Alþýðublaðið - 02.04.1969, Qupperneq 4
4 Alþýðu'blaðið 2. apríl 1969
AD H.OSNA UPP
Gu^mundur Halldórsson:
Undir ljásins egg
Aknenna bókafélagið,
'Reykjavík 1969. 138 bls.
|
Gifemundur Halldórsson dregur
sterkin dám af Indriða G. Þorsteins-
synijbæði söguefni hans og sögu-
háttur. Svo var um smásögur Guð-
muníar, Hugsað heim um nótt, sem
tit k|mu fyrir nokkrum árum, og
svo er enn um nýja skáldsögu hans
með jhinu ankannalega heiti Undir
Ijásir|> egg. Engu að síður er nýja
sagaij ti! muna hurðameira verk
en Inásögurnar voru. Þótt Guð-
munlur segi enn sem fyrr svipaða
sögu I og segi hana með svipuðum
hættl og Indriði G. Þorsteinsson
fer hann nií með efnið með sjálf-
stæðtjri hætti, af meira valdi á að-
ferð Jsinni; saea hans hefur eigin
reynJju að miðla.
Söjtuefni Guðmundar Halldórs-
sonaij í Undir Ijásins egg er mjög
svipafS eða hið sama og Indriði G.
Þorstfcinsson fer með í Landi og
snnum þó tímatal sé annað, en saga
Guðmundar virðist gerast nú á síð-
ustu árum. Báðar sögurnar greina
frá ftngum mönnum við það að
flosna upp úr sveitinni sinni, háðar
lýsa þær samskonar viðhorfi sögu-
manna við landinu og sveitinni. En
atburðir þróast í gagnstæðar áttir í
sögunum; sögumaður Indriða tek-
ur með skvnseminni þá ákvörðun
að hverfa úr sveitinnt, flytjast suð-
ur, þó það stangist á við hans innsta
eðli og tilfinningar. Ogmundúr,
sögurrtaður Guðmundar Halldórs-
sonar, tekur þá ákvþrðun þvert ofan
í alla skvnsemi að verða um kvrrt
í sveitinni þegar foreldrar hans
hættá búskap út af „ís og dýrtíð og
•helvítis basli“. Hann er um kyrrt á
vanlivstri iörð, selur ckki kindurn-
ar sínar þegar foreldrar hans flvti-
ast hrott, fær að nytja hálft túnið,
og í sögttlokin gengur hann út í
•varpa með orfið sitt og ljáinn upp
á gantlan móð. Dnpinn eftir ædar
hann; í útilegu til fjalla með stúlk-
unni: sinni bancnð „sem ég hafði
scð splina rísa forðum yfir morgun-
Jandið".
Bæði hessi efnísatriði skinta sög-
una tnikhi. Stúlkan hans, Edda, er
eitt af því sem heldur Ögmundi
kyrriim heima í sveitinni; ástarsaea
þeirrji er sögð af furðu mikillí hóf-
semijsem fer henni vel. En hans
fvrsti verk við sjálfstæðan búskap
cr aa snúa til fjalla á vit róman-
tískrj hugmynda um ástir og ætt-
jörð. Og fvrsta eiginlega búskapar-
framkvæmdin er ekki að koma sér
unp traktor og ekki einu sinni
sláttuvé! við jeöpann, heldur geng-
ur söcumaður út í varpa með orf
•og Ijá og tekur að losa bæinn úr
grasi.: Hið rómantíska viðhorf sög-
unnar við sveitalífi og húskap felur
í sér æðimikla íhaldssemi, vantrú
og gígnrýni á framvinduna og tækn
ina:
„Bæirnir stóðu undir hröttuni
hlíðum stutt frá árbakkanum með
útsýn upp í himininn. Það var búið
sð byggia íböðarhúsin ' úr varan-
3egu; efni og þeir. höfðu verið að
koma upp peningshúsum og kaupa
dráttarvélar þessi síðustu og verstu
ár. Þær voru víðast komnar t\rær á
bæ. Heyvinnutækjunum aftan í þær
fjölgaði líka árlega. Stöðugt var
stefnt að því að fá afkastameki tæki
við heyskapinn til þess hann stæði
skemur, þótt skepnutala og túna-
stærð yxi ekki samsvarandi. Um-
boðin höfðu allar klær úti ti! að
losa sig við þessár vélar af því að
þau þurftu að græða peninga. Það
voru ekki alltaf inneignabændurnir
sem gengu á undan með þessa fjár-
festingu, hinir sem þurftu að semja
um skuldir sínar í kaupfélaginu við
'hver áramót, ef þeir áttu að fá
matarúttekt, hældu sér af að ljúka
túnaslætti á hálfum mánuði með til-
komu þessara tækja, en skuldirnar
tóku risaskref. Gjörningahríð aug-
lýsinga um fullkomnari vinnuvélar
myndi halda áfram að blinda fólk
og tæknin að afmanna það.“
Sögumaður Indriða Þorsteinsson-
ar í Landi og sonum hverfur úr
sveitinni, þó það taki hann sárt, af
því að hann eygir þar ekki lífvæn-
lega framtíð, sér ekki frarn á að
unnt verði að færa búskapinn í
nútímahorf svo að starfræksla hans
horgi sig. Sögumaður Guðtnundar
Halldórssonar fer þveröfugt að:
hverfur aftur að háttum fyrri tíðar
í trássi við nútímann og þróunina,
góð ráð og fyrirhyggju. Þessi við-
horf kunna að virðast andstæð tneð
öllu, þó þau geti bæði verið jafn-
sönn fyrir því, en kjarni þeirra er
raunar sama rómantíska tilfinning
til sveitarinnar og fólksins í sveit-
inni og búskaparins. Treginn í sögu
Indriða stafar af þv! að þetta róman
tíska viðhorf virðist ekki eiga sér
viðreisnar von; Guðmundur 'Hall-
dórsson setur rómantískuna á odd-
bækur
inn í sinni sögu, kotni hvað sem
koma vill. En það er ekki cinasta
tilfinningin í sögunni og að sögu-
baki sem minnir á Indriða í sögu
Guðtnundar Elalldórssonar heldur
einnig aðferð hans að segja sögu
sína, hlutlægnislegur frásöguháttur
á beinum frásagnarköflum, stuttara-
legur satntalastíllinn með tilhneig-
ing sinni til „spakmæla" eins og
„Sársauki verður tæplega mældur í
kindarverðum" eða „Frægðin er
ekki staðbundin" eða „Senni-
lega er ekkert til setn gerir fólk
frekar að manneskjum en hitninn
og jörð.“ Ögmundur er ekki .gcf-
inn fyrir að flíka tilfinningum sín-
um, frekar en gerist í sögum sem
með þessum hætti eru sagðar. En
tilfinningar hans eru engu að síður
efni sögunnar, undiralda aJlra henn-
ar atvika; og það er auðvitað ekki
þar með sagt að Guðmundur Hall-1
dorsson miðli ekki sannri reynslu I
og tilfinningum í sinni sögu þó að-i
ferðir hans minni á aðra höfunda j
sem ef til vill eru lagnari en hann j
að láta það ósagt berum orðum
sem mestu skiptir í sögu.
Sögumaður Guðmundar Halldórs I
sonar t Undir Ijásins egg er upp- ’
kominn maður að því er virðist og j
í sögulokin er hann búinn að ráða
við sig tilfinningar sínar, hann vill j
vera um kyrrt í sveitinni og hvergi ,
annars staðar. Þessi niðurstaða get-
ur mætavel verið rétt og sönn þó
torvelt sé að eygja raunverulega I
möguleika hans í sveitinni eða ráða I
í það hvers vegna hann hafi ekki
fest þær rætur til hlítar fyrr. En |
einkennilegt er það að hann virðist
finna sig á einhvern hátt aðgreind- j
an frá öðru fólki í sveitinni, af öðru
tagi en það; og lakast þykir mér |
Guðmundi Halldórssyni, eða réttar ,
sagt: Ögmundi, takast til þegar
hann fer að bollaleggja um tilfinn-
ingar, hug óg háttu ,LóIksins“ eins •
og hann standi sjálfur ein.hvers stað-1
ar utan og ofan við það:
„Einn var sá tími sem fólkinu |
fannst að áin væri tekin frá því, ,
þott hun væri kannski aldrei nær
vitund þess en þá. Hann hófst þeg-
ar leigutakar hennar kornu að '
sunnan í skrautlegum vögnum með I
mikið magn af áfengi innanborðs,
til að veiða laxinn. Þótt fólkið væri J
stundum sljott fyrir nið árinnar í
önn dagsins, hlustaði það gjarnan
eftir hjartslætti hennar á meðan
þessir förumenn róluðu um bakk-
ann.“ i
Slíkar og þvílíkar athuganir sem
þessi og fyrrgreind ályktun um
tæknina sem afmannar fólkið,
og þær eru fleiri { sögunni
cru auðvitað sprottnar af hinu
sairta rómantíska viðhorfi sem sag-1
an Iysir t hcild sinni. En þær fara |
miklu miður í munni Ögmundar
sögumanns en frámgn hans af sjálf-
um ser, eigin orðuni, gerðum og
hugstinum, sem víða kemur einlæg-1
lega og drengilega fyrir af þvf hve
hofsöm og stillileg hún er. En Ijóst I
er þó af þeim að sagan vill eigna I
Ögmundi skiining, þroska, mann-
vit sem hún Ivsir að öðru leyti
engum heimildutn fyrir. Siálf
reynsla hans eins og sagan lýsir j
henni virðist hins vegar einlæg og
ósvikin og sagan er í heild sinni I
miög svo snvrtilega stíluð þó orð- ,
færi sé dálítið stirðlegt mcð köfl-
um, og víðar en á heiti sögunnar.
— Ó..J.
Flugfélag fslands býður nú einkar
ódýrar og þægilegar einstakl-
ingsferoi með nær 40% afslætti
til Spónar og Portúgals.
Þotuflug til Barcelona, Malaga
og Palma de Mallorca á Spóni
og Lissabon og Faro í Portúgal
Viðdvöl í London á heimleið ef
óskað er.
Allar frekari upplýsingar og
fyrirgreiðsla hjó lATA-ferða-
skrifstofunum og Flugfélagi
Islands.
Hvergi ódýrari fargjöld.
FLUCFÉLAC ÍSLANDS
ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI
Miarzhefti
Kfrkjuritsins
ALÞÝÐUBLAÐINU hefur borizt
Kirkjuritið, marzhefti 1969. Af
efni ritsins má nefna viðtal við dr.
theol. Jakob Jónsson; ávarp á æsku-
Iýðsdegi á Akranesi 3. marz 1968,
eftir Magnús Oddsson, stúdent; A
hausti lífsins, hugleiðingu eftir sr.
Ingþór Indriðason; pistla ritstjór-
ans, sr. Gunnar's Arnasonar; James
• Bond, drauniaprins æskunnar á 20.
öld, greitj eftir séfa Arelíus Níels-
son; nokkur orð um vandamál æsk-
unnar, eftir Guðnýju Þorsteinsdótt-
ur — og álitsgerð hins almenna
kirkjufundar 29. október til 1. nóv.
1967. A forsíðu ritsins, sem er hið
vandaðasta að allri gerð, er merki
þings lútherska heimssambandstns
í Porto Algere í Brasilíu 1970.
„Rjómaostu^ ,
úr grænmeti!
GERVI-mjólkurafurðir virðast nú
í örum uppgangi í Bandaríkjunum,
þar sem m.a. rná fá „rjómaost", sem
eingöngu er búinn til úr grænmeti
Að ytra útliti er ostur þessi alveg
eins og venjulégur rjómaostur ~
og bragðið er mjög áþekkt.
Þá hefur og gervimjólk náð tölo-
verðri útbreiðslu í Bandaríkjunurtt,
en hún er þannig gerð, að fitan er
fjaflægð en eggjahvítuefni notuð {
staðinn. Sagt er, að mjólk þessi sé
í senn bragðbetri og geymist betur
en venjuleg rnjólk.
Jarðgas finnst í fyrsta skipti í Suð-
ur-Afríku
IHÖPÐABORG 26.3. (ntb-afp): í tfyrsta skipti í sögu Suður-
Afrífcu hefur 'Þeir fundizt gas í jörðu, að því er skýrt var
frá í suður-afríska þinginu í gær. Fannst gasið í svonefndum
Bero-flóa fyrir sunnan Höfðaborg, og er talið að það kunni
að vald-a gjörbyltingu í stóriðjumáium Suður-Afríkaina, þar
sem um verulegt rnagn virðist að ræða. í ,