Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 24
i8 Tilvera FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2002 lOV Sýningar .... , Söfnin okkar Hið hnignandi og gleymda Ljósmyndasýningin „Eyöibýli", eftir Orra Jónsson, verður opnuð í > Gallerí Skugga á morgun, 12. janú- ar, kl. 16. Um er að ræða litmyndir sem Orri tók á árunum 1999 til 2001 inni í yfirgefnum sveitabýlum víða um land, bæði með fram hringveg- inum og á Vestfjörðum. Á myndun- um má sjá flagnandi veggi, eldhús- skápa með fuglshreiðrum og leifar fornrar málningar á þiljuðum veggj- um. Þar er því fönguð fegurð hins hnignandi og gleymda. Tvískipt leirlist Tuttugu og fimm félagar í Leir- listafélaginu opna sýningu í Gerðar- safni í Kópavogi á morgun, 12. janú- , ar, kl. 15. Sýningin ber heitið Tví- skipt, enda sýna listamennirnir þar ýmist nytjalist, svo sem borðbúnað, eða skúlptúra og aðra hluti með frjálsu formi. Þetta er afmælissýn- ing því félagið er tvítugt um þessar mundir og í tilefni afmælisins hefur verið gefin úr bók sem heitir Is- lenskt keramik 2002. Islensk náttúra Garðar Jökulsson opnar sýningu í Veislugalleríi og Listacafé í List- húsinu í Laugardal á morgun, 12. janúar. Hann sækir efnivið sinn í landslag og náttúru íslands. Garðar hefur helgað sig málverkinu frá 1995 og haldið tvær stórar sýningar á ári undanfarið, m.a. í Blómavali i við Sigtún, í Ásmundarsal, Listhús- inu, Eden og víðar. Fegurdin og andhverfa hennar Málverk norska listmálarans Inge Jensen verða til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði næstu vikurnar og verður sýningin opnuð á morgun, 12. janúar, kl. 15. Inge hlaut mennt- un sína í Listaháskólanum í Bergen og hefur stíll hans tekið ýmsum breytingum frá því hann útskrifað- ist árið 1983. Á síðustu málverkum sínum raðar hann saman minni málverkum sem síðan mynda eina heild og oft kemur fram spenna milli fegurðar og andhverfu hennar. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 Það kom í mig stór- borgarstemning - sagði meistari Þórbergur þegar hann sá Gömlubúð fyrst „Við erum í rauninni stödd í stærsta og merkasta safngripnum sem er Gamlabúð sjálf og hún myndar sérstaka umgjörð um starf- semi byggðasafnsins," segir Gísli Sverrir Ámason, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarð- ar, þar sem við stöndum í af- greiðslusal Gömlubúðar á Höfn. „Hér var fyrsta verslun í sýslunni sett á stofn sem var að sjálfsögðu stórt framfaraskref fyrir héraðið. Þess vegna er mjög gaman að eiga muni frá þeirri tíð,“ heldur Gísli Sverrir áfram og bendir á uppruna- lega veggskápa, volduga skjala- og peningahirslu og faktorsborð. Fyrsta samlagningarvél og skrif- stofustólar kaupfélagsins eru til sýnis og fleira sem tengist sögu verslunar í héraðinu. Þama var líka á síðasta ári kom- ið upp „krambúð" á miðju gólfi þar sem smávarningur eftir hornfirskt hagleiksfólk er til sölu, ásamt öðr- um minjagripum. Gísli Sverrir seg- ir að á sumrin sé líka hægt að kaupa þar kaffisopa, kleinur og pönnukökur. Gamlabúð er þannig aftur farin að þjóna sínu uppruna- lega hlutverki sem verslunarhús, þótt i smáum stíl sé. Þriðju flutningarnir fyrirhugaðir Gamlabúð veir reist á Papósi i Lóni árið 1864 og er með elstu hús- um sýslunnar sem nú standa uppi. Auk þess er hún meöal fyrstu timb- urhúsa sem byggð voru á þessu svæði, því Austur-Skaftfellingar höfðu lengi vel ekki aðgang að timbri. Það sem kannski er þó sér- stakast við sögu hússins er að það hefur tvívegis verið fært milli staða og til stendur að flytja það i þriðja sinn. Árið 1897 var það flutt sjóleiðina frá Papósi niður á Höfn og sett upp nærri bryggj- unni, þar sem fyrstu hús Hafnar voru að rísa á sáma tíma. Þór- bergur Þórð- arson kom fyrst til Hafnar 1902 og lýsir því 1 svo: „Mér fannst furðulegt að sjá svona mörg timbur- hús á sama stað. Þau voru nú samt ekki nema fjögur eða svo. En það kom w DV-MYNDIR GUN. Gísli Sverrir Árnason Peningakassinn í krambúðinni er ekkert ævagamall en upprunalegi peninga- kassinn frá Papósi er skammt undan. Hann er tilkomumeiri og með marg- brotna læsingu. samt i mig stórborgarstemning. Ég horfði mikið á húsið sem búðin var í. Það var langstærsta húsið í þessari stórborg. Mér fannst ég verða minni en þegar ég var i Suður- sveit...“ Harmoníka Kristínar Jónsdóttur í Hoffelli Hjá nikkunni hangir svohljóðandi bréf: Stórulág 24.1. 1907 Góða vina! Það er að- alefni þessara fáu lína að ég hef viriö biðin að koma orðum inneftir til þín um að hvort að þú vildir ekki gjöra svo vel að lána harmoniku til að spela á hinu fyrirhugaða balli sem á að vera á laugardagskvöld. Vinsamlegast, Guðný. Byggðasafnið var opnað í Gömlu- búð áriö 1980. Þá hafði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga gefið húsið til þeirra nota, með því skilyrði að það yrði flutt frá höfninni, þar sem það þótti standa í vegi fyrir gatnagerö og framkvæmdum. Því var fundinn staður innan við aðalbyggðina á Höfn. Nú eru hins vegar uppi áform um að færa það aftur niður á hafn- arsvæðið þar sem það yrði hluti af endurbyggðum elsta kjarna bæjar- ins. Nesjamenn spiluðu póló I tveimur herbergjum, sínu á hvorri hæðinni, er sýning á forn- gripum og fatnaði. Gísli Sverrir seg- ir safnið upphaflega hafa byggst á munum úr gamla bændasamfélag- inu. Síðar hafi ýmislegt verið varð- veitt sem minni á þéttbýlismyndun- ina á Höfn fyrir rúmum hundrað árum og sjó- minjasafn sé í Pakkhúsinu niður við höfn. í kjallara Gömlu- búðar eru munir til minningar um Sigurð Filippus- MYND BJORN ARNARSON Gamlabúð Gömlum bílum og búvélum er komiö fyrir umhverfis safnið á sumrin. son, eldsmið og uppfmningamann, sem Friðrik Þór gerði frægan á hvíta tjaldinu. En við göngum um efri sali Gömlubúðar og skoðum góss af ýmsu tagi. Þarna standa hlið við hlið fyrstu þvottavélarnar, Björg og Þörf. Einnig pólókylfur sem bera heimsmenningunni í Nesjum vott en þar spiluðu menn póló á hestbaki á öndverðri síðustu öld undir leið- sögn Þorbergs Þorleifsson í Hólum. „Úrsmiðurinn" og „skósmiðurinn" eiga sinn básinn hvor og sterkan þef leggur út úr lyfjaskápnum sem geymir glös með dularfullum drop- um. Náttúrugripasafnið er í einu herbergi undir súð. Þar eru egg allra íslenskra varpfugla og upp- stoppuð dýr, meðal annars ýmsir flækingsfuglar sem einungis hafa fundist á Höfn eða nágrenni. Skor- dýrasafn Hálfdáns Björnssonar, vís- indamanns á Kvískerjum, vekur at- hygli, svo og fjölskrúðugt steinasafn hjónanna Elínborgar Pálsdóttur og Benedikts Þorsteinssonar. Húllumhæ á humarhátíð Byggðasafnið er ekki bara innan dyra í Gömlubúð þvi á sumardögum nær stemningin langt út á tún. Gísli Sverrir lýsir því: „Oft er mikið húll- umhæ kringum húsið, sérstaklega á humarhátíð og íslenska safnadag- inn um miðjan júlí. Það eru þeir dagar sem flestir sækja safnið heim. Auk þess draga gömul tæki talsvert af fólki að safninu því okkur hefur tekist að varðveita ýmsar einstakar gerðir bíla og búvéla og það eru hlutir sem marga fýsir að skoða.“ -Gun. Ur stærstu dýrategund veraldar Skíöi úr steypireyði sem fundust á Kvískerjafjöru. w W „ ** %k MM Fiðrildasafniö Þau eru mörg skrautleg fiðrildin úr safni Hálfdáns á Kvískerjum. Utvarpshorniö Viðtæki frá ýmsum tímum eiga sinn sess á safninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.