ára sem hefir verið langt um- fram það sem þurft hefir til að viða- halda eðlilegri aldurssamsetningu flotans. Hér verður ekki fullyrt að innflutningur bifreiða glæðist ekki að ráði næstu sex sjö árin eins og gerðist eftir uppsveiflu áranna 1986 til 1988 en verulega kæmi á óvart ef innflutningur einkabifreiða næði fimmtán þúsundum innan fárra ára. Önnur rök sem benda til slaks inn- flutnings bifreiða næstu árin eru að íslensk heimili eru orðin afar skuld- sett á alþjóðlegan mælikvarða og far- ið að reyna á þanþol þeirra. Einnig hefir nú uppsafnaðri innflutnings- þörf. áranna 1992 til 1995 rækilega verið fullnægt. Að lokum er innflutn- ingur bifreiða næmur fyrir breyttu efnahagsástandi. Þótt svartagalls- raus sé ástæðulaust er þó ýmisleg sem bendir til að nokkuð slakni á hinu yfirspennta íslenska hagkerfi á næstu árum frá þvi sem verið hefir. Kristjón Kolbeins Endurnýjun bifreiðaflotans IWlMJi-. • Forsetinn leggi til málanna „Ég var búinn að taka þátt í hinni daglegu baráttu stjórn- málanna lengi og hafði kynnst flestum ef ekki öllum þáttum hennar æðivel. Ég var farinn að kunna þann kveðskap sem þar er farið með. Ég hef alltaf verið þannig gerður, að ég hef hef þurft að hafa ný og ögrandi verkefni aö glíma viö til þess að finnast lífið vera spenn- andi og skemmtilegt. Mér fannst vera orðið fátt um slíka drætti á hinum daglega vettvangi stjórnmál- anna. Þess vegna horfi ég ekki með neinni eftirsjá til þess tima ... Þú nefndir að forsetinn sæti á friðar- stóli. Það er að vissu leyti rétt. En hann situr ekki á neinu sérstöku hægindi. Það má ekki rugla því saman. Og satt að segja hefur það farið mjög vaxandi, að óskað er eftir þátttöku forsetans i fjölþættum at- burðum, málþingum og samkomum; að hann leggi margvíslegum málefn- um lið; ávarpi fundi, þing og ráð- stefnur. Og þá er betra að forsetinn hafi eitthvað til málanna að leggja. Ég held að það sé í raun og veru ógerlegt að gegna þessu embætti án þess að fram komi áherslur forset- ans á ýmsum sviöum. Þær eru kannski ekki tengdar hinni daglegu baráttu á vettvangi þjóðmálanna. Þær snerta hins vegar hvernig við metum framtíð okkar sem þjóðar, hvað við teljum mikilvægt, hvernig málum er raðað.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti islands, í viðtali viö BB á ísafiröi. Spurt og svarað Eru hlutabréfakaup fýsilegur kostur eins og staðan er í dag? Tryggvi Tryggvasort, Landsbanka íslands: Skattahagrœðið sé fullnýtt „Almennt er skynsamlegt að hafa hluta af langtimasparnaði sinum í hlutabréfum en sá hluti ætti þó að fara lækkandi eftir því sem fólk eldist, þar sem sveiflur í ávöxtun hlutabréfa geta verið miklar eins og við höfum fengið að reyna undanfarið. Flestir ættu þó að minnsta kosti aö fjárfesta í hlutabréfum að því marki að skattahagræðið sé fullnýtt enda skatta- afslátturinn verulegur. Eftir mikla lækkun hluta- bréfaverðs síðustu misseri eru hlutabréf margra fyrirtækja á ágætu verði en meðan vextir eru eins háir og raun ber vitni er fjárfesting í skuldabréf- um fýsilegri og eru fá hlutabréf sem standast sam- anburð við skuldabréf um þessar mundir.“ Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, Búnaðarbankanum-Verðbréfum: Markaðurinn sann- gjamt verðlagður „Við hjá greiningádeild Búnaðar- bankans mælum með að einstakling- ar nýti skattaafsláttinn í ár. Við höf- um borið saman verðlagningu á ís- lenskum hiutabréfamarkaði á árunum 1999-2001 miðað við veltufé frá rekstri og innri ávöxtunarkröfu. Niður- staðan er að markaðurinn sé að meöaltali sanngjarnt verðlagður í dag. Þess skal geta aö fullur skattaafslátt- ur jafngildir einn og sér 23% ávöxtun á einu ári. Fyrir einstaklinga mælum við meö að fjárfestar dreifi áhætt- unni sem fæst best með kaupum í hlutabréfasjóðum. Þeir sem kjósa fremur að fjárfesta í einstökum bréfum verða einkum að hafa tvennt i huga. I fyrsta lagi selj- anleikaáhættuna sem fylgir mörgum hlutafélögum og í öðru lagi mismunandi áhættustig atvinnugreina." Sœvar Helgason, íslenskum verðbréfum Kauptœkifceri skapast „Kauptækifæri hafa skapast á hlutabréfamarkaði, einkum hjá félögum í útrás og hafa mikla vaxtarmöguleika, svo sem lyfjafyrirtækjum og félögum í iðnaði og framleiðslu. Mikilvægt er þó að fiárfestar geri sér grein fyrir þeirri seljanleikaáhættu sem fylg- ir fiárfestingu í mörgum minni félögum. Félög eins og Delta, Össur, Samherji, Bakkavör og Hlutabréfasjóður íslands (HÍ) eru meðal annars félög sem ég tel að vert sér að skoða nánar á þessum tímapunkti. HÍ býður upp á góða áhættudreifingu, seljanleikaáhættan er nánast engin og hentar því vel einstaklingum sem hyggjast nýta sér skattaafsláttinn." Esther Finnbogadóttir, Kaupþingi hf.: Mcelum með stcerri | fyrirtcekjum „Eftir nokkrar þrengingar og niður- sveiflu á fjármálamörkuðum síðustu misserin er nú tekið að rofa til á ný. Þrátt fyrir verðsveiflur til skemmri tíma litið hefur sagan sýnt að hlutabréfakaup gefa bestu ávöxtun til lengri tíma. Kaup á hlutabréfum veita aö jafn- aði ekki aðeins hærri ávöxtun heldur renna þau einnig stoðum undir atvinnulífið. Menn þurfa að vanda val á fjár- festingum sínum meðal annars með tilliti til áhættu, dreif- ingu og eignasafns. Hlutabréfasjóðir eru almennt góðir kostir en ef valið stendur á milli einstakra félaga er rétt að hafa seljanleika bréfanna í huga. Greiningardeild mælir því með að fjárfestar horfi frekar til stærri félaga á Verðbréfa- þingi. Meðal áhugaverðra kosta má nefna Bakkavör, össur, Landsbanka, Pharmaco, Samherja og Sjóvá-Almennar." (gj Margir huga aö hlutabréfakaupum fyrir áramót. Kaup gefa einstaklingi 31.333 kr. í skattaafslætti, ef keypt er fyrir 133.333 kr. Fulltrúar þeirra veröbréfafyrirtækja sem hér er rætt viö kunna aö eiga hagsmuna aö gæta. Skoðun Evran styrkir krónuna Nýja evran er tákn og virðing þeirrar Evrópu sem er að fæðast. Hún er því ekki bara peningaseðill sem tekur gildi í rúmlega 10 ríkjum i Evrópu i byrjun næsta árs eða 1. janúar. Evran er meira. Hún mun standa föstum fótum á næstu árum í aldagamalli menningu og efnahag Evr- ópu. Hún mun fljótlega verða annar öflugasti gjald- miðill heims. Nýja evran mun stórefla fiárhag og menningu allra sem búa í dag í Evrópu, líka okkar á íslandi. Henni ber því að fagna sem hluta af nýjum og betri timum í upphafi þess- arar aldar. Mlsskilin vantrú á evrunni Síðustu vikur og mánuði hafa ýmsir hér á landi talað um evruna með vantrú. Hafa jafnvel sagt að þeir væru á móti henni. Vilja t.d. ekki fagna henni sem nýjum gjaldmiðli í hluta Evrópu. Auðvitað er þetta mis- skilin afstaða og kemur málinu ekki við í raun og veru á þessum nótum. Við erum hluti af Evrópu og hljótum því að gleðjast þegar frændur okkar á meginlandi Evrópu stíga stórt spor til fiárhagslegra framfara með þvi að taka upp evruna sem sameiginlegan gjaldmiðil. Vonandi veröur evran stöðug í verðgildi á heimsmarkaði og eykur þar með virðingu Evrópu og um leið okkar líka sem Evrópu- búa. í þessu sambandi má nefna bandaríska dollarann sem mjög hefur aukið virðingu og völd Bandaríkjamanna í heiminum. Lú&vík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur verið á móti með rökum. Þurfum hjálp frá evrunni Við höfum okkar ís- lensku krónu og munum væntanlega hafa hana áfram um alla næstu fram- tiö. Á hinn bóginn hefur komið í ljós undanfarið sbr. mikið gengisfall krónunnar að íslenska krónan ein og sér er um of veikur gjald- miðill og lítið þarf aö gerast til að hún falli verulega í verði á núverandi frjálsum markaði. Hún hefur undanfarið fall- ið og sveiflast á milli 105-110 kr. gagnvart ameríska dollaranum. Einnig eru grunnvextir okkar krónu mjög háir hér eða meira en 2-3 sinn- um hærri en á gjaldmiðlum flestra annarra næstu þjóða. Vextir eru hér í sumum tilfellum meira en 20%. Okkur vantar gjaldeyris- varasjóð Það myndi styrkja gengi okkar veiku krónu ef við gætum átt tak- markað samstarf við Seðlabanka Evr- ópu á grundvelli evrunnar og átt þar gjaldeyrisvarasjóð. Við erum að vísu ekki beinir aðilar að Myntbandalag- inu EMU en óbeinir þó. Við tengj- umst því með óbeinum hætti í gegn- um ESB eða Evrópusambandið. EES- samningurinn okkar viö ESB opnar alla möguleika í því efni. Hvað hugs- anlegt samstarf okkar við Mynt- bandalagið EMU í gegnum núverandi óbeina aðild okkar að því er kallað skiptir engu máli. Það er ekki tfi um- ræðu hér enda frekar deUa um smekk og tilfinningar en raunveruleika. I fljótu bragði kæmi íslendingum best í dag ef Seðlabanki Islands gæti yfirdregið viðskiptareikning hjá Seðlabanka Evrópu um svona aUt að 100 mUljarða íslenskra króna á lág- um grunnvöxtum evrunnar enda væri lánið í evrum. Þetta myndi duga og vera notað tU að gera gengi okkar krónu stöðugra en þó frjálst á markaði. Með því að Seðlabanki okk- ar seldi evrur af þessu láni fyrst um sinn og svo áfram ef nauðsyn bæri til mætti gera gengi krónunnar okk- ar stööugra. Hún myndi í byrjun lík- lega hækka í verði um 5-10%. Vextir myndu lækka - gengi krónunnar hækka Einnig geta þessir ofurháu vextir hér á landi lækkaö verulega þegar stórar sveiflur á gengi okkar krónu hætta. Um leiö og við höfum hæfi- lega stóran gjaldeyrisvarasjóð í evr- um hjá Seðlabanka Evrópu þá styrk- ist krónan. Við getum notað áfram okkar eigin krónu og haft hana samt á frjálsum gjaldeyrismarkaði um alla framtíð. Við höfum styrk af evrunni og not- um hana til að hækka okkar krónu og lækka hér vexti. Það myndi bæta fiárhag íslands verulega. Lúðvík Gizurarson EES og ísland tengt EMU Umræða um okkur og evruna ásamt EES og ESB er nánast komin út í hreinan hrærigraut hér á landi þessa dagana. Erfitt er að skilja umræöuna eða kom- ast að neinni sameiginlegri nið- urstöðu. Samt nokkur orð til skýringar á stöðu Myntbanda- lagsins eða EMU. Með EES-samningi okkar viö ESB fengum við ákveðna auka- aðild að ESB eða Evrópusam- bandinu. Nú í dag stöndum viö frammi fyrir nýjum hlut eða Myntbandalaginu EMU sem er hluti af nýju stjórnkerfi ESB eða Evrópusambandsins. Evran er staðreynd í dag. Myntbandalag- ið EMU mun gefa út nýja evru- bankaseðla 1. janúar 2002 og rúmlega 10 ríki í Evrópu munu taka upp evruna um leið sem sameiginlegan gjaldmiðil. Það er breyting sem menn geta varla „í fljótu bragði kœmi íslendingum best í dag ef Seðlabanki íslands gœti yfirdregið viðskiptareikning hjá Seðlabanka Evrópu um svona allt að 100 milljarða íslenskra króna á lágum grunnvöxtum evrunnar enda vœri lánið í evrum. “ f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.