Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 X>v Fréttir Afleiðingar 800 milljóna sparnaðaráforma stjórnvalda á Landspítala: Lokun deilda og veru- leg skerðing á þjónustu - forráðamenn sjúkrahússins í viðræðum við heilbrigðisráðherra Ljóst er að veru- leg skerðing verð- ur í tilteknum þjónustuílokkum á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi ef spamaðaráform stjórnvalda koma til framkvæmda. Á fjárlögum fyrir ár- Magnús ið 2003 er sjúkra- Pétursson. húsinu gert að spara nær 800 milljónir króna. Komi sá spamaður til framkvæmda þýðir það að þjónusta sú sem er neðst á for- gangsröðunarskýrslu heilbrigðisráðu- neytisins mun skerðast verulega eða hreinlega leggjast af. Má þar nefna ýmsa félagslega þjónustu eins og rekst- ur tiltekinnar umönnunar svo og rekstur deilda eins og glasafrjógvunar- deildar sem yrði væntanlega hreinlega lagður af. Áhersla er lögð á að halda óskertri þjónustu á bráðadeildum sjúkrahússins. Fomáðamenn Landsspítala - há- skólasjúkrahúss eiga nú í viðræðum við heilbrigðisráðherra um væntanleg- an niðurskurð. Samkvæmt upplýsing- um DV era þeir tilbúnir að vinna að því að halda uppi þjónustu án þess að til þess þurfi að koma að leggja niður sérstaka þjónustuþætti fari spamaðurinn í ár ekki fram úr 400 milljónum króna. Jón Allt þar umfram Kristjánsson. leiði til verulegrar skerðingar á þjón- ustu. Forráðamenn sjúkrahússins hafa lagt ýmsar hugmyndir fyrir heilbrigð- isráðuneytið sem það mun síðan velja og hafna. Ef einhver tiltekin þjónusta verður skert eða lögð niður á Landspítala - háskólasjúkrahúsi mun það væntan- lega kalla á að þjónusta af því tagi verði veitt i meira mæli „úti í bæ.“ Sá spamaður sem myndi nást í rekstri spítalans myndi væntanlega leiða til aukinna útgjalda hjá Tryggingastofn- un ríkisins. „Forráðamenn spítalans hafa snúið sér til min með ákveðnar hugmyndir og ég hef átt fundi með þeim,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. „Þeir hafa farið yfir hvaða afleiðingar Stórfelld skerðing Ljóst er að 800 milljóna króna sparnaður á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi mun hafa stórfellda skerðingu á þjónustu í för með sér. það myndi hafa fyrir spítalann að fara í 800 milljóna króna aðgerð. Þetta er spuming um hvaða þjónustu menn veita og hvaða afleiðingar slíkur nið- urskurður myndi hafa. Um er að ræða stofnun af jjeirri stærðargráðu sem hefur það mikla vigt i samfélaginu og það mikið hlutverk í heilbrigðisþjón- ustunni að eðli málsins samkvæmt hljótum við að fara yflr þetta mál af fúllri ábyrgð. Við viljum ekki stofna þeirri þjónustu sem þama er veitt í hættu.“ Aðspurður hvort gerlegt væri að skera starfsemina niður um 800 millj- ónir á árinu sagði Jón óhætt að segja á þessu stigi að það væri afar erfitt. Hann kvaðst vilja ræða frekar við for- ráðamenn spitalans áður en hann gæfi frekari yflrlýsingar í þessum efnum. Niðurstaðan yrði að liggja fyrir á næstu dögum. Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala - háskólasjúkrahúss, sagði að viðræður við heilbrigðisráðherra væra á vinnslustigi og því ekki hægt að tjá sig um þær efnislega að svo stöddu. Hitt væri ljóst að grípa yrði til þeirra aðgerða sem stjómvöld kysu sem fyrst. Ekki væri leggjandi á starfs- fólk að vinna í óvissu um langan tíma. „Ég hef vissar efasemdir um að skynsamlegt sé að ganga svona hart fram í niðurskurði á þjónustu," sagði Magnús. Hann benti á að á sl. ári 2001 hefði spítalinn verið rekinn á mjög svipuðum raunkrónufjölda og árið 2000. Sjúklingum hefði fjölgað um 3,5 prósent. Sjúklingum héldi áfram að fjölga milli ára, auk þess sem fjárveit- ing til spítalans væri um 4 prósentum lægri að raungildi heldur en árið áður. Vandinn væri því enn stærri en niður- skurðartölumar gæfu til kynna. -JSS Múlalundur: Ekki kemur til uppsagna - aukinna framlaga vænst í reksturinn „Með endurskoðun á rekstrinum og aðhaldi ættum við aö geta komist út úr því gríðarlega tapi sem við höfum verið í. Það nam í fyrra um 36 milljónum króna,“ sagði Þor- bjöm Ámason, hdl. og foimaður stjómar Múlalundar, í samtali við DV í morgun. Starfsmönnum Múla- lundar, sem er vemdaður vinnu- staður fatlaðra, var á starfsmanna- fundi í gær tilkynnt að rekstrinum yrði haldið áfram í óbreyttri mynd. Alls 52 starfsmenn Múlalundar munu því áfram halda vinnu sinni en áður var líklegt að þeir myndu missa vinnu sína nú um mánaða- mót. Að sögn Þorbjöms er á vegum fé- lagsmálaráðuneytis unnið að úttekt á rekstri Múlalundar, sem beinist að öllum þáttum rekstrarins. Fyrstu niðurstöður þeirrar úttektar verða kynntar í dag. Með aðhaldi í rekstri og sparnaðarráðstöfunum kvaðst Þorbjöm vera nokkuð bjartsýnn á að reksturinn komist á rétt ról - en einnig með því að aukin framlög fá- ist til rekstrarins á grundvelli þjón- ustusamnings viö ríkið. -sbs DVA1YND NH Bílslys á Sandskeiði Flutningabíll og sendiferðabíll lentu í árekstri á Sandskeiði síðdegis í gær. í kjöl- far árekstursins kom jeþpi aðvífandi og hafnaði utan vegar. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er taliö að ökumaöur sendibifreiðarinnar hafi misst stjórn á bíl sínum meö fyrrgreindum afleiðingum. Fjórir félagar hjómsveitarínnar Útrásar voru í sendibílnum en einn í hvorum hinna. Engin slys urðu á fólki. Framboðsmálin að skýrast í Reykjavík: Eyþór ekki á listanum en Gísli Marteinn inni - Björk Vilhelmsdóttir í öðru sæti R-listans Fyrstu 8 sæti fylkinganna (skv. heimildum) 1. Björn Bjarnason 2. Vilhjólmur Þ. Vilhjálmsson 3. Guðrún Ebba Sigurðardóttir 4. Hanna Bima Kristjánsdóttir 5. Guðlaugur Þór Þárðarson 6. Kjartan Magnússon 7. Gísli Marteinn Baldursson 8. Inga Jóna Þóróardóttir 1. Ámi Þór Sigurðsson 2. Alfreó Þorsteinsson 3. Stefán Jón Hafstein 4. Steinunn V. Óskarsdóttir 5. Anna kristinsdóttir 6. Björk Vilhelmsdóttir 7. ????? 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Oeining meðal stjórnarliöa Nokkrar breytingar hafa verið gerð- ar á þingsályktunartillögu um byggða- áætlun sem nú er til umræðu í þing- inu. Umdeild klásúla um að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun á Vestfjörðum hefur fallið burt og fleiri atriði mætti telja. Stjómarandstæðingar spurðu byggðamálaráðherra, Valgerði Sverris- dóttur, út í þessar breytingar í gær og kom fram í svörum ráðherrans að sumt hefði valdið misskilningi í fyrstu drögum tillögunnar. Einar K. Guðflnnsson (D) upplýsti að hann hefði sett fyrirvara við sam- þykkt byggðaáætlunarinnar. Hann gagnrýndi tiltekin atriði og einkum at- vinnumál. ísólfúr Gylfi Pálmason (B) kailaði þá eftir úrræðum Einars og stjómarandstæðingar gerðu sér mat úr þessu. Sumir veltu upp spumingu um hvort yfirhöfúð væri meirihluti fyrir byggðaáætluninni. Þingflokksformaður Framsóknar- flokksins og formaður stjómar Byggðastofnunar, Kristinn H. Gunn- arsson, var fjarstaddur umræðuna í gær. Kastast hefúr í kekki undanfarið miili hans og byggðamálaráðherra auk þess sem Kristinn hefur gagnrýnt byggðaáætlunina opinberlega. -BÞ Framboðslist- ar stóru framboð- anna í Reykjavík liggja nú nánast fyrir en fram- boðslisti Sjálf- stæðisflokksins verður borinn upp á fundi í Verði - fulltrúa- ráöi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þá komst uppstillingar- nefnd Vinstri grænna að samkomu- lagi um uppstillingu í 1. og 6. sæti listans i gækvöld og munu þau sæti verða skipuð þeim Áma Þór Sig- urðssyni og Björk Vilhelmsdóttur. Enn er eftir að finna frambjóðanda í 7. sæti Reykjavíkurlistans en sá fulltrúi verður valinn sameiginlega af fulltrúum flokkanna og borgar- stjóra. Listamir era birtir hér eins og þeir eru samkvæmt heimildum sem DV telur áreiðanlegar. Athygli vekur að á lista Sjálfstæðisflokks- ins eru hvorki nöfn Jónu Gróu Sig- urðardóttur borgarfulltrúa né Ey- þórs Arnalds, en heimildir DV herma að Eyþór hafi orðið undir í kosningu i kjömefndinni. Ný koma hins vegar inn á listann þau Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir, Hanna Bima Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. -BG Vaskurinn hækkar ekki Eftadómstóllinn hefur úrskurðað að mishár skattur á innlenndar og er- lendar bækur sé ekki réttlætanlegur. Viðbragða vegna málsins mun að vænta úr fjármála- ráðuneyti en fjármálaráðherra, Geir Haarde, hefur sagt að virðisauka- skattur á innlendar bækur verði ekki hækkaður. RÚV greindi frá. Bruni í Baldurshaga Eldur kom upp í Baldurshaga á Akureyri á þriðja tímanum í nótt. Húsráðandi, ásamt tveimur ungum bömum sínum, yfirgaf húsið og gekk til lögreglu sem er í næsta húsi. Slökkvilið var þegar kvatt á staðinn og gekk vel að ráða niðurlögum elds- ins. Að sögn lögreglu kom eldurinn upp í kjallara en eldsupptök era ókunn. Bömin tvö voru flutt á Fjórð- ■ungssjúkrahúsið til rannsóknar. Bíll hafnaði í stórgrýti Einn var fluttur á slysadeild á þriðja tímanum í nótt eftir bilveltu á Digranesvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi virðist ökumaður bifreið- arinnar hafa misst stjóm á bílnum þar sem hann ók suður eftir Digra- nesvegi. Bíllinn fór nokkrar veltur og hafnaði I stórgrýti utan vegar. Þrír vora i bílnum, tveir sluppu ómeiddir en sá þriðji var sem fyrr segir fluttur á slysadeild. Bíllinn er mikið skemmdur eftir slysið. 47% hlynnt Kárahnjúkavirkjun 47% landsmanna eru frekar eða mjög hlynnt byggingu Kárahnjúkavirkj- unar samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar könnunar Gallups. Tæpur þriðjungur er and- vígur framkvæmd- unum. 23% taka ekki afstöðu. Könn- unin var gerð seint í janúar og byrj- un febrúar og var úrtakið 1200 manns. Skýrslan röng Á borgarráðsfundi í gær kom fram að fyrirtækið Landmat harmaði mis- tök sem fyrirtækið gerði í skýrslu um miðborgina. í skýrslu Landmats kom fram að veitingahúsum heföi fækkað um fjórðung frá 2000 til 2001 en hið rétta mun vera að þeim hafi fjölgað um tvö á þessum tíma. Engu aö leyna Vegna frétta í fjöl- miðlum að undan- fömu vill Jón Ólafs- son, aðaleigandi Norðurljósa, taka fram að aðgerðir skattrannsókn ar- stjóra í húsakynn- um félagsins í sið- ustu viku beinast að homnn, en ekki Norðurljósum. „Ég hef engu að leyna gagnvart skattayfirvöldum og mun kappkosta að vinna að lausn málsins í fullu samstarfi við yfirvöld," segir í yfirlýsingu Jóns. -aþ Haldið til haga Ranghermt var i blaðinu í gær að Valgeir Elíasson væri upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar. Val- geir gegnir starfi upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Engin átök Ranglega var frá því skýrt í blað- inu á mánudag að átök hefðu orðið milli þriggja kvenna í Hafnarstræti aöfaranótt sunnudags. Hiö rétta er að ein konan varð fómarlamb hinna tveggja. Engin átök urðu og engin kvennanna var handtekin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.