Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Page 24
28
MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 2002
Tilvera
I>V
lif ið
Kajakferð um
Angmagssalik
Myndasýning veröur í Norræna
húsinu í kvöld kl. 20. Þar verða
sýndar myndir úr níu daga
ævintýraferð íslendinga á
sjókajökum um lognsæla firði
austur Grænlands. Þar var siglt
á milli borgarísjaka og ýmis
veiðimannasamfélög heimsótt.
Krár
■ CENTAUR A GAUKNUM Hljóm
sveitin Centaur mætir galvösk á
Gauk á Stöng og lætur Ijós sitt
skína.
■ GRAS Á VÍDALÍN Hljómsveitln
Gras spilar á Vídalín frá kl. 22.30.
Hljómsveitina skipa þau Teena Pal-
mer, KK, Magnús Einarsson, Dan
Cassidy, Gummi Þétur og Jón
Skuggi og flytja þau roots-músík í
anda O’þrother, where art thou.
■ NUDD Á KAUPFÉLAGINU Mið-
vikudagskvöldin eru rólegheitakvöld
á Kaupfélaginu. Þá er spiluö notaleg
tónlist og frá kl. 21.30 gengur nudd-
ari á milli gesta og býöur þeim axla-
nudd þeim aö kostnaðarlausu.
Fundir
■ BILL HOLM I SALNUM Kvöld
stund með vestur-íslenska rithöfund-
inum og Ijóðskáldinu Bill Holm verö-
ur í Salnum í kvöld, kl. 20.Dagskráin
fer fram á ensku. Holm áritar bækur
sínar aö dagskrá lokinni.
■ REISUBÓK GUÐRÍÐAR RÆDD í
REYKHOLTI Aðfóng og aöferö
Reisubókar Guöríöar er yfirskrift
fyrirlesturs sem Steinunn
Jóhannesdóttir, rithöfundur heldur í
Snorrastofu í Reykholti í kvöld. Þar
fjallar hún um ritun Reisubókar
Guöríðar sem er skáldsaga, byggö á
heimildum og kom út fyrir jólin.
Fyrirlesturinn hefst kl. 21.
Aðgangseyrir er 500 en boðiö er
upp á kaffiveitingar.
■ RÉTTINDI KVENNA OG BARNA í
ZIMBABWE Málstofa
Mannréttindaskrifstofu íslands efnir
til málstofu í dag. Þar heldur
Magnfríöur Júlíusdóttir, lektor í
landafræði viö HÍ, erindi sem hún
nefnir: Réttindi kvenna og barna í
Zimbabwe: Á mótum hefða og settra
laga. Málstofan veröur í Litlu-
Brekku viö Bankastræti og hefst kl.
17.
■ ISRAEL - PALESTINA: ER
EINHVER LEIÐ TIL SATTA?
Vaka, félag lýðræðissinnaöra
stúdenta hejdur málfund i dag sem
hefur heitið Israel-Palestína: Er
einhver leið til sátta?
Frummælendur verða þau Jóhanna
Kristjónsdóttir, blaðamaður, Óli
Tynes fréttamaður og Viöar
Þorsteinsson frá samtökunum
Ísland-Palestína. Fundurinn hefst kl.
12.15 og veröur í Odda stofu 101.
■ LIFSGÆÐI OG SAMKEPPNI I
BORG FRAMTIÐARINNAR Ingiblórg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri,
heldur erindi í stofu 201 í Odda á
morgun 24. janúar kl. 12.05 -
13.00. Erindið nefnir hún Lífsgæöi
og samkeppni i borg framtíöarinnar.
Það er haldið á vegum
stjórnmálafræðiskorar HÍ.
■ GERÐ HJÚPPRÓTEINS MÆDI-
VISNUVEIRUNNAR Fræðslufundur
veröur haldinn í bókasafninu að
Keldum á morgun 24. janúar kl.
12.30. Fyrirlesari er Benedikta S.
Hafliðadóttir, líffræðingur, Keldum.
Titill erindisins er Gerö hjúppróteins
mæöi-visnuveirunnar.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Hóf æfingar þremur dögum fyrir frumsýningu:
Martröð hvers leikara
- segir Ellert Ingimundarson
Bíógagnrýni
Sambíóin/Háskólabíó - Domestic Disturbance +
„Þetta er eiginlega martröð hvers
leikara að lenda í,“ segir Ellert Ingi-
mundarson sem i gær hóf æfingu
nýs hlutverks í Boðorðunum 9, að-
eins þremur dögum fyrir frumsýn-
ingu, vegna meiðsla Jóhanns G. Jó-
hannssonar. Við hittum hann um
miðjan dag þar sem hann var einn
að æfa á stóra sviðinu, undir hand-
leiðslu Viðars Eggertssonar leik-
stjóra. „Viðar er að segja mér hvað
ég á að gera á hverri stundu um leið
og ég les yfir handritið í fyrsta sinn.
Ég er ekki kominn nema fram að
hléi!“ segir hann. „Svo verður
rennsli í kvöld og frumsýning á
fóstudaginn."
Stjúpfaðir með fortíð
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Undirbúningur á viðkvæm-
asta stigi
- Eruð þið leikarar búnir undir
það í leiklistarskólanum að gripa
inn í sýningar á síðustu stundu?
„Nei og þetta er heldur ekki eins
og sums staðar í útlandinu þar sem
varaleikarar eru ávallt til taks. Nú
verður maður bara að halda haus og
ró og takast á við verkefnið. Vissu-
lega er undirbúningur sýningarinn-
ar á viðkvæmasta stigi því í frum-
sýningarvikunni er svo mikið að
gerast."
- Er það algengt í leikhúsi aö
svona komi upp á?
„Nei, en slíkar aðstæður koma
upp annað slagið. Nú er til dæmis
líklegt að Halldór Gylfason fari inn
í hlutverk Jóhanns í Fjandmanni
fólksins á sunnudaginn og það án
þess að fá nokkra æfingu."
- Þú hefur ekki sjálfur lent i
þessu áður?
„Nei, aftur á móti má segja að ég
sé skuldugur Jóa frá þvi við vorum
með Galdrakarlinn í Oz á fjölunum.
Jói hljóp þar i skarðið fyrir mig
með stuttum fyrirvara þegar ég bil-
aðist í baki.“
- Veistu hvað kom fyrir hann?
„Hann sleit liðbönd en ég veit
ekki hvernig það gerðist. Það eina
sem ég veit er að hann er í aðgerð
núna.“
Búningurinn smellpassaði
- Er hlutverkið stórt sem þú þarft
að læra?
DV-MYND PJETUR
A síöustu stundu
Þeir Ellert og Viöar voru aö æfa stööur og hreyfingar um leiö og Ellert fór yfir textann í fyrsta sinn í gær.
„Já, nokkuð og þetta er fjörug
sýning. Brúðkaupsveisla og allir
þátttakendur eru meira og minna á
sviðinu allan tímann, þar á meðal
ég.“
- Og auðvitað bannað að
skandalisera?
„Ja, þetta er nú kannski veisla
sem er allt í lagi að skandalisera
svolítið í ef ég næ að kynnast þess-
um karakter aðeins."
- Þú ert þá ekki í öðrum hlutverk-
um í sýningunni.
„Nei, nei, og hef ekkert fylgst með
æfmgunum. Oft er erfitt að koma
inn í sýningu þegar maður er hluti
af hóp og er inná allan tímann. Þótt
maður sé ekki á framsviðinu eru
ýmsir litlir hlutir að gerast allt í
kring.“
- Nú beinast allra augu að þér. Þú
verður aðalstjarnan.
„Nei, ætli það. Það eru sterkir
leikarar þarna sem hljóta að geta
tekið til sín athyglina. Fólk fylgist
með þeim.“
- Hvernig er með leikbúninginn.
Þarf að sauma nýjan á þig?
„Nei, það merkilega er að búning-
urinn hans Jóa smellpassar. Það er
eins og hver önnur heppni. Eins og
einhver hafi lagað Jóa aö mér!“
Rennir hýru auga...
- Segðu mér aðeins frá verkinu.
„Ég veit nú kannski varla nógu
mikið um það en leikritið gerist
sem sagt i brúðkaupsveislu sem er
nokkuð langt liðið á. Þarna eru nán-
ustu aðstandendur og vinir brúð-
hjónanna og á því andartaki sem
leikritið hefst byrjar hjónabands-
sagan að líða fram hjá áhorfendum
í stikkorðum. Þannig að þótt brúð-
kaupið sé aðalatriðið og veislugestir
séu allt í kring sjáum við aðdrag-
anda brúðkaupsins, auk þess sem
gripið er niður hér og þar í lífi hjón-
anna. Undirtitill verksins er líka
„Hjónabandssaga á augnabliki" og
þetta er glænýtt verk eftir Ólaf
Hauk Simonarson."
- Ert þú í hlutverki eins gestanna
í veislunni?
„Já, ég leik vin brúðhjónanna og
renni meira að segja hýru auga til
brúðarinnar. Hefði kannski átt að
vera við hliðina á henni. Ég veit það
ekki enn þá.“
- Geta fastráðnir leikarar ekki
sagt nei þegar þeir eru beðnir að
taka verkefhi að sér á síðustu
stundu?
„Nei, maður ætti erfitt með það
enda er ein af höfuðsetningum leik-
hússins: „The show must go on“ eða
„Sýningin verður að halda áfram.“
-Gun.
Þegar miðað er við síöustu kvik-
myndir Harolds Beckers náði hann
hápunkti feril síns í kringum 1990
þegar hann sendi frá sér spennu-
myndirnar Sea of Love og Malice,
tvær hörkugóðar myndir. Sérstak-
lega er Sea of Love eftirtektarverð
kvikmynd þar sem vel næst að
blanda saman sálarástandi aðalper-
sónanna við atburðarás myndarinn-
ar. Becker hefur síðan haldið sig að
mestu við spennumyndir en ekki
tekist að fylgja fyrrnefndum mynd-
um eftir. Myndir á borð við City
Hall og Mercury Rising hafa haldiö
nafni hans á lofti en ekki mikið
meira. Með Domestic Disturbance
nær Becker nýrri lægð á ferli sín-
um, er með frekar kléna sögu í
höndunum sem honum tekst ekkii
að setja púður í. Fjallar myndin um
fósturfóður með fortið, nýríkan
mann sem kemur í stað föður og
sýnir á sér aðra hliö þegar móðirin
er ekki nærri. Þetta er gamalkunn-
ug tugga sem Becker kemur ekki
með nýja sýn á, auk þess sem per-
sónumar eru litt áhugaverðar.
John Travolta leikur skipasmið-
inn Frank Morrison sem er í ágætu
sambandi við fyrrum eiginkonu
sína. Þau eiga einn son sem er að
komast á unglingsaldurinn. Skiln-
aðurinn hefur farið illa í hann og er
hann staðinn að óknyttum og lyg-
um. Ekki bætir úr þegar móðirin
(Teri Polo) er í upphafi myndar
komin með nýjan mann sem hún
ekki aðeins giftist í flýti heldur er
orðin ófrísk eftir hann strax eftir
brúðkaupið. Nýi eiginmaðurinn
(Vince Vaughn), sem af mörgum er
talinn bjargvættur bæjarfélagsins, á
sér aðrar hliðar sem skuggalegri
eru. Fyrstur til að fá smjörþefinn af
þeim er sonurinn. Þegar hann reyn-
ir að telja öðrum trú um hvernig
nýi stjúpfaðirinn er bak við grimu
sakleysisins trúir honum enginn og
stjúpfaðirinn passar upp á að halda
hræðslu drengsins við...
Domestic Disturbance fer óvenju ró-
lega af stað og þar má að sumu leyti
kenna um að verið er að gefa John
Travolta nóg pláss. Hann er jú stjam-
an í myndinni. Hefði einhver minna
þekktur leikari verið í hlutverkinu
hefði hlutverk hans verið aukahlut-
verk. Aðalhlutverkið er í höndum
Matts O’Learys sem leikur soninn
Danny. Sjálfsagt hefði myndin orðið
mun sterkari hefði áherslan verið lögð
á hans þátt eins og raunar er gert um
miðbik myndarinnar sem er besti hlut-
inn. Það er þegar Darrny kemst að því
hvem mann stjúpfaðirinn hefur að
geyma. En John Travolta á að vera að-
dráttaraílið og er það að öllum líkind-
um. Eftir að þessu ágæta atriði lýkur
er honum gefið meira pláss en hann á
skilið þannig að sú spenna sem hefur
magnast verður að engu.
Domestic Disturbance er dæmi-
gerð Hollywood-stjörnumynd þar
sem verið er að hugsa meira um
umbúðirnar en innihaldið og mynd-
in nær aldrei að lyfta sér upp úr
þeirri flatneskju sem sagan er.
Leikstjóri: Harold Becker. Handrit: Lewis
Colick. Kvikmyndataka: Michael Seresin.
Tónlist: Mark Mancina. Aöalleikarar:
John Travolta, Vince Vaughn, Teri Polo,
Matthew O’Leary og Steve Buscemi.