Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
I>V
7
Fréttir
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytta stjórn fiskveiða:
Stríðsyfirlýsing
úr smiðju LÍÚ
- að mati stjórnarandstöðunnar - sjávarútvegsráðherra vísar slíku á bug
Harðar deilur urðu á þingi í gær
um nýtt frumvarp sjávarútvegsráð-
herra um breytingar á lögum um
stjóm fískveiða. Stjórnarandstöðu-
þingmenn töldu að frumvarp ráð-
herra væri „stríðsyfirlýsing" og
féllu þung orð um að ryki hefði ver-
ið slegið í augu þingmanna og al-
mennings.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, hafði frum-
kvæði að umræðunni undir liðnum
„Störf þingsins" og rifjaði hann upp
að stjórnarflokkamir hefðu lofað
hástöfum að ná sátt um fiskveiði-
stjórnunarkerfið fyrir síðustu kosn-
ingar. Hann hefði haldið að tillögur
auðlindanefndar væru innlegg í þá
sátt en nú lægi fyrir að ekkert mark
væri tekið á hugmyndum stjómar-
andstöðu. Fmmvarp Áma Mathies-
ens byggðist fyrst og fremst á óska-
draumum LÍÚ og útgerðarinnar.
„Við munum ekki láta valta yfir
okkur,“ sagði Össur og hét þvi að
Samfylkingin myndi taka hart á af-
greiðslu málsins. Hann sagði að
Ámi væri nánast smækkuð útgáfa
af Kristjáni Ragnarssyni.
Gervisátt
Steingrímur J Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, tók undir þau
orð og sagði framkomu ríkisstjórn-
arinnar með hreinum og klárum
endemum. Sáttagjörðin mikla, sem
talað hefði verið um, væri að engu
orðin. Fyrir þinginu hefði legið um
mánaðarskeið tilboð stjómarand-
stöðu um frekari vinnu til að reyna
að sætta sjónarmiðin en sú vinna
hefði einskis verið metið. „Ætlunin
er að kasta stríðshanska hér inn á
þingið,“ sagði Steingrímur og gerði
því skóna að Sjálfstæðisflokkurinn
væri með frumvarpinu að færa deil-
urnar í þjóðfélaginu burt frá spill-
ingarmálum flokksins og yfir í fisk-
veiðarnar. Logandi ófriður yrði um
þetta mál áfram.
Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk-
ingunni, sagði að ef málið væri ekki
jafn alvarlegt og raun bæri vitni
myndi hún helst halda að sjávarút-
vegsráðherra væri að gera að gamni
sínu. Ráðherra héldi því fram að
tekjumar vegna nýju gjaldtökunnar
gætu farið upp í 2 milljarða en á
móti töpuðust gjöld hjá ríkinu sem
næmu um 900 milljónum króna.
Arni
Mathiesen.
Ossur
Skarphéðinsson.
Steingrímur J.
Sigfússon.
Sverrir
Hermannsson.
Frá fundi sjávarútvegsráðherra
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnii nýtt frumvarp breytingar á lögum
um fiskveiöar í gær.
Metár þyrfti til að gjaldtakan skil-
aði svo háum fjárhæðum.
Ráðherra svarar fullum hálsi
Árni Mathiesen svaraði að hon-
um þætti mög athyglisvert að heyra
þessar raddir þótt þær kæmu ekki á
óvart. Samfylkingin hefði lengi ýjað
að andstöðu við frumvarpið og
hann hefði haft á tiifinningunni að
það skipti engu máli hvemig frum-
varpið myndi líta út. Samfylkingin
hefði alltaf ætlað að vera gegn því.
Ámi taldi að með afstööu sinni
væri Samfylkingin að hafa að engu
álit þriggja fulltrúa þeirra í auð-
lindanefnd og vekti það athygli. Það
væri miður að Samfylkingin skyldi
ekki standa við samkomulag sem
hún hefði áður ritað undir en þó
kæmi það ekki alveg á óvart. Ráð-
herra sagðist ekki alveg vita hvern-
ig hann ætti að bregðast við orðum
formanns Vinstri grænna. Þau
væru líkust því að Steingrímur
vildi ráða bæði eigin liðsskipan og
liði andstæðinganna.
Útúrsnúningur
Lúðvík Bergvinsson, Samfylking-
unni, kvaddi sér næst hljóðs og
sagði ræðu Árna hafa verið skrýtna.
Auðlindanefnd hefði greinilega að-
eins verið sett á stofn til að tefja um-
ræðu um málið fram yfir kosningar
en niðurstaðan væri fráleitt byggð á
vinnu nefndarinnar. Lúðvík sagði
tal ráðherra um annað vera útúr-
snúning af verstu tegund. Frum-
varpið væri fyrst og fremst árás á
minni útgerðir í landinu og ljóst
væri að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
í engu breytt afstöðu sinni um
óbreytt ástand.
Kosningablekking
Sverrir Hermannsson, formaður
frjálslyndra, sagði að menn þyrftu
ekki að undrast þessar lyktir. Allt
tal um sættir hefði verið kosninga-
blekking til að sefja þjóðina. Auð-
lindanefnd hefði verið skipuð til að
fá þannig niðurstöðu að hver gæti
túlkað hana með sínum hætti. Auð-
lindagjald væri þykjustugjald.
Jóhann Ársælsson, Samfylking-
unni, sagði frumvarpið stríðsyfir-
lýsingu á hendur stjómarandstöðu.
Menn ætluðu sér greinilega að
halda áfram að láta veiðiheimildir
streyma til þeirra stærstu og áfram
skyldi einokunin vera við lýði.
Einkavæðingin væri trúarbrögð
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn
lufsaðist með. Það væru ósannindi
að ætla að segja þjóðinni að með
frumvarpinu væru sjónarmið sætt.
-BÞ
Vinstri grænir:
Leynd verði
svipt
- af Landsvirkjun
Þingflokkur Vinstri hreyfingar-
innar - græns framboðs hefur rætt
kröfu Landsvirkjunar um að leynt
verði farið með upplýsingar um raf-
orkuverð frá fyr-
irhugaðri Kára-
hnjúkavirkjun.
Þingflokkurinn
hafnar að taka
við slíkum upp-
lýsingum undir
þeim formerkjum
og mun gera allt
sem í hans valdi
stendur til að
knýja á um að
upplýsingamar
verði gerðar opinberar.
„Almennir orkunotendur og allur
almenningur á skýlausa kröfu á
þessum upplýsingum sem og þing-
menn sem eiga að taka afstöðu til
málsins á þingi. Fulltrúi þingflokks-
ins í iðnaðamefnd mun að sjálf-
sögðu virða trúnað varðandi upplýs-
ingar sem fram hafa komið í nefnd-
inni. Þingflokkur Vinstri hreyfing-
arinnar - græns framboðs mun á
næstunni kanna og eftir atvikum
láta reyna á mögulegar leiðir til að
svipta leynd af þessum upplýsing-
um,“ segir í ályktun hjá þingflokkn-
um sem Ögmundur Jónasson, þing-
flokksformaður vinstri grænna, las
upp á þingfundi í gær.
-BÞ
Ogmundur
Jónasson.
Til félagsmanna í Félagi fasteignasala:
AÐALFUNDIR2002
Aðalfundir Félags fasteignasala, Ábyrgðarsjóðs Félags
fasteignasala og Fmmkvæðis ehf. verða haldnir fimmtudaginn
28. febrúar 2002, kl. 17.00 síðdegis, í fundarsalnum
„Háteigi“ á 4. hæð á Grand Hótel Reykjavík.
Á dagskrá aðalfundar FF verða eftirtalin mál:
1. Skýrsla stjómar um starfsemina á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjómar.
5. Kjör endurskoðenda.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Athygli er vakin á 8. gr. laga FF en þar segir að atkvæðisrétt
og kjörgengi á aðalfundi hafi félagsmenn sem skuldlausir
eru við félagið.
Á fundinum verða léttar veitingar að venju.
Stjómin
IR!
r
ZAUG. 2.MARS
SQLDÖGG Sjallanum Akureyri
A MQTI SOL
BUTTERCUP
STUÐMENN
Höllinni Uestm.eyjum
Nl-Bar Reykjanesbæ
Kaffi Reykjauík
PLAST (Gunni Ola ex. Skímó) Uídalín u. Ingólfstorg
BER (Iris Kristins & Co) PlayBTS Kópauogi
V_
FÖST. 8.
BUFF
BSG
HUNANG
IAR1
Uídalín v/ Ingólfstorg
Kaffi Reykjauík
Players Kópavogi
zaug. 9. MARS
ENGLAR (Einar Ágúst ex Skimó) Sjallanum Ak.
PAPAR Höllinni Uestm.eyjum
BER Sjávarperlunni Grindavík
BUFF Uídalín v. Ingólfstorg
BSG Kaffi Reykjavík
HUNANG Players Kópavogi
www.promo.is
Miðv. 27.feb. BESSIE SMITH KUÖLD Uídalín
Fim. 28. feb. GEIR ÓLAFS S Co Uídalín
FOST. 1. MARS
Kaffi Reykjauík
PLAST (Gunni Úla, ex. Skímó) Uídalín v. Ingólfstorg
PAPAR Players Kópauogi