Alþýðublaðið - 02.04.1969, Side 7
Alþýðublaðið 2. apríl 1969 7 '
Aðdragandinn að inngöngu ís
lands í Atlantshafsbandalagið
Þegar Atlantsliafsbandalagið var stofnað fyrir 20 árum, var
Stefán Jóhann Stefánsson, ' þáverancíi |formaður Allþýðu-
flokksins, forsætisráðherra, en ríkisstjórn hans var samstjórn
Alþýðuflokksinjs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks-
ins. Stjórn Stefáns Jóhanns ákvað eftir nána athugun að
mæla með því við Alþingi ,að ísland gerðist stofnaðili að
bandalaginu, og var sú niðurstaða staðfest af þinginu þann
siigufræga dag 30. marz 1949. Tæpri viku síðar undirritaði
Bjamf Benediktsson, utanríkisráðherra, 'síðan stofnskrá
bandálagsins á stofndegi þess 4. apríl.
Stefán Jóhann gaf út endurminningar sínar í tveim bind-
ura fyrir fáeinum árum, og þar ritar hann all-ítarlega uni
aðdragandann að stofnun Atlantsliafsbandalagsins og afstöðu
manna og (flokka til þeds. Alþýðublaðið hefur fengið góðfús-
legt leyfi Stefáns til að birta þann kafla úr bókinni, sem um
þessi mál fjallar, og birtist fyni liluti hans í blaðinu í dag,
en afgangurinn á morgun.
^kömmu eftir lok heimstyrjaklar-
innar tóku lýðræðisríkin að draga
mjög úr herstyrk sínum, og var
það greinilegur ásetningur þeirra
að afvopnast að miklu leyti. En
Sovét Rússland fór aðrar leiðir. Þar
var vígbúnaðinum haldið við. Þeg-
ar .svo þar við bættist að öll ríki
Austur-Evrópu urðu háð Rússum,
her þeirra hélt áfram að hafa þar
setu • og kommúnistar voru látnir
brjptast til valda í Tékóslóvakíu í
skjóli hins rússneska herveldis vökn
uðu vesturveldin upp við vondan
draum og sáu að svo við búið mátti
ekki standa. Þeim varð ljóst, að
Sovét-Rússland var að seilast til
valda í Mið og Vestur Evrópu og
að lýðræðisríkin í Evrópu yfirleitt
væru í voða, ef ekkert yrði að gert
þeim til varnar.
Það var um þetta leyti sem hinn
nldni og trausti utanríkisráðherra
Rreta, jafnaðarmannaforinginin Ern-
est Bevin, varpaði fram hugmynd
sinni um öflugt bandalag til varnar
Vestur-Evrópu. Það yar uppþafið að
umræðunum um Atlantshafsbanda
lagið.
Um svipað leyti, það var í febrúar
1948, fór-ég utan til þess að sitja
fund samvinnunefndar norræna
jafnaðarmanna, en samtímis skyldi
vera haldinn fundur forsætisráðherra
Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og
Islands. Aður en ég fór í þessa for,-
minntist ég á það við samráðherra
rnína, að mér fyndist hugmyndin
um varnarsamtök vestrænna ríkja
mjög athyglisverð, og vel mætti
svo fara að afstaða Islands til slíkrá
samtaka kæmi til athugunar, já,.
bæri kannski þegar á góma á for-
'sæfisráðhérra-fundinum.'Man ég vel -
að þeir Rjarni Benediktsson og Ey-
steinn Jónsson, sögðu þá að ekkert
gæti verið við það að athuga, að
ég kynnti mér álit manna á Norður-
löndum á þessari þugmynd, en að
sjálfsögðu væri ekkert hægt áð segja
að svo stödclu, hver kynni að vtjrða
afstaða Islands, ef leitað yrði eftir
henni. Var ég þeim auðyitað sam-
mála um það, en gat þess að ég teldi
mér bæði rétt og skylt að ræða þessi
mál í trúnaði við flokksbratður
rrtína á Norðurlöndum,
T þessari tytagfgr. yArðség þcss var,
að forsætisrnðhtrrttm ÖMterkur;
■l
Noregs og Svíþjóðar, þeim Hans
Heíltoft, Einaf* 'CÍérEáríIsén "óg Tágé'
Erlander þótti brýna nauðsyn til
bera, að hervarnir Norðurlanda
yrðu teknar til gaumgæfilegrar at-
hugunar. Fannst mér einkum Ger-
hardsen vera áfram um það, enda
óttast varnarleysi Noregs sem á
lanclamæri á löngu svseði ásamt Rúss
landi. Sama mátti að vísu segja um
Hedtoft, enda örskammt frá landa-
mærum Danmerkur til þess hluta
Þýzkalands, sem Rússar héldu her-
setnum. En Erlander hafði nokkra
sérstöðu. Varnir Svíþjóðar voru til-
lögulega öflugar og þar í landi
ríkti sú skoðun, að Svíþjóð mætti
ekki gera hernaðarbandalag við
neitt stórveldi. Eg varð þess einnig
var að Gerhardsen sem var uggandi
um Noreg, var ekki sama hver af-
staða Islands yrði til hugsanlegra
varnarsamtaka hinna vestrænu ríkja.
Eg kvaðst engar yfirlýsingar geta
gefið um afstöðu íslenzku ríkisstjórn
arinnar en sjálfur væri ég þeirrar
skoðunar að vel bæri að athuga og
hugsa sig um, áðuí en með öllu
væri neitað tilmælum, sem fram
kynnu að koma um þátttöku Islands
í vestrænum varnarsamtökum. Varð
sú ein niðtirstaða af viðtölum okkar
að við skyldum skrifast á í trúnaði
um þessi mnl og láta hver annán
vita hverju fram yndi í þeim lönd-
um okkar, ;ekki 'sízt ef tilmælum
yrði beiíit til þeirra uiil þátttökh í
sífkuni varharsamtökum. Lauk 'svo
fundi okkar í það sinn.
Þegar heim' kom skýrði ég ríkis-
sljórninni frá jnv, senv rætt hefði
iverið um, hugsanleg varnarsamtök
Vestui Evrópu 6g 'ftfstöðu Norður-
landa til þeirra. Verða- hugleiðingar
iiiínár sQg afstaða ujn þær rqundií'
kannski ;best skýrðar með því að
birta hétþýddah kafla ,úr biéfi seih
ég skrifaðj Eledtoft 19. febrúar 1948,
þá nýlega heim kominn.
„Sfrax eftir heimkomuna skýrtji
ég ríkisstjórninni í trúnaði frá for-
sætisráðherrafundirtum og skoðun-
nm þeim og hugleiðingum, er þar
'ltomu' friini. MiIIi mín bg hmná’
ráðherranna var full samstaða urn
það, sem ég liafði sagt á fundinum.
Allir stjórnarflokkarnir hér studdu
aðild Islands að Marshallaðstoðinni,
en þeir vilja bíða og sjá, hverju
fram fer um það, hvort hugmynd
Bevins gæti stutt að nánara og inni-
legra samstarfi í Vestur Evrópu og
hver afstaða annarra Norðurlanda-
ríkja verðttr til hugsanlegra varnar-
samtaka.
Ég vildi gjarnan hafa náið sam-
band við þig, Gerhardsen og Erland-
er um þetta mál í framtíðinni, einn-
ig hvað snertir afstöðu Alþýðúflokka
Frh. á 12. síðu.