Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 2002 7 DV Fréttir Á sama tíma og ríkisstjórnin furðar sig á neysluverðshækkunum: Skráningargjöld ökutækja hækkuð um allt að 150% - skoðunarfyrirtæki segjast ekki fá hækkun til sín - rangt, segir Skráningarstofa Bifreiðaskoöun Skráningargjöld voru hækkud verulega í gær að skipun dóms- og kirkjumálaráðuneytis Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sendi frá sér á föstudaginn auglýs- ingu í Stjórnartíðindi um allt að 150% hækkun á gjaldskrá fyrir skráningu öku- tækja. Gerist þetta á sama tima og nefnd ráðu- neytisstjóra ligg- ur yfir tölum og veltir vöngum yfir því hvað sé til ráða vegna allra þeirra verð- hækkana sem orðið hafa á vörum og þjónustu að undanfórnu. I auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að gjald fyrir skráningarmerki skal vera 2.815 krónur. Gjald fyrir skráningarmerki af eldri gerð skal vera 2.065 krónur, auk kostnaðar sem eigendur fornbifreiða o.fl. bera af við gerð númera af gömlu gerð- inni. Gjald fyrir vörslu skráningar- merkja sem lögð eru inn hjá Skrán- ingarstofu eða aðila í umboði henn- ar skal vera 1.500 krónur. Gjald vegna vörslu merkja umfram einn mánuð skal einnig vera 1.500 krón- ur. Auglýsingin öðlast gildi 21. jan- úar 2002. Hjá Bifreiðaskoðun Aðalskoðun hf. fengust þær upplýsingar að til- kynning þessa efnis hafi borist þeim Formenn sjö verkalýðsfélaga í Eyja- firði afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, í gær form- lega þá kröfu að Akureyrarbær „axli sína ábyrgð með því að draga þegar í stað til baka ákvarðanir sem þegar hafa náð fram að ganga eða eru áformaðar um hækkanir á álögum. Ábyrgð þeirra sem ekki verða við þessari áskorun er mikil nái forsend- ur samkomulags aðila vinnumarkað- arins ekki fram að ganga,“ eins og sagði í áskoruninni sem til stóð að af- henda öllum sveitarstjórnum í Eyja- firði. í áskoruninni var skírskotað til samkomulags ASÍ og SA og yfirlýsing- ar ríkisstjómarinnar og fjármálaráð- herra í kjölfarið um stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun á grænmetis- verði og styrkingu verðlagseftirlits, eflingu starfsfræðslu i atvinnulífinu, lækkui) tryggingargjalds og fleira. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri benti við þetta tækifæri á að breyting- ar á ýmsum álögum bæjarins að und- anfórnu hefðu ekki verið til hækkun- ar, heldur þvert á móti og benti á lækkun fasteignagjalda og heitavatns- í gær. Gjaldið fyrir ný númer hafi þá verið 1.875 krónur en hækki i 2.815 kr. fyrir hverja númeraplötu eða ríflega 50%. Parið kostar því eft- ir hækkun 5.630 krónur. Geymslu- gjaldið á númerum var hins vegar 600 krónur en hækkar um 900 krón- ur í 1.500 krónur, eða um heil 150%. verðs í því sambandi. Hann sagði sveitarfélögin víða standa höllum fæti og sveitarsjóður í hverju þeirra væri í rauninni ekkert annað en sjóður fólksins á viðkomandi stað. Þá sagði Kristján að álögur bæjarins á íbúana yrðu skoðaðar í sambandi við síðari umræðu um flárhagsáætlun bæjarins sem fram fer í næstu viku. Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar - Iðju, sem hafði orð fyrir formönnum verka- lýðsfélaganna, sagði að með áskorun- inni væri verið að minna á alvarleika málsins og farið væri fram á að sveit- arfélögin sýndu fulla ábyrgð. -gk Samkvæmt upplýsingum starfs- manns Aðalskoðunar hafa ríflega 200 krónur af 600 króna geymslu- gjaldinu (sem er með vsk.) runnið sem þóknun til fyrirtækisins sem annast síðan alla umsýslu með númerin. Afgangurinn hefur runnið til Skráningarstofu sem er í eigu ríkisins. Við hækkunina á gjaldinu í 1.500 krónur hækki hlutur Aðal- skoðunar hins vegar ekkert. Hjá bifreiðaskoðun Frumherja hf. fengust þær upplýsingar að grunn- gjaldið fyrir geymslu númera hafi til þessa verið 600 krónur. Ofan á það hafi fyrirtækið lagt 300 krónur vegna umsýslu með númerin. Sá hlutur hækkar ekki við breytingu ráðuneytisins að svo stöddu. Heild- argeymslugjaldið hjá Frumherja eft- ir breytinguna verður því 1.800 krónur. Karls Ragnars, framkvæmdastjóri Skráningarstofunnar, segir þessar upplýsingar fyrirtækjanna ekki rétt- ar. Þau hafi sjálf sagt upp samingum við Skráningarstofuna vegan þess að þeim þótti þókunin til sin of lág. „Ástæðan er vaxandi umsvif vegna innlagnar á númerum í kjölfar breyt- inga á skattareglum. Þetta á sérstak- lega við stóru bílana og tengivagnana þar sem númer eru lögð inn og tekin út nánast eftir verkefnum. Af þessu tilefni var leitað eftir því við stjórn- völd að geymslugjaldið yrði hækkað til jafns við það sem talið er að þetta kosti,“ sagði Karl Ragnars. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdótt- ur, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna málsins. - Sjá úttekt um neysluverðs- hækkanir í DV á bls. 8 og 9. -HKr. Akureyri: Húsasmiðjan leitar að húsnæði Helgi Örn Eyþórsson, forstöðu- maður Húsasmiðjunnar á Akureyri, segir að viðræður við Flutningamið- stöð Norðurlands um hugsanleg „makaskipti" fyrirtækjanna á hús- eignum í bænum hafi farið fram. Hann segir jafnframt að þær við- ræður hafi ekki leitt til neinnar nið- urstöðu og þeim verið slitið. Húsasmiðjan á Akureyri er í út- jaöri bæjarins sem þykir ekki hent- ugasta staðsetning fyrir slíka versl- un og hefur verið vitað um áhuga forráðamanna fyrirtækisins að flytja verslun sína nær miðbænum og verða þannig sýnilegri. Helgi Örn segir að öllum möguleikum í þessum efnum sé haldið opnum. „Við höfum rætt við nokkra aðila en þau mál eru öll á frumstigi og var eiginlega ýtt út af borðinu um stundarsakir fyrir áramótin. Það er hins vegar nóg að gera, meiri sala en á sama tíma á síðasta ári og bjart yfir byggingariðnaðinum hér á Ak- ureyri," sagði Helgi Örn. -gk Norðurlönd: Stuðningur við evruna Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lýsti því yfir á fundi í Háskólan- um á Akureyri fyrir helgina að þrýst- ingur sem skapast hefði vegna upp- töku evrunnar sem sameiginlegr- ar myntar um ára- mótin væri ein helsta ástæðan fyr- ir þvi að þörf væri á að taka Evrópu- málin til ítarlegrar umræðu á íslandi. Sagði ráðherra lík- legt að ef Bretland, Svíþjóð og Dan- mörk færu inn í myntbandalagið líka myndi þessi þrýstingur aukast mjög verulega. Miðað við skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga í þessum nágrannalöndum okkar eru líkur heldur að aukast á að svo gæti farið. Sömuleiðis birtist í gær könnun í Af- tenpostin þar sem meirihluti Norð- manna, eða 53%, vilja ganga inn í ESB. Þá birtist í Dagens Industri í Sví- þjóð könnun sem sýnir að 53% eru hlynnt því að taka upp evruna, 33% eru á móti því en 14% eru óákveðin. í nýlegri danskri könnun mældist meirihlutastuðningur við að taka upp evruna. -BG Formenn verkalýðsfélags á fund bæjarstjóra Akureyrar: Sveitarfélögin sýni fulla ábyrgö Krafan afhent Kristján ÞórJúlíusson veitti kröfu verkalýðsfélaganna viðtöku í gær. Reykjavíkurbor^ Skipulcigs- og byggingarsvið Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavikur 2001- 2024 Halldór Ásgrímsson. Orsakir offitu Málþing um offltu verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík á morg- un. Það er Fræðslunefnd Náttúru- lækningafélags íslands sem stendur fyrir þinginu. Þar verður leitast við að nálgast málefnið á faglegum grunni með tilliti til þess hve offita á sér margvlslegar orsakir og hvað hún er einstaklingsbundin. Meðal annars verður fjallað um mataræði fólks í dag, fyrirbyggjandi aðgerðir við offitu og meðferð, svo sem könnun á orsök- um, rétt mataræði, hreyfmgu, breytt- an lífsstíl og hvað eina sem viðkemur átflkn og ráðum við henni. Frummæl- endur verða Laufey Steingrímsdóttir, formaður Manneldisráðs, Halla Grét- arsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ, Gígja Gunnars- dóttir, verkefnisstjóri ÍSÍ og félagi í OA-samtökunum. Málþingið er opið öllum. I samræmi við 18. gr. skipuiags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með auglýst til kynningar tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Skipulagstillagan er sett fram í greinargerð á þéttbýlisuppdrætti sem sýnir þróun byggðar, landnotkun og helstu umferðaræðar í Reykjavík og á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir landnotkun utan þéttbýlis í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. Greinargerð er skipt í þrjá hluta: ■ Stefnumörkun ■ Lýsing aðstæðna, forsendur, skýringar og rökstuðningur með stefnumörkun ■ Þróunaráætlun miðborgar, landnotkun. Umhverfismat aðalskipulagsins og þemaheftin Umhverfi og útivist og Húsvernd í Reykjavík munu liggja frammi með tillögunni. Umsögn Skipu- lagsstofnunar um tillöguna og athugasemdir Skipulags- og byggingar- sviðs við hana munu jafnframt liggja frammi. Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavikur 2001-2024 liggur frammi á eftirtöldum stöðum, frá 23. janúar 2002 til 6. mars 2002: ■ Kynningarsal Skipulags- og byggingarsviðs að Borgartúni 3 ■ Ráðhúsi Reykjavíkur ■ Borgarbókasafni Reykjavíkur við Grófartorg ■ Þjóðarbókhlöðu við Arngrímsgötu ■ Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Breiðholti ■ Miðgarði, fjölskylduþjónustu í Grafarvogi Þéttbýlisuppdráttur tillögunnar verður til sýnis víða um borgina á upptýsingaskiltum Reykjavtkurborgar frá 28. janúar til 16. febrúar 2002. Einnig er hægt að kynna sér efni tillögunnar á www.revkiavik.is Athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavikurborgar, Borgartúni 3,105 Reykjavik, merkt Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, eigi síðar en 6. mars 2002. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins tíma teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavikurborgar -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.