Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernlr Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjórl: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Harður slagur um borgina Vart er vafi á því lengur aö Björn Bjarnason mennta- málaráðherra mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, dró í gær til baka fram- boð sitt í leiðtogakjöri sjálfstæðismanna i Reykjavík og lýsti um leiö yfir stuðningi við Bjöm í fyrsta sætið. Björn mun tilkynna ákvörðun sína á kjördæmisþingi í Reykja- vík á laugardag en haft hefur verið eftir honum að ekki séu margar aðrar leiðir en taka þessari áskorun. Inga Jóna tekur ákvörðun sína í trausti þess að sjálf- stæðismenn sameinist um að Björn leiði listann. Mat hennar á stöðunni er rétt. Afstaða Reykvíkinga, liðs- manna Sjálfstæðisflokksins og annarra, kom skýrt fram í skoðanakönnun DV í liðinni viku. Þar var stuðningur við Björn Bjamason afgerandi. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi, sem hefur gefið kost á sér í leiðtogaprófkjöri, segir stöð- una breytta og því verði að meta hana upp á nýtt. Hið sama segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi en lík- legt hefur þótt að hann gæfi kost á sér. Atburðarásin nú gefur það eitt til kynna að þessir tveir borgarfulltrúar muni styðja Björn til forystunnar. Það stefnir því í harða og tvísýna baráttu um völdin í höfuðborginni í borgarstjómarkosningunum í mai. Það er mikið lagt undir enda er til mikils að vinna. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri og óskoraður leiðtogi R-list- ans, mætir því margreyndum og metnaðarfullum stjórn- málamanni, ráðherra og alþingismanni úr innsta valda- hring SjálfstæðisfLokksins. Skoðanakönnim DV í síðustu viku sýndi að fylgi R-listans og Sjálfstæðisflokksins er að kalla jafnt. Það mun því reyna á borgarstjóraefnin tvö í þeirri spennandi kosningabaráttu sem fram undan er. Það er þeirra að laða fylgismenn til átakanna og höfða til hins almenna kjósanda. Óumdeilt er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sterkur leiðtogi. Henni hefur tekist aö halda saman, án sjáanlegra stórbresta, samvinnu ólíkra flokka i borgarstjórn Reykja- víkur tvö kjörtímabil. Hún er stjórnmálamaður sem þorir að taka áhættu sem hún sýndi meðal annars með því að taka alltaf 8. sæti á lista. Hún stendur því og fellur með þeirri ákvörðun sinni sem þýðir í raun allt eða ekkert. Hið sama má segja um Björn Bjarnason. Menn hafa að visu beðið ákvörðunar hans en það eru engu að siður mik- il tiðindi að ráðherra stígi af valdastóli sínum til þess að etja kappi um borgarstjóraembættið í Reykjavik, i baráttu þar sem vissulega er tvísýnt um úrslit. Það er því jafnræði með þessum keppinautum og pólitískir leiðtogar eiga að sönnu að taka áhættu til þess að berjast fyrir málstaðnum, standa og falla með honum. Það verður því hressilega tekist á og engir veifiskatar í forystunni. Sameiginlegir hagsmunir Ríkisvaldið, sveitarstjórnir, fyrirtæki og þjónustuaðilar hafa tekið við sér í því sameiginlega hagsmunamáli þjóð- arinnar að halda verðlagi í skefjum svo ekki komi til upp- sagnar launaliðar kjarasamninga í maí. Ekki var vanþörf á. Tölur Hagstofunnar sýna að neysluverðsvísitala hér hækkaði á liðnu ári fjórfalt til fimmfalt meira en í öðrirni Evrópulöndum. Ríkisstjómin hefur boðað að nýlegar opinberar gjald- skrárhækkanir verði endurskoðaðar og þrýst er á sveitar- félög að gera slíkt hið sama. Stóru byggingavörukeðjum- ar hafa lækkað álagningu og Fjarðarkaup gaf öðmm mat- vöruverslunum tóninn á sömu nótum. Þar er ekki sist horft til viðbragða stóru matvörukeðjanna, Baugs og Kaupáss. Jónas Haraldsson DV Skoðun Evran borgar sig Agúst Olafur Agústsson formaöur Ungra jafnaöarmanna Sameiginlegur gjaldmið- ill Evrópusambandsins er orðinn að sýnilegum veru- leika. Það er stórt skref fyr- ir hverja þjóð að skipta út gjaldmiðli sínum, bæði við- skiptalega og sögulega. ESB er stærsta viðskipta- blokk i heimi og er stærri en Bandaríkin. 12 af ríkustu þjóðum heims eru nú komn- ar með sameiginlega mynt sem liðkar fyrir viðskipt- um, minnkar viðskipta- kostnað og auðveldar verð- samanburð. Fólk í Finnlandi veitir því nú fyrir sér af hverju kókdósin sé þrisvar sinnum dýrari þar en á Spáni. Hagsvelflan jafnast út með evrunni Ljóst er að Bretland mun taka upp evruna fyrr en menn héldu, líklega innan 2 ára. Svíþjóð og Danmörk fylgja síðan fljótlega á eftir. Þá verður um 60% af utanríkisviðskiptum ís- lands við lönd evrunnar. Að sjálfsögðu er upptaka evrunnar langtímamál og er síður en svo skammtímalausn fyrir gengisfall ís- lensku krónunnar síðastliðið ár. Til að taka upp evnma þarf ísland að ganga inn í ESB og uppfylla ströng skilyrði, m.a. um lága verðbólgu, tiltekinn afgang á ríkissjóði og lága langtima- vexti, en mörg skilyrðanna uppfyllir ísland ekki lengur eftir hagstjórn Sjálfstæðis- flokksins undanfarin ár. Aðild íslands að evrunni er að mati sumra óhentug þar sem hagsveiflur íslands hafa hingað til ekki farið alveg sam- an við hagsveiflur evrusvæðis- ins. Þó má ekki gleyma þv! að eftir að tvö svæði hafa tekið upp sam- eiginlegan gjaldmiðil minnka hag- sveiflurnar milli svæðanna. Þessi mun- ur milli íslands og Evrópu hefur einnig minnkað undanfarin ár, m.a. vegna minnkandi hlutdeildar sjávarútvegs i landsframleiðslu íslands. Einnig má nefna að jaðarsvæði ESB, s.s. írland og Finnland, sem höfðu aðra hagsveiflu en önnur lönd Evrópu, hafa notið gríð- arlegs uppvaxtar eftir að þau gengu inn í ESB og tóku þátt í myntsamstarf- inu sem hófst fyrir þremur árum. Tugmilljaröa ávinningur Upptaka evrunnar í helstu við- skiptalöndum okkar þrengir að íslenskum fyrirtækjum. Taki íslendingar upp evruna minnkar viðskiptakostnaður til muna ásamt vöxtum og gengiskostnaði Nauðsynlegt aðhald í ríkisfjármálum myndast ásamt minnkandi verðbólgu sem er nú lang- mest hér á landi af öllum ríkj- um ESB og EES. Fjárfesting- ar og viðskipti aukast en er- lendar fjárfestingar hér á landi eru með því minnsta sem gerist í Evrópu. Verð- samanburður milli landa skapar aðhald gagnvárt fyrir- tækjum og munar um minna þar sem ísland er dýrasta land í Evrópu. Miðað við núverandi skuldastöðu íslenskra heim- ila og fyrirtækja er ljóst að þau hagnast um tugmilljarða króna við inngöngu í ESB. Með lægri vöxtum, sem eru um helm- ingi lægri hjá evrulöndunum en hér á landi, og lægra matvælaverði, sem er um 40% hærra hérlendis en hjá helstu nágrannaþjóðum okkar í ESB, mætti varlega áætla að hver íslensk fjöld- „Miðað við núverandi skuldastöðu íslenskra heimila og jyrirtcekja er Ijóst að þau hagnast um tugmillj- arða króna við inngöngu í ESB. “ skylda hefði tæplega hálfa milljón króna meira á milli handanna á ári en nú. Fjárhagslegur ávinningur af aðild að ESB vegna þessa er hærri en það sem íslenska rikið ver í allt mennta- kerfið og í utanríkisþjónustuna sam- í aðdraganda Ríó+10 Ríó-ráðstefnan 1992 um umhverfi og þróun kom umhverfismálum á dagskrá alþjóðastjómmála með myndarlegum hætti. Ýmis hugtök sem staðfest voru í yfirlýsingu þátt- tökuríkja, eins og sjálfbær þróun, varúöarregla, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsvernd, hafa síðan verið leiðarvísar í viðleitni þeirra sem sinna umhverfismálum. Dagskrá 21 var framkvæmdaáætlun sem ráðstefnan afgreiddi og síðan hefur mannkynið stigið inn í öldina sem talan 21 vísar til. Það er því löngu komið að því að uppfylla þau fyrirheit sem staðfest voru í skjölun- um frá Ríó, skuldbindingar alþjóöa- samninga og framkvæmdaáætlanir. Svefngöngur vanans Þótt eitt og annað hafi áunnist hef- ur lítið farið fyrir efndum á fyrir- heitunum frá Ríó. Ráðamenn þjóða og samkeppnishagkerfið hafa ekki tekið skilaboðin um sjálfbæra þróun alvarlega. Leiðarvísamir um aðlög- Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur „ Uppgjörið hvað ísland varðar á afmœlisári Ríó-ráð- stefnunnar verður heldur dapurlegt. Framlagið í lofts- lagsmálum fólst í því að gera stóraukinn mengunar- kvóta að skilyrði fyrir aðild íslands að Kýótóbókun- inni.“ - Frá blaðamannafundi umhverfisráðherra, Eiðs Guðnasonar, árið 1992. un að umhverfisvemd hafa skolast burt af skrifborðum forstjóra og ráðherra. Þannig hafa svefngöngur van- ans sem Jóhann Jóns- son orti um fallið í gamla farið og lögmál fjármagns , og gróða höggvið í auðlindir og náttúru að mestu óá- reitt. Afdrifaríkast hefur reynst að boðskapnum frá Rió var hent út af borði Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar sem sett var á fót á liðnum áratug. Síðan hefur það bákn orðið tákn fyr- ir vaxandi arðrán á náttúru jarðar og fátækum ríkjum. I stofnunum eins og Alþjóðabankanum hafa vel- meinandi starfsmenn reynt að þoka umhverfisleiðsögn inn í skjalabunk- ana en pólitískur stuðningur hefur látið á sér standa. Bandaríkin í slæmu Ijósi Svikin viö málstaðinn frá Ríó koma víða fram en verstur hefur ver- ið hlutur Bandaríkjanna. Á Ríó-ráð- stefnunni dró Bush forseti eldri lapp- irnar á öllum sviðum og sonurinn á stóli forseta ætlar ekki að verða eftir- bátur hans. Hjá þessu ríkasta landi heims er eigingimi og skammsýni áfram i öndvegi, hvort sem það heitir þróunaraðstoð, stuðningur við stofn- anir Sameinuðu þjóðanna eða aðild að loftslagssamningnum. Bandaríkjastjórn neitar áfram staðfastlega að taka þátt í átaki þjóða til að sporna gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda, en um fjórðungur um- ræddrar mengunar lofthjúpsins á upptök sín þar vestra. Þrátt fyrir Kýótóbókunina stefnir í að losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu vaxi um 75% á tímabilinu 1997-2020. Hlutur íslands dapurlegur Uppgjörið hvað ísland varðar á afmælisári Ríó-ráðstefnunnar verður heldur dapurlegt. Fram- lagið í loftslagsmálum fólst í því að gera stóraukinn mengunar- kvóta að skilyrði fyrir aðild ís- lands að Kýótóbókuninni. Hinn Ríósamningurinn um verndun líf- fræðilegrar fjölbreytni er gleymdur og rykfallinn átta árum eftir staðfest- ingu hans af íslands hálfu. Framlag íslands til þróunaraðstoðar er við- varandi feimnismál. Stefnan í gróð- urvernd og landgræðslu byggir á forneskjulögum frá árinu 1965. Helsta viðfangsefni ráðuneytis um- hverfismála er að slást við náttúru- verndarfólk og ryðja brautina fyrir orkuiðnaðinn inn á ósnortin viðemi og jarðhitasvæði. Varúðarreglan hefur aldrei komist inn i orðasafn íslenska stjórnarráðs- ins og sjálfbær þróun er aðeins til brúks á ráðstefnum erlendis. í for- mála aðalritara Sameinuðu þjóð- anna að skýrslu um horfur í um- hverfismálum, sem birt var 20. des- ember síðastliðinn, er ben't á að póli- tískur vilji sé lykill að árangri. Þann sama dag blessaði íslenski umhverf- isráðherrann Kárahnjúkavirkjun. Táknrænna gat það ekki verið um stöðu sjálfbærrar þróunar og Dag- skrár 21 hérlendis. Hjörleifur Guttormsson anlagt. Fæstir gera sér grein fyrir þessum háum fjárhæðum. Ábótasöm röksemd fyrir Davíð Sumir hafa bent á að vandamálin í Argentínu séu rök gegn aðild ís- lands að ESB og upptöku evrunnar. Þetta er hins vegar ekki sambæri- legt þar sem Argentína tengdi gjald- miðil sinn einhliða við dollarinn í gegnum svokallað myntráð með öll- um þeim göllum sem því fylgir, s.s. áhrifaleysi á peningastefnuna, áframhaldandi vaxtamunar milli svæðanna og álags á bankakerfið. - Hér er ekki verið að tala um teng- ingu íslensku krónunnar við evruna heldur að leggja krónuna af. Island varð hluti af regluverki ESB árið 1994 og því er hið svokallaða sjálf- stæði í hagsstjórnun á eigin örmynt ofmetið. Forsætisráðherra hefur leitað eftir rökum sem kalla á inngöngu íslands í ESB. Tugmilljarða króna ávinningur ætti að teljast veigamikil röksemd fyrir aðOd íslands að ESB. Það er jafnveiga- mikil ákvörðun í að ákveða að Standa fyrir utan ESB og að ganga i ESB. Ágúst Ólafur Ágústsson Ummæli WMB: Eins og náttúrulögmál „Mikill harmur grípur þjóðina þegar sjómenn drukkna við vinnu sína. Eðlilega. Þegar flugslys verða er þjóðin slegin óhug. Vitaskuld. Þegar fólk brennur inni í húsum sínum, eins og átti sér stað nú í byrj- un ársins, er nánast þjóðarsorg. Auð- vitað. En það er eins og umferðarslys- in, sem krefjast mannslifs á Islandi að meðaltali á um tveggja vikna fresti, séu orðin eins og náttúrulög- mál sem við tökum eins og hverju öðru hundsbiti. Við höfum gefist upp gagnvart umferðarslysunum og einu viðbrögðin við hinum hörmulegu banaslysum eru mjálm úr einhverjum rikisstarfsmönnum um að við þurfum að fara varlega í umferðinni." Magnús Árni Magnússon á Kreml.is Hróplegt ósamræmi „Er þannig hróplegt ósamræmi að á meðan stórtækur fikniefnainnflutn- ingur varðar við 12 ára fangelsi skuli aðeins dæmt í 5 ára fangelsi fyrir hrottaleg otbeldisbrot eða kynferðisaf- brot? Áður en þeirri spumingu er svarað væri rétt að leiða hugann að því sem skilur á milli fikniefnabrota annars vegar og ofbeldis- og kynferð- isafbrota hins vegar. I dag er inn- flutningur, sala og dreifing fikniefna yfirleitt unnið á skipulagðan og yfir- vegaðan máta og oft á tíðum í félagi við marga. Ásetningur fyrir brotinu er því allajafna mjög skýr og einbeitt- ur. Þvi er hins vegar sjaldnar til að dreifa um mörg ofbeldisbrot sem oftar eru unnin í hugaræsingi og af óljós- um ásetningi. Þessi atriði vega þungt þegar dómstólar taka ákvarðanir um þyngd refsingar." Finnur Þór Birgisson á Hrifla.is Spurt og svarað Getur nýr umferðargreinir Vegagerðarinnar fœkkað umferðarsl Bjöm Mikaelsson, yfirlögreghiþjónn á Saudárkróki: Eftirlitið þarf að efla „Umferðargreinir veitir vissu- lega upplýsingar um hvernig um- ferðin liggur á hverjum tíma og glögglega sést að hraði er alltof mikill. En ég get ekki imyndað mér að þetta tæki eitt og sér sé til þess fallið að fækka slysum. Koma þarf til hugar- farsbreyting hjá ökumönnum, auk þess sem lögregl- an þarf að efla eftirlit. Til þess að það sé unnt þarf auknar fjárveitingar. Lögreglu ber að vera innan fjárlaga og okkur er þröngur stakkur sniðinn. Þó ber að geta þess að á síðasta ári fengum við á Króknum eina stöðu lögreglumanns til viðbótar - og krafta hans ætlum við að nota meðal annars til að efla umferðareftirlit hér í Skagafirði.“ Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS: Matíhildar- brandari „Eflaust er þetta gott tæki til að greina þörf á umferðarlöggæslu á hverri stundu. Tækið stöðvar hins vegar ekki hraðakstur, ölvun undir stýri eða önnur umferðarlagabrot sem þarf að uppræta til að fækka slysum. Á mánudag var tækið tekið i notk- un við formlega athöfn. Hún var í anda aðgerða síðustu ára; nefndaskipanir og skýrsluskrif. Þetta minnti mig óþægilega á gamlan brandara úr Út- varp Matthildi, þegar rikisstjórnin kom saman á skyndifund til að senda samúðarkveðju til svelt- andi þjóðar. Þetta er í raun birtingarmynd úrræða- leysis í þessum málaflokki, m.a. eftir hörmuleg umferðarslys undanfarið." Guðmundur Hallvarðsson, form. samgöngunefndar Alþingis: Viðleitnin virð- ingarverð „Viðleitni til þess að fækka um- ferðarslysum er virðingarverð og öll eigum við að stíga á stokk og strengja heit um að keyra varlega. Á Keflavikurvegi og Hellisheiði, fjölfórnustu þjóðvegunum, halda skynsamir menn sig innan við 100 km hraðann en hinir óskynsömu aka hraðar og ekki í samræmi við aðstæður. Að síðarnefnda hópnum þarf lögreglan að beina kröftum sínum en aðeins bráir af þeim mönn- um ef hún er i nánd. I ýmsum efnum hafa menn sett upp langtímamarkmið, svo sem um vímuefnalaust ísland og heilsufar þjóðarinnar. Þessi markmið eru góð en ganga oft á tíðum ekki upp í raun því verkin þurfa að tala og hugarfarið að breytast." Runólfiir Ólafsson, framkvœmdastjóri FÍB: Þarft hjálpar- tœki „Umferðargreinir er þarft hjálpartæki sem ætti að nýtast til að draga úr slysum og við umferð- arrannsóknir. Greinarnir fækka ekki slysum en nýtast meðal annars lögreglu til að gripa fyrr og af meiri fagmennsku til viðeigandi aðgerða á fjölfóm- um leiðum. Umferðargreinir getur því með réttum vinnubrögðum haft mikið forvamargildi. Umferð- arráð, lögreglan og Vegagerðin hafa það hlutverk að auka umferðaröryggi og fækka umferðarslysum en því miður hefur löggjafarvaldið skammtað um- ferðaröryggismálum allt of takmarkaða fjármuni og þessi málaflokkur er ekki í samræmi við mikilvægi í forgangsröðun yfirvalda." Náttúran og maöurinn. DV-MYND HILMAR ÞÓR Flóttinn suður Alltaf telst til tíðinda þeg- ar Hagstofan gefur út manntalsskýrslur þar sem búferlaflutningar milli landa og landshluta verða helsta fréttaefnið. Fólki fækkar hér og fjölgar þar og þróunin breytist nánast ekki neitt áratugum saman þrátt fyrir hetjulega bar- áttu héraðshöfðingja sem heimta virka byggðastefnu áður en þeir flytja sjálfir í mannmergðina og fjörið í _________ landnámi Ingólfs. Fardaga- yfirlitið, sem var að koma út núna eftir áramótin, er í fáu frábrugðin hefðbundnum skýrslum um búferla- flutninga og kemur þar fátt á óvart. Og þó. Fækkun íbúa í Reykjavík er allt í einu orðin að stórpólitísku máli, rétt eins og hver önnur mislukkuð byggðastefna. Minnihluti borgarstjórnar telur sig hafa náð góðu hálstaki á meirihlutanum og ásakar hann um svo lélega stjóm á borginni að fólksflótti sé brostinn á og horfi nú til eyðingar byggðar af mannavöldum. Er margt tínt til sem á að skýra þessi ósköp en fátt eitt hvað til bragðs eigi að taka. Þó má benda á að uppi eru tillög- ur um jarðgangagerð undir Skóla- vörðuholtið og suður í Kópavog. Mun þess væntanlega ekki langt að bíða að Reykvíkingar heimti jarðgöng til að efla byggð eins og aðrir volaðir og fullkomlega úrræðalaus- ir útkjálkamenn sem horfa á eftir íbúununum suður. Samkvæmt tölum um bú- ferlaflutningana er dagljóst að þeir sem gefast upp á að búa í Reykjavík flytja suður í Kópavog og jafnvel Hafn- arfjörð. En með bættum samgöng- um og sérstaklega jarð- gangagerð, sem er eins og allir vita allra meina bót í byggðamálum, getur verið að takast megi að stöðva flótta Reykvíkinga suður. Þetta verður að sjálfsögðu meginverkefni næstu borg- arstjórnar og átakaefni í komandi kosningabaráttu. Er allt eins líklegt að þeir sem lofa lengstu jarðgöng- unum verði sigurvegarar í borginni. Oddur Olafsson skrifar: alfarinn úr Breiðholtinu og að enn eru eftir 7 af 23 fyrr- um Júgóslövum sem félags- málaráðherra plantaði nið- ur á Siglufirði í gustuka- skyni og til að fjölga í kjör- dæmi sinu. Á Blönduósi er enginn íbúi eftir sem fædd- ur var á Balkanskaga en þar var gert mikið átak til alþjóðavæðingar á vegum félagsmálaráðuneytisins í nafni hugsjónarinnar um jafnvægi í byggð landsins. Fólksflóttinn suður frá Reykjavik markar þáttaskil í byggðaþróuninni. Er tímabært að þingmenn og sveitarstjórnarmenn kjördæmisins komi saman og reyni að finna ráð við þeim vanda sem við blasir og stöðva þá óheillaþróun sem hér á sér stað. Mun verða skorað á þingmenn að flýta jarðgangagerðinni undir Þingholtin og Öskjuhlíðina suður í Kópavog og þaðan Hafnar- fjörð. En það verður nokkur nýlunda að þingmenn Reykvíkinga þurfi að ómaka sig til að sinna kjördæmi sínu og skipta sér af vandamálum sem þar kunna að koma upp. Söguleg þróun Enn önnur vá er fyrir dyrum Reykvíkinga. Öfugt við sameiningu kjördæma verður Reykjavík skipt í tvö kjördæmi í næstu kosningum. Þá verður hætt við að fólksflótti bresti á úr öðru kjördæminu í hitt og svo auðvitað úr þeim báðum suður í Kópavog ef samgöngukerfið verður ekki bætt og jarðgöng grafin sem er algjör forsenda þess að fólk tolli heima hjá sér. Þ.e.a.s. samkvæmt kokkabókum þingmanna þverrandi byggðarlaga. Eflaust er það mörgum dreifbýl- isunnendum, sem halda að þéttbýlis- myndun sé helsta böl þjóðarinnar, mikill léttir að Reykvíkingum er far- ið að fækka. En að þeir skuli flýja í suðurátt varpar þó skugga á vongleö- ina um að glötuðu sauðirnir séu að snúa til baka til aö aka um jarðgöng fámennisins í óútskýrðum erinda- gjörðum. Sagan hefur sinn gang. Sé litið yfir mannflutninga síöari tíma sést að á 19. öld var flóttinn til Ameríku. Fyrri hluta 20. aldar var flúðið úr sveitum í þorp og kauptún, á síðari hluta aldarinnar var flóttinn til Reykjavíkur mesta þjóðfélagsmein bændasamfélagsins og 21. öldin hefst með flóttanum suður í Kópavog. Hvert þjóðin flýr næst skal engu spáð um en hitt er víst aö byggða- stefnur skýjaglópa með almannafé að bakhjarli munu engin áhrifa hafa á þá þróun. Vegagerð, Umferðarráð og lögreglan hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að fækkun slysa um 40% tll 2012. Nýr umferðargreinir er baráttutæki til að ná því markmiði. Og þó. Fœkkun íbúa í Reykjavík er allt í einu orðin að stórpóli- tísku máli, rétt eins og hver önnur mislukkuð byggðastefna. Minnihluti borgarstjórnar telur sig hafa náð góðu hálstaki á skýrsiunni. tíi dæmis hefur meirihlutanum og ásakar hann um svo lélega stjóm á borginni fækkað stóS™ eftir^að að fólksflótti sé brostinn á og horfi nú til eyðingar byggðar Árni Johnsen flutti þangað af mannavöldum. Nýlunda Fleira er merkilegt í nýju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.