Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 2002 T>^%r Fréttir Almennur fundur um málefni Brekkuskóla á Akureyri: Viljum sjá endurbæturnar á framkvæmdaáætlun - segir Kristín Sigursveinsdóttir, formaöur foreldrafélags skólans „Við vitum ekki hvort viö fáum á þessum fundi einhver loforð um úr- bætur en við munum fá einhverjar skýringar á því hvernig málið stendur og hvað menn hyggjast gera. En við erum auðvitað að von- ast til og vih'um sjá endurbæturnar inni á framkvæmdaáætlun bæjar- ins," segir Kristín Sigursveinsdótt- ir, formaður Foreldrafélags Brekku- skóla á Akureyri, en boðað hefur verið til almenns fundar foreldra, skólanefndar og bæjarstjórnar á Ak- ureyri um málefni Brekkuskóla, og þá sérstaklega um húsnæðismál skólans. Fundurinn verður haldinn nk. þriðjudagskvöld, kl. 20, í sal efra skólahússins og eru foreldrar barna i skólanum sérstaklega hvattir til að sækja fundinn. Foreldraráð og stjórn Foreldrafé- lags Brekkuskóla sendu bréf til skólanefndar Akureyrarbæjar vegna húsnæðismála skólans seint á síðasta ári en viðhaldi á skólahús- næðinu er mjóg ábótavant og fyrir- sjáanlegt að fara þarf í hundraða milljóna króna viðhaldsfram- kvæmdir. í bréfi foreldrafélagsins var reifað ástand húsnæðis skólans og að foreldrar vildu fara að sjá ein- hverjar úrbætur. Óskað var þátt- töku skólanefndar í almennum fundi með foreldrum barna í Brekkuskóla þar sem nefndin kynnti foreldrum áform sín og ann- arra yfirvalda bæjarins um úrbætur i húsnæðismálum skólans, hlustaði á viðhorf foreldra og ræddi við þá um mögulegar leiðir til að bæta að- Skagaf jarðarveitur verða stofnaðar: Heita og kalda vatnið í einu fyrirtæki Veitustjórn og sveitarstjórn Skagafjarðar hafa samþykkt að sam- eina Hitaveitu Skagafjarðar og Vatnsveitu Skagafjarðar í eitt öflugt orkufyrirtæki miðað við síðustu áramót. Stofnað verður nýtt fyrir- tæki sem heiti Skagafjarðarveitur. Eigið fé fyrirtækisins verði um 40% af heildareignum. í greinargerð segir að helsta markmiðið með hinu nýja fyrirtæki sé að hagræða í rekstri, auka skil- virkni og einfalda stjórnun. Áform veitustjómar eru að stofna síðar sjálfstætt hlutafélag um veitufyrir- tækið. Af stofnun þess verður þó ekki fyrr en nauðsynlegar laga- breytingar hafa verið gerðar á Al- þingi sem heimila að vatnsveitur verði reknar í slíku hlutafélagi, en von er á slíkri lagabreytingu á Al- þingi að vori. Samhliða sameiningu veitnanna í eitt fyrirtæki samþykkir veitustjórn að lækka eigið fé veitnanna um 200 milljónir króna í samræmi við framlagða útreikninga. Gert er ráð fyrir að sjóðstreymi skili um 49 milljónum króna til greiðslu afborgana, greiðslu arðs eða afgjalds og framkvæmda. Að því er stefnt að lengja langtímaskuldir fyrirtækisins til a.m.k. 15 til 20 ára þannig að greiðslubyrði langtíma- lána verði ekki hærri en 13-19 millj- DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Borað eftir heitu Hér er nýleg mynd frá starfsemi hitaveitunnar - boraö eftir heitu vatni við Bræöraá í Hrolleifsdal. ónir króna á ári og að möguleikar fyrirtækisins til framkvæmda verði a.m.k. 25-30 milljónir króna á ári að jafnaði. Jafnframt er að því stefnt að fyrirtækið geti greitt arð sem nemur allt að 7% af eiginfjárreikn- ingum fyrirtækisins. Ekki verði greitt afgjald á árinu 2002. -ÞÁ búnað í skólanum. Afrit bréfsins var sent til allra bæjarfulltrúa. Einnig mættu fulltrúar úr foreldra- ráði og stjórn foreldrafélagsins í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að hnykkja á því. Málið hefur fengið umfjöllun í skólanefnd og bæjar- stjórn og má segja að fundurinn nk. þriðjudagskvöld komi í framhaldi af þeiri umfjöllun. Kristín segir það valda vonbrigð- um að endurbætur á húsnæði Brekkuskóla séu ekki á fram- kvæmdaáætlun bæjarins. „Það hef- ur ekki verið gerð nein heildaráætl- un og það liggur í rauninni ekki fyr- ir hvað á að gera. Það hafa verið settar á fót nefndir og þær hafa skil- að einhverju en síðan gerist ekkert í framhaldinu. Það er ekki einu sinni búið að ákveða hvort á að leggja af eldra húsið og byggja við það yngra eða hvort leggja eigi þau bæði niður og byggja nýtt. Það vant- ar ákvarðanir og við viljum fá þær," segir Kristín. -gk Ólafsfjörður: Fyrirtæki stofnað um hitaveituna Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur samþykkt að stofna fyrirtækið Hita- veita Ólafsfjarðar ehf. en fyrirtækið verður alfarið í eigu bæjarins. Hitaveitan í Ólafsflrði hefur heyrt beint undir bæjarsjóð og tekjur henn- ar runnið beint í sjóðinn. Nú verður sú breyting að Hitaveita Ólafsfjarðar ehf. verður sjálfstætt fyrirtæki innan bæjarins og hagnaður af rekstri þess fer beint til greiðslu skulda. Bæði Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjar- stjóri og Guðþjörn Arngrímsson, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, sögðust binda miklar vonir við nýja fyrirtækið. Ásgeir Logi segir að tilkoma þess sé skref í þá átt að ná utan um „skulda- pakka" bæjarins og Guðbjörn segir stofnun Hitaveitunnar einu leiðina til að greiða niður skuldir bæjarins. -gk BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytíngu á deiliskipulagi í Reykjavík Háskóli íslands, breyting á deiliskipulagi svæðis austan Oddagötu, merkt A-F á deiliskipulagsuppdrætti. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskóla íslands. Svæðið sem um ræðir er merkt A-F á deiliskipulagsuppdrætti og afmarkast af Sturlugötu til norðurs, lóð íslenskrar Erfðagreiningar til austurs, Eggertsgötu til suðurs og Oddagötu til vesturs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að svæðið verði sérstök lóð bar sem heimilt verði að reisa svokallað bekkingarborp. Með bví er átt við byrpingu fyrirtækja og stofnana á sviði rannsókna, vísinda og bekkingar sem hag hafa af staðsetningu á háskólasvæðinu og leggja háskólastarfseminni lið með nálægð sinni ásamt verslunar- og bjónustustarfsemi í smáum stíl til bjónustu við starfsemina á svæðinu. Hæðir húsa á svæðinu verða, skv. tillögunni, að jafnaði 3-4 í stað 1-3 áður. Hluti bygginga í miðju svæðisins geta bó orðið allt að 10 hæðir. Byggingarmagn svæðisins í heild verður um 50.000m2 fyrir utan kjallara og bílageymslur í stað 30.000m2 áður. Bílastæðakrafa skv. tillögunni er 1 bílastæði á hverja 50m2 bygginga og er bað í samræmi við gildandi skipulag. Aðkomur að lóðinni verða frá Sæmundargötu, Sturlugötu og Eggertsgötu en gert er ráð fyrir að Njarðargatan fái aukið vægi sem aðkoma að háskólasvæðinu með breytingum á tengingu hennar við Hringbraut. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 11. janúar til 8. febrúar 2002. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 22. febrúar 2002. Eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillöguna. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sambykkja tillöguna. Reykjavík, 11. janúar 2002. Borgarskipulag Reykjavíkur ^sa^ Það fylgir því góð tilfinning að eiga von á góðum fréttum. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáöu þér miba í 800 6611 eða á hhi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.