Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 28
L'l&fC <f» FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 11. JANUAR 2002 Flugleiöir gera stóran leiguflugssamning: Milljarða samn- ingar í höfn - nýjar áherslur í rekstrinum lofa góðu Flugleiðir hafa gert stórsamning við dönsku ferðaskrifstofuna Krone Rejser um að ein 757-200 Boeing- þota Flugleiða verði notuð í sólar- landaflugi ferða- skrifstofunnar frá Kaupmannahöfn. Samið er til tveggja ára og verður þotan ekki í öðrum verkefnum á meðan. Allslensk áhöfn starfar í vélinni og verður flogið til Nice, Malaga og Alicante. Fyrsta ferðin verður farin á næstu vikum og er samningurinn metinn á 1,5 millj- arða íslenskra króna. Auk þess gæti verðmæti hans hæglega orðið meira fyrir Flugleiðir. Lesa má um samstarfið á heima- síðu Krone Rejser og má skilja af umfjölluninni að samstarfið við Flugleiðir verði burðarás starfsem- innar á næstunni. Það er dótturfélag Flugleiða, Flugleiðir - leiguflug hf., sem gerir Guðjón Amgrímsson. samninginn og segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, aö vélin sem nýtist í þetta hefði annars verið tekin út úr flot- anum. „Þetta er mjög mikilvægur samningur og í samræmi við þá stefnu að auka leiguflugsþátt starf- seminnar," sagði Guðjón í samtali við DV í morgun. Áherslur hafa verið minnkaöar í áætlunarflugi félagsins en þetta er annar stóri leiguflugssamningurinn sem Flugleiðir gera eftir að ákveðið var að stokka upp starfsemina. Áður hafði verið samið um leiguflug frá Boston til sólarlanda og þá er samningur við Kanada- menn nánast fullkláraður. Heildar- verðmæti þessara þriggja samninga nemur skv. upplýsingum blaðsins á fjórða milljarð. Þrengingar hafa verið hjá Flug- leiöum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september sl. en samningarnir vekja bjartsýni um framhaldið. Flókið er hins vegar að breyta starf- semi félags með þessum hætti og hefur m.a. þurft að semja upp á nýtt við áhafnir um ýmis mál. -BÞ Bjorn talar fyrir þvi að taka áhættuna „Ég yrði nýr maður á þessum fram- boðslista og þess vegna finnst mér eðlilegt að ég sjái niðurstöðu í skoð- anakönnuninni, áður en ég tek ákvörðun um það, hvort ég fer í leið- togaprófkjörið, heimili miðstjórn það," sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra við DV í gær aðspurður hvort hann hygðist taka þátt í leiðtogapróf- kjöri Sjálfstæðisfiokksins. Áður en til Björn BJarnason. þess prókjórs kemur mun fara fram könnun hjá fulltrúaráðinu um hvern eða hverja það vill sjá nýja á listan- um. í nýjum pistli á vefsíðu sinni í morgun segir Bjöm að eftir því sem á hafi liðið hafi sífellt fleiri hvatt hann til að fara fram í borginni. Síðan seg- ir Björn: „Þegar ákveðið hefur verið að gefa 1400 manns i Verði kost á að nefna nýja menn á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er sjálfgefið, að mitt nafn komi þar til álita í ljósi þess sem á undan er gengið. Menn fá aldrei að vita, hvort eitthvað sé áhættunnar virði, nema þeir taki hana." Sjá fréttaljós á bls. 4 -BG Okumaður jeppa lést Banaslys varð sunnarlega á Holtavörðuheiði í gærkvöld þegar jeppabifreið og vöruflutningabifreið rákust þar saman, við einbreiða brú yfir Norðurá. Talsverð hálka var á veginum og f »*- akstursskilyrði ekki sem best. Öku- maöurinn sem lést ók jeppabifreið- inni en ökumann flutningabifreið- ( 3JÖRH 30RGI J arinnar sakaöi ekki. Lögreglumenn frá Borgarnesi og tækjabifreið það- an fóru á vettvang og einnig kom aðstoð víðar að, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Björgunaraðgerðir á vettvangi báru hins vegar ekki árangur og lést maðurinn. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. -gk DV-MYND HARI Hættuleg búö! Vegfarendur í Bankastrætinu hafa að undanförnu orðið varir við að búðareigandi einn hefur séð sig tilneyddan að vara við verslun sinni vegna vörutegundarinnar sem þar er á boðstólum. Maðurinn é myndinni virðist hins vegar ekki hafa látið skiltið hafa nein áhrif á sig og keypt sér varning í búðinni hættulegu. Kristinn H. Gunnarsson vill róttækar breytingar: Byggðakvótinn verði ekki ókeypis - heldur seldur hæstbjóðanda Kristinn H. Gunnarsson. „Það er mln skoðun að ekki gangi upp til lengdar að úthluta ókeypis kvóta. Þess vegna verður að afnema þetta kerfí að úthluta völd- um aðilum ókeypis kvóta," segir Kristinn H. Gunnars- son, formaður stjórnar Byggðastofnunar, um það fyrirkomulag sem er á varð- andi byggðakvóta sem færð- ur er útgerðum í byggðar- lögum sem standa höllum fæti. Víða um land standa harðar deilur vegna byggðakvótans. Átök eru í Vest- urbyggð, þar sem bæjarfulltrúi er bor- inn þeim sökum að hygla eigin út- gerð. Sömu sögu er að segja á Fá- skrúðsfirði, þar sem heiftarlegar deil- ur eru innan sveitarstjórnar og vara- oddvitinn var kærður til lögreglu fyr- ir að brjótast inn í gám þar sem hann var, að sögn, að kanna hvort byggða- kvóti væri misnotaður. Samkeppnis- yfirvöld hafa til meðferðar kæru aðila í ísafjarðarbæ sem kært hafa úthlutun til Þingeyrar. Kristinn segir Ijóst að breytingar verði að koma til. „Um þetta standa endalaus- ar deilur þar sem verið er að gefa mónnum verðmæti. Þetta veldur deilum milli þeirra sem þurfa að borga kvótann og hinna sem fá hann án endur- gjalds. Klögumál eru í gangi víðar en í Vesturbyggð og á Fá- skrúðsfirði. Þar nefni ég Isa- fjörð þar sem kæra er i gangi vegna úthlutunarinnar til Fjölnis á Þingeyri. Það gæti orðið athyglisvert ef Samkeppnis- stofnun kæmist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að úthluta ókeypis byggðakvóta. Þá er ég smeykur um að sama niðurstaða ætti við í sjálfu kvótakerfmu," segir hann. Kristinn, sem lagt hefur til að farin verði svokölluð fyrningarleið í kvóta- kerfinu, segir að deilur um byggða- kvótann séu af sömu rót og þær sem valda ólgunni um sjálft sjávarútvegs- kerfið, þar sem fyrirtækjum sé einnig mismunað. „Almennt finnst fólki það ósann- gjarnt að gefa verðmæti sem eru í eigu þjóðarinnar til fárra útvalinna. Sumir útgerðarmenn stunda útgerð í dag með veiðiheimildir sem þeir þurftu ekki að greiða fyrir en aðrir hafa þurft að kaupa eða leigja sínar veiðiheimildir," segir hann. Hann segir að jákvæði þátturinn við byggðakvótann sé sá að tekist hafi að leggja ákveðnum stöðum til veiði- heimildir og þar með atvinnu og halda verði áfram á þeirri braut. „Hluti veiðiheimilda verði vistaður á ákveðnum stöðum. Sennilega væri best að bjóða byggðakvótann út á ákveðnum svæðum og tryggja þannig atvinnu. Það má hugsa sér að kvótinn verði boðinn út til nokkurra ára i senn með þeim skilyrðum að landað yrði á viðkomandi svæði," segir Krist- inn. Aðspurður um það hvort hann telji möguleika á að vinna hugmyndum sínum brautargengi innan Framsókn- arflokksins segist hann telja svo vera. „Ég hef meirihiutastuðning fyrir breytingum í flokknum," segir Krist- inn. Sjá fréttaljós: „Bölvun byggða- kvótans", á bls. 6. -rt Gamla Bergárbrú- in brotnaði Gamla brúin yfir Bergá í Nesjum, skammt vestan við Höfn í Horrnafirði, brotnaði niður þegar áin gróf undan brúarstöplunum austan megin. Úrhellisrigning og hvassviðri var í Nesjum í gær (9.01) og fyrradag og áin óvenjumikil. Brúin var áður í alfaraleið á þjóð- vegi 1 en þegar hringvegurinn kom var þjóðvegurinn lagður sunnan við Hóla og ný brú byggð og síðan hef- ur þessi brú aðallega þjónað bænd- um og hestamönnum. Brúin þótti á sinni tíð talsvert mannvirki og mikil samgöngubót þegar hún var reist á milli stríða. Sjá nánar um vatnavexti bls. 2 -JI DV-MYND JULIA IMSLAND Gaf sig Það sem einu sinni þótti samgöngubótin besta er nú hrunið. iothir itrlivéiiii fyrir faijnicnn og fyrirtæhi, heimiliog slióla, fyrir rú'o Rafpðrt •*** i ngfagiauepl 14 » slmi 554 4443 « If.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.