Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 DV 29 Eiríkur á föstudegi Kvæntist prinsessu Þau tíðindi urðu i London síðsumars að Geir Sævarsson gekk að eiga prinsessuna Jing Qin. Ekki er ljóst hvar hún er prinsessa. Hjóna- vígslan fór fram á skráningarstof- unni í umdæmi Kensington - Chelsea, en heimili brúðhjónanna verður í London. Ekki náðist í Geir Sævarsson áður en blaðið fór í prentun. Gegn bíóhléi í undirbún- ingi er stofnun grasrótarsam- taka kvik- myndahúsa- gesta gegn hléi í bíó. Verður látið til skarar skríða innan skamms. Skipt- ar skoðanir eru um réttmæti þess að slíta í sundur kvikmyndasýning- ar til þess eins að selja gestum popp og kók. Andstæðingar benda á að hléið eyðileggi oftar en ekki spennu og stemningu myndarinn- ar, auk þess sem engin regla virð- ist vera um hvenær sýning myndar er stöðvuð. Kvikmyndahúsaeigend- ur eiga hins vegar fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna sælgætis- sölu í hléi. Meira næst Popp og líka kók. Brúðhjónin Geir og Jing Qin. Námskeið í hausverk Umsjónarmenn sjónvarpsþáttar- ins Með haus- verk um helgar, sem hætti göngu sinni um áramót, hafa ákveðið að efna til nám- skeiðs í sjón- varpsþáttagerð og taka þá mið af eigin vinnu- brögðum. Nám- skeiðið er öllum opið, börnum jafnt sem fullorðnum, og stendur í fjórar vikur. Unnið verður undir leiðsögn atvinnumanna með full- komnum tækjum og lokaverkefnið sýnt á PoppTíví í námskeiðslok. Verð: 15.000 krónur. Auglýsingin Flengihestur og keöjuveggur. Dýflissa í Reykjavík Reykvísk Dómína sem sérhæf- ir sig í bindi-, drottnunar- og S&M-kynlífl auglýsir dýflissu sína á Netinu undir heitinu Ice Mistress - Godess of fire and ice: „Vel útbúin dýflissa á góðum stað í Reykjavík, kyndiherbergi, hitaherbergi, St. Johns kross, pyntingabekkur, flengihestur, keðjuveggur, bönd, leðurólar og hellingur af öðru dóti Einkatími í dýflissunni kosar 25 þúsund krónur en hóptími 13 þúsund. Þá er boðið upp á nám- skeið í aga á 40 þúsund og í drottnun á 90-150 þúsund krón- ur. Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er ráðgert að flytja Rás 2 norður og niöur. Erótík hjá eldri borgurum á Skúlagötu Sæbjörn Ekkert upp á strákana aö kiaga. í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara á Skúlagötunni er rekin verslun með hjálpartæki ástarlífsins. Verslunin heitir Taboo og er rekin sjálfstætt og ekki í neinum tengslum við eldri borgarana sem i húsinu búa. Góöir drengir „Við vorum ekki spurð þegar verslunin var opn- uð en þetta eru góðir drengir og ekkert upp á þá að klaga,“ segir Sæ- björn Jónsson, formaður hús- stjórnarinnar á Skúlagötu, en neitar því þó ekki að kurr hafi verið í ýmsum til að byrja með og fundir haldnir vegna málsins. Ekki hafi þó verið gripið tO aðgerða. „íslandspóstur á húsnæðið og leigir það út fyrir þessa starfsemi. Mér er ekki kunnugt um að íbúarnir hér versli þarna að ráði,“ segir Sæ- bjöm sem er þekktur fyrir trompet- leik og stjórn á Stórsveit Reykjavík- ur. Einn og einn... Stefán Karl Lúðvíkssoh, verslunar- stjóri í Taboo, er ánægður með sam- býlið við eldri borgarana: „Það er einn og einn sem slæðist hingað inn en gamla fólkið er ekki á meðal fastra viðskiptavina," segir Stefán Karl sem rekur Taboo tj'rir bróður sinn sem er fluttur með fjöl- skyldu suður til Spánar. Að auki reka þeir bræður aðra verslun sömu gerðar í Fákafeni. „Eldri borgararnir eru búnir að taka okkur í sátt og það er gott,“ segir Stefán Karl. Fjarstýrð fiðriidi Tattoo býður upp á fjölbreytt úrval af erótískum myndböndum, auk allra almennra hjálpartækja ástarlífsins. Myndböndin eru bæði seld tO ein- staklinga og fyrirtækja en hótel verja töluverðum fjármunum tO þessara myndbandakaupa. Stefán Karl segist selja mest af eggjum sem konur setja upp í legið og láta titra. Þá eru fiðr- - almenn ánægja Stefán Karl Eggin og fiörildin vinsælust - á vettvangi þó ekki hjá eldri borgurunum. DV-MYND HILMAR ÞÓR Odin einnig vinsæl en þau hafa það fram yfir eggin að hægt er að festa þau við sig undir klæðum og ganga með aUan daginn: „Þetta gengur allt út á að láta tæk- in titra. FiðrOdið er mjög hentugt því hægt er að hafa það á sér í vinnunni og stdla á titring hvenær sem er. Því fylgir fjarstýring sem er mikUl kost- ur,“ segir Stefán Karl sem hyggst Húmorinn í Háskólann - Karl Ágúst kennir verða til frambúðar í samfélagi eldri borgaranna við Skúlagötu. Þar ríkir nú friður og fuUnægja. msmssmr Óskar Jónasson Sá skemmtilegasti. Gísli Rúnar Jónsson Aigjör Johnsen. Jóhannes Kristjánsson Betri en Guöni. Stefán Jónsson Lítill, grænn og vænn. Hjálmar Hjálmarsson Breytti garðyrkju- manni í stjörnu. Öm Árnason Klónaður Davíö. Cf • - Toppsex-listl Kollu bygglr á greind, útgeislun og andlegu menntunarstlgl þelrra sem á honum eru. Nýr llsti næsta fóstudag. Kris og Patró Yfirgnæfandi líkur eru á því að orðrómur þess efn- is að kvikmynda- leikarinn og söngvarinn Kris Kristofferson sé Patreksfirðingur eigi við rök að styðjast. Ákveðnir aðUar á Vestfjörð- um og vestan hafs ' hafa um skeið uppruna Kris Vestfirskir andlitsdrættir. kannað Kris og þykjast nú hafa haldbærar sannanir fyrir þvi að söngvarinn eigi rætur sínar að rekja til Patró. Eða eins og einn þeirra orðaði það: „Þarf ekki lengi að horfa á mynd af kappanum tO að sjá andlitsdrætti sem eru vel þekkt- ir á Vestfjörðum." Jón Gnarr ehf. Jón Gnarr hefur stofnað einkahlutafélag um sjálfan sig. Fyrirtækið heitir Jón Gnarr ehf. og hefur lögheim- Oi og varnarþing að Marar- götu 4 samkvæmt heimild- um Lögbirtingablaðsins. Þar býr Jón (35 ára) sjálfur ásamt sambýliskonu sinni, Jóhönnu Jóhannsdóttur (40 ára), en hún er einn þekkt- asti nuddari höfuðborgar- innar og náin samstarfskona Bjarkar Guðmundsdóttur sem Jón Gnarr Oröinn fyrir- tæki. hana ævinlega í kallfæri á ferðum sínum. Jóhanna er varamaður í stjórn fyrirtæk- isins. Tilgangur Jón Gnarr ehf. er hvers konar leiklistar- og skemmtiþjónusta, fram- leiðsla, útgáfa og ráðgjöf á listrænu efni, kaup, sala og rekstur fasteigna og lausa- Qár, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Hlutafé fyr- irtækisins við stofnun er 500 hefur þúsund krónur. Karl Ágúst í Háskólann Allir fá diplomu og veröa cand.hum. „Tilgangurinn er að benda á notagOdi húmors í daglegu lifi og hvemig hann get- ur stuðlað að betri samskiptum og líðan fólks,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari sem undirbýr kennslu í hagnýtum húmor við Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands. „Hugmyndin er frá mér komin en ég hef verið að kenna leik- ritun þarna.“ Karl Ágúst er sann- færður um að hollt sé að hlæja og taka sjálf- an sig ekki of alvar- lega. Húmor sé mannlegur eigin- leiki sem hægt sé að þjálfa eins og hvað annað: „Húmor er flókin efnafræði sem byggist á því að ákveðin taugasam- bönd séu virk í heilanum. Það er til fólk sem hefur aUs ekki húmor og Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, hefur sagt að slíkir einstaklingar séu kímniheftir. Það er bara eins og hver önnur fótlun.“ - Mesti húmoristi á íslandi? „Ég veit ekki hvað hann heitir en hann vann einu sinni í Landmanna- laugum," segir Karl Ágúst, en húmoristi þessi hvatti Karl og fjöl- skyldu hans til að ganga um langan veg tO að tjalda og svo fauk tjaldið ofan af þeim um nótt með tilheyr- andi vandræðum. AOt var það mjög fyndið. Námskeiðið í hagnýtum húmor hefst í Háskólanum í mars og verða nemendur leystir út með prófgráöu: „AUir fá diplomu og verða cand. hum,“ segir Karl Ágúst. Lífsdansinn dv-mynd hilmar þör íslenski dansflokkurinn kynnti starfsemi sína í Borgarleikhúsinu á dögunum. Kenndi þarýmissa grasa og víöa leitaö fanga - eins og sjá má.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.