Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
13
DV
Kvöldstund með Bill Holm í Salnum verður fjörug uppákoma:
Sagnamaður að
austan og vestan
„Ég veró aö fá að segja þér söguna af
því þegar ég lenti hér í morgun, “ segir
Bill Holm og blá augu hans Ijóma þótt
hann sé varla vaknaóur eftir hœnu-
blund aó loknu Ameríkuflugi. „ Vió lent-
um klukkan sjö í morgun eftir áfalla-
laust flug í dásamlegu veóri. Ég var meó
bókakassa meó mérfyrir utan venjuleg-
an farangur og konan í tollinum benti á
kassann og spurói: Hvað ertu meö í þess-
um kassa? Ljóö, frú mín góð, svaraði ég.
Allt i lagi, sagði hún. Ætlaröu virkilega
að hleypa þessu inn í landiö? Ljóö eru
stórhœttuleg og œtti aó banna þau, sagöi
ég en hún bara brosti. Hvað helduróu að
heföi veriö gert vió mig ef ég heföi sagt
þetta við bandarískan kollega hennar?
Ég hefói vel getaö verió meö fullan kassa
af fíkniefnum en þegar ég nefndi Ijóö var
ekki einu sinni skoóaó í kassann! Þetta
var afskaplega íslenskt. “ Og Bill Holm
hlœr út um hvítt skeggiö.
Stórvaxni Vestur-íslendingurinn Bill
Holm, sem býr á Hofsósi á sumrin og
lokkar þangað fólk á spennandi nám-
skeið í skapandi skrifum, er kominn til
landsins þótt miður vetur sé og býður
upp á kvöldstund með sjálfum sér í
Salnum í kvöld kl. 20. Þar ætlar hann
að lesa úr verkum sínum, segja sögur af
skrýtnum atvikum og einkennilegu
fólki, spila á píanóið og jafnvel syngja
líka. Bill Holm er frá íslendingabyggð-
unum í Minneota i Minnesota enda ís-
lenskur í báðar ættir.
Austfirðingur að þremur fjórðu
„Þegar fólk leitar uppruna síns upp-
götvar það oft að það verða umskipti í
hafi, ef svo má segja, en sumt liíír ferð-
ina af eins og DNA-erfðaefnin í líkam-
anum. Það sem lifir af i mér er trúin á
að þaö merkilegasta í heimi séu bók-
menntir. Og ef maður deyi án þess að fá
nafnið sitt á bókarkjöl þá hafi maður lif-
að til lítils," segir Bill Holm. „Þaö skipt-
ir engu þótt þú hafir ekki fengið krónu
út úr bókunum
þínum og þótt
þú hafír klúðr-
að öllu öðru í
lífinu; ef nafnið
þitt er á kili á
tveimur eða
þremur góðum
bókum þá hef-
urðu gert eitt-
hvað af viti. Er
þetta ekki ís-
lenskt? En ég er
nógu mikill
Kani til að vita
hvað fólk les lít-
ið og þess vegna
Blll Holm, skáld, rithöfundur, kennari, söngvari og píanóleikari
Efmaður deyr án þess að fá nafnið sitt á bókarkjöi þá hefur
maöur lifað til lítils.
er svo dásamlegt fyrir rithöfund aö koma til ís-
lands og komast að því að hér er hægt að ræða
bókmenntir við alls konar fólk, ekki bara há-
skólafólk heldur miklu fremur við fólk sem
vinnur í búð á Sauðárkróki eða bændafólk norð-
an við Hofsós.
Það sérkennilega við að koma hingað er svo
auðvitað að fá alltaf spurninguna: Á hvaða bæ
bjó hann afi þinn áður en hann fór vestur?"
heldur Bill áfram. „Ég kann svör við öllum
spumingum ættfræðinga og get upplýst þig um
að Minneota var íslensk borg fyrir hundrað
árum, allir íbúarnir voru frá Austurlandi -
Vopnafirði, Jökuldal og því svæði. Afi minn var
líka Austfirðingur en kvæntist í seinna sinn
konu úr Þingeyjarsýslu sem var amma mín,
þannig að ég er einn fjórði Þingeyingur. Holm
Hrollur
afi minn var frá Kóreksstöðum í
Hjaltastaðaþinghá sem nú er í eyði.
Björn afi minn fluttist vestur frá
Hauksstöðum í Vopnafirði en hafði
áður búið á Grímsstöðum á Fjöll-
um. Ég held að hann hafi kvænst
inn í þá ætt - hann var marggiftur
íslendingur sá og átti mörg börn í
margs konar ... samböndum," segir
Bill Holm og hlær rosalega. Þótt
hann tali ensku er framburðurinn
á íslensku nöfnunum lýtalaus.
Annað Island - og þó
„Ég ætla að lesa úr bókunum
mínum í kvöld, bæði ljóð og sögur,
svo ætla ég að segja skoðun mína á
pólitík dagsins, aðallega banda-
rískri auðvitað en ég kem kannski
inn á íslenska pólitík líka,“ og
hann glottir skelmislega. „En
Bandaríkjamenn hafa meiri þörf
fyrir pólitískar fréttaskýringar
eins og er.“
Meðal annars les Bill úr nýju
bókinni sinni, Eccentric Islands
(Furðulegar eyjar). „Þar eru langir
kaflar um ísland og gæti verið
gaman fyrir fólk að heyra lýsingar
á landinu og borginni fyrr á tím-
um,“ segir hann. „Ég bjó í Reykja-
vík árið 1979 og eins og þú veist er
borgin gerbreytt síðan þá - raunar
hefur hún breyst ansi mikið síðan
i ágúst í fyrra! Á leið hingað í dag
var mér bent á nýju verslanahöll-
ina, Smáralind, og mér var lika
sagt frá loftmyndunum af henni.
Það fannst mér afskaplega íslensk-
ur brandari! En ég sakna búðanna
við Laugaveginn, til dæmis litlu
kjötbúðarinnar í kjallaranum við
dv-myndir gva hornið á Skólavörðustígnum,
slátrarinn þar seldi bæði sjófugla
og hreindýrakjöt og tók því vel
þegar ég var að læra að nefna
þessa hluti og æfa mig í íslensku.
Núna eru þama bara kaffihús,
barir og næturklúbbar, maður getur ekki keypt
neitt við Laugaveginn nema drykki! Ég segi líka
frá því þegar ég hossaðist austur á land eftir
vondum malarvegum og dvaldi vikum saman á
sveitabæ skammt frá Eiðum og svaf saman-
hnipraður í pínulitlu rúmi. Breytingin hvar-
vetna er gífurleg, en það besta er að undir yfir-
borðinu, undir fiögurra akreina malbikuðu veg-
unum, verslanamiðstöðvunum og fartölvunum
lifir gamla bókmenningin. Það finnur maður
ótrúlega víða - eins og hjá tollverðinum mínum
í morgun. Þetta er allt annar hugsunarháttur en
til dæmis í Bandaríkjunum. Hér er merkilegur
bókakostur á flestum heimilum og maður finn-
ur vel lesna sérvitringa og jafnvel skáld um all-
ar jarðir, í öllum smáþorpum og sveitum lands-
ins.“
knm
Hið syngjandi píanó
Vladimir Ashkenazy hélt seinni tónleika sína
með Kammersveit Reykjavíkur í Salnum i Kópa-
vogi í gærkvöldi en hinir fyrri voru kvöldið áður í
hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hljóm-
burðurinn þar er ekki góður og þvi ákvaö undirrit-
aður að fialla frekar um seinni tónleikana. Biðin
var þess virði; hljómur ílygilsins var til fyrirmynd-
ar og leikur Kammersveitarinnar kom prýðilega
út. Flygillinn sneri þannig að hljómborðið vísaði í
átt til áheyrenda svo Ashkenazy gæti stjórnað frá
hljóðfærinu, og því var ekkert lok til að beina
hljóðinu út í sal. Það kom ekki að sök hér, ólíkt
þegar Philippe Entremont sfiórnaði og lék með Sin-
fóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói í haust.
Tónleikarnir voru helgaðir Mozart og hófust á
Adagio og fúgu í c-moll KV 546. Þetta er upphaflega
fúga fyrir tvö píanó en Mozart umritaði hana síðar
fyrir stengjakvartett eða strengjasveit og bætti þá
við stuttum forleik. Kammersveit Reykjavíkur
flutti þessa fógru tónsmíð sérlega vel, allar hend-
ingar voru úthugsaðar og hin finlegustu blæbrigði
skýrt mótuð. Túlkunin einkenndist af áhrifamikilli
stígandi og hápunkturinn í lokin var fyllilega sann-
færandi undir markvissri stjórn Ash-
kenazys.
Er fúgan var á enda og hljóðfæraleik-
ararnir voru að stilla hljóðfæri sin fyr-
ir næsta atriði efnisskrárinnar heyrðist
ómurinn í æfingapíanóinu baksviðs -
Ashkenazy notar greinilega hvert tæki-
færi til að æfa sig. Svo stökk hann fram
á svið á nýjan leik og hófst þá píanó-
konsert nr. 12 í A-dúr KV 414. Þetta er
afar litrík og skemmtileg tónsmíð með
alls konar samtölum mismunandi stef-
brota og var túlkun Ashkenazys ein-
staklega lifandi og hugmyndarík. Fyrir
þá sem ekki vita þá er Ashkenazy einn
mesti píanóleikari samtímans og senni-
lega sá sem hefur tekið mest upp af plötum og
geisladiskum. Einkennismerki hans eru tilfinn-
ingarík en um leið úthugsuð túlkun, guðdómlega
fagur, syngjandi pianóhljómur og nánast engar feil-
nótur. Hver einasti tónn er þrunginn merkingu og
á tónleikunum í Salnum var svo margt að gerast í
þessum litla píanókonsert að það var eins og mað-
ur væri að hlusta á heila óperu. Aðeins
mikill listamaður er fær um slíkt.
Hinn konsertinn á efnisskránni, pianó-
konsert nr. 20 í d-moll KV 466, var ekki
síðri. Ashkenazy náði að skapa sterk hug-
hrif, sérstaklega í einleiksþætti (kadensu)
fyrsta þáttar sem var svo fallegur að
margir hljóta að hafa tárast. Konsertinn
er innhverfur og tregafullur og var túlk-
un Ashkenazys hófstillt og án nokkurrar
yfirborðsmennsku en einmitt þannig
fékk tónlistin að njóta sín ómenguð.
Þessir tónleikar voru sigur fyrir
Kammersveit Reykjavíkur sem hefur
sjaldan leikið svona glæsilega. Allir
hljóðfæraleikararnir stóðu sig með mikl-
um sóma og sumt var svo vel gert að maður dáðist
að. Mozart er einstaklega erfiður í túlkun, ekkert
má út af bera, hvert einasta smáatriði skiptir höf-
uðmáli. Þá dettur manni í hug það sem sagt er, að
Guð sé í smáatriðunum, og ef það er rétt þá er al-
veg öruggt að Guð var i Salnum i Kópavoginum í
gærkvöldi. Jónas Sen
DV-MYND BRINK
Vladimir Ashkenazy
Hann er einn mesti pí-
anóleikari samtímans.
__________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Fyrirlestur
um reisubók
í kvöld kl. 21 heldur
Steinunn Jóhannes-
dóttir fyrirlestur i
Snorrastofu í Reyk-
holti í Borgarfirði um
ritun Reisubókar
Guðríðar Símonadótt-
ur. Bókin kom út fyr-
ir síðustu jól og fjallar
um Tyrkjaránið 1627
og tiu útlegðarár Guðriðar sem er einna
kunnust þeirra sem í ráninu lentu. Á
þeim sex árum sem Steinunn aflaði efn-
is til bókarinnar ferðaðist hún á allar
söguslóðir Tyrkjaránsins hér heima og
erlendis og varð margs vísari um svið
atburðanna og örlög hinna fiölmörgu ís-
lendinga sem rænt var. Aðeins litill
hluti fólksins var leystur úr ánauðinni
í Alsír og Steinunn er fyrst íslendinga
til að rekja slóð leysingjanna frá Alsír
yfir Miðjarðarhafið og um margar
helstu borgir Suður- og Vestur-Evrópu
til Kaupmannahafnar sumarið 1636.
5000. titillinn
í Blindrabókasafni
var því fagnað á föstu-
daginn þegar Lísa og
galdrakarlinn í næstu
götu eftir Guðmund
Ólafsson varð fimm
þúsundasti bókartitill-
inn í hiUum þess. Útlán
safnsins voru um 50.000
á síðasta ári og fiölgar
með hverju árinu svo
þörfin fyrir nýjar bækur og fleiri eintök
af hverri bók er stöðug.
Safnið gegnir almennri bókasafns-
þjónustu fyrir blinda og sjónskerta og
aðra sem eiga í erfiðleikum með að lesa
hefðbundið letur. Lestur jólabókanna
inn á band stendur nú sem hæst og hafa
um 40 titlar verið lesnir inn eða eru á
leiðinni í safnið. Stór þáttur í starfsemi
Blindrabókasafns er innlestur náms-
bóka fyrir framhaldsskólanemendur
með dyslexiu. Námsbækurnar eru nú
teknar upp á stafrænu formi sem gerir
notkun þeirra mun auðveldari en þegar
hlustað er á venjulegar snældur.
Starfsmenn vilja koma á framfæri
góðum kveðjum til notenda safnsins og
þakka fyrir ánægjuleg samskipti.
D
Tærnar koma
upp um þig
Hjá Skjaldborg er
komin út bókin Tæm-
ar - Spegill persónu-
leikans eftir Hollend-
inginn Imre Somogyi.
Ein aðferð til að
rannsaka persónuleika
fólks er að túlka lögun
og stöðu tánna. Þessi
aðferð var þróuð af
Imre Somogyi og konu hans, Margréti. í
fimmtán ár rannsökuðu þau tær
hvenær sem færi gafst; í sundlaugum, á
ströndinni, í gufuböðum og yfirleitt
hvar sem hægt var að nálgast fólk með
bera fætur. Með tímanum gátu þau sýnt
fram á að persónuleika og hegðun fólks
má lesa úr tám þess.
Þetta er eina bók sinnar tegundar í
heiminum en í henni eru ljósmyndir af
ýmsum gerðum táa og ítarlegar leið-
beiningar um táalestur.
Guðrún Fríða Júlíusdóttir þýddi.
Biblían og þú
„Hafirðu einhvern
tíma haldið að Biblían
væri þurr og óper-
sónuleg mun þessi
bók breyta þeirri
skoðun," stendur á
kápu bókarinnar
Biblían og þú - Ljós
yfir líðandi stund eft-
ir Arthur Maxwell
sem nýlega kom út hjá bókaforlaginu
Berglindi. í kyrmingu segir að bókin
„auðveldi okkur aðgang að Biblíunni og
leiði okkur milli spjalda hennar á lif-
andi og hrífandi hátt. Bókin fer meö
alla rakleiðis til nýfædda barnsins í
Betlehem, segir okkur hvers vegna
hann kom, hvaö hann gerði og aö hann
muni koma aftur. Þótt textinn miðist
við fullorðna vekja myndirnar áhuga
barna og eru gott efni í sögustund."
Arthur S. Maxwell samdi 112 bækur
sem þýddar hafa verið á fiölmörg tungu-
mál, m.a. hinar sívinsælu Rökkursögur
og Sögur Biblíunnar.