Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 íslendingaþættir Jmsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 95 ára_______________________________ Lovísa Pálsdóttir, Akurgeröi 9b, Akureyri. 85 ára_______________________________ Þóröur Halldórsson, Sólheimum 23, Reykjavík. 80 ára_______________________________ Friöbjörg Friöbjörnsdóttir, Víðilundi 16a, Akureyri. 75 ára_______________________________ Guöný Guönadóttir, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. I tilefni af- mælisins tekur hún á móti gestum að heimili sínu laugard. 12.1. frá kl. 15.00. Gunnar Friöftnnsson, Fjarðargötu 44, Þingeyri. 70 ára_______________________________ Erla M. Olsen, Borgarvegi 10, Njarðvík. Hún tekur á móti gestum í Oddfellow- húsinu í Keflavík, Grófinni 6, laugard. 12.1. milli kl. 16.00 og 19.00. Einar Magnús Erlendsson, lllugagötu 12, Vestmannaeyjum. 60 ára_______________________________ Alda G. Jónsdóttir, Engjaseli 67, Reykjavík. Rannveig Árnadóttir, Funalind 1, Kópavogi. Kristín Kristjánsdóttir, Miðvangi 6, Hafnarfiröi. Eygló Jensdóttir, Óðinsvöllum 16, Keflavík. Haukur Arnar Kjartansson, Lækjarkoti, Borgarnesi. Freysteinn V. Hjaltalín, Laufásvegi 12, Stykkishólmi. Rósa Jónsdóttir, Hamrahlíö 42, Vopnafirði. Baldur Þ. Bjarnason, Múlakoti 2, Kirkjubæjarklaustur. 50 ára_______________________________ Kolbrún Þormóösdóttir, Sólvallagötu 66, Reykjavík. Auöur Ragna Guömundsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. Ómar Önfjörð Magnússon, Austurbrún 33, Reykjavík. Hallgrímur P. Helgason, Nýbýlavegi 102, Kópavogi. Helga Guöjónsdóttir, Holtsgötu 30, Sandgerði. Magnea Kristleifsdóttir, Kjalvararstööum, Reykholt. Sigríður Kristjánsdóttir, Birkihlíð 29, Sauðárkróki. Sólveig S. Einarsdóttir, Starmýri 5, Neskaupstaö. Sveinn Guömundur Einarsson, Þiljuvöllum 10, Neskaupstað. Ragnhlldur Þorsteinsdóttir, Noröurbraut 12, Höfn í Hornafiröi. 40 ára_______________________________ Helga Björnsdóttir, Lynghaga 12, Reykjavík. íris Guðmundsdóttir, Hjaltabakka 20, Reykjavík. Justyna Maria Sewerynska, Hraunbæ 172, Reykjavík. Ásdís Þórkatla Hafsteinsdóttir, Fagrahjalla 1, Kópavogi. Kristján Albert Eiriksson, Fögrubrekku 20, Kópavogi. Georg Grundfjörð Georgsson, Vesturbraut 3, Keflavík. Soffía Árnadóttir, Ránarslóö 10, Höfn í Hornafiröi. Oddrún María Pálsdóttir, Geitasandi 6, Hellu. Alie Rita ísólfsson, Furugerði 1, Reykja- vík, andaðist á Landspítalanum Foss- vogi þriðjud. 8.1. Harald Faaberg, Seilugranda 1, Reykja- vík, lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi þriðjud. 8.1. Gyöa Ásdís Sigfúsdóttir, Hjallabrekku 2b, Kópavogi, lést á líknardeild Land- spítalans að morgni þriðjud. 8.1. Siguröur Þórarinsson skipstjóri, Klepps- vegi 120, Reykjavík, lést að kvöldi ný- ársdags. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. DV Attræður Runólfur A. Þórarinsson fyrrv. deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu Runólfur Auöunn Þórarinsson, cand.mag. í íslenskum fræðum og fyrrv. deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, hjúkrunarheimilinu Eir, Gagnvegi, Reykjavík, er áttræð- ur i dag. Starfsferill Runólfur fæddist að Látrum í Mjóafirði við ísafjarðardjúp og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1944, cand.mag.-prófi í ís- lenskum fræðum við HÍ 1950, stund- aði framhaldsnám í fornleifafræði og norskri þjóðmenningarsögu við Háskólann í Osló 1951—52, lauk prófi í uppeldisfræði við HÍ1953 og stund- aði nám m.a. í stjómun og eftirliti fræðslumála við University of Southern California í Los Angeles með Fulbrightstyrk 1959-60. Runólfur var kennari við Gagn- fræðaskólann á ísafirði 1947^48, stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1948-49, viö gagnfræða- deild Miðbæjarskólans 1950-51, Gagnfræðaskóla verknáms 1952-54, var kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1954-56, prófdómari í íslensku við skóla gagnfræðastigs í Reykjavík 1956-76, prófdómari í ís- lensku á stúdentsprófi við MR frá 1977 í rúm tuttugu ár, fulltrúi á Fræðslumálaskrifstofunni 1956-66, deildarstjóri þar 1966-68, skipaður fulltrúi í menntamálaráöuneytinu 1969 og var deildarstjóri þar 1983-89 er hann lét af störfum vegna aldurs. Runólfur sat í Stúdentaráði HÍ 1945-46, var formaður Mímis, félags norrænunema, 1948-49, sat í stjórn Félags Djúpmanna í Reykjavík 1954-62 og 1964-66, var garðprófast- ur á Gamla Garði 1952-71, sat í framkvæmdanefnd íslensku UNESCO-nefndarinnar 1968-77, var formaður úthlutunarnefndar starfs- launa listamanna 1969-71 og 1981-84, sat í stjóm Rithöfundasjóðs íslands 1974—79 og aftur um skeið frá 1986 og formaður stjórnarinnar 1975, 1977 og 1986, í stjómarnefnd Menntastofnunar Bandaríkjanna á íslandi, Fulbright-stofnunarinnar 1971-79, í stjórn Félags íslenskra fræða í nokkur ár, formaður Nem- endasambands MA 1974-75, sat í fuglafriðunarnefnd 1973-84, í bygg- ingamefnd Listasafns Islands, for- maður Geysisnefndar, í stjórnar- nefnd Listasafns Einars Jónssonar og sat í ýmsum nefndum á vegum ríkisins um skóla- og menntamál, s.s. Samstarfsnefnd menntamála- ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölskylda Systkini Runólfs: Helgi J. Þórar- insson, f. 15.4. 1920, d. 1.8. 1979, bóndi í Æðey í ísafjarðardjúpi; Kristín Guðrún Þórarinsdóttir, f. 8.12. 1926, d. 1.3. 1970, húsmóðir á Isafiröi. Hálfsystkini Runólfs, samfeðra: Guðrún Þórarinsdóttir, f. 12.2. 1935, búsett í Reykjavík; Bragi Þórarins- son, f. 24.7. 1936, búsettur í Reykja- vík; Sigríður L. Þórarinsdóttir, f. 31.8. 1938, búsett í Reykjavik. Foreldrar Runólfs voru Þórarinn Helgason, f. 14.10. 1885, d. 14.8. 1976, bóndi á Látrum í Mjóafirði í ísa- fjarðardjúpi, og Kristín Guðrún Runólfsdóttir, f. 6.3. 1885, d. 18.12. 1926, húsfreyja að Látrum. Ætt Þórarinn var sonur Helga, b. á Borg í Skötufirði við Djúp, Einars- sonar, b. í Efstadal og á Laugabóli í Ögursveit, Helgasonar, b. þar, Ein- arssonar. Móðir Helga á Borg var Guðrún Einarsdóttir frá Amgerðar- eyri. Móðir Þórarins á Látmm var Þóra Jóhannesdóttir, b. á Blámýr- um, Jónssonar. Móðir Þóru var Guðfinna Andrésdóttir, b. á Hjöllum í Skötufirði, Jónssonar, og Elisabet- ar sterku Guðmundsdóttur. Kristín Guðrún var dóttir Run- ólfs, b. í Heydal í Mjóafirði, bróður Baldvins, föður Jóns, alþm. og for- seta ASÍ. Baldvin var einnig langafi Níelsar P. Sigurðssonar sendiherra. Systir Runólfs var Sigríður, móðir Jóns Auöuns alþm., föður Jóns dómkirkjuprests og Auðar, borgar- stjóra og ráðherra. Runólfur var sonur Jóns, b. í Borgarey og á Eyri í Ísafírði, Auðunssonar, b. á Stóru- völlum, Jónssonar, bróður Amórs, langafa Hannibals Valdimarssonar ráðherra, föður Amórs heimspek- ings og Jóns Baldvins sendiherra. Móðir Kristínar Guðrúnar var Guðrún Guðmundsdóttir, hrepp- stjóra á Eyri í Mjóafirði, Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar var Salvör, systir Þorbjargar, lang- ömmu Bertels, föður Þráins rithöf- undar. Salvör var dóttir Þorvarðs, b. í Eyrardal, Sigurðssonar, ættföð- ur Eyrardalsættar, Þorvarðssonar. Sjötíu og fimm ára Birgir Sigurðsson prentari í Reykjavík Birgir Sigurðsson prentari, Háa- leitisbraut 153, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Birgir fæddist í Grindavík og ólst þar upp til níu ára aldurs en síðan í Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófum 1947, lærði, prentiðn, setn- ingu og vélsetningu, í ísafoldar- prentsmiðju frá 1943 og lauk sveinsprófi 1947. Birgir starfaði i ísafoldarprent- smiðju sem vélsetjari til haustsins 1963. Hann starfaði síðan í prent- smiðjunum Hólum 1963-70, í Ing- ólfsprenti 1970-74 og Skákprenti, prentsmiðju tímaritsins Skák, 1975-94 er hann lauk störfum fyrir aldurs sakir. Birgir sat í stjórn Taflfélags Reykjavíkur 1948, var gjaldkeri Byggingarsamvinnufélags prentara 1956 og var trúnaðarmaður Hins ís- lenska prentarafélags í ísafoldar- prentsmiðju um nokkurra ára skeið, ritstjóri tímaritsins Skák 1949-50, ritstjóri og útgefandi sama rits 1954-62, sat í útgáfunefnd Skák- ar vegna heimsmeistaraeinvígis B. Spasskís og B. Fischers 1972, í rit- nefnd Skákar 1975-97, formaður skákdeildar Félags eldri borgara í Reykjavík frá 2000 og hefur sinnt ýmsum nefndarstörfum fyrir Skák- samband íslands. Fjölskylda Birgir kvæntist 22.11. 1969 Önnu Skaftadóttur, f. 15.4. 1937, húsmóð- ur. Hún er dóttir Skafta Óskarsson- ar sem er látinn og Ingibjargar Hall- grímsdóttur. Börn Birgis og Önnu eru Birgir Örn Birgisson, f. 11.4. 1970, BA 1 spænsku frá HÍ og stundar nú fram- haldsnám, en kona hans er Sigríður Ásdís Erlingsdóttir, f. 11.11. 1970, blómaskreytir og eiga þau þrjár dætur; Anna Halla Birgisdóttir, f. 28.6. 1972, stundar nám í myndlist, en maður hennar er Gunnar Smári Helgason hljóðmeistari og eigandi Hljóðsmárans ehf. í Hafnarfirði og eiga þau þrjár dætur. Börn Birgis frá fyrra hjónabandi: Baldur Birgisson, f. 1.4. 1954, múr- ara- og flísalagningameistari i Reykjavík, en kona hans er Lovísa Jónsdóttir, hárgreiöslumeistari í Reykjavík, og á hún uppkomin son; Linda Birgisdóttir, f. 17.1. 1956, sjúkraliði í Reykjavík, og á hún fjögur börn frá fyrrv. hjónabandi. Uppeldisdóttir Birgis er Sigríður Ósk Pálmadóttir, f. 18.9. 1963, raf- eindavirki hjá Flögu, en maður hennar er Guðlaugur Ágústsson, f. 29.9. 1958, deildarstjóri þingvörslu Alþingis og eiga þau tvö böm. Sonur Birgis utan hjónabands er Þórarinn Sigurður Thorlacius Birg- isson, f. 3.5.1959 í Keflavík, verslun- areigandi í Froland í Noregi, og á hann tvær dætur frá fyrrv. hjóna- bandi. Hálfsystkini Birgis, samfeðra: Sigfús Bergmann, f. 18.7. 1918, bú- settur í Reykjavik; Guðný Sigríður, f. 4.3.1921, búsett í Reykjavík; Bryn- dís Elsa, f. 12.11. 1922, búsett í Hafnaflrði; Ásgeir, f. 17.12. 1927, bú- settur í Reykjavík; Erla Sigrún, f. 3.12. 1929, búsett i Keflavík; Þor- steinn Grétar, f. 27.8. 1932, búsettur í Reykjavík; Sigríður Gyða, f. 13.12. 1934, búsett á Seltjamamesi; Haf- steinn Garðar, f. 1.3. 1937, Reykja- vík. Hálfsystkini Birgis, sammæöra: ísleifur Halldórsson, f. 26.9. 1932, læknir í Garðabæ; Esther Halldórs- dóttir, f. 27.10. 1933, búsett í Hafnar- firði. Foreldrar Birgis voru Sigurður Sigurðsson, f. 17.6.1891, d. 12.6.1951, bifreiðarstjóri og síðar kaupmaður, fyrst í Hafnarfírði og siðar í Reykja- vík, og Magnea Tómasdóttir, f. 22.6. 1907, d. 9.9. 1995, húsmóðir. Fósturfaðir Birgis var Sveinn Hall Ásmundarson, f. 8.11. 1883, d. 6.8. 1981, prentari. Merkir Islendingar Einar Eyfells vélaverkfræðingur fæddist í Reykjavík 12. janúar 1922. Hann var sonur Eyjólfs Eyfells listmálara og k.h., Pálu Ingibjargar Einarsdóttur Eyfells. Einar lauk stúdentsprófi frá MR, BS- prófi í vélaverkfræði frá University of California í Berkley í Bandaríkjunum og fór hann námsferð til Bandaríkj- anna 1950 til að kynna sér upplýsinga- og fræðslustarfsemi í landbúnaði. Einar var verkfræðingur í Banda- ríkjunum, framkvæmdastjóri vélsmiðj- unnar Keilis hf„ verkfæraráðunautur Búnaðarfélags íslands og framkvæmda- stjóri Vélasjóðs sem starfrækti skurðgröf- ur til framræslu, var verkfræðingur hjá Mercalfe Hamilton á Keflavíkurflugvelli, hjá Einar Eyfells Sameinuðum verktökum og hjá Islenskum aðalverktökum 1957-64 og 1971-91. Hann sérhæfði sig í eldvamakerfum, lagði grunn að eldvarnakerfi Reykjavikur- borgar og var umsjónarmaður eldvarna borgarinnar 1965-71. Þá átti hann og starfrækti fyrirtækið Brunavarnir sf. og sinnti ráðgjöf um vatns-, hita-, loft- ræsti- og slökkvikerfi bygginga. Einar var vinnusamur og mikill verkmaður, verklaginn, skipulagður og reglusamur. Hann var íþróttaunn- andi frá unglingsárum, æfði box á sín- um yngri árum, keppti á skíðum fyrir ÍR, og stundaði skíðaferðir og sund alla tíð. Þá var hann einn af stofnendum Skíðaskólans i Kerlingarfjöllum. Hann lést 7. september 1994. Hreiöar Snær Línason, Leon Orn Hreið- arsson og Ingibjörg Edda Guömunds- dóttir sem létust af slysförum föstud. 4.1. veröa jarösungin frá Þingeyrarkirkju laugard. 12.1. kl. 14.00. Jökull Már Bjarkason lést fimmtud. 3.1. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugard. 12.1. kl. 14.00. Þórdís Ásmundsdóttir, Kveldúlfsgötu 6, Borgarnesi, veröur jarösungin frá Borg- arneskirkju laugard. 12.1. kl. 14.00. Guöbjörg Guðmundsdóttir, Njörvasundi 18, Reykjavík, veröur jarösungin frá Langholtskirkju föstud. 11.1. kl. 13.30. Útför Sigurborgar Steindórsdóttur frá Þrastalundi, Norðfiröi, veröur gerö frá Norðfjaröarkirkju 11.1. kl. 14.00. Gunnar Kristinsson frá Hnífsdal, Blásölum 7, verður jarösunginn frá Hjallakirkju föstud. 11.1. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.