Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 12
12 Viðskipti_____________________ Umsjcn: Viðskiptabtaöiö Atvinnulausum fjölgar hratt Atvinnulausum á íslandi í desember flölgaði í heild meðaltali um 25% frá nóvembermánuði og Qölgaði um 41,4% miðað við desember í fyrra. Þetta jafn- gildir þvi að 2.707 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá í mánuð- inum. Þar af eru 1.325 karlar og 1.382 konur. Þessar tölur jafngilda 1,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 1,6% hjá körlum og 2,3% hjá konum. Það eru að meðaltali 541 fleiri atvinnu- lausir en í síðasta mánuði en um 792 fleiri en í desember 1 fyrra. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi aukist um 23,3% frá nóvember til des- ember. Árstíðasveiflan milli nóvember og desember nú er því svipuð meðaltal- sveiflunni undanfarin 10 ár. Atvinnuástandið versnar alls staðar á landinu. Atvinnuleysi er nú hlutfalls- lega mest á Norðurlandi eystra, á Norð- urlandi vestra og á Austurlandi. At- vinnuleysið er nú meira en í desember í fyrra á öllum svæðum nema á Vestfjörð- um, Norðurlandi vestra og á Suður- landi. Atvinnuleysi kvenna eykst um 17,5% milli mánaða en atvinnuleysi karla eykst um 33,8% milli mánaða. Þannig fjölgar atvinnulausum konum að meðaltali um 206 á landinu öllu en at- vinnulausum körlum fjölgar um 335. Samtals voru 220 í hlutastörfum í lok desember eða um 7% þeirra sem voru skráðir atvinnulausir í lok desember. Samtals voru veitt 286 atvinnuleyfi í desember. í lok desember voru 214 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum. Búast má við að atvinnuleysið í jan- úar aukist og geti orðið á bilinu 2,3% tU 2,6%. ESB þarf að leggja áherslu á líftækni - segir í nýrri skýrslu Evrópa mun missa af þúsundum nýrra atvinnutækifæra vegna þess að atvinnulifið þar er ekki jafxi tilbú- ið og Bandaríkin að nýta sér mögu- leika liftækniiðnaðarins. Þetta kem- ur fram í nýrri blaðagrein í danska viðskiptablaðinu Borsen. Þar er vitn- að til nýlegrar skýrslu Finnans Erkki Liikanens, eins af fram- kvæmdastjórum Evrópusambands- ins, en hann fer með tæknimál hjá sambandinu. í skýrslu sinni leggur Liikanen til að Evrópusambandið styrki líftækniiðnaðinn með sameig- inlegri stefnu og styrkjakerfi ella seg- ir hann hættu á að Evrópusambands- ríkin missi af lestinni í augljósri og harðri samkeppni við Bandaríkin. í dag háttar reyndar svo til að um 300 fleiri líftæknifyrirtæki starfa í löndum Evrópusambandsins en 1 Bandaríkjunum. í heildina eru um 1500 líftæknifyrirtæki í Evrópu en í Bandaríkjunum eru þau um 1200 talsins. Þrátt fyrir það eru um 100.000 fleiri störf i bandarískum líf- tæknifyrirtæjum sem sýnir vel stærðarmun fyrirtækjanna eftir því hvorum megin Atlantsála þau eru. í Bandaríkjunum starfa um 162.000 manns hjá líftæknifyrirtæjum en í Evrópu eru þeir aðeins um 61.000 talsins. Menn greinir á um ástæður þess en bent hefur verið á skort á áhættufjármagni og lítinn áhuga á tæknifyrirtækjum í Evrópu. Tap Þróunar- félagsins 1.437 milljónir - samkvæmt óendur- skoðuðu ársuppgjöri Óendurskoðað uppgjör Þróunar- félags íslands hf. fyrir fjórða árs- fjórðung rekstrarárið 2001 liggur nú fyrir og er hagnaður fjórðungsins eftir skatta um 148 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt frá fé- laginu. Uppgjör félagsins á árinu 2001 í heild sýnir því 1.437 milljóna króna tap. Bókfært eigið fé í árslok er um 1.897 milljónir. Hlutabréfa- eign félagsins hækkaði í verði um 228 milljónir á fyrstu þremur vikum yfirstandandi árs. Kaupásmenn herða sóknina: Opna fjórar Krónu- búðir í febrúar - höfum áhuga á veröhjödnunarstríði, segir forstjórinn. Stjórnendur Kaupáss hafa ákveðið að opna fjórar nýjar lág- vöruverðsverslanir í næsta mán- uði undir merkjum Krónunnar. Nú þegar eru fjórar slíkar verslan- ir starfræktar en til stendur að íjölga þeim þannig að þær verði orðnar tiu i lok ársins. „Verslanir Krónunnar hafa verið að koma vel út á verðlægri enda markaðarins. Umgjörð þeirra hefur verið styrkt og vöruúrval aukið þannig að þar hefur verið umtalsverð söluaukn- ing að undanförnu," sagði Ingimar Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, í samtali við DV. Ákvörðun um þetta var staðfest á stjórnarfundi Kaupáss á mánu- daginn. Fjórum verslunum keðj- unnar verður breytt í Krónubúðir á allra næstu vikum og tveimur til viðbótar síðar á árinu. Ingimar vill ekki upplýsa um hvaða verslanir fyr- irtækisins sé að ræða enda eigi enn eftir að kynna það fyrir starfsfólki. DV-MYND HILMAR ÞÖR Krónan kemur sér vel Fjórar nýjar Krónubúöir veröa opnaö- ar eftir mánaöamótin. Kaupásmenn- irnir sem stýra sókninni eru Siguröur Teitsson, til vinstri, og Sigurjón Bjarnason. Um það verðhjöðnunarstríð sem nú er farið af stað á matvörumark- aði sagði Ingimar að Kaupás hefði fullan hug á því að blanda sér í þá baráttu en slíkt væri þó háð því að birgjar og heildsölur lækkuðu sina álagningu. „Við höfum verið að þrýsta á þessa aðila síðustu daga að lækka verðiö," sagði Ingimar. Hann telur að til slíks ætti að vera svigrúm, sérstaklega varðandi innfluttar vörur. Þannig hefði meðalgengi Evr- ópumynta gagnvart íslensku krón- unni lækkað um sex prósent frá því í síðasta mánuði. Hins vegar hefðu innlendar mat- vörur verið að hækka í verði að undanförnu. Þannig hefðu mjólk- urvörur til dæmis hækkað um sex prósent um síðustu mánaðamót - og verðlag á sumum öðrum inn- lendum vöruflokkum hefði sömu- leiðis hækkað. -sbs Nokia dró evropska tæknigeirann niöur Sígur niður Nokia féll niöur eftir greiningu í Kína, og er spáö lakari tekjum en áður haföi verið gert ráð fyrir og minni farsímasölu árið 2002 en spáö hafði veriö. Helstu hlutabréfamarkaðir í Evr- ópu lækkuðu nokkuð í fyrradag með einni öflugri undantekningu en í Bretlandi hélt FTSE 100 sínu og hækkaði lítillega. CAC 40 lækkaði um 0,7% í París og í Frankfurt féll Dax um 1,5%. Þar munaði mest um Infmeon, næststærsta örgjörvaframleiðanda álfunnar, en félagið birti árshluta- uppgjör sem sýndi tap upp á 331 milljón evra. Þetta var þriðji árs- fjórðungurinn i röð þar sem tap varö af rekstrinum. Þrátt fyrir mikla hækkun örgjörva á íhluta- markaði undanfarið gerir Infmeon ráð fyrir að í heild verði tap af rekstri félagsins á þessu rekstrarári er lýkur með þriðja ársfjórðungi 2002. Nokkur félög hafa verið að lækka fyrir birtingu uppgjörs, eink- um vegna lækkaðs mat þekktra greiningardeilda. í þessum hópi voru í gær Nokia, Deutsche Bank og Credit Suisse sem öll urðu fyrir barðinu á Morgan Stanley. Nokia féll um 5,6% eftir grein- ingu, er spáð lakari tekjum í Kina en áður hafði verið gert ráð fyrir og minni farsímasölu árið 2002 en áður hafði verið spáð. Nokia dró Erics- son með sér niður um 2,4% og Alcatel féll um 4,4%. Önnur félög sem lækka vegna væntinga um léleg árshlutauppgjör eru meðal annars SAP og Santander á Spáni, svo nokkur séu nefnd. Markaðir héldu áfram að lækka í fyrstu viðskiptum dagsins í Evrópu en beðið er frétta frá BNA með eftirvæntingu en stefnuna þaðan vantaði í morgun vegna frídagsins vestra í gær. Þegar leið á morguninn sneru markaðam- ir hins vegar upp á við og voru lyk- ilvísitölur á Bretlandi og í Frakk- landi og Þýskalandi komnar upp fyrir upphafsstrikið þegar Morgun- punktar fóru í útsendingu. Hagnaður hjá Amazon.com - ótrúlega ánægður með afkomuna, segir forstjórinn Hagnaður varð af rekstri inter- netssmásalans Amazon.com á fjórða ársfjórðungi 2001 í fyrsta skipti í átta ára sögu fyrirtækisins. Þetta eru svo sannarlega tímamót í rekstri internetfyrirtækja sem hing- að til hafa verið þekkt fyrir allt ann- að en að skila hagnaði og mörg hver horfið af sjónarsviðinu. Jeff Bezoz, stjórnarformaður, for- stjóri og aðaleigandi Amazon.com, sagði við fjölmiðla í Bandaríkjunum að hann væri „ótrúlega ánægður með afkomuna" sem hefði einkum komið til vegna lækkunar verðs á vörum sem hefði aftur á móti skilað sér f aukinni sölu. Hagnaður fyrir- tækisins var að vísu ekki mikill, eða 5 milljónir dollara sem gerir 1 cent á hvern hlut en engu að síður var það umfram það sem aðilar markaðarins höfðu gert ráð fyrir. Við fréttirnar hækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um tæpa 2 dollara, í 12 dollara hluturinn. Til samanburður var tap fyrir- tækisins á sama tíma f fyrra 545 milljónir dollara, eða 1,53 dollarar á hvern hlut. Á sama tíma hefur sal- an aukist um 15%, eða sem nemur 1,12 milljörðum dollara, en það er þrefalt meira en flestir sérfræðingar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Hefur tapað 3 milliörðum dollara frá upphafi Amazon.com er í Seattle í Banda- ríkjunum og var sett á markað árið 1997 en hefur síðan þá tapað nærri því 3 milljörðum dollara. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, en að meðtöldum vaxtagjöldum (pro forma), nam 35 milljónum dollara, eða 9 centum á hlut, samanborið við 90 milljóna dollara tap, eða 25 cent á hlut, árið áður. Þetta þykir vera enn ein skrautfjöðrin í hatt Bezoz en fjármálaskýrendur gefa þessari tölu mikinn gaum. „Við hömruðum þennan ársfjórð- ung,“ sagði fjármálastjóri fyrirtæk- isins, Warren Jensson, við blaða- menn vestra og benti á að fyrirtæk- ið hefði farið fram úr vonum á öll- um sviðum rekstrarreikningsins. Hvað varðar fyrsta ársfjórðung þessa árs býst fyrirtækið við að sala aukist um 11-18% frá árinu áður og að fyrrnefnd hagnaðartala verði í versta falli neikvæð um 16 milljónir dollara en komi f besta falli út á sléttu. MIDVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 DV HEILDARVIÐSKIPTI 5.607 m.kr. - Hlutabréf 1.299 m.kr. - Húsbréf 1.238 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI © Pharmaco 575 m.kr. ©Baugur 139 m.kr. © Búnaöarbankinn 115 m.kr. MESTA HÆKKUN ©Þróunarfélag íslands 4,5% ©Búnaöarbankinn 3,4% ©Tryggingamiðstööin 1,9% MESTA LÆKKUN ©Íslandssími 6,3% ©Þorbjörn Fiskanes 4,8% ©SR-Mjöl 3,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.239 stig - Breyting O +0,42% Samherji á norskum sjáv- arútvegsvef í gær var fjallað nokkuð um Sam- herja á norsku vefsíðunni IntraFish sem sérhæfir sig 1 frétta- og upplýs- ingamiðlum úr sjávarútvegi en sér- staklega var fjallað um áætlanir fyr- irtækisins um að leiða laxeldisað- gerðir á íslandi í framtíðinni, sem IntraFish segir vera mjög sókn- djarfar. Rifjað var upp hvernig lax- eldisáætlanir á íslandi á níunda og tíunda áratugiium hefðu reynst of bjartsýnar og því farið forgörðum, en að Samherji væri nú að rísa upp, reynslunni ríkari, og hygðist verða aðaldrifkrafturinn í hinni nýju lax- eldisframþróun. Sagt er frá því að laxeldisiðnaðurinn á íslandi hafi skilað af sér 4-5000 tonnum á ári en samkvæmt áætlunum Samherja muni framleiðslan hafa vaxið upp í 20 þúsund tonn á næstu fimm til sjö árum. Davíð spáir vaxtalækkun í umræðum á Alþingi í gær um stöðu og horfur í efnahagsmálum sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra að hann teldi að vaxtalækkun væri á næsta leiti og að vextir myndu lækka fljótlega eftir að ný mæling á vísitölu neysluverðs birt- ist í febrúar. Síðast setti forsætisráðherra sig í spákaupmannsstellingar sem þessar hinn 22. nóvember sl. en þá hafði Morgunblaðið eftir honum: „Af- koma og umhverfi útflutningsgrein- anna er afar gott um þessar mundir. Ef þetta heldur þannig áfram efast ég ekkert um að gengið styrkist.“ Frá því að þessi orð féllu hefur krónan styrkst um tæp 7%. Vonast nú margir til þess að forsætisráð- herra verði áfram jafn spámannlega vaxinn og þegar hann spáði svo réttilega fyrir um gengisþróunina og að Seðlabankinn lækki vexti strax eftir að Hagstofa íslands birtir vísitölu neysluverðs þann 12. febrú- ar nk. 23. 01. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA Bslpollar 101,900 102,420 LLIdPund 145,800 146,540 þ*lkan. dollar 63,260 63,660 t~ c íDonsk kr. 12,1570 12,2240 rf~SNorsk kr 11,3940 11,4560 Ssænsk kr. 9,7260 9,7800 3 Sviss. franki 61,3300 61,6700 1 ♦ jjap. yen 0,7595 0,7640 ||eCU 90,3254 90,8682 SDR 127,5300 128,3000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.